Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 9
FRÁ LESENDUM Orð um Hugstöð Leifs Eiríkssonar Seinl á síðasta áratug fæddist sú bráðsnjalla hugmynd að efna til samkomulagsgerðar við bandaríska hernámsliðið um smíði Potemkíntjalds við mörk „varnarsvæðisins" á Suðurnesj- um. Byggja skyldi stásslega flug- stöð og reyna þar með að fela þá staðreynd að eini alþjóða flug- völlur á íslandi væri í raun her- flugvöllur undir stjóm bandaríska hersins. Nýja flugstöðin skyldi verða andlit íslands út á við, eins og það var fagurlega orðað. Flókin samningagerð upp- hófst, sem fór á þann veg, að Bandaríkjamenn lofuðu að greiða allt að 20 milljónum dala til mannvirkisins, auk þess sem þeir ætluðu að annast ytri frágang hússins. Auðvitað vildu þeir hafa eitthvað fyrir snúð sinn, enda var jafnhliða umræddri samninga- gerð látið eftir óskum Banda- rfkjamanna um stórkostlega end- urnýjun og uppbyggingu hernað- araðstöðu hérlendis. M.ö.o. var litið á nýju flugstöðina sem skiptimynt fyrir afhendingu lands til hernaðarþarfa Bandaríkja- manna. í maí 1983 var áætlun um bygg- ingu flugstöðvarinnar, ásamt fjárhagsáætlun, kynnt ríkis- stjórn, Alþingi og þjóðinni allri. Ekki skyldi sparað, enda var áætlað að verkið myndi kosta 45 milljónir bandaríkjadala. Búist var við að framlag íslenska ríkis- ins yrði 25 milljónir dollara, sem mörgum þótti þó ærið fé. Samkvæmt samkomulagi aðila upphófst síðan á sama tíma bygg- ing flugstöðvar og bygging margs konar hernaðarmannvirkja hér á landi, byrjað var á Helguvíkur- höfn, en síðan hafist handa við byggingu radarstöðva, flugskýla og stjórnstöðvar hersins á Kefla- víkurflugvelli. Þann 14. apríl sl. var síðan haldin 4000 manna stórveisla við opnun nýrrar flugstöðvar, sem hafði fengist fyrir tombóluprís, vegna sölu á landsréttindum ís- lendinga til erlends herveldis. Þjóðin var auðvitað látin fylgjast með í beinni útsendingu, þegar skálarræður voru fluttar, lyklar afhentir, hönnuði og byggingar- nefnd þökkuð frábær störf; ást og vinátta íslendinga í garð banda- ríska hersins vegsömuð á rósa- máli. Aðeins liðu tæplega þrír mán- uðir frá veislunni miklu, þangað til einkennilegar fréttir tóku að berast um fjármálahlið ævintýris- ins mikla á Miðnesheiði. fslensk/ameríska álfaborgin reyndist obbolítið dýrari fyrir rík- issjóð en í upphafi var heimilað og munar þar litlum 30 milljónum dollara, eða 1.2 milljörðum ís- lenskra króna. Með dulitlum kinnroða hefur byggingarnefnd hússins lagt slíkar upplýsingar fram, seint og um síðir, rétt eins og hún hafi gleymt sér í því metn- aðarfulla starfi að skapa þjóðinni glerfínt andlit. En engu er líkara en að álfar og tröll eða íslenskar landvættir hafi gert það að leik sínum að véla duglega um fyrir þeim trúnaðaraðilum íslenska utanríkisráðuneytisins sem tóku að sér að hanna umrætt mannvirki og stýra framkvæmd- um. Sá tombóluprís, u.þ.b. milljarður íslenskra króna, sem íslenska ríkið átti að greiða til hússins hefur nú vaxið um 1,2 milljarð og verður ríkissjóður nú að sjá af 55 milljónum bandaríkj- adala til byggingarinnar, eða 30 milljón bandaríkjadölum meira en í upphafi var samþykkt og heimilað af rfkisstjórn og Al- þingi. Kann enginn skýringu á því, hvers vegna áætluð útgjöld tií byggingar hússins breyttust úr 45 milljónum dollara í 75 milljónir dollara á meðan á byggingu húss- ins stóð. Vottar þó örlítið fyrir kinnroða á vöngum byggingar- nefndar. 