Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 5
Umsjón:
Magnús H.
Gíslason
Olafur litli Gunnarsson kemur færandi hendi.
Eiðfaxi
Að eignast 8,6 hross á ári
Yrðu þá 120,2 árið 2000
í 7. og síðasta tbl. Eiðfaxa ritar
Ásdís Haraldsdóttir leiðara þar
sem hún bendir m.a. á hversu
mikinn og góðan þátt íslenski
hesturinn eigi í því að kynna land
og þjóð. En hinsvegar hafí íslend-
ingum orðið á í messunni þegar
þeir létu það berast út meðal er-
lendra hrossakaupenda, að ís-
lenski hesturinn „þyldi allt“. Slík
kynning væri vond bæði fyrir
seljandann, kaupandann og hest-
inn sjálfan.
Vestfirðingar hafa löngum ver- -
ið þekktari fyrir annað en mikla
hrossaeign. Á því hefur orðið
breyting hin síðari árin. Þetta
vissi Sigurður Sigmundsson og
brá sér því til Vestfjarða í sumar
að hafa tal af hestamönnum þar.
Meðal þeirra, sem Sigurður
heimsótti, var Karl Geirmunds-
son, hestamaður á ísafirði. Hann
segir hestamennsku vaxandi þar,
einkum meðal unglinga. Á ísa-
firði eru nú 50-60 hross og ekki
skortir haglendið. „Það eru alveg
ævintýralegar leiðir hér á Vestf-
jarðakjálkanum, fagrar og stór-
brotnar. Ég hef trú á að ferðalög
á hestum hér um slóðir eigi eftir
að aukast," segir Karl Geir-
mundsson.
Þá segir Sigurður frá hesta-
þingi Storms, sem háð var á móts-
svæði félagsins á Söndum í Dýra-
firði 10.-12. júlí s.l., en félags-
svæði Storms er ísafjarðarsýsla
og Vestur-Barðastrandarsýsla.
Og enn tekur Sigurður menn
tali og nú Tómas Jónsson, hesta-
mann á Þingeyri. Segir Tómas
m.a. frá starfsemi Storms og
hestamanna á félagssvæðinu og
aðalfundum félagsins, sem fram-
an af voru aðallega fólgnir í
reiðtúrum. Fundirnir þá haldnir í
lok mótanna á Söndum, annað
hvort í félagsheimilinu á Þingeyri
„eða bara hér í móunum. Þetta
var svona um það bil hálftíma
fundur og málin afgreidd í snar-
hasti. Síðan var lagt í reiðtúrinn,
sem við fórum alltaf í að móti
Ioknu“. En nú hefur fundahaldið
breytt um svip „og að sjálfsögðu
tekið á málum af fullri alvörun og
skynsemi,“ segir Tómas. Og Sig-
urður gefur Vestfirðingum þá
einkunn að þeir séu „glaðir og
reifir og höfðingjar heim að
sækja“.
Nokkur ágreiningur hefur
komið upp um það hvort næsta
landsmót skuli haldið á
Vindheima- eða Melgerðismel-
um. Þeir Leifur Kr. Jóhannesson
og Ármann Gunnarsson gera
grein fyrir skoðunum sínum á því
og eru ekki á einu máli.
Þráinn Bertelsson ritstjóri á
grein í blaðinu, sem hann nefnir
„Um fjölföldunartilhneigingu
hrossa og leitina að kvenhestin-
um“. Kemst Þráinn að þeirri
niðurstöu, að eftir rúm 11 ár
verði þeir feðgar orðnir eigendur
að 100 hrossum „því að tölfræðin
segir okkur að við höfum til-
hneigingu til þess að eignast 8,6
hross á ári“. Arið 2000 muni þeir
því eiga 120,2 hross. Svona
hressilegri hrossaeign hlyti óhjá-
kvæmilega að fylgja ýmis torleyst
Rafgirðingar ryðja sér nú mjög
til rúms, enda hafa þær mikla og
margháttaða yfirburði yfir
venjulegar gaddavírs- eða vír-
netsgirðingar. Mjög fljótlegt er
að koma þeim upp, svo að ekki
nemur minna en helmingi. Þær
eru einnig fijótteknar upp, ef svo
sýnist. Þær veita örugga vörslu.
Til að byrja með kann ein og ein
skepna að sleppa í gegn en fljót-
lega lærist þeim að forðast girð-
ingarnar eins og heitan eldinn.
Kaupfélag Skagfirðinga mun
vera brautryðjandi í innflutningi
á rafgirðingum. Félagið fær þær
frá fyrirtækinu Gallagher á Nýja-
Sjálandi, en það er stærsti fram-
leiðandi í heiminum á þessu sviði.
