Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 11
ERLENPAR FRÉTTIR Danmörk Schliiter falin stjómarmyndun Aðeins sex klukkustundum eftir að Paul Schluter sagði af sér embœtti forsœtisráðherra fól Margrét drottning honum að mynda nýja stjórn Forsætisráðherra Dana, Paul Schliiter, tilkynnti í eftirmið- daginn í gær að Margrét Þórhild- ur drottning hefði kallað hann á sinn fund og falið honum að freista þess að koma saman starf- hæfri ríkisstjórn. Aðeins sex klukkustundum áður hafði Schliiter sagt af sér embætti forsætisráðherra í kjöl- far ósigurs stjórnarflokkanna í þingkosningunum í fyrradag. En leiðtogar sex mið- og hægri flokka, þar á meðal forystumenn Framfaraflokksins og „Róttæka vinstriflokksins,“ höfðu áður látið það viðhorf sitt í ljós að rétt- ast væri að Schluter fengi umboð- ið fyrstur manna. Flokkar þessir ráða yfír 90 að 179 sætum á danska þinginu. Forystumenn þriggja vinstri- flokka, Jafnaðarmannaflokksins, Sósíalíska þjóðarflokksins og „Fælles kurs“ voru hinsvegar þeirrar skoðunar að Anker Jörg- ensen bæri umboðið þar eð hann er formaður stærsta flokksins. Samtals ráða þessir þrír flokkar yfir 85 sætum á þingi. Það er eftir- tektarvert að flokkar á vinstri- væng, þeir sem að ofan eru nefndir auk 6 smáflokka, hrepptu alls 49,5 af hundraði atkvæða í kosningunum. Schluter var nokkuð ánægður eftir fund sinn með drottningu. „Ég hef komist að þeirri niður- stöðu að meirihluti þingmanna er ekki andvígur ríkisstjórn undir mínu forsæti og því ráðlagði ég drottningu að fela mér umboð til stjórnarmyndunar og hún fór að þeim ráðum.“ Á öðrum stað á þessari síðu gefur að líta töflu yfir úrslit kosn- inganna í fyrradag. Til upprifjun- ar má geta þess að íhaldsflokkur, „Venstre,“ Miðdemókratar og ÚRSLITIN í DANMÖRKU Hlutfall atkvæða og fjöldi þingmanna (tölur frá 1984 í svigum) Jafnaðarmenn 29,3% (31,6) 54 (56) íhaldsflokkur 20,8% (23,4) 38 (42) Sós. þjóðarfl 14,6% (11,5) 27 (21) Venstre 10,5% (12,1) 19 (22) Rad. venstre 6,2% (5,5) 11 (10) Miðdemókratar 4,8% (4,6) 9 (8) Framfaraf lokkur 4,8% (3,6) 9 (6) Kristil. þjóðarfl 2,4% (2,7) 4 (5) Fælles kurs 2,2% H 4 H Vinstri sós 1,4% (2,7) - (5) Græningjar 1,3% H - H Kommúnistafl 0,9% (0,7) — (-) Retsforbundet 0,5% (1,5) - (-) Flokkur mannsins 0,2% H - H Trotskíistar 0,0% (0,1) - (-) Maóistar 4 0,0% (0,0) - (-) Filippseyjar Kreppir að Aquino Ásakanir ritara forsetans valda úlfúð og allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja af sérstörfum ráðherrar í ríkisstjórn Cor- azons Aquinos forseta Fil- ippseyja sögðu upp störfum í gær eða allir sem einn. Með því vilja þeir gefa henni kost á að endur- skipuleggja stjórnina og gera breytingar á henni. Ekki mun vanþörf á þar eð forsetinn á við mikinn vanda að etja á flestum sviðum innanlands. Þetta er ekki í fyrsta skipti að gervöll ríkisstjórnin segir af sér frá því Aquino hófst til valda. Hið sama gerðist í nóvember- mánuði i fyrra og þá sætti hún færis og losaði sig við Juan Ponce Enrile varnarmálaráðherra auk fjögurra annarra ráðherra. Afsagnirnar sigldu í kjölfar neyðarfundar ríkisstjórnarinnar þar sem kastaðist í kekki með ráðherrum vegna orða sem Joker Arroyo ritari forsetans lét sér um munn fara í fyrradag. Þá sakaði hann þrjá þekkta kaupsýslumenn og herforingja um að grafa undan ríkisstjóminni. Joker þessi er gamall fjöl- skylduvinur forsetans og hafa ummæli hans vakið mikla athygli og gremju ýmissa á eyjunum. Fjármálaráðherrann, Jaime