Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Mattías Rust með foreldrum sínum heima í Hamborg áður en lagt var upp I ferðina sögulegu. Þau eru nú stödd í Moskvu og í gær bar móðir Rusts vitni í réttarhöldunum yfir syni sínum. ÖRFRÉTTIR Verkamenn við fyrirtæki Hyundaisam- steypunnar í borginni Ulsan í Suður-Kóreu hafa lagt niður vinnu á ný og krefjast kauphækk- ana. (síðasta mánuði fóru um 70 þúsund starfsmenn iðnrisans í verkfall en féllust á að halda á ný til vinnu fyrirorð rikisstjórnarinnar sem lofaði að hafa milligöngu um kjarabætur. Eitthvað virðist hafa staðið á efndum því í gær neituðu um 20 þúsund verkamenn að vinna. Þrömmuðu þeir fylktu liði um götur Ulsan og tóku ráðhús borgarinnar herskildi. Bandarískir ráðamenn leggja nú hart að kol- legum sínum í Bagdað að hætta loftárásum sínum á írönsk skip og olíumannvirki. l'rakar þver- skallast hinsvegar við og segja þær eina ráðið til að knýja klerk- astjórnina í Teheran til að hlýða fyrirmælum Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um að slíðra sverðin. Danir eiga það á hættu að þurfa máski að ganga í tvígang að kjörborði í haust. Dómsmálaráðherra henn- ar hátignar, Margrétar Þórhildar, heitir Erik Ninn-Hansen og hann átti orðastað við blaðamann Berl- ingske Tidende í gær. Lét hann í Ijós miklar áhyggjur vegna þess möguleika að Framfaraflokkur- inn, danskur bróðir Borgara- flokksins íslenska, kæmist í lykil- aðstöðu á þingi eftir kosningarn- ar þann 8. september.„Þá geta danskir kjósendur átt það á hættu að þurfa að kjósa á ný.“ Hlutur kvenna er stórlega fyrir borð borinn á þjóðþingum þessa heims. Þessi válegu tíðindi voru gerð heyrin- kunn í Sviss í gær. Það er stað- reynd að aðeins 14,6 af hundraði sæta í fulltrúadeildum þinga í 67 löndum eru skipuð kynsystrum Freyju og Afródítu. Enn færri kon- ur eiga sæti í öldungadeildum og þó verða þær iðulega eldri en karlar. Ennfremur eru það sann- indi að þingkonum hefur aðeins fjölgað um tvo af hundraði frá því á því herrans ári 1975 en þá hófst öld kvenna að frumkvæði Sam- einuðu þjóðanna. Spandaufangelsið á að mola mélinu smærra og í gær var hafist handa við það þjóðþrifaverk. Þá príluðu um tólf verkamenn á vegum breska hersins uppá þak og byrjuðu að losa hellurnar á meðan kollegar þeirra brutu rúður á neðstu hæð- inni. Betrunarhúsið var reist á velmektarárum prússneska ríkis- ins og hýsti á síðari árum Rudolf nokkurn Hess. Þegar hann var allur var tekin ákvörðun um að rífa kofann til að koma í veg fyrir að nýnasistar gerðu hann að helgidómi sínum. Múslimaklerkar í Indónesíu kváðu vera algerlega andsnúnir því að landsmenn stofni nýjan banka, nánar tiltekið sæðisbanka. Þeir segjast hins- vegar ekkert hafa útá glasabörn að setja. Einn þeirra sagði í gær að það bryti í bága við lögmál Kóransins að kona gengi með barn annars manns en síns há- æruverðuga ektamaka. Mætti þá einu gilda þótt hinum háæruverð- uga væri ekki léð sú kúnst að búa til krakkaorm. Ef svo væri yrðu hjón bara að ættleiða barn. Pyntingar viðgangast enn í stórum stíl í Tyrklandi að sögn mannréttinda- samtakanna Amnesty Internatio- nal. I nýlegri skýrslu samtakanna kemurfram að tyrknesk lögreglu- yfirvöld telji það ekki frágangssök þótt föngum sé misþyrmt í fanga- vist og hvetji menn sína fremur en letji í þeim efnum. Flugkappinn Mattías Rust seg- ist hafa flogið Cessnavél sinni til Moskvu i trássi við guð og menn í því augnamiði að eiga orð- astað við Mikael Gorbatsjof leið- toga um heimsfriðarmálin. Einsog menn rekur minni til flaug hinn nítján ára gamli Rust vél sinni um 700 kílómetra leið í einni lotu frá