Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.08.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDÁGSPISTILL Frá lettneskri sumarhátíð Nú fyrir skemmstu bárust þær fréttir frá Eystrasalts- löndum Sovétríkjanna, aö þarhefðu Eistar, Litháarog ekki síst Lettar efnt til mót- mælaaögeröa í tilefni dap- urlegs afmælis griðasátta- mála Hitlers og Stalíns. En þaö samkomulag hafði þaö í för meö sér að Hitler flutti „heim í ríkið“ þýskættaöa menn og gaf Stalín frjálsar hendur til aö innlima þessi þrjú litlu ríki, sem höföu hlotiö sjálfstæöi í lok fyrri heimsstyrjaldar líkt og ís- land. Mótmœlin í Eystrasaltslöndunum og sjálfstœði smáþjóða Tvísýn framtíð Sovéskur málflutningur um Eystrasaltslöndin hefur mjög gengið út á það að þau eigi sögu- lega samleið með Rússiandi, þar sé þeirra markaður, miklar fram- farir hafi orðið þar í iðnaði og menntun á sovéttímanum, og þar fram eftir götum. Og flest þá í himnalagi. En ekki þurfa menn lengi að skoða heimildir eða tala við Letta eða Litháa til að vita, að lönd þeirra voru innlimuð með ofbeldi, á eftirfylgdu fjöldahand- tökur og nauðungarflutningar fólks til Síbiríu, að menning og tunga þessara þjóða hefur átt í vök að verjast og að rússneskumælandi menn eru nú orðnir í meirihluta í ýmsum helstu borgum landanna ( ekki síst Rigu, höfuðborg Lettlands). Og að menn óttast um sjálfa framtíð þessara þjóða. Nýlenduveldi? í tengslum við umræðu um Eystrasaltsþjóðir og hlutskipti Kákasusþjóða eða íslamskra þjóða Sovétríkjanna er oft rætt um Sovétríkin sem nýlenduveldi eða að minnsta kosti arftaka þess nýlenduveldis sem Rússakeisarar byggðu upp í aldanna rás. Sumum hefur þetta tal komið spánskt fyrir sjónir. Þeir eru van- ir því að hugsa sér nýlenduveldi þau ríki sem koma sér upp hjá- lendum í fjarska, t.d. England og Frakkland. En hugsa síður til þess að Rússland og Bandaríkin voru líka einskonar nýlenduveldi þótt útþensla þeirra færi fram með öðrum hætti. Rússar sóttu einkum austur í Sibiríu og Banda- ríkjamenn vestur að Kyrrahafi, þeir byggðu þessi lönd sjálfir og nutu þess að þau voru afar strjál- býl - mættu þeir mótspyrnu var frumbyggjum eytt, t.d. í indján- astríðunum amrísku á fyrri öld. f þessari þróun er furðumargar hliðstæður, þótt Rússar hafi á sín- um tíma farið skár með smáar veiðiþjóðir en Amríkanar. En Rússland óx og með öðrum hætti. Keisararnir lögðu undir sig lönd í styrjöldum við íslömsk stórveldi. Kristnar þjóðir eins og Grúsíumenn og Armenar, sem umkringdir voru íslam, litu á Rússa sem bandamenn sína og skárra yfirvald en t.d. Tyrkja- soldán. íslamskar þjóðir voru þeim hinsvegar mun erfiðari. Þjóðernapólitík Sovétríki Leníns og Stalíns1 tóku svo við þessu þjóðakraðaki. Sumt hefur verið sæmilega gert þaríþjóðernamálum, t.d. að búa til ritmál fyrir þjóðir sem ekki áttu það áður og fleira þesslegt. Reyndar var það svo til skamms tíma, að Baskar á Spáni, Bretón- ar í Frakklandi og fleiri minni- hlutaþjóðir áttu miklu minni bóka- og blaðakost ( og stundum engan) á sínum málum en ýmsar enn smærri sovéskar þjóðir. ís- lamskar hefðir Miðasíuþjóða urðu fyrir sovéskum skerðingum, boðum og bönnum, en að öðru Ieyti nutu þessar þjóðir ýmislegs góðs af því sem skást var í sov- éskri uppbyggingu og velferðar- kerfi og efnaleg kjör þeirra voru um margt betri en hjá grönnum þeirra í Þriðja heiminum. Forrússneskun Öll hin sovéska þjóðernispóli- tík var þó því neikvæða marki brennd, að allt fór fram á sovét- rússneskum forsendum. Saga minni þjóða var umskrifuð og fölsuð til að sýna að allt gott hefði alltaf frá Rússum komið ( einnig á keisaratímanum). Rússneska var breidd út, ekki síst með því að flytja rússneskumælandi fólk til jaðarlandanna. Þetta kom ekki síst niður á Eystrasaltsþjóðun- um. Þær höfðu orðið fyrir nauðungarflutningi fólks við innlimunina 1940 sem fyrr segir og mikill fjöldi fólks flúði land í stríðslok, ekki síst frá Lettlandi. í staðinn voru Rússar fluttir til Rigu ogTallin. Eystrasaltslöndin höfðu beinlínis aðdráttarafl fyrir marga Rússa vegna þes að þar var landbúnaður ekki eins illa farinn og í Rússlandi sjálfu, þar var blátt áfram meira um matvæli. Síðan hefur það og verið stefna sov- éskra yfirvalda að læsa þessi lönd betur inn í ríkisheildina