Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 15
Evrópukeppni
Jafnt hjá
risunum
Sovétmenn eru svo gott sem
komnir í úrslit Evrópukeppninnar
eftir jafntelfi gegn Frökkum í gær í
3. riðli undankeppni Evrópukeppn-
innar.
Frakkar höfðu undirtökin fram-
an af og náðu forystunni með marki
frá Jose Toure á 13. mínútu.
í síðari háfleik voni það svo So-
vétmenn sem réðu gangi leiksins og
varamaðurinn Alexei Mikhaili-
chenko skoraði jöfnunarmarkið á
77. mínútu.
Staöan i 3. rlðli:
Sovótr........6 4 2 0 11-2 10
A-Þýskaland...5 2 2 1 8-2 6
Frakkland.....6 1 3 2 3-5 5
Island........6 1 2 3 3-12 4
Noregur.......5 1 1 3 3-7 3
-Ibe/Reuter
Evrópukeppni
Naumt hjá
írlandi
írar áttu í mesta basli með Lúx-
emburg í 7. riðli Evrópukeppninn-
ar. Þeir sigurðu þó, 2-1.
Luxemburg náði forystunni á 29.
mínútu með . marki frá Armin
Kring, en Frank Stapelton jafnaði
þremur mínútum síðar. Það var svo
Paul McGrath sem tryggði írum
sígur rétt fyrir leikslok.
Sta&an i 7. riðli:
Irland...............7 331 8-5 9
Búlgaría..............5 3 2 0 10-3 8
Belgía................5 2 3 0 13-4 7
Skotland..............5 1 2 2 4-5 4
Luxemburg.............6 0 0 6 2-20 0
-Ibe/Reuter
Evrópukeppni
Wales í
efsta sæti
Wales komst í efsta sæti 6. riðli
Evrópukepppninar í gær með sigri
yfir Dönum, 1-0.
Það var Mark Hughes sem
skoraði sirgurmarkið á 19. mínútu.
Fyrsta mark hans í landsleik í tvö
ár, en hann lék án félaga síns Ian
Rush.
Neville Southall fékk nóg að gera
í marki Wales. Hann varð að hafa
sig allan við til að verja skot frá
Preben Elkjær Larsen og Pat van
der Hauwe bjargaði á línu eftir að
Elkjær hafði komist í dauðafæi.
Finnar komu mjög á óvart með
því að sigra Tékka, 3-0. Þetta var
fyrsti sigur Finna í riðlinum og
kemur því of seint til að gefa þeim
möguleika á sæti í lokakeppninni í
V-Þýskalandi.
Það voru Ari Hjelm, Ismu Lius
og Petri Tiainen sem skoruðu mörk
Finna.
Staðan f 6. rlðll:
Wales................4 2 2 0 7-2 6
Danmörk..............5 2 2 1 3-2 6
Tókkósl..............5 13 1 5-5 5
Finnland.............6 114 4-10 3
-Ibe/Reuter
Knattspyrna
Öruggt hjá
Þjóðverjum
Þjóðverjar unnu nokkuð
auðveldan sigur gegn Englending-
um í vináttuleik Þjóðanna í gær,
3-1.
Pierre Littbarski var í miklu stuði
og skoraði tvö fyrstu mörk Þjóð-
verja, en Gary Linecker minnkaði
muninn fyrir leikhlé. Það var svo
Wolfram Wuttke sem innsiglaði
sigur Þjóðverja rétt fyrir leikslok.
Skotland og Ungverjaland léku
einnig vináttuleik í gær sem lauk
með sigri Skota, 2-0. Það var Ally
McCoist sent skoraði bæði mörkin.
Þá léku Belgar og Hollendingar
vináttuleik og lauk honum með
jafntelfi. Hollendingar fengu gott
færi til að tryggja sér sigur, en
Marco van Basten brenndi af víta-
spyrnu.
-Ibe/Reuter
1-1 Pétur Pétursson skorar iöfnunarmark (slands eftir góðan einleik frá miðju. Glæsilegt mark. Mynd:E.ÓI.
Knattspyrna
Glæsilegur sigur gegn Noregi
Islendingar unnu sannfœrandi sigur yfir Norðmönnum eftir slœma byrjun
Með mikilli baráttu náði íslenska
landsliðið að vinna glæsilegan sigur
yfir Norðmönnum, 2-1 á Laugar-
dalsvellinum í gær. Þrátt fyrir
slæma byrjun og ódýrt mark Norð-
manna á fyrstu mínútunum gáfust
íslendingar ekki upp og sigurinn
var sanngjarn þegar á heildina er
litið. Það sem gerir sigurinn enn
glæsilegri er að það eru liðin tíu ár
frá því að við unnum síðast sigur
gegn Norðmönnum.
Fyrstu mínútumar vom ekki
gæfulegar, líklega þær lélegustu
sem íslenska landsliðið hefur sýnt
lengi. Norðmenn sóttu stíft og á 11.
mínútu uppskám þeir mark. Kai
Erik Herlovsen komst einn í gegn-
um vörn íslands, eftir mistök og
skaut frá markteig. Bjami varði, en
náði ekki að halda boltanum og
Jörn Andersen átti ekki í miklum
vandræðum með að renna boltan-
um yfir línuna. Tveimur mínútum
síðar fengu Norðmenn annað
dauðafæri. Herlovsen gaf fyrir á
Osvaid, sem var aleinn á markteig,
en Bjarni varði. Boltinn barst út,
en Sævar bjargaði á síðustu stundu.
