Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar árfest á aldar- órðungs fresti Árni Einarsson f.h. Máls og menningar „Það var orðið fyllilega tímabært að fyrirtækið færði út kvíarnar: Mál og menning hefur ekki staðið í neinum verulegum fjárfestingum síð- an Kristinn E. Andrésson og félagar byggðu upp á Lauga- veginum. Þessi nýjaverslun er viðbót við reksturinn-við verðum að sjálfsögðu áfram niðri í miðbæ líka,” sagði Árni Einarsson framkvæmdastjóri Máls og menningar í spjalli við Sunnudagsblaðið af því tilefni að fyrirtækið opnaði nú í vik- unni nýja og glæsilega versl- um að Síðumúla 7. Þar verður einkum höndlað með bækur, skrifstofuhúsgögn og gjafavörur í afar rúmgóðu hús- næði sem arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson hönnuðu. Innréttingarnar eru mjög nýstárlegar og vöktu mikla athygli þeirra fjölmörgu sem samglöddust forlaginu við opnun búðarinnar. Svo sem flestum er kunnugt heldur Mál og menning upp á hálfrr aldar afmæli á þessu ári. Árni var spurður hvað helst hefði verið gert til hátíðabrigða. „Það sem að sjálfsögðu ber hæst,” sagði Árni, „er að við aukum utgáfuna um helming frá þvf í fyrra. Þá gáfum við út rúm- lega 40 bækur en á þessu ári fylla þær hálfan níunda tuginn. Við erum sem sagt á því að betra sé að koma út bókinni fleira en færra. Og útgáfuflóran er að sama skapi fjölbreytt. Ég nefni sem dæmi Times Atlasinn í íslenskri þýð- ingu, metsölubók Isabel Allende í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, smásagnasafn Einars Kárasonar, unglingabók eftir Guðlaugu Ric- hter sem gerist á söguöld, fyrstu skáldsögu Gyrðis Elíassonar og þanni mætti lengi áfram telja.” Fyrirtækið hlýtur þá að vera bærilega stöndugt um þessar mundir? „Já, ég get alveg sagt það. Bókaútgáfa er á hinn bóginn ákaflega áhættusöm og það veit enginn hvar hann dansar næstu jól. En það getur varla talist bruðl þó fyrirtækið fjárfesti á 25 ára fresti — eða að meðaltali fjór- um sinnum á öld! Við gerum okk- ur alveg grein fyrir því að allra næstu ár geta orðið erfið. Heild- arkostnaður vegna þessarar nýju verslunar er í kringum 40 milljónir.” - Víkjum nú að hinni sígildu spurningu um stöðu bókarinnar. Er hún ekki nokkuð brött um þessar mundir? „Jú, hún erþað. Ogþað erekk- ert skrum heldur einlæg tilfinning sem ég hef, þegar ég segi að allt talið um heilaþvottinn á þjóðinni er að mínu mati misskilningur. Fólk lætur ekki segja sér fyrir verkum. Og unga kynslóðin sem nú er farin að láta að sér kveða á sviði viðskipta og lista, lofar mjög góðu. Við eigum mikið af úr- valsfólki. - Ef ég væri af kynslóð foreldra minna - þá væri ég a.m.k. afar stoltur af unga fólk- inu!” -hj LEHDARI Opnið bókhald fyrirtœkjanna! Síðasta ríkisstjórn hóf feril sinn illu heilli með alræmdri kjaraskerðingu, þar sem þriðjungur kaupmáttar var með einu hnífsbragði ristur burtu. Forysta verkalýðshreyfingarinnar náði ekki að fylkja liðsmönnum hreyfingarinnar til nægilega öflugrar gagnárásar og afleiðingin varð síversnandi afkoma fjölskyldnanna. Eina svar manna var að lengja vinnutímann. Og fjölskylda á fjölskyldu ofan sundraðist að meira eða minna leyti vegna hins mikla álags, sém þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar skópu. Árið 1985 tók að rofa til í fjármálum þjóðarinn- ar vegna batnandi ytri skilyrða. Árið 1986 varð svo eitt mesta góðæri í sögu lýðveldisins. En þrátt fyrir vaxandi