Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 1
Frábiðjum okkur hótanir Sambandið setur viðskiptaráðherra skilyrðifyrirþátttöku íkönnunarviðræðum um Útvegsbankabréfin. Valur Arnþórsson: Sitjumekki undir hótunum einstakra ráðherra um hugsanlegstjórnarslit, yerði bréfin okkar Það má öllum vera Ijóst, að það er tilgangslaust fyrir okkur að ganga til endanlegra samninga í þessu máli, ef menn eygja ein- hvern samningsgrundvöll, ef svo kynni síðar að fara að sá samn- ingur yrði til einskis ef hann yrði ekki þóknanlegur einhverjum ráðherra í ríkisstjórn íslands, sagði Valur Arnþórsson stjórn- arformaður Sambandsins m.a. í gær þegar hann kynnti þau skil- yrði sem samvinnuhreyfingin hef- ur sett fyrir væntaníegum við- ræðum þeirra aðila sem gert hafa tilboð í hlutabréf Útvegsbankans um hugsanleg kaup. í bréfi sem Valur sendi Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra Leiklist Galdra- Loftur í París Ungar íslenskar leikhússkonur vinna að uppfærslu á Galdra-Lofti í nýrri franskri þýðingu í París í nóvember Tveir íslenskir leikhúsfræðing- ar sem starfa í París, þær Ragn- heiður Ásgeirsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir vinna nú að því að setja Galdra-Loft Jóhanns Sig- urjónssonar á svið í Theatre Arc- ane í París í nóvember n.k. Aðeins 4 leikarar munu taka þátt í sýningunni þar af þrír franskir. Leikritið verður flutt í nýrri franskri þýðingu Gérards Lamarquis. Alls eru fyrirhugaðar 13 sýningar á Galdra-Lofti í Par- ís. Leikritið hefur einu sinni áður verið sett á svið í París en það var í leikhúsinu Comédie des Champs-Elysées árið 1920. Ýms- ir íslenksir listamenn munu vinna að uppfærslunni í París. Lárus Grímsson frumsemur tónlist fyrir sýninguna, Sigrún Úlfarsdóttir sér um gerð leikmyndar og bún- inga. Ragnheiður Ásgeirsdóttir annarst leikstjórn en Sigríður Gunnarsdóttir mun fara með hlutverk Steinunnar. Samhliða uppfærslunni á Galdra-Lofti í París mun Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður halda sýningu á nokkrum verka sinna í anddyri leikhússins en þau eru öll unnin út frá leikritinu. -Jg- síðdegis í gær setur hann fram þau skilyrði að viðræðurnar verði til að byrja með óformlegar könnunarviðræður og nái hugs- anlega til fleiri atriða en einungis hlutabréfanna í Útvegsbankan- um. Þá muni samvinnuhreyfingin ekki ganga til eiginlegra samning- aviðræðna „undir pólitískum hót- unum eða þvingunum, sbr. hót- anir forsætisráðherra um ríkis- stjórnarslit“, eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðherra. Jón Sigurðsson hefur boðað fulltrúa tilboðsgjafa á sinn fund síðdegis í dag til fyrstu könnunar- viðræðna en hann sagðist stefna að því að þessum viðræðum yrði lokið fyrir lok þessa mánaðar. Næðist ekki samkomulag fyrir þann tíma væri alls óvíst hvað þá tæki við. Valur Arnþórsson ítrekaði í gær að Sambandið hefði á cngan hátt gefið eftir í afstöðu sinni og teldi sig þegar hafa keypt hluta- bréfin í Útvegsbankanum og biði aðeins eftir staðfestingu ráðherra á kaupunum. Hann sagðist hvorki fara svartsýnn né bjart- 'sýnn út í þessar könnunarvið- ræður en vonaði að í þeim fyndu menn leið sem gæti orðið raun- hæfur samningsgrundvöllur, enda sætu menn ekki í þessum viðræðum undir neins konar pól- itískum hótunum. -lg- íslendingar unnu glæsilegan sigur yfir Austur-Þjóðverjum í gær í landsleik liðanna, 2-0. Á myndinni (aana Skaga- mennirnir Sveinbjörn Hákonarson og Ólafur Þórðarson sigrinum, en sá síðarnefndi skoraði annað mark Islendinga. Mynd: E.ÓI. Iðnrekendur Kynt undir verðbólgu Víglundur Þorsteinsson harðorður umfyrstu aðgerðir ríkisstjórnar- innar: Kauðslegar, gefa ekki vonirum að hér sé sterk stjórn áferð. Varað við verðbólguþróuninni Mín skoðun er sú, að ríkis- stjórnin hafí farið kauðslega af stað, og að aðgerðirnar sem hún var að reyna að unga út í nokkrar vikur og áttu að afla trausts og álits, voru ekkert ann- að en aðgerðir til að kynda undir verðbólguna og hafa ekkert að segja til að draga úr þenslunni, segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, í viðtali sem birt er á forsíðu tlmaritsins Á döfínni, sem Félag íslenskra iðnrekenda gefur út. Víglundur telur að hækkun óbeinna skatta á tilteknar vörur færi bara eyðsluna til. „Niður- staðan er sú, að upphafsaðgerðir ríkisst j órnarinnar gefa ekki vonir um að hér sé sterk stjóm sem sé fær um að takast á við efna- hagsmálin.“ Prófverkefni ríkisstjórnarinn- ar telur Víglundur að verði næstu mánuðir, þá muni koma í ljós hvort ríkisstjórnin sé fær um að stjórna efnahagsmálunum eða hvort hennar tilgangur er sá einn að verma stólana. í ritstjórnargrein tímaritsins er einnig varað við þróun efnahags- mála hér á landi: „Það fer ekki á milli mála að þróun efnahags- mála á íslandi hefur tekið mjög hættulega stefnu." Einkum telur höfundur greinarinnar verðbólg- uþróunina alvarlega, hversu há verðbólgan er og að hún geti hæg- lega farið vaxandi á næstu mán- uðum. „Afleiðingar mikillar vaxandi verðbólgu yrðu miklu verri nú en áður og gætu orðið mjög afdrifa- ríkar fyrir lífskjör í landinu á næstu ámm. Pað er því meira í húfi en nokkm sinni fyrr að koma í veg fyrir vérðbólgan taki hér völdin á ný,“ segir í niðurlagi greinarinnar. _ gýf Nýja flugstöðin Byggingamefndin í þagnarbindindi Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri: Er ekki til viðræðu um gagnrýni á störf nefndarinnar Við erum I þagnarbindindi - það má segja það. Okkur kom saman um að vera ekki með opin- berar yfírlýsingar um þá gagnrýni sem komið hefur fram á störf byggingarnefndar, meðan Ríkisendurskoðun er að fara yfír málið, sagði Þorsteinn Ingólfsson, á „VarnarmáIaskrifstofunni“, en fjögurra manna nefnd á vegum Ríkisendurskoðunar hefur verið skipuð til að fara í saumana á fjárreiðum nefndarinnar. -Ef út á fjölmiðlavettvanginn yrði farið er ekki hægt að gera það án takmarkana. Við höfum óskað eftir því að Ríkisendur- skoðun hraði athugun sinni eins og hægt er. Við höfum mikinn áhuga á því að þetta gangi greitt fýrir sig, sagði Þorsteinn. -Ég er ekki í stakk búinn og er ekki til viðræðu um það mál, sagði Pétur Guðmundsson, flug- vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, er hann var inntur eftir svörum við þeirri gagnrýni sem störf byggingamefndarinnar hafa sætt. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.