Finnlandi til Mos- kvu þann 28. maí síðastliðinn og ienti henni fagmannlega á Rauða torginu. Skömmu síðar var hann tekinn höndum og hefur mátt dúsa í gerskri dýflissu þangað til í gær að réttarhöld í máli hans hóf- ust í húsi hæstaréttar Sovétríkj- anna. Rust játaði sig strax sekan um að hafa brotið alþjóðafluglög og farið inní Sovétríkin á ólöglegan hátt en hann kvaðst ekki hafa unnið nein spellvirki né haft skrflslæti í frammi. Hann getur átt allt að tíu ára fangelsisvist fyrir höndum verði hann fundinn sekur. Hann kvaðst lengi hafa alið þann draum í brjósti sér að byggja upp fyrirmyndarþjóðfélag sem laust væri við hvaðeina er miður færi jafnt í austri sem vestri. Þegar hann var spurður að því hví í ósköpunum hann hefði ákveðið að fljúga til Moskvu og lenda Cessnavél sinni á Rauða torginu svaraði hann því til að hann hefði viljað ræða hugsjónir sínar við valdhafa í austurvegi, einkum þó og sérílagi við Gorbat- sjof. Hann sagði þvínæst: „Mér þyk- ir leitt að þessir atburður skyldi hafa átt sér stað. Höfuðmarkmið mitt var að reyna að hafa áhrif á almenningsálitið í heiminum. Mér fannst þetta vera eina leiðin til þess. Þetta var ekki gert af prakkaraskap.“ Straussverjar stóðu ekki við þau fyrirheit sín að hlífa Hel- mut Kohl við gagnrýni á auka- fundi sambandsþingsins í Bonn í gær um örlög 72 Pershingflauga. En kanslarinn varði þá ákvörðun sína að fórna flaugunum í þágu afvopnunarsamnings risaveld- anna. Kohl sagði tilboð sitt markvert framlag Vestur-Þjóðverja til af- vopnunarmála. „Ákvörðun mín um að fórna flaugunum er í þágu komandi kynslóða en einnig í samræmi við stefnu okkar í ör- yggismálum. Hún hefur verið og verður sú að koma í veg fyrir að dragi til styrjaldar, stuðla að friði og hlúa að frelsi. Þessi þrjú atriði eru hornsteinninn og allar ákvarðanir í öryggismálum verða að taka mið af þeim.“ Kohl ítrek- aði þvínæst að ekki kæmi til greina að risaveldin semdu sín á milli um örlög flauganna 72 held- ur væri það sambandsstjórnar- innar að ákveða þau. Straussliðinn Alfred Biehle kvaddi sér þvínæst hljóðs og gagnrýndi ákvörðun kanslara síns harðlega. Hann sagði Kohl ekki hafa áttað sig á því að flaugarnar hefðu verið prýðilegt tromp á hendi fyrir Vestur- Rust flutti áttatíu mínútna langa ræðu í gær, blaðalaust. Hann líkti flugferð sinni við hinn árangurslausa fund Reagans og Gorbatsjofs hér í Reykjavík í október síðastliðnum. „Mér fannst miður að sá fundur skyldi fara út um þúfur. Sá atburður olli mér miklu hugarangri." Rust kvaðst hafa verið einn í ráðum um ferðina, hann hefði keypt sér þrjú landabréf og ákveðið síðan hvaða leið væri best að fara. Hann ítrekaði því- næst að hann vissi að flug sitt varðaði við lög en sagðist ekki geta fallist á að það væri glæp-j samlegt. Dómarinn spurði hann hví j hann hefði lent á Rauða torginu. Rust sagðist þekkja Rauða torgið eitt torga í Moskvu. Dómari: „Hví reyndirðu ekki að lenda á þaki kanslarasetursins í Bonn?“ Rust: „Ég var að leita að upp- Þjóðverja í samningaviðræðum milli þeirra og austantjaldsríkja í framtíðinni. Fórn þeirra myndi gera föðurlandið gersamlega berskjaldað fyrir árás úr austri því alkunna væri að Sovétmenn ættu mikinn fjölda smárra kjarn- flauga sem ekki yrði samið um í Genf. Ennfremur hefðu þeir mikla yfirburði í hefðbundnum vígbúnaði. Hann gat þess ennfremur að sér fyndist fráleitt af hálfu stór- veldanna að byrja á því að semja um eyðingu meðaldrægra flauga. „Það hefði verið nær lagi að semja fyrst um skammdrægu flaugarnar.