með því að úthluta þeim þróunarverkefn- um sem ekki var vinnuafl heima fyrir til að sinna - afleiðingin var svo enn meiri aðflutningar rússnesks fólks. Staðan versnar Með þessum hætti hefur það gerst, að Lettar sem voru fyrir stríð meira en 70% íbúa síns lands eru nú aðeins um helming- ur íbúanna - og þá í minnihluta í helstu borgum, því sveitirnar eru lettneskar flestar. Eistar hafa orðið fyrir svipaðri þróun þótt hún sé ekki eins langt gengin. Skást standa Litháar, sem eiga það kaþólskum hefðum sínum að þakka að þar er viðkoma meiri en t.d. hjá Lettum. Þróun af þessu tagi er ekki einsdæmi. Með svipuðum hætti hafa þjóðtungur horfið eða hop- að mjög á hæli í aldanna rás í mörgum löndum : ráðandi þjóð hefur reist borgir kringum sína stjórnsýslu og iðnvæðingu, mál heimamanna hefur orðið sveitamannamál sem dugði ekki til frama í samfélaginu og var oft- ast ofsótt með einum hætti eðá öðrum ( börnum í Frakklandi og á Spáni hefur verið refsað til skamms tíma fyrir að tala bask- nesku eða bretónsku í skólum). írsk og skosk gelíska eru dapur- leg dæmi um þessa þróun. En enn hafa Eystrasaltsþjóðir Sovétríkj- anna sérstöðu: þær voru sjálfstæð ríki á okkar öld, þær eru enn meirihluti íbúa í sínum löndum, þær eiga sterka þjóðlega menn- ingu og sjálfstraust - mundu aldrei efast um að þær gætu vel plumað sig sjálfstæðar ekki síður en Finnar eða þá íslendingar. Óttlnn vlð ný ríkl En hvað getur gerst í málum þeirra? Glasnost, hin opna umræða sem Gorbatsjov hefur ýtt af stað, er forsenda þess að nú heyrast fréttir af mótrnælaaðgerðum í Riga og fleiri borgum - og yfir- völd vita ekki alminnilega hvern- ig á þessu skal tekið. Að venju er sagt að aðgerðirnar séu borgara- |eg þjóðernishyggja, kannski innblásin að vestan og þar fram eftir götum, en ekki er gripið til harðra refsinga eins og fyrr á árum. Þverstæðan í öllu saman er svo sú, að fátt er hættulegra þeirri umbótastefnu sem Gorbatsjov reynir að fylgja en að upp blossi sterkar kröfur í Eystrasalts- löndum og víðar um aðskilnað frá Sovétríkjunum. Sú þjóðernis- vakning smáþjóða (sloppin undan opinberu eftirliti) rekst fljótlega á stórrússneska þjóð- rembu (sem líka er sloppin undan eftirliti) eins og þá sem þegar sýnir sig í kröfugöngum þjóðern- issinnafélagsins „Minnið" í Mos- kvu. Ef sovéskir ráðamenn færu að óttast um ríkisheildina gæti orðið stutt í samsteypu gegn Gor- batsjov þar sem valdamenn innan hers og Iögreglu styddust við stór- rússana til að taka fyrir miðflótta- þróun í landinu. Við vitum líka að það eru ekki margir sem eru í alvöru fúsir til að taka undir kröfur um að flísað sér úr ríkjum sem til eru og smáþjóð- ir innan þeirra fái að stofna ný þjóðríki. Hugmyndir um að- skilnað Korsíku frá Frakklandi eða Baskalanda frá Spáni eru taldar óraunhæfar eða glæpsam- legar í höfuðborgunum. Afríka er dauðhrædd við aðskilnaðar- hreyfingar - við munum Katanga (sem átti að skera frá Kongó eða Zaire), Biafrastríðið í Nígeríu, stríð Polisario við Marokkó út af því landi sem áður var Spænska Sahara og fleiri dæmum. Og ekki fá Tamílar á Sri Lanka að segja sig úr lögum við Singhalesa. Hver og einn á sér gjarna eftirlætisþjóð sem hann er fús til að leyfa að stofna ríki - en öðrum kannski ekki, því ríki sundrast sjaldan eða aldrei nema að undangengnu stríði og blóðsúthellingum mikl- um. Hvað nœst? Smáþjóðamaður eins og þessi hér vill auðvitað ekkert heldur en reglan um sjálfsákvörðunarrétt þjóða gildi allsstaðar, hver sem hagnast og hver sem á henni tap- ar. Og þá ekki síst að hún gildi í raun um þær ágætu menningar- þjóðir sem byggja austurströnd Eystrasaltsins og hafa um aldir verið peð í tafli Rússa, Svía og Þjóðverja. En eitt eru frómar óskir og annað hábölvaður og kaldranalegur pólitískur veru- leiki. Ekki dugir samt að gefast upp fyrir honum fyrir fram. Og rétt og sjálfsagt að fylgjast sem best með þjóðlegum kröfum Eista, Letta og Litháa og leggja því lið, að þau sjálfstjórnará- kvæði sem formlega eru til í sové- skri stjórnarskrá séu virt í raun og að horfið sé frá hverjum þeim að- gerðum sem stuðla að framhaldi forrússneskunar þessara landa. Það væri áfangi sem vel munar um - hvað sem síðar verður. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.