1200 milljónir króna er mikið fé og nemur árslaunum 3.500 byggingarverkamanna á Suður- nesjum miðað við umsaminn dagvinnutaxta. Verður því ekki annað sagt en að þær skitnu 7 til 800 milljónir, sem Bandaríkjamenn hafa nú þegar greitt til hússins, sem vitað var frá upphafi að yrði endanlegt framlag þeirra hafi verið glópa- gull, sem því miður hefur narrað byggingarnefndina og hönnuði hússins á vit ótrúlegra ævintýra. Eftir situr ríkissjóður og raunar þjóðin öll með sárt ennið og út- gjaldabagga, sem auðvitað á eftir að íþyngja alþýðu manna hér á landi um ókomin ár. Aðeins álfarnir á Miðnesheiðj vita hver skýringin er á hvarfi 1200 milljóna við byggingu marg- umræddrar umferðarmiðstöðvar á heiðinni miðri, enda hafa þeir áreiðanlega um vélað. En á mannamáli má notast við skýringar eins og stórfelldan trúnaðarbrest, grófa fjármála- óreiðu, byggingarfúsk hvað snertir fjárhagsáætlunargerð. Aðeins rannsókn mun leiða í ljós, með hvaða hætti meira en milljarður króna getur horfið út í buskann við byggingu eins húss undir eftirliti svo margra ábyrgra aðila. Því eins og fram hefur komið kann byggingarnefnd eng- ar skýringar, né heldur brúna- þungir og áhyggjufullir ráðherrar ríkisst j órnarinnar. En byggingarnefndin er ekki haldin álfatrú. Né heldur hræðist hún eigin spor. Ótrauð ætlar hún að sitja áfram. Að sögn á eftir að fram- kvæma fyrir 250 milljónir ís- lenskra króna eða rúmlega ó milljónir dollara. Nefndin ætlar sér greinilega að sitja áfram hið fastasta og ljúka því smáræði, sem eftir er. Samkvæmt yfirlýst- um reiknisaðferðum nefndarinn- ar og með hjálp álfanna á Mið- nesheiði munu þessar væntan- legu smáframkvæmdir kosta 10 milljónir dollara þegar upp verð- ur staðið. Gæti Jón Hannibalsson hugs- anlega sparað íslenska ríkinu 150 milljónir kr. með því að biðja Steingrím um að hvfla umrædda nefnd. Kæmi slíkt sér einnig að öðru leyti vel, þar sem opinber rannsókn stendur fyrir dyrum varðandi fjármálaóreiðu hennar og byggingarbruðl. Skrápur Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í Reykjavík í september 1987. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1987 sem hér segir. 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1986 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu- skyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1984 eða fyrr. Sama gildir um bifhjól. Auglýsing um skoðun léttra bifhjóla verður birt síðar. Skoðun fer fram virka daga aðra en laugardaga frá kl. 08.00 til 15.00 hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, Reykjavík, á tímabilinu frá: 01.09. til 30.09. ökutæki nr. 50001 - 62500 Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild öku- skírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiðaskatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í aildi. Skráningarnúmerskulu veravel læsileg. A leigu- bifreiðum skal vera sérstakt merki með bókstafn- um L, einnig gjaldmælir sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðailjós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1987 Lögreglustjórinn í Reykjavík 31. ágúst 1987. Böðvar Bragason Taktu eftir Spennandi uppeldisstarf í boði. Hringdu í síma 33280 milli kl. 8 og 16 eða í síma 671543 og 675395 á kvöldin. Ágætu móðurmáls- kennarar Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar Grunnskólans í Þorlákshöfn vantar tilfinnanlega kennara í ís- lensku. Einnig kennara 12 ára barna. Góð vinnu- aðstaða, ódýrt húsnæði í boði og við erum aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Vinsamlegast hringið og leitið upplýsinga hjá skólastjóra í síma 99-3910, eða 99-3621 eða hjá formanni skólanefndar í síma 99-3789. STÖRSÝIMIMG fyrir alla fjölslcylduna Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22. 27.8.-6.9. LAUGARDALSHÖLL 5 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.