Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 5
Mjólkur- framleiðslan Misræmið verði mildað Frá aðalfundi Stéttar- sambandsins Tillögur þær um framleiðslu- mál bænda, sem lágu fyrir aðal- fundi Stéttarsambandsins voru það margar, að ógerlegt þótti að leggja umfjöllun um þær á eina nefnd. Voru því skipaðar tvær framleiðslunefndir, nefnd eitt og nefnd tvö. Frá nefnd nr. 1 komu þessar ályktanir: Fullvirðisréttur til mjóikurframleiðslu Fundurinn... ályktar eftirfar- andi um ráðstöfun aukins fullvirðisréttar til mjólkurfram- leiðslu á verðlagsárinu 1988/ 1989, sbr. 2. gr. samninga milli Stéttarsambands bænda og ríkis- ins frá 20/3 1987: 1. Draga skal úr því misræmi milli einstakra búmarkssvæða sem fram kemur í uppkaupum Framleiðnisjóðs á þeim þremur miljónum lítra, sem sjóðurinn tók ábyrgð á, þó að teknu tilliti til búháttabreytinga. Jafnframt verði reynt, með þeim upp- kaupum, sem eftir eru, að jafna þetta hlutfall milli svæðanna. 2. Þegar þessum leiðréttingum er lokið verði afgangi aukins rétt- ar skipt milli búmarkssvæða í sömu hlutföllum og framleiðslu- rétti verðlagsársins 1986/1987. Búnaðarsamböndin annist út- hlutun til einstakra bænda. Flutningur milli verðlagsára Fundurinn telur brýna nauð- syn að mjólkurframleiðendum verði heimilað að flytja fullvirðis- rétt milli verðlagsára. Telur fund- urinn eðlilegt að heimilað verði að flytja 4% af fullvirðisréttinum milli ára. Þó verði tilfærslu- rétturinn aldrei minni en 20 ær- gildi. Eðlilegast virðist að samnýta 2-3 verðlagsár með þessu móti. Sláturtími sauðfjár Fundurinn... beinir þeim til- mælum til Framleiðsluráðs land- búnaðarins og sláturleyfishafa að könnuð verði hagkvæmni þess að lengja sláturtíma sauðfjár, og niðurstöður liggi fyrir sem allra fyrst. Útflutningur Fundurinn... lýsir yfir stuðn- ingi við störf Markaðsnefndar landbúnaðarins og hvetur til að nýttir verði möguleikar á útflutn- ingi sem flestra afurða landbún- aðarins. Kjötstimplun Fundurinn... beinir því til landbúnaðarráðuneytsins að það láti nú þegar athuga hvort ástæða sé til að hanna sérstakan stimpil, sem notaður verði til stimplunar á kindakjöti, sem framleiðendur taka heim úr sláturhúsi. Jafnframt verði hertar reglur um lágmarksgæði kjöts af full- orðnu fé, sem tekið er til sölu- meðferðar. - mhg Heyskapurinn gengur vel. Landbúnaðarstefnan Fjölskyldubú verði ríkjandi rekstrarform Frá aðalfundi Stéttarsambandsins Með búvörulögunum frá 1985 má segja að Alþingi hafi markað ákveðna stefnu í landbúnaðar- málum, fyrir næstu ár. En eitt er stefna og annað getur verið fram- kvæmd stefnunnar. Um hana var að sjálfsögðu fjallað á Stéttar- sambandsfundinum á Eiðum og samhljóða samþykkt eftirfarandi ályktun: Síðustu ár hafa verið íslenskum landbúnaði átakamikill og erfið- ur reynslutími. Þrátt fyrir óskir Stéttarsambands bænda allt frá árinu 1968 fengust heimildir til stjórnunar mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu ekki lögfestar fyrr en 1979, en þá var fram- leiðsla þessara greina 20-30% umfram innanlandsneyslu og skilaverð á erlendum mörkuðum orðið mjög lágt. Með samþykkt búvörulaganna nr. 46/1985 hefur Alþingi markað stefnu í málefnum landbúnaðar- ins næstu ár. Stefnumörkun þessi og samningar um afurðamagn á grundvelli 30. gr. búvörulaganna til næstu 5 ára hefur dregið úr þeiri óvissu, sem ríkti í málefnum landbúnaðarins og skapað svig- rúm til nýrrar atvinnuuppbygg- ingar í sveitum. Framkvæmd þessarar breyttu stefnu og aðlögun landbúnaðar- ins að nýjum aðstæðum verður megin viðfangsefni