Þær eru með 5000 volta straumi,
fjögurra til fimm strengja fyrir
sauðfé en færri nægja fyrir stór-
gripi. Strengirnir eru festir á
tréstaura og getur bil milli þeirra
verið allt að 30 m. Viðurinn í
Gallagher-girðingastaururunum
er sérstakrar gerðar. Hann er
þéttur í sér og leiðir ekki raf-
vandamál svo sem útvegun á hag-
lendi, vöntun á húsnæði og
skortur á tómstundum. - Og svo
er það eih'fðarmálið, leitin að
kvenhestinum, (því auðvitað þarf
kynskiptingin að koma þarna við
sögu), sem sýnist vera vandfund-
inn þrátt fyrir allan hrossafans.
En það skiptir e.t.v. ekki öllu
máli hvort draumahestur frúar-
innar finnst fyrr eða síðar eða
kannski aldrei því að hesta-
mennskan er „óútreiknanleg og
ómótstæðileg á óteljandi vegu,
einkum og sér í lagi vegna þess að
hin margfræga fjölföldunartil-
Rafgirðingar
magn. Noti menn hinsvegar
venjulega staura verður vírinn að
hvíla á sérstökum einangrurum.
Grannar renglur eru hafðar
milli staurana svo að rétt bil hald-
ist milli strengja. Strengirnir eru
sveigjanlegir og geta lagst niður
undan snjó en rétta sig sjálfir við
þegar farginu léttir, þótt eitthvað
hneiging hrossa, eða öllu heldur
hestamanna, stafar sjaldnast af
græðgi - heldur að leitinni að
fullkomnun". Og er sú leit ekki
einmitt driffjöður allra framfara?
Sigrún Björgvinsdóttir heldur
áfram að skrifa um Perlu, en það
er sönn framhaldssaga fyrir börn
og unglinga. Sagt er frá 10. lands-
móti í hestaíþróttum á Flötutung-
um, héraðssýningu/ kynbóta-
hrossa á Suðurlandi, vígslu
Reiðhallarinnar, Skuggafélaginu
í Borgarnesi, íslenskum hestum í
Svíþjóð og þannig mætti áfram
telja. - mhg
kunni þá að þurfa að herða á
strengjunum.
Fjöldi bænda notar orðið raf-
girðingar. Einnig Landgræðslan
og sauðfjárveikivarnir. Er
reynsla allra á eina lund. Til er að
notaðar séu vindrellur til að raf-
væða girðingarnar, sbr. tilrauna-
hólf á Eyvindarstaðaheiði.-mhg
Húsaskjól
Hlynnt að æðarfuglinum
Fyrirtækið Vírnet í Borgarnesi
er nú farið að framleiða varphús
fyrir æðarkollur. Voru þau fyrst
tekin í notkun nú í vor. Þau eru
gerð úr köntuðu bárustáli, sem
beygt er eftir þörfum í sérhæfðri
vél, sem beygir stálið þvert á bár-
urnar. Varphúsin eru gerð í sam-
vinnu við Árna Snæbjörnsson,
æðarræktarráðunaut hjá Búnað-
arfélagi ísiands. Reynist þessi
varphús vel verður framleiðslu
þeirra haldið áfram.
Vírnet h.f. mun nú vera búið
að starfa í 30 ár. Það framleiðir
meiri hluta þeirra nagla, sem not-
aðir eru í landinu - og það er
ekkert smáræði. Síðari árin hefur
fyrirtækið einnig selt bárujárn og
agrylhúðaðar stálplötur með
köntuðum bárum og svo venju-
legt bárujárn. Vírnet framleiðir
einnig blómaker og þá kemur
beygjuvélin fyrrnefnda í góðar
þarfir - og súgþurrkunarstokka í
heyhlöður. Þykja þeir hafa reynst
vel.
-mhg
Land-Rover
Kominn á ný
Land-Rover bíllinn náði mikilli
útbreiðslu hérlendis á áruni áður
og þótti mikið metfé. Hann var
ekki vegvandur og hentaði því vel
þjóð, sem bjó við fremur frum-
stætt vegakerfi. En af einhverjum
ástæðum, sem ,Jandsbyggðin“
kann ekki skil á, féll innflutning-
urinn á þessum bflum niður og
við það hefur setið árum saman.
Nú er innflutningur á Land-
Rover bílunum hinsvegar hafinn
á ný. Er það fyrirtækið Höldur á
Akureyri, sem annast hann, í
samráði við Heklu h.f., sem fer
með umboðið.
Þeir Land-Rover bflar, sem nú
eru á markaðnum, eru í ýmsu
breyttir frá eldri gerð, ekki síst
hvað útlitið áhrærir. Gömlu bfl-
arnir reyndust vel en hinir nýju
taka þeim samt sem áður í ýmsu
fram.
Höldur h.f. sér um útvegun á
varahlutum í bflana.
-mrig
Ryðja sér mjög til rúms
Flmmtudagur 3. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5