Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.09.1987, Blaðsíða 15
Gubmundur Torfason fylgir boltanum yfir línuna, 1-0. Ainnfelldu myndinnihorfirWeissflogáeftir þrumuskoti Olafs Þórðarsonar þenja netmöskvana, 2-0. Mynd:;E.OI. Knattspyrna y Glæsileg hefnd Islendinga! Frábær sigur gegn Austur-Þjóðverjum Hefndin er sæt og þó að enn vanti fjögur mörk í stóra tapið gegn Austur-Þjóðverjum þá má segja að við höfum þegar svarað fyrir okk- ur. Glæsiiegur sigur gegn Olympíu- Liði Austur-Þjóðverja, 2-0 í skemmtilegum og fjörugum leik. ..Ég er ánægður með þennan sigur. Þetta var smá hefnd fyrir skellinn heima og miklu skemmti- legir leikur. Við sýndum góða knattspymu og lékum af skynsemi, það gerði gæfumuninn," sagði Sigi Heid, landsliðsþjálfari eftir leikinn. Mikil barátta Það var greinilegt strax á fyrstu mínútunum að íslendingar báru enga virðingu fyrir Þjóðverjun- um. Barátta og kraftur í íslenska iiðinu var meiri en sést hefur lengi. Greinilegt að leikmenn léku með hjartanu og mikill sig- urvilji í liðinu. Miðjumennirnir gáfu ekkert eftir og smám saman náðu Islendingar undirtökunum. Þjóðverjar áttu þó fyrstu færin. Halata átti tvo góða skalla, annan framhjá, en hinn varði Friðrik. Pétur Arnþórsson átti fyrsta skotið á markið: yfir frá vítateig og skömmu síðar átti Guðmund- ur Steinsson skalla framhjá. Þjóðverjar fengu dauðafæri á 31. mínútu. Schlösser gaf fyrir á Thomas Doll, en Friðrik varði meistaralega. Mínútu síðar fengu íslendingar dauðafæri. Guð- mundur Steinsson fékk góða sendingu frá Halldóri Ás- kelssyni, en Þjóðverjar náðu að komast fyrir skot hans á síðustu stundu. íslendingar fengu svo annað dauðafæri á 42. mínútu. Guð- mundur Steinsson lék upp kant- inn og gaf fyrir á nafna sinn Torfason. Hann skaut að marki, en í varnarmann, reyndar ekki annað að sjá en að boltinn færi í hendi Þjóðverjans. Þaðan barst boltinn til Ólafs Þórðarsonar, en skot hans fór framhjá. Guð- mundur Steinsson fékk svo gott færi rétt fyrir leikhlé, en Weissf- log varði vel. Fyrri hálfleikurinn var mjög vel leikinn af íslands hálfu og hvergi gefið eftir. Miðjumennirn- ir, Pétur, Halldór, Ólafur og Ing- var voru mjög sterkir, Guðmund- arnir sprækir í sókninni og vörnin sterk. íslendingar hófu síðari hálf- ieikinn af krafti. Halldór Áskels- son átti skot yfir og á 50. mínútu lá boltinn í neti Þjóðverja. Guðni Bergsson tók aukaspyrnu og gaf á Guðmund Steinsson. Hann skall- aði fyrir fætur Guðmundar Tor- fasonar, sem hljóp með boltann framhjá Weissflog í markinu og í netið, 1-0. íslendingar slökuðu ekki á þrátt fyrir markið og fimm mínút- um síðar fengu þeir dauðafæri. Þeir fengu aukaspyrnu og Ingvar var fljótur að átta sig. Sendi góða sendingu á Halldór sem komst einn í gegn. En Weissflog varði glæsilega skot Halldórs. Góð sókn sem hefði mátt enda með marki. Guðmundur Torfason keniur að nýju í A-iandsliðshópinn fyrir leikinn gegn Norðmönnum í Evr- ópukeppninni n.k. miðvikudag. „Guðmundur verður í hópn- um, en ég get ekki sagt hvort hann byrjar inná,“ sagði Sigi Held landsliðsþjálfari í gær. Guð- mundur hefur ekki verið í hópn- um síðan í fyrri leiknum gegn Austur-Þj óðverj um. Þjóðverjarnir voru ekki hættir og á 60. mínútu átti Richter gott skot sem Friðrik varði meistara- lega. Richter átti annað skot sjö mínútum síðar, en Friðrik varði enn glæsilega. stórkostleg mark- varsla Friðriks á mikilvægum augnablikum. Á 69. mínútu fengu fslending- ar aukaspyrnu og Guðmundur Torfason skaut þrumuskoti, en i hliðarnetið. Það var svo á 80. mínútu að íslendingar gulltryggðu sigurinn með öðru marki. Pétur