Ongpin að nafni, neitaði því að ummæli ritarans væru orsök af- sagnar ríkisstjórnarinnar en við- urkenndi að orð og gerðir Jokers hefðu átt nokkurn þátt í henni. Önnur veigamikil orsök á- kvörðunar ráðherranna er sú mikla gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur sætt eftir valdaránstilraun dáta þann 28. síðasta mánaðar er 53 menn féllu og yfir 300 særðust. Ráðherrarnir munu gegna störfum uns forsetinn hefur endurskipað þá eða fundið nýja menn. Aquino vildi í gær ekkert láta uppi um áform sín í þeim efn- um. -ks. Feneyjar Annað gullljón Malles Franski leikstjórinn Louis Malle hreppti æðstu viður- kenningu á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár, sjálft gullljónið, fyrir mynd sína „Au revoir les en- fants“ eða Kveðja barnanna. Þetta er i annað skipti að þessi viðurkenning fellur honum í skaut. Árið 1980 fékk hann verð- launin fyrir myndina „Atlantic City.“ Þetta kvað ekki hafa komið neinum á óvart á hátíðinni, hvorki almenningi né gagnrýnendum, þar eð myndin þykir framúrskarandi góð. Hún gerist á árum síðari heimstyrjald- ar og fjallar um þrjá drengi af gyðingaættum sem sigla undir fölsku flaggi og ganga í franskan menntaskóla sem rekinn er af prestum. Slefberi nokkur segir Gestapomönnum allt af létta og drengimir eru teknir höndum. Þeir enda ævi sína í útrýmingar- búðum nasista ásamt einum prestanna er reyndi að koma þeim til bjargar. Malle segir sög- una byggða á reynslu hans sjálfs þar eð hann hefði í bernsku gengið í sama skóla og einn drengjanna. Tveir kvikmyndaleikstjórar lentu í öðru sæti og fengu hvor sitt silfurljónið. Þetta eru Bretinn James Ivory en framlag hans var myndin „Maurice" og Italinn Er- manno Olmi sem sýndi myndina „Lunga vita alla signora.“ Sér- stök aukaverðlaun hreppti Svíinn Kjell Grede fyrir „Hip, hip, hurra.“ Bestu karlleikarar voru kjörnir þeir James Wilby og Hugh Grant úr „Maurice." Suður- Kóreubúinn Kang Soo-Yeon þótti skara fram úr öðrum leikkonum en hún lék aðalhlu- tverkið í myndinni „Sibaji.“ -ks. Kristilegur þjóðarflokkur mynd- Schlúter verður nú að reiða sig á uðu síðustu stjóm. „Radikale velvilja Framfaraflokksins ætli venstre“ varði hana falli. hann að mynda stjóm. -ks. Paul Schluter sagði af sér embætti Igær en var skömmu síðar falið að mynda nýja stjóm. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Framhaldsaðalfundur ABR boðar til framhaldsaðalfundar, þriðjudaginn 15. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Reikningar félagsins lagðir fram og kjör kjörnefndar vegna lands- fundar. Fulltrúar frá Varmalandsnefnd mæta á fundinn og ræða störf nefndarinnar og flokksmálin. Reikningar ABR liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeg- inum 11. september. Stjómln ABR Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjórnln ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Haustfagnaður ÆFR Haustfagnaður ÆFR verður haldinn í Risinu, laugardaqinn 19. seotember kl. 14.30. Dagskrá: Listamenn lesa úr verkum sínum, tónlist og fl. Nánar auglýst síðar. ÆFAB Skrifstofutími Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudögum, fimmtudöqum oq föstudöoum frá kl. 14-19 að Hverfisgötu 105. Sími 17500. U U IHafnarfjarðarbær _____ Áhaldahús Verkamenn óskast í almenna útivinnu og á loft- pressur. Mötuneyti á staönum. Hagstæöur vinnutími. Upplýsingar í síma 53444. Yfirverkstjóri ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.