góðæri tókst ekki að efla kaupmátt tímakaupsins. Það tókst ekki að stytta vinnudag fólksins. Hann þvert á móti lengdist í sumum tilvikum. Hversvegna? - Vegna þess að fyrirtækin sem borguðu lága kaupið sögðu að þau hefðu ekki neina peninga. Hvaða fyrirtæki? - Fyrst og fremst fyrirtækin í fiskvinnslunni. Og þetta var í rauninni tekið gott og gilt. Það var tekið mark á kórsöng fyrirtækjanna um hinn eilífa taprekstur. Hreinskilinn forystu- maður úr verkalýðshreyfingunni, Pétur Sig- urðsson, orðaði það svo í viðtali við Þjóðviljann, að verkalýðshreyfingin hefði „jafnvel tekið þátt í grátkór atvinnurekendanna." Það hefur hins vegar komið berlega í Ijós á síðustu dögum, að menn voru blekktir. Blekktir illa. Hin síhrínandi fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð standa nefnilega svo vel, þrátt fyrir eilífan bar- lóm og kveinan, að á einni nóttu gátu þau snar- að út fyrir einsog einu stykki Útvegsbanka. Þá vantaði ekki aurinn. Allir sjóðir eru hins vegar galtómir og hífandi tap á öllu þegar verka- fólkið fer fram á ærlegan hlut. Þá er ekki hægt að borga. Hið skyndilega ríkidæmi útgerðarauðvalds- ins sem kom í leitirnar þegar íhaldið var að tapa af Útvegsbankanum sýnir það Ijóslega að frysti- húsaeigendurnir og útgerðarjarlarnir Ijúga eins- og fara gerir um afkomu fyrirtækja sinna hve- nær sem þeim býður svo við að horfa. Við því á verkalýðshreyfingin ekki nema eitt svar. í stað þess að taka þátt í grátkór atvinnu- rekenda um slaka afkomu fyrirtækja sinna á hún að reisa sig og krefjast þess að fá aðgang að bókhaldi fyrirtækjanna. Útvegsbankamálið hefur sýnt og sannað, að þau fyrirtæki sem telja sig verst stödd á íslandi hafa þrátt fyrir allt gnótt fjár. Þessvegna hlýtur krafa verkalýðshreyfingarinnar að verða: Opið bókhald. Verkafólk, eða fulltrúar þess, þurfa að eiga fullan aðgang að bókhaldi fyrirtækjanna. Það er opinbert leyndarmál, að eigendur og stjórnend- ur fyrirtækja nota sjóði þeirra til að fjármagna lúxuslíferni fyrir sig og sína. Hvers kyns einka- neysla, á borð við bíla, utanlandsferðir og jafnvel heimilisinnkaup eru færð á reikninga fyr- itækja. í þessu felst í rauninni margföld fölsun og margfaldur stuldur. í fyrsta lagi er kostnaður fyrirtækjanna fals- aður og þannig stolið undan skatti. Þetta gerist með þeim hætti að einkaneyslan, sem færð er á reikning fyrirtækjanna, sýnir stöðu þeirra á pappírnum lakari en hún er í raun. Þau borga því minni skatta en ella. ( öðru lagi eru laun eigenda og háttsettra stjórnenda líka fölsuð. Ymis kostnaður við einkaneyslu þeirra er færður sem gjöld fyrirtæk- isins, en ekki sem tekjur á viðkomandi. Raun- verulegar tekjur þeirra eru því ekki taldar fram til skatts, skattstofn þeirra verður minni fyrir bragðið og þeir lenda líka í lægra skattþrepi. Þeir borga því snöggtum minni skatt en þeim ella bæri. í þriðja lagi er verið að blekkja verkalýðs- hreyfinguna með svona vinnubrögðum. Henni er gefið til kynna að staða fyrirtækja, jafnvel heilla greina, sé sýnu lakari en hún er í raun. Kröfur hreyfingarinnar taka - illu heilli - mið af því. Þannig er líka verið að stela með bókstaf- legum hætti af launafólki. Þessum fordæmanlegu vinnubrögðum er einungis hægt að svara með því að fylkja hreyfingunni á bak við kröfuna: Opnið bókhald fyrirtækjanna fyrir fuiitrú- um verkafólks! - ÖS Sunnudagur 30. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.