Arnþórs- son gaf fyrir markið og boltinn barst út til Ólafs Þórðarsonar sem var fyrir utan vítateig. Hann var ekkert að hika og skaut þrumu- skoti í bláhornið. Glæsilegt mark og Weissfiog stóð frosinn án þess að reyna að verja, enda átti hann ekki möguleika. Eftir markið voru úrslitin ráðin. Þjóðverjar sóttu nokkuð, en íslenska vörnin föst fyrir. íslenska liðið lék mjög vel og Olympíuliðið greinilega sam- stilltur hópur. Baráttan var ein- stök. Einkum voru það þó mið- verðirnir sem gáfust aldrei upp. Pétur og Halldór voru óþreytandi Það er ljóst að íslenska lands- liðið kemur til með að taka nokkrum breytingum. Ómar Torfason kemst ekki af persónu- legum ástæðum, hann er að verða faðir um þessar mundir. Þá er ekki ljóst með Ásgeir Sig- urvinsson, Arnór Guðjohnsen og Lárus Guðmundsson, en líkur á því að þeir komist £ leikinn. -Ibe og Ingvar og Olafur léku einnig vel. Vörnmin lék af skynsemi og gerði engin mistök. Áftast var Friðrik, öryggið uppmálað. „Ég var mjög ánægður með þennan leik og leik liðsins í heild,“ sagði Friðrik eftir leikinn. „Vörnin var góð og það var virki- íega gaman að spila þennan leik.“ „Gáfum ekkert eftir“ Guðmundur Torfason var skæður í framlínunni, skoraði sitt þriðja mark í tveimur lands- leikjum og er nú markahæstur í riðlinum. „Það var geysilega gaman að spila þennan leik. Við náðum vel saman og það munaði miklu um sigurviljann í liðinu," sagði Guð- mundur eftir leikinn. „Strákamir áttu allir frábæran leik og málið var að við gáfum ekkert eftir. Það fór í taugarnar á þeim og þeir vom grófir." „Ég hætti sæti mínu í liði Wint- erslag, það kemur maður í stað mín, en ég er sáttur við það þegar við leikum svona.“ Austur-Þjóðverjar léku ágæt- iega, en mótspyrna fslending- anna kom þeim á óvart. Þeir brutu illa af sér, en komust upp með það. Þrátt fyrir að fá góð færi tókst þeim ekki að skora og það fór greinilega í taugarnar á þeim. Það voru aðeins rúmlega 1300 áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn og þeir fengu eitthvað fyrir peningana. Skemmtilegan leik, sem lauk með sigri lslands. -Ibe Staðan í B-rlðli undankeppni Olympíul- elkanna Italía............3 2 1 0 3-0 5 A-Þýskaland.......4 1 2 0 1-2 4 fsland............3 1 1 1 4-4 3 Holland...........3 0 2 1 3-4 2 Portúgal..........2 0 112-41 England Q.P.R. á toppiim Q.P.R. tyllti sér að nýju á topp ensku 1. deiidarinnar með því að leggja sjálfa meistarana, Evert- on, að velli 1-0. Knattspyrna Firmakeppni Hin árlega firmakeppni ÍK í knattspyrnu, utanhúss, verður haldin á Vallargcrðisvellinum í Kópavogi helgina 5. - 6. septemb- er. Leikið er á þveran völlinn, 7 leikmenn í liði, auk 3-4 vara- manna. Þátttaka tilkynnist í síma 681333 (Logi) og 75209 (Víðir), í síðasta lagi fimnmtudaginn 3. september. Það var Martin Allen sem skoraði sigurmark Q.P.R. snemma í fyrri hálfleik. Þá gerðu Nottingaham Forest og Southampton jafntefli, 3-3 í hörkuleik. Neil Webb náði for- ystunni fyrir Nottingam Forest, en Andy Townsend jafnaði. Stu- gart Pierce og Nigel Clough breyttu stöðunni í 3-1 og þannig var staðan þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Þá jöfnuðu Colin Clarke og Gordon Hobson fyrir Southampton. Þá voru einnig nokkrir,leikir í fyrrakvöld. Norwich og Newc- astle gerðu jafntefli, 1-1, Totten- hanm sigraði Oxford, 3-0 og Wimbledon sigraði Charlton 4-1. Q.P.R. er í efsta sæti með tveggja stiga forskot á Manchest- er United sem er í 2. sæti. -Ibe/Reuter A-landslið Guðmundur í hópinn Ómar ekki með Fimmtudagur 3. september 1987 pjÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.