„Byrjunin var hræðileg. Við vor-
um ails ekki í takt við leikinn og
vorum heppnir á fá ekki á okkur
annað mark“, sagði Sævar Jónsson
eftir leikiunn. „Við gáfum allt of
mikið eftir og vorum lengi að kom-
ast í gang.“
Eftir markið var eins og lifnaði
aðeins yfir íslendingum. Guð-
mundur Torfason fékk ágætt færi
eftir sendingu frá Ragnari Mar-
geirssyni, en missti boltann of langt
frá sér. Það var svo á 21. mínútu að
íslendingar jöfnuðu. Gunnar
Gíslason vann boltann á á vallar-
helming fslendinga og sendi á
Ragnar Margeirsson. Hann sendi
boltann beint á Pétur Pétursson
sem lék frá miðju að norska mark-
inu, framhjá tveimur norskum
varnarmönnum og skoraði með
þrumuskoti, 1-1. Glæsilegt mark og
vel gert hjá Pétri.
Eftir jöfnunarmarkið fengu
Norðmenn góð færi til að ná foryst-
unni að nýju. Meinseth átti skot frá
markteig sem Bjarni varði í hom og
á 37. mínútu fengu þeir dauðafæri.
Þrír Norðmenn í markteignum, en
tókst ekki að skora og má segja að
þar hafi heppnin verið með íslend-
ingum.
Góður síðari hálfleikur
Fyrri hálfleikurinn þokkalegur,
ef undan eru skildar fyrstu mínút-
umar sem voru hræðilegar. Liðið
náði smátt og smátt saman og síðari
hálfleikurinn var góður af Islands
hálfu.
íslendingar fengu gott færi á 53.
mínútu. Ólafur Þórðarson gaf fyrir
og Ragnar Margeirsson skallaði
fyrir fætur Péturs Péturssonar, sem
var á markteig, en hann hitti bolt-
ann ílla og skot hans fór framhjá.
Sigurmarkið kom á 59. mínútu
og var vel að því staðið. Pétur Pét-
ursson átti mjög góða sendingu á
Pétur Ormslev, sem var í vítateig
Norðmanna. Hann snéri laglega á
norska varnarmann og skoraði með
góðu skoti í bláhomið, 2-1.
Þrátt fyrir að íslendingar hefðu
náð forystunni, þyngdist sókn
Norðmanna ekki að ráði. íslenska
vömin var þétt fyrir, en á 71. mín-
útu fengu Norðmenn færi sem þeir
hefðu átt að geta skorað úr. Jörn
Andersen komst einn í gegn og
framhjá Bjarna. En þegar þangað
var komið vom fjórir íslenskir
varnarmenn búnir að raða sér á
marklínuna og Gunnar Gíslason
komst fyrir skot Andersen og náði
að bjarga í hom.
íslendingar áttu einnig hættu-
legar sóknir undir lok leiksins. Sæ-
var fékk gott færi eftir aukaspyrnu,
en náði ekki til boltans og skömmu
síðar átti Pétur Pétursson skot
framhjá eftir góða sókn íslands.
Síðustu mínúturnar náðu Norð-
menn ekki að skapa hættu við ís-
lenska markið og tíminn rann út.
Sanngjarn sigur fslands í höfn.
„Þetta var æðislegt. Það að vinna
sigur yfir Norðmönnum er það
besta sem gat gerst,“ sagði Bjarni
Sigurðsson eftir leikinn. Hann
leikur með Brann í Noregi og getur
því farið til Noregs með bros á vör.
Sævar Jónsson lék með Brann í
fyrra og hann var á sama máli. „Ég
er búinn að bíða eftir þessum leik í
heilt ár. Þegar ég var í Noregi var
alltaf verið að skjóta á mig og það
var Ijúft að vinna þá svo loksins.“
Þó að þessi leikur verði ekki í
minnum hafður sem besti leikur ís-
lands, knatspyrnulega séð, þá er
ekki Iíklegt að þessi sigur gleymist í
bráð. Það að ná sér upp eftir að
hafa verið undir, 0-1 eftir aðeins 10
mínútur og sigra er nokkuð sem
hefur ekki sést lengi í landsleik og
liðið sýndi mikinnn „karakter" að
ná sér upp.
Liðið var lengi í gang, en átti svo
góða spretti. Sævar Jónsson,
Gunnar Gíslason og Atli Eðvalds-
son vom mjög traustir í vöminni og
miðjumennirnir skiluðu sínu hlut-
verki vel. í sókninni vom þeir eld-
snöggir Pétur Péturson og Guð-
mundur Torfason.
„Við lékum vel f síðari háifleik,
en börðumst vel allan leikinn, sagði
Sigfried Held, landsliðsþjálfari
eftir ieikinn. „Ég er alitaf ánægður
með sigur og þessi var einstaklega
góður.“
„Fyrstu mínúturnar voru slæmar
og leikmenn mjög taugaóstyrkir.
Það var þvf mjög gott að vinna
leikinn eftir svo slæma byrjun.
Hvað varðar leikinn f Noregi eftir
tvær vikur get ég ekkert sagt. Við
vitum ekki hverjir leika þá og verð-
um bara að bíða og sjá.“
Norðmenn byrjuðu vel, en eftir
markið var eins og þeir hættu. Þeir
náðu sér svo ekki upp aftur eftir
mörk íslands og virkuðu aldrei
vemlega ógnandi eftir það.
Þjóðirnar mætast eftir tvær vik-
ur. Þá í Noregi og eftir leiknum í
gær að dæma geta Islendingar verið
bjartsýnir.
2-1 Pétur Ormslev horfir á eftir skoti sínu framhjá norska markverðinum
eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn. Mynd:E.ÓI.
Flmmtudagur 10. september 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15