Þjóðviljinn - 02.09.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 02.09.1987, Page 7
Umsjón Ólafur Gíslason Vildi að sólar- hringurinn væri þriðjungi lengri... Rœtt við Eddu Erlendsdóttur píanóleikara Fimmtudaginn 3. septemb- er heldur Edda Erlendsdóttir píanóleikari, sem búsetterí París, tónleika í Norræna hús- inu, og eru á efnisskránni verk eftir Haydn, Schubert, Liszt, Zemlinsky og Alban Berg. Þótt Edda sé ung að árum, á hún þegar að baki langan tónleikaferil. Fyrstu tónleika sína hélt hún í Reykjavík í september 1978, og svo lék hún í fyrsta skipti erlendis í Uppsölum og París í apríl 1983. Síðan hefur hún marg- oft haldið tónleika víða á ís- landi og á ýmsum stöðum í Frakklandiog leikiðí Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Brussel, Berlín, á tveimurstöðum í Úkraínu og í Dartmouth College í Banda- ríkjunum. Hún lék í beinni út- sendingu í franska tónlistarút- varpinu í júlí 1983 (og hefur fleiri tónieikum hennar reyndar verið útvarpað þar), og hún frumflutti verk eftir Karólínu Eiríksdótturí Pompidou-safninu í París í október1984. Eddahefurgef- ið út eina hljómplötu með verkum eftir Schubert og Al- ban Berg, sem út kom í árslok 1983. í tilefni af þessum tón- leikum hitti blaðamaður Þjóð- viljans Eddu að máli og lagði fyrir hana nokkrar spurningar um verkefnaval hennar og tónlistalmennt. Nú ætlar þú að leika verk eftir jafn ólíka menn og Haydn, Liszt og Alban Berg, og svo eru á efn- isskránni verk eftir Zemlinsky, sem sennilega hefur aldrei áður heyrst á tónleikum hér á landi. Hvernig velurðu verk til að flytja? Ég fer mjög eftir eðlisávísun. Ég les mikið af nótum - ég gutla mikið, ef svo má segja, - en er lengi að finna verk sem ég set á efnisskrá tónleika. Ekkert er handahófskennt, þótt tilviljanir ráði að einhverju leyti. Maður getur valið verk eftir tónskáld af því að manni finnast þau eiga heima í einhverju prógrammi, og það eru ekki alltaf mestu meistar- arnir sem verða fyrir valinu. Ég vel verk sem mér finnst gaman að spila. Það er afskaplega gaman að spila, og reyndar auðveldara að finnast verk skemmtileg þegar maður leikur þau en þegar maður hlustar á þau. Hvað flnnst þér um þá stefnu að taka verk Bachs og annarra barok-meistara frá píanóleikur- um og spila þau eingöngu á sembal, sem þau voru reyndar samin fyrir? Bach er ekki rómantískt tón- skáld og því ekki rétt að túlka hann á rómantískan hátt. Barok- hljóðfæri hans tíma hljómuðu öðru vísi en þau hljóðfæri sem notuð voru á rómantíska tímabil- inu. Ég þekki þau, vegna þess að Olivier Manoury, eiginmaður minn, er hljóðfærasmiður og smíðar barok-hljóðfæri með fé- lögum sínum. Hann hefur reyndar ekki smíðað sembal heldur aðeins klavikord, en hann hefur gert ýmis önnur hljóðfæri, t.d. smíðaði hann snemma í vetur tenor-fiðlu, en það hljóðfæri var tenórinn í strengjasveit barok- tímabilsins og e.k. stór lágfiðla. Var tenor-fiðla þessi síðan notuð í fyrstu upptökunni, sem gerð hefur verið á leikhústónlist sem Lully samdi fyrir gamanleiki Mo- liéres. Ástæðan fyrir því að barok-hljóðfæri eins og þau sem notuð voru á tímum Bachs hljóma öðru vísi en þau sem síðar tíðkuðust er m.a. sú, að þau eru stillt talsvert lægra, ekki 440 sveiflur heldur jafnvel minna en 400, svo eru notaðir garnastreng- ir og öðru vísi bogi, og hafa þau því ekki þennan rómantíska „tón“. Þessi hljómur á betur við stíl Bachs og annarra barok- meistara, þar sem rómantískt „vi- brató“ hentar honum alls ekki. Svo bætist annað við. Barok- stíllinn einkennist m.a. af því að þar er ekki hægfara og stig- mögnuð styrkleikauppbygging heldur breiðari styrkleikafletir, og hljómar sá stíll eðlilegar á sembal. Ég spila ekki Bach á píanó á tónleikum sjálf, - ekki