Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Láglaunastefnan og dagvistarheimilin „Má bjóöa þér starf fyrir 176 krónur og 50 aura á tímann - liölega 28 þúsund á mánuði? Það gerir Reykjavíkurborg ef þú hefur 5 ára starfsreynslu viö aö ala upp börn, sinna þörfum þeirra og stuðla að andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska þeirra. Þetta eru launin sem ófaglærðu Sóknarfólki á dagvistarheimil- um borgarinnar eru boðin. Og þau eru enn lægri fyrir byrjendur.“ Þessi klausa er úrfróðlegri grein eftir varafor- mann Alþýðubandalagsins, Kristínu Á. Ólafs- dóttur borgarfulltrúa, um ástandið á dagvistar- heimilum borgarinnar. En starfsmenn dagheimila gerast nú forflótta úr starfi sem aldrei fyrr vegna lágra launa, og aldrei hefur mannekla lokað jafn mörgum deildum og nú. Kristín bendir í úttekt sinni á fjölmargar óheillavænlegar afleiðingar láglaunastefnu borgarinnar fyrir dagvistarheimilin: -Á mörgum heimilanna eru deildir undir- mannaðar langtímum saman, með þeim afleið- ingum að álag á starfsfólkið verður óeðlilega mikið. - Vegna lágu launanna er starfsfólkið sömu- leiðis nauðbeygt til að sækja tiltölulega ört í önnur og betur borguð störf. Þannig hætti um fjórðungur starfsmanna störfum á barnaheimilum borgarinnarfyrstu sex mánuði þessa árs eða snöggtum fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Ekki bætir úr skák sú staðreynd, að mun fleiri láta að jafnaði af störf- um síðari hluta ársins. Útlitið er því - vægast sagt - mjög skuggalegt. i hvaða fyrirtæki sem er myndi þessi mikla hreyfing á starfsfólki torvelda mjög allt eðlilegt starf. Hitt er þó sönnu næst, að starfsemin sem fer fram á dagvistarheimilunum er enn við- kvæmari fyrir röskun af þessu tagi. Einsog Kristín bendir á í grein sinni, þá eru góð tengsl barnanna við uppalendur sína ein af forsendun- um fyrir vellíðan þeirra. Þau sitja vitaskuld á haka, þegar jafn örar mannabreytingar verða og nú stefnir í. - Tíu deildir hafa þegar lokað á barnaheimil- um vegna manneklu. Líkur eru á að fleiri bætist í lokunarhópinn á næstu dögum og vikum. - Dvalartími barnannaerstytturvegnaskorts á starfsfólki. - Ennfremur er dregið í lengstu lög að vista ný börn á heimilunum, vegna þess að undir- mannaðar deildir geta hreinlega ekki tekið við nýjum. Afdrifarík afleiðing láglaunastefnunnar birtist svo í þvi, að nú er ekki lengur hægt að fá menntaðar fóstrur til starfa á daqvistarheimilun- um. í maí var hlutfall fóstra af öllum starfsmönnum á dagvistarheimilum borgarinnar þannig ekki nema tæp 30 prósent! Rösk 70 prósent allra stöðugilda voru því skipuð fólki, sem ekki höfðu fóstrumenntun. Þetta ástand er allsendis óviðunandi. í lögun- um um dagvistarheimili segir þannig ótvírætt, að það starfslið heimilanna, sem „annast fóstrustörf skal hafa hlotið fóstrumenntun'1. Láglaunastefna borgarinnar hefur bitnað á barnaheimilum borgarinnar með svo afdrifarík- um hætti, að við auðn liggur á sumum. Það er rétt að minna á, að stjórnarandstaðan í borgar- stjórn hefur varað við því margsinnis, að breyti meirihlutinn ekki afstöðu sinni í launamálum myndi öngþveiti skapast í barnavistun á vegum bórgarinnar. Það hefur nú gerst. Spurningin sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að svara sjálfum sér og öðrum er þessi: Ætlar hann að viðhalda þeirri þjónustu sem felst í rekstri barnaheimila, - eða ekki? Sé svo, þá er frumforsendan sú, að hann taki þegar í stað upp nýtt launakerfi, þar sem kvenn- astörfum á borð við fóstrustarfið sé gert miklu hærra undir höfði en núna. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Bókaharmur Hrafn Harðarson bókavörður í Kópavogi skrifar grein í Morgun- blaðið í fyrradag um viðbrögð í blöðum við frétt um stórfækkun útlána á almenningsbókasöfnum. Um það mál hafði m.a. verið fjallað í leiðara Morgunblaðsins og þá mælt með því meðal annars að bókasöfn „fylgdust með þró- uninni“ og er þá átt við að þau færi út sitt starfssvið og láni t.d. út myndbönd. Hrafn Harðarson minnir á það, að með sinnuleysi og nísku við bókasöfn hafi ein- mitt verið komið í veg fyrir það fyrirfram að bókasöfn gerðu til- raunir í þessa veru - enda treystu þau sér varla til að kaupa er- lendar bækur lengur vegna fjár- skorts,hvað þá myndbönd sem kosta 2000-5000 krónur með söluskatti. Grein Hrafns er ágæt hirting á þeim sem ráða fyrir landi og bæj- um og mæla fagurt um elsku hjartans bókina en stendur í raun á sama um það að almennings- bókasöfn lognist út af í þögn og sinnuleysi. Hrafn vitnar og til setningar í leiðara Morgunblaðs- ins sem honum finnst einkenna viðvarandi viðhorf til almenn- ingsbókasafna. En hún er svona: Sjá sér engan hag í... „Sum myndbönd eru þannig gerð, að einkaaðilar sjá sér engan hag í að hafa þau til útleigu. Væri ekki ástæða fyrir bókasöfn að huga að deild fyrir slík mynd- bönd?