“ Þegar búið væri að fjarlægja meðaldrægar flaugar Banda- ríkjamanna og vesturþýsku flaugarnar 72 ættu vesturveldin aðeins 88 Lanceflaugar í fórum sínum til að vega uppá móti 1,400 skammflaugum Sovétmanna, sagði Biehle. Það væri hægur vandi fyrir allar rfkisstjórnir Vestur-Evrópu utan Vestur-Þýskalands og Kreml- verja að fagna tilboði Kohls því þær skammflaugar Sovétmanna sem falla utan Genfarsamnings ógnuðu engum nema Vest- ur-Þjóðverjum. sprettu friðarins og hún er ekki í Bonn heldur í Moskvu.“ Foreldrar Rusts voru viðstödd réttarhöldin í gær og móðir hans, Móníka, bar vitni. Hún sagði son sinn vera góðan dreng en reynslu- lausan. Aðspurð sagði hún friðar- og afvopnunarmál oft hafa borið á góma á heimili sínu og Rust hefði margoft látið þá skoðun sína í ljós að Gorbatsjof væri mun hæfari leiðtogi en Re- agan. Vitnaleiðslur og yfirheyrslur stóðu yfir í átta klukkustundir í gær. í dag verður réttarhöldun- um fram haldið en þeim lýkur á morgun. _ ks. - ks. Flmmtudagur 3. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 ALÞÝÐUBANDAIAGIÐ Starf Varmalandsnefndar Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins boða til eftirtalinna funda: Störf flokkslns og aðdragandl landsfundar. Fulltrúar frá Varmalandsnefnd hafa framsögu og leitað verður álits fundar- manna. Fundirnir eru opnir öllum Alþýðubandalagsmönnum. Norðurland vestra: Laugardaginn 5. september kl. 13.00 í Villa Nova, Sauðárkróki. Austurland: Sunnudaginn 6. september kl. 14.00 I Verkalýðsfélagshús- inu, Reyðarfirði. Reykjanes: Laugardaginn 5. september kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Suðurland: Laugardaginn 5. september kl. 14.30 í fundarsal verkalýðsfé- lagsins Þórs, Selfossi. Fundir á Vesturlandi og í Reykjavík auglýstir síðar. Suðurland Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandlagsins á Suðurlandi boðar til opins fundar fé- lagsmanna með fulltrúum Varmalandsnefndarinnar laugardaginn 5. sept- ember í sal Verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg á Selfossi kl. 14.30 Vestfirðir Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður hald- inn í grunnskólanum á Hólmavík 12.-13. sept. n.k. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður fjallað um kosningaúrslitin, kynnt erindi Varmalandsnefndar og Svavar Gestsson mun ræða um stjórnmálaviðhorfin. Rútuferð frá Isafirði kl. 9 á laugardagsmorgun (sætapantanir i síma 7604) en ráðstefnan hefst kl. 13.30 og lýkur um ki. 17.00 á sunnudag. Séð verður fyrir svefnpokaplássi og fæði. Allir félagar velkomnir. Kjördæmisráð Norðurland vestra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra haldinn í Villa Nova á Sauðárkróki n.k. laugardag, 5. september í tengslum við fund með fulltrúum Varmalandsnefndar sem hefst kl. 13.00 þann dag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinn mæta fulltrúar Alþýðubanda- lagsfélaganna á svæðinu en jafnframt er fundurinn opinn öllum AB- félögum. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Reykjanesi Almennur félagsfundur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi boðar til al- menns félagsfundar í Þinghóli, laugardaginn 5. september kl. 14.oo með fulltrúum Varmalandsnefndarinnar. Fundurinn er opinn öllu Alþýðubanda- lagsfólki í kjördæminu. Framkvæmdanefnd kjördæmlsráðs Umhverfismálaráðstefna Alþýðubandalagið heldur ráðstefnu um umhverfismál í nóvember. Opinn undirbúningsfundur verður haldinn á Hverfisgötu 105, klukkan 17.30 í dag, fimmtudaa. Allir áhugamenn um umhverfismál eru velkomnir - Undirbúnlngsnefndin. Vestur-Þýskaland Orðaskak um afvopnun Kohl kanslari varði ákvörðun sína um flaugafórn á fundi sambandsþingsins í gœr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.