ennþá. Kannske er það af því að verk hans voru svo mikil skylda á tón- listarskólanum, að ég hef ekki haft kraft til að æfa þau aftur. En mér finnst gaman að hlusta á verk Bachs leikin á píanó. Segja má að hann hafi lifað á tímamótum, þegar e.k. píanó var að taka við af sembal, og því má spila hann á bæði hljóðfærin. Tónlist hans er svo opin, að hægt er að leika hana á mjög mismunandi hljóðfæri, - jafnvel tölvu, þó ég sé ekki að mæla með því. Hún er svo fullkomin í sjálfri sér, að ekki þarf mjög sterkan þátt túlkanda. En fyrst sú stefna er alltaf að ryðja sér meir og meir til rúms að spila barok-verk á það hljóðfæri sem þau voru gerð fyrir, má þá ekki búast við því að eins fari með verk Haydns og Mozarts. Voru þau ekki líka samin fyrir sembal? Á dögum Haydns og Mozarts var þegar komið e.k. píanó sem nefndist pianoforte. Én það er rétt, að nú þegar er farið að leika verk þeirra á upprunaleg hljóð- færi. Það er reyndar alveg nýtil- komið að smíðaðar séu eftirlík- ingar pianoforte 18. aldarinnar. Svo virðist sem þau hafi ekki enst eins vel og sembalar: þessi síðar- nefndu hljóðfæri hafa oft varð- veist fullkomlega fram á þennan dag, en það er eins og pianoforte- hljóðfærum hafi verið kippt í burtu, þegar píanóið kom fram á sjónarsviðið. Þau voru eiginlega ófullkomin píanó, og mér finnst píanóforte hljóma illa: þau eru eins og hljóðfæri sem búin eru að vera uppi á háalofti í hundrað ár, - hljómurinn er holur. Þá finnst mér betra að nota píanó. Þó finnst mér að nútímapíanó séu oft of kraftmikil og þung fyrir tónlist frá tímum Haydns og Mozarts. Hljóðfærasmiðir hafa lagt metn- að sinn í að smíða sem kraftmest hljóðfæri, sem krefjast þungs á- sláttar, og var þetta í samræmi við stefnu bæði tónskálda eins og Rachmaninovs og píanóleikara. Þetta átti við, þegar mikið var af stórum tónleikasölum, en það hefur breyst. Og það er betra að nota léttari áslátt á verkum Ha- ydns og Mozarts. Menn verða jafnan að hugsa um hljóminn en ekki það hvort tónlistin hafi hljómað svona eða svona þegar hún var samin. Ástæðan fyrir því, að barok-tónlist er nú flutt á ann- an hátt en áður liggur ekki í hljóðfærunum einum, heldur því að menn hafa hætt að túlka hana á rómantískan hátt og farið að leita að nýjum túlkunaraðferð- um, sem væru meira í samræmi við anda hennar. Ef sú stefna heldur áfram að leika alla tónlist á upprunaleg hljóðfæri, verður lítið eftir handa píanóleikurum annað en rómant- ísk tónlist og yngri. En ertu ekki líka mjög hrifln af rómantískri tónlist, þótt hún sé ekki mjög í tísku? Sú þróun fer nú eftir því hvern- ig píanóleikarar bregðast við. En mér er sama, þótt ég sé ekki í tísku, - það er ekki hægt að lifa í tískufyrirbærum. Mérfinnst róm- antísk tónlist hrein, fögur, tján- ingarík og mjög einlæg, og hún §efur túlkandanum mikið frelsi. :g leik gjarnan verk eftir Schu- bert, Schumann og Mendelsohn, og þessi stefna heldur svo beint áfram í átt að Vínarskólanum síðari. Hvar staðseturðu Zemlinsky í þessari þróun? Zemlinsky var tengiliður milli rómantískrar tónlistar og atónal- tónlistar, enda var hann kennari Schönbergs. Sennilega hafa verk hans aldrei áður verið leikin hér á landi. Hann samdi ekki mikið fyrir píanó, og hef ég æft tvö ein- leiksverk, en svo samdi hann strengjakvartetta, lýríska svítu o.fl. Þetta eru síðrómantísk verk, og er áhugi manna á þeim nú að aukast. Tónverk eldast á mjög mismunandi hátt. Mahlervart.d. uppgötvaður mjög seint í Evr- ópu, og fóru verk hans ekki að heyrast að ráði á tónleikum fyrr en upp úr 1970. Á sama hátt eru verk Zemlinskys að heyrast meir og meir núna. Þú leikur einnig gjarnan nú- tímatónverk eftir tónskáld „Vín- arskólans síðari“, Schönberg, Al- ban Berg og