Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN—^ Hver er námsbókakostnaður- inn þetta haustið? Melkorka Thekla Ólafsdóttir, á 3. ári í MR: Ég býst við að bókakostnaður fyrir skólann nemi um 10000 krónum. Það er ósköp svipuð upphæð og ( fyrra. Ég er svo heppin að fá margar bækur lán- aðar. Alexander Agústsson, á 1. ári í MR: Ég er búinn að spandera 10000 krónum. Ætli ég eigi ekki eftir að kaupa fyrjr um 3000 krón- ur til viðbótar. Ég fékk töluvert lánað af bókum. Heiða Hannesdóttir, á 3. ári í MS: Við þurfum ekki að kaupa allar bækurnar sem við lesum - sem betur fer. Ég hef fengið mikið lán- að af bókum. En ég hugsa að ég hafi eytt um 10000 í bókakaup núna. Hafdís Sigurðardóttir, á 3. ári í MS: Bækurnar eru mikiö dýrari núna en á sama tíma í fyrra. Ég er búin að kaupa bækur fyrir hátt í 10000 krónur. Það er ansi mikið miðað við það að sumarkaupið endist skammt. Pétur Bjarni Guðmundsson, á 2. ári í MS: Ég er búinn að kaupa bækur fyrir 13000 krónur og á eftir að kaupa nokkrar til viðbótar. Mér finnst þetta of mikill kostnaður, en maður verður að láta sig hafa það því það verður víst að lesa þessar bækur hvort sem manni likar betur eða verr. FRÉTTIR Póstur og sími Eign notenda sjálfra Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri: Ríkissjóð- ur hefur ekki lagt fé til stofnunarinnar í áratugi Það hefur ekki verið raett við okkur hvaða hluti af Pósti og síma sé meiningin að selja, hvorki af fjármálaráðuneyti né sam- gönguráðuneyti, en að sjálfsögðu er það ekki mitt að segja til um hvort ríkið selur eigur sínar eða ekki. Slík ákvörðun hlýtur að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis, sagði Ólafur Tómas- son Póst- og sfmamálastjóri í sam- tali við Þjóðviljann, en valdir hlutar stofnunarinnar eru á sölu- lista Jóns Baldvins Hannibals- sonar, fjármálaráðherra. „Við lítum nú svo á að notend- ur eigi stofnunina. Hún er sjálf- stæð fjárhagslega. Tekjurnar duga fyrir útgjöldum og það sem afgangs er er notað til uppbygg- ingar, enda erum við þjónustu fyrirtæki og reynum að þjóna al- menningi eins og við höfum best vit á.” Að sögn Ólafs hefur ríkissjóð- ur ekki lagt fé til stofnunarinnar í áratugi. Hins vegar sé Póstur og sími háður ákvörðunum fjár- málaráðuneytisins í launamálum. „Það er farið að há okkur að geta ekki greitt sömu laun og tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði og fyrir bragðið höfum við misst talsvert af fólki.” HS Sýning Mynd- listarmenn sameinast Samband íslenskra myndlistar- manna, SÍM, hefur opnað myndlistarsýningu sem haldin er í FIM-salnum, Garðastræti 6, og stendur til 27. sept. n.k. Félagar í SÍM hafa gefið myndverk til sýn- ingarinnar og hyggjast með því styrkja samband sitt. Samband íslenskra myndlistar- manna er hagsmuna- og stéttarfé- lag myndlistarmanna og telur um 230 félaga. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru: Hringur Jóhann- esson, Ragnheiður Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ágúst Petersen, Ása Ólafsdóttir, Jón Reykdal, Jóhanna Bogadóttir, Guttormur Jónsson, Björg Gutt- ormsdóttir og Guðbergur Auðunsson. Sýningarnefndin: Anna Þóra Karlsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Sóley Eiríksdóttir, Daði Guðbjörnsson og Kolbrún Björqólfs- dóttir. Þv.mynd: Sig. Artúnsskóli Byggingin rifin upp Sprunginn áður en hann byrjar Artúnsskóli, nýjasta viðbótin við kennsluhúsnæði í Reykja- vík, var afhentur borgaryfirvöld- um í gær, en ekki eru nema ríflega fjórir mánuðir síðan samið var við ístak hf. um hönnun og smíði skólans. „Sú nýjung var viðhöfð við út- boð skólabyggingarinnar að um heildarútboð á hönnun og frá- gangi var að ræða. Fyrir bragðið var samstarfið mjög náið og reynsla framkvæmdaaðilans nýtt- ist vel á hönnunarstigi ” sagði Páll Sigurjónsson hjá Istaki af þessu tilefni. Að sögn Páls var fyrsta steypa í grunni hinn 15. maí, og eru því ekki nema þrír og hálfur mánuð- ur frá því byggingarstigi og þar til skólinn var afhentur í gær. Frá- gangur lóðar er þó undanskilinn. Byggingadeild borgarverk- fræðings samdi ítarlega forsögn, en í henni greinir stærð skólans og helstu forsendur. Grunnflötur hússins er 1250 fermetrar, kennslustofur eru sex auk miðrýmis og þjónusturýmis. Skólinn er ætlaður 175 börnum, en hann er þegar sprunginn þar sem búið er að innrita 230 börn. Að sögn skólastjórans, Ellerts Borgars Þorvaldssonar, verða 6 til 10 ára börn í skólanum í vetur, næsta ár bætast við 11 ára börn og árið ’89 tólf ára börnin og verða þá komnir þeir aldursflokkar sem skólinn er ætlaður fyrir. Tólf kennarar hafa verið ráðnir að skólanum, tveir karlar og tíu konur, en stöðugildin eru tíu. Kennsla hefst eftir viku, 8. september. Ellert var spurður hvort sú áætlun stæðist, en skólinn er án innréttinga og bún- aðar. „Við látum þetta hafast,” sagði hann; „við setjum allt á fullt.” HS Edda Erlendsdóttir I Norræna húsinu Edda Erlendsdóttir píanó- leikari heldur tónleika í Norræna húsinu, fímmtudaginn 3. sept- ember n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Schubert, Liszt, Zemlinsky og Alban Berg. Edda Erlendsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1973. Hún stund- aði síðan nám við Tónlistarhá- skólann í París og lauk þaðan námi árið 1978. Edda hefur hald- ið fjölda tónleika hér á landi og hinum Norðurlöndunum, í Fra- kklandi, Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum og víðar. Edda kennir við Tónlistarháskólann í Lyon í Frakklandi og er búsett í París. (Fréttatilkynning). 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 3. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.