Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 2
Þórunn Hreggviðsdóttir
hjúkrunarkona:
Nei, þaðerekkert sem kemurá
óvart. Við erum að gera okkur
grein fyrir því í dag að áhrif
Bandaríkjamanna á efnahagslíf
okkar er meira en gott þykir.
—SPURNINGIN-
Kemur þér á óvart aö
stuðningur við herstöð-
ina fer minnkandi?
Finnbogi R. Arnarsson
sagnfræðinemi:
Nei, það kemur mér ekki á
óvart. Það er kominn tími til að
hún fari og er nú farið að gera sér
grein fyrir því.
Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndagerðarmaður:
Nei, alls ekki. Ástæðan fyrir því er
fyrst og fremst vegna afstöðu
Bandaríkjamanna til hvalveiða
okkar.
Þorkell Diego
umsjónarmaður:
Nei, það kemur mér ekki á
óvart. Miðað við afstöðu Banda-
ríkjamanna til hvalveiða okkar og
framkomu þeirra í okkar garð í því
máli.
Þórdís ívarsdóttir nemi í
bókasafnsfræðum við H.Í.:
Já, það kom mér á óvart. Ég
hélt aö íslendingar væru fast-
heldnari á skoðanir sínar
gagnvart herstööinni.
___________________FRÉITIR________________
Húsgagnasmiðir
Verkfall í næstu viku
Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði boðar verkfall 15. september.
VSl vill ekki viðrœður um fastlaunasamning
Starfsfólk í húsgagnaiðnaði
hefur boðað verkfall frá og
með 15. september hafi ekki
samningar tekist fyrir þann tíma.
Verkfallsboðunin var samþykkt á
trúnaðarmannaráðsfundi Félags
starfsfólks í húsgagnaiðnaði 2.
september sl.
f rúma þrjá mánuði hefur fé-
lagið árangurslaust reynt að fá
umræður um fastlaunasamning
við atvinnurekendur, einsog ráð
var fyrir gert í samningum félags-
ins í febrúar.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að þær hugmyndir sem fé-
lagið hefur kynnt atvinnurekend-
um, hafi ekki í för með sér al-
mennar launahækkanir og séu í
fullu samræmi við samninga aðila
frá 9. febrúar sl. Segir að félagið
harmi mjög að þurfa að grípa til
þessa neyðarráðs að boða til
verkfalls, sem geti haft mjög al-
varlegar afleiðingar fyrir atvinnu-
greinina dragist það á langinn.
Þá segir í tilkynningunni að all-
ur áróðurinn um þörf á erlendu
verkafólki sé ákaflega torskilinn
og með miklum pólitískum áróð-
ursblæ. „Verkafólk á Norður-
löndunum mun aldrei una við
þau störf sem hér er boðið upp á,
þegar það kynnist vinnuálaginu
og vinnulaununum, sem það fær
fyrir vinnuframlag sitt, hvað þá
þegar það kynnist aðbúnaðinum
hér. Er þá íslenskt verðlag á
lífsnauðsynjum ónefnt.“
-Sáf
Seglbretti
Þrír á
heims-
meistara-
mót
Þrír íslendingar taka þátt í
heimsmeistarakeppni á seglbrett-
um sem hefst í Skanor í Svíþjóð á
laugardag. Þetta er í fyrsta skipti
sem íslendingar eru þátttakendur
í slíkri keppni en tuttugu þjóðir
senda menn til keppninnar að
þessu sinni.
Þeir sem fara utan fyrir íslands
hönd eru þeir; Jóhannes Ævars-
son 26 ára, Böðvar Þórisson 21
árs og Valdimar Kristinsson 15
ára.
Jóhannes hefur æft og keppt á
seglbrettum í Svíþjóð sl. hálft
annað ár og vegnað þar vel á
mótum.
Piltanir sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni á seglbrettum. Frá v. Jóhannes, Böðvar og Valdimar.
Stafrœna símakerfið
Póstur & sími tekinn á beinið
Vegna bilana í Múlastöðinni hefur samgönguráðherra falið Pósti &
síma að kanna eftirfarandi: Krefja LM Ericsson um lagfœringar. Að
hann tryggi rekstraröryggi kerfisins til frambúðar. Um hugsanlega
skaðabótaábyrgð LM Ericsson
Pessar tvær stóru bilanir sem
urðu á dögunum í Múlastöð-
inni, þar sem stafræna símakerfið
er tií húsa, hafa verið okkur
mikið áhyggjuefni. Til að komast
að því hvað hér er á ferðinni höf-
um við sent út til rannsóknar tvö
segulbönd úr stöðinni. Það segir
sig sjálft að stofnunin má ekki við
þessum bilunum, hvað þá heldur
viðskiptavinir okkar, sem verða
fyrir geysilegum óþægindum
vegna þeirra, segir Guðmundur
Björnsson, aðstoðarpóst- & síma-
málastjóri.
En það eru ekki aðeins ráða-
menn Pósts & síma og viðskipta-
vinir stofnunarinnar sem hafa
áhyggjur út af þessum bilunum.
Samgönguráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, hefur með bréfi til
Pósts & síma falið stofnuninni að
krefja hinn erlenda framleiðanda
símabúnaðarins um lagfæringar
þegar í stað, en það er sænska
stórfyrirtækið LM Ericsson.
Ennfremur hefur ráðherra falið
Pósti & síma að kanna með hvaða
hætti hinn erlendi framleiðandi
geti tryggt rekstraröryggi kerfis-
ins til frambúðar. Einnig að gerð
yrði á því athugun hvort um hugs-
anlega skaðabótaábyrgð LM Er-
icsson geti verið að ræða.
„Áður en við förum að krefja
LM Ericsson um skaðabætur
verðum við að komast að því
hvað sé um að ræða sem ollið hef-
ur þessum bilunum í stafræna
kerfinu. En eins og flestum er
kunnugt er tölvukerfið sem þarna
um ræðir afar flókið fyrirbæri,
sem ekki er hægt að kveða dóm
yfir án allrar rannsóknar á því
hvað um sé að ræða, sem valdið
hefur bilununum,“ sagði Guð-
mundur Björnsson.
grh
2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Flmmtudagur 10. september 1987