Webern. Mér finnst þessi nútímatónlist rómantísk á sinn hátt: hún er mjög ljóðræn, í henni er mikil spenna, mikið frelsi í hljómfalli og miklar hraðabreytingar. Þessi tónlist hefur ekki átt upp á pall- borðið hjá almenningi, og hefur tekið mikinn tíma að koma henni á framfæri, en ég held að hún eigi eftir að eldast vel. Ástæðan fyrir því að almenningur var ekki með á nótunum í byrjun var e.t.v. sú, að þessi tónlist var túlkuð mjög kaldranalega á sínum tíma og jafnvel á vélrænan hátt. En ég hugsa mér hana eins tjáningar- fulla og rómantíska tónlist, og þess vegna er mér það ekkert vandamál að túlka hana. I raun og veru ferð þú út á nýj- ar brautir með því að túlka þessa tónlist á rómantískan hátt. En er það ekki gagnstætt anda þessara tónskálda, sem vildu einmitt rjúfa hefðina? Webern sagði um tilbrigði sín, að þau væru eins og „intermezzi" í anda Brahms. Ef maður hugsar þessa tónlist sem mjög ljóðræna, af hverju þá að túlka hana á kaldranalegan hátt? Ég upplifi Boulez sem mjög ljóðrænt tón- skáld, - ég hef hlustað mikið á verk hans og er á leiðinni til hans. Kannske finnst mér öll góð tón- list vera ljóðræn. Af yngri tón- skáldum finnst mér einnig gaman að hlusta á Stockhausen. En ég hef ekki enn spilað verk hans á tónleikum, - ég er ekki komin svo langt. Webern er minn tengil- iður: hann opnar svo margar nýj- ar víddir í sambandi við styrk- leikabreytingar, tónhæð og -lit. Nú höfum við mest talað um þýsku tónlistarhefðina, en þú hef- ur einnig fengist við að túlka verk franskra tónskálda. Franska tónlistarhefðin í pí- anóleik hefst eiginlega á Chabri- er og Fauré. Þeir eru brautryðj- endur á sviði vissrar hljómröðun- ar og „hljóma-lita“, og á vissan hátt eru þeir að brjótast undan dúr og moll kerfinu, en á allt ann- an hátt en Mahler og Schönberg. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili, sem er mikið ólgutíma- bil í tónlist, því að þá eru menn alls staðar að losa sig undan gam- alli hefð. Ravel er afskaplega gott tónskáld og hann er mjög „pían- istískur". En Debussy hefur sinn frumleika og nútíma anda: hann finnur upp ákveðið kerfi sem vís- ar veginn áfram, eins og Webern. Tónlist Debussys og Ravels er léttari en þýsk hefð (t.d. Brahms) og ekki eins „massíf", og hefur Debussy þó orðið fyrir miklum áhrifum frá Wagner. Debussy og Ravel spila meira á ákveðna lita- fleti. Hægt er að setja tónlist þeirra á svipaðan bás og impressi- ónismann í málaralist, en það er samt erfitt að finna nein ákveðin tengsl, því að tónlist er svo ab- strakt. Verk þessara tónskálda eru ekki eins mikil „prógramm- verk“ og þau virðast vera - þrátt fyrir titlana: eitthvert smáatriði í daglegu lífi verður kveikja og myndast af því örlítil hugmynd um stef, en svo fylgir allt hitt á eftir. Það er svo mikil skáld- skapargáfa í Debussy. Síðan hef- ur Debussy haft áhrif á nútíma- tónskáld frönsk, og þar rís hæst Olivier Messiaen, sem ég met mjög mikils. Þú hefur dálítið fengist við að kynna íslenska nútímatónlist. Eitt verk er ég búin að ganga með á ótal tónleikum: það er eftir Hafliða Hallgrímsson og heitir „Fimm lítil stykki fyrir píanó". Mjög gott verk og því hefur verið vel tekið erlendis. En ég hef líka spilað mörg önnur íslensk verk. Mér finnst mikilvægt að flytja hvers konar nútímatónlist og flytja hana vel: vegna þess að ekki er til nein hefð hættir mönnum til að gera minni kröfur, bæði flytjendum og áheyrendum. Þér verður tíðrætt um verk sem nauðsynlegt er að flytja og tónskáld sem þú ert á leiðinni til... Ég vildi að sólarhringurinn væri einum þriðjungi lengri svo að ég gæti æft allt sem mig langar til að æfa. e.m.j. Mlðvikudagur 2. september 1987 þjóÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.