bænda og samtaka þeirra á næstu árum. Megin tilgangur þessa starfs er að bændur njóti í raun sambæri- legra kjara, fjárhagslega og fé- lagslega, við aðra landsmenn. Til þess að svo megi verða þarf bú- vöruframleiðslan á hverjum tíma að vera í sem nánustu samræmi við óskir og þarfir þjóðarinnar og markvisst þarf að vinna að aukinni hagkvæmni í búrekstri og í vinnslu og sölu búvara. Því ályktar fundurinn eftirfar- andi um framkvæmd landbúnað- arstefnunnar: I. Fjölskyldubú verði áfram ríkjandi rekstrarform í íslenskum landbúnaði. Stefnt verði að því, að bændur, sem byggja afkomu sína ein- göngu á landbúnaði, geti haft bú, sem með hagkvæmri tækni og eðlilegu vinnuálagi veiti fjöl- skyldu sambærilegar tekjur og aðrar starfsstéttir njóta. Leitað verði leiða til að bændur geti notið orlofs og reglulegra frí- daga. II. Framleiðsla mjólkur og kjöts miðist fyrst og fremst við innlenda markaðinn og rík áhersla verði lögð á að þær land- búnaðarafurðir, sem þjóðin þarfnast, séu sem mest af inn- lendum toga. Er það í samræmi við stefnu flestra þjóða í okkar heimshluta og byggist m.a. á ör- yggishagsmunum. III. Afram skal lagt kapp á að þróa nýjar og gjaldeyrisskapandi búgreinar og nýta alla hagkvæma útflutningskosti. Efla ber iðnað, sem byggir á hráefnum frá ís- lenskum landbúnaði. IV. Hinir ýmsu kostir, sem landið býður upp á, verði nýttir til fjölþættrar atvinnustarfsemi samhliða öflugu átaki í upp- græðslu lands og varðveislu nátt- úruauðlinda. V. Rannsóknir í þágu landbún- aðarins verði efldar með tilliti til breyttra aðstæðna. Leiðbeiningarþjónusta verði aukin og megin áhersla lögð á leiðbeiningar til einstaklinga og aðstoð við byrjendur í nýjum bú- greinum. Starfandi bændum verði gefinn kostur á endurmenntun. VI. Búgreinafélögum verði gert kleift að taka upp stjórnun á eigin framleiðslu. Kjötframleið- endur hafi samráð sín á milli. Við stjórnun framleiðslunnar verði aukið tillit tekið til land- kosta og möguleika einstakra byggða til fjölþættra landnota og nýrrar atvinnuuppbyggingar. VII. Framleiðsluhættir í land- búnaði mótist fyrst og síðast af viðleitni til að mæta fjölbreyttum þörfum og óskum neytenda og stöðugt verði unnið að vöruþró- un og markaðssetningu í sama augnamiði. Vinnsla og markaðssetning bú- vara verði sem mest í höndum fyrirtækja bænda og undir þeirra stjórn. VIII. Stéttarsamband bænda styður heilshugar hverskonar viðleitni stjórnvalda til varð- veislu byggðar en bendir á, að vegna þröngrar stöðu sauðfjár- ræktar, getur hún ekki tekið á sig byrðar í því sambandi, enda hlýtur það að vera hlutverk sam- félagsins alls. IX. Löggjöf verði sett um atvinnu- og framleiðsluréttindi þeirra, sem landbúnað stunda og skorður reistar við frekari upp- byggingu verksmiðjubúa. X. Sá umþóttunartími og það fjármagn, sem nú gefst til upp- byggingar fjölþættari atvinnu- tækifæra í sveitum verði nýtt sem best. -mhg Ellilífeyrir Aldurs- markið lækkað gegn ákveðnum skilyrðum Nýafstaðinn aðalfundur Stétt- arsambandsins samþykkti að beina því til stjórnar þess, að koma á fót starfshópi til að vinna að breyttri skipan elliiífeyrismála bænda. Brytingarnar miði að því, að bændum verði gert kleift að taka ellilífeyri fyrr en núgildandi lög heimila, ef þeir hætta að mestu eða öllu leyti framleiðslu kind- akjöts og mjólkur, en sitji áfram á jörð sinni. Fullvirðisréttur jarð- arinnar sé geymdur ónýttur þar til kynslóðaskipti fara fram, enda séu þau tilkynnt með ákveðnum fyrirvara. -mhg Fimmtudagur 10. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.