“ Bókavörðurinn spyrsvo: „Ætli sama viðhorf gildi ekki fyrir bækur? Á maður e.t.v. eftir að lesa: sumar bækur eru þannig gerðar... Er bókasafnið þetta: staður fyrir allt sem aðrir kæra sig ekki um?“ Petta er vitanlega rétt spurning og tímabær. Og hún kemur inn á það sem um margt einkennir menningarstefnu Morgunblaðs- ins, þegar hún hefur síast gegnum markaðshyggjuboðskapinn og kenninguna um lágmarksumsvif hins opinbera á öllum sviðum. Blaðið viðurkennir að menning verði að vera, mikil ósköp. En okkar sameiginlegir sjóðir eiga þá aðeins að koma við sögu í menningarlífi, að um sé að ræða eitthvað sem markaðurinn nenn- ir ekki að sinna og getur ekki grætt á. Þessvegna er mælt með því að almenningsbókasöfn kaupi ( án þess reyndar að hafa peninga til þess) þau myndbönd sem einkaframtakið afskrifar fyrirfram, þessvegna er eitt helsta lausnarorðið í sjónvarpsmálum að ríkissjónvarpið snúi sér sem mest að skólasjónvarpi (vegna þess að á því sviði verður ekki um neina samkeppni að ræða við Stöð 2). Og svo framvegis. Stjórnarskrár og smáþjóðir Hér í blaðinu var um síðustu helgi birt grein um Eystrasalts- þjóðir Sovétríkjanna og sjálf- stæði smáþjóða. Staksteinar Morgunblaðins fundu hjá sér hvöt til að leggja út af þessum pistli í fyrradag með þeirri dæmi- gerðu Morgunblaðsaðferð að gera mönnum upp viðhorf og ráðast síðan gegn þeim af nokkr- um þjósti. Staksteinar segja: „Hvers vegna vill ritstjóri Þjóðviljans ekki styðja kröfu Letta, Litháa og Eistlendinga um fullt sjálfstæði? Hvers vegna þurfa þeir að lúta sovésku stjórn- arskránni? Af hverju er þess ekki krafist að í frjálsum kosningum fái íbúar þessara landa að ákveða sjálfir framtíð sína, hvort þeir vilja lúta sovésku stjórnarskránni eða ekki?“ Allt með felldu að spyrja sem svo - ef það hefði ekki verið tekið skýrt fram í þeirri sunnudags- grein sem vitnað er til að ÁB er vitanlega fylgjandi því grundvall- arsjónarmiði að hver smáþjóð eigi að ráða því sjálf hvort hún stofnar þjóðríki eða ekki. Um það er alls ekki deilt. Staksteinar eru hinsvegar að snúa út úr því, að í fyrrnefndum sunnudagspistli var því einnig velt upp, hvað gæti í rauninni gerst við núverandi að- stæður í Sovétríkjunum. Og þá var látin í ljós von um að það yrði að minnsta kosti farið eftir sov- éskri stjórnarskrá og forrúss- neskun Eystrasaltslandanna stöðvuð, það væri „áfangi sem vel munar um - hvað sem síðar verð- ur.“ Vitanlega er ekki verið að halda því fram að Eistar, Lettar og Litháar „þurfi“ að fylgja sov- éskri stjórnarskrá. En nú vill svo til að það getur verið gott að ögra valdhöfum með slíku plaggi. Stjórnarskrár ríkja eru nefnilega mjög fagrar og réttlátar - kannski vita Staksteinar það ekki, að sov- éska stjórnarskráin gerir einmitt ráð fyirr því að einstök lýðveldi geti sagt sig úr Sovétríkjunum ef landsfólkinu sýnist svo? Langurvegur Hitt er svo lakara, að eins og við vitum er langur vegur á milli þeirra fyrirheita sem sett eru á blað með stjórnarskrá ríkja og hins gráa og grimma veruleika. Þó er skárra að hafa þessi fyrir- heit einhversstaðar á áberandi stað en að hafa þau hvergi. Landsfeður Bandaríkjanna settu saman árið 1776 afar fagra og göfuga stjórnarskrá, sem hefst á yfirlýsingu um að allir menn séu fæddir jafnir. Undir þetta rituðu landsfeður með bestu samvisku - eins þótt þeir væru sjálfir þræla- haldarar. Það tók heila öld frá því að stjórnarskráin bandaríska gekk í gildi og þangað til þræla- haldi var útrýmt í þessu ríki nátt- úrlegra jafningja - og kostaði reyndar mannskætt borgarastríð eins og menn vita. Síðan tók það um það bil öld í viðbót þar til hvítir borgarar Bandaríkjanna voru reiðubúnir til að taka eitthvað að ráði mark á þegnrétti blökkumanna - gefa þeim kost á að spreyta sig utan hins þrönga hrings sem leyfði þeim að vera stjörnur á sviði körfubolta, spretthlaupa og djass, leyfa þeim að ganga til kosninga í Suðurríkj- unum og fleira þesslegt. Og þurfti þó margar kröfugöngur, kylfu- högg lögreglu, fangelsanir, sektir og morðið á Martin Luther King til að þessi „áfangi“ næðist. Sagan kennir okkur ósköp ein- faldan sannleik: ekkert verður eins og við helst viljum á svip- stundu. Jákvæð þróun er sett saman úr áföngum, sem allir eru ófullnægjandi. En það er þó alt- ént huggun, að í lífi hverrar þjóð- ar eru til áfangar sem um munar, þrátt fyrir allt. AB þlOÐV ILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Oiga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: JónaSigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreið8la: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.