Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 3
1
ORFRETTIRraæ
Enrique de la Mata
formaður Alþjóðasambands
landsfélaga Rauða krossins og
Rauða hálfmánans andaðist í
Róm fyrr í vikunni. Stjórn Rauða
kross Islands hafði boðið de la
Mata í heimsókn hingað til lands
seinni part þessarar viku.
Sundlaugin
í Reykjanesi
við ísafjarðardjúp er nú nær ónýt.
Á fjórðungsþingi Vestfirðinga á
dögunum var samþykkt ályktun
þar sem skorað er á mennta-
málaráðherra að veita fé til bygg-
ingar nýrrar sundlaugar í
Reykjanesi, en gamla laugin
markaði á sínum tíma tímamót í
sundmennt N-ísfirðinga.
Hafnarsamband
sveitarfélaga heldur sinn 18.
ársfund á Austfjörðum á mánu-
dag og þriðjudag. Alls munum
um 80 fulltrúar sækja þingið en
fundaðverðuráSeyðisfirði, Eski-
firði og Reyðarfirði.
Vestnorræna
þingmannasambandið heldur
ársfund sinn í Pórshöfn í Fær-
eyjum í næstu viku. Hlutverk
ráðsins er að annast samstarf Al-
þingis, Lögþings Færeyja
Landsþings Grænlendinga
fundinum í Þórshöfn verður m.a.
rætt um fiskveiði-, menningar-,
viðskipta- og samgöngumál. Nú-
verandi formaður ráðsins er Páll
Pétursson alþm. en auk hans
munu sitja fundinn fyrir hönd ís-
lands, þingmennirnir; Árni Gunn-
arsson, Danfríður Skarphéðins-
dóttir, Óli Þ. Guðbjartsson,
Steingrímur Sigfússon og Friðjón
Þórðarson.
Kvefpestir
hrjáðu höfuðborgarbúa illilega í
sumar þrátt fyrir sól og blíðu,
samkvæmt upplýsingum frá
borgarlækni. í júlí var vitað um
734 kveftilfelli í borginnni og 73
voru að auki með iðrakvef. 33
voru með lungnabólgu og 18
með hettusótt.
Hafnarfjarðardagur
Stjörnunnar verður nk. laugar-
dag. Þá verður bein útsending
allan daginn frá Veitingahúsinu
Fjörunni í Hafnarfirði og dagskrá
dagsins verður meira og minna
tengd bæjarlífinu í Firðinum.
Áður hefur Stjarnan verið með
sérstakar útsendingar frá Sel-
fossi, Keflavík og Vestmannaeyj-
um.
Logandi blys
hafa verið uppi á Nónhæð í
Kópavogi alla þessa viku og
áfram mun loga fram á laugar-
dag. Það eru félagar úr Bahá'íar
sem halda um blysin til að vekja
athygli á friðboðskap Bahá'ítrú-
arinnar. Hluti af Nónhæðinni er í
eigu Bahá‘ í samfélagsins á (s-
landi.
FRETTIR
Hvalur
Oráðið um framhaldið
Kristján Loftsson: Steingrímur gerir tilraun til að hamra sjónarmið
okkar enn einusinni inn í hausinn á könunum
g hef ekki heyrt neitt annað en
að veiðunum verði haldið
áfram, það er hinsvegar ljóst að
þær munu liggja niðri ó meðan á
viðræðunum stendur í Kanada,
sagði Kristján Loftsson, forstjóri
Norræn samvinna í hnotskurn: Tveir starfsmanna Marels hf. ásamt starfsmanni Norræna iðnaðarsjóðsins fyrir framan
eina af framleiðsluvörum fyrirtækisins. Frá vinstri Blrgltte Rolf Jacobsen, Slgurpáll Jónsson þróunarstjóri og Hörður
Arnarsson rafmagnsfræðingur. (Mynd: E.ÓI.)
Norrœn tœknisamvinna
Þorskurinn myndgreindur
Norrœni iðnaðarsjóðurinn styrkti Marel hf. til rannsókna á sviði myndgreiningar.
Ný tœkni sem byggir áþvíað láta tölvu skynja hluti með myndavél. Opnar nýja
möguleika á sjálfvirkni í fiskvinnslunni
Við hjá Marel hf. höfum fylgst
með þróun myndgreiningar-
tækninnar, með nýtingu á henni
fyrir Hskvinnsluna í huga. Það
eru notkunarmöguleikarnir mikl-
ir, svo sem í gæðaeftirliti og ýmiss
konar flokkun á fiski, auk þess
sem hún opnar nýja möguleika í
sjálfvirkni. Helstu kostirnir eru
þeir að skynjun og mæling fara
fram án þess að snerta þurfi
fiskinn eða handfjatla á nokkurn
hátt, segir Sigurpáll Jónsson þró-
unarstjóri hjá Marel hf.
Til þess að geta framleitt
myndgreiningartæki til nota fyrir
fiskvinnsluna hér á landi og fleiri
atvinnugreinar sótti Marel hf. um
styrk til Norræna iðnaðarsjóðsins
til að starfa að þessum iðnaðarr-
annsóknum og fékk hann til
rannsókna vegna þessa þróunar-
verkefnis. Einn af starfsmönnum
þess, Hörður Arnarsson raf-
magnsfræðingur, fór til
Kaupmannahafnar um síðustu
áramót og hefur verið þar síðan
við rannsóknir við Danska tækni-
háskólann þar og verður ytra
næstu tvö og hálft ár.
Framlag Norræna iðnaðar-
sjóðsins er helmingur kostnaðar
á móti framlagi Marels hf., að há-
marki 300 þúsund danskar krón-
ur vegna launa í 2 ár og 200 þús-
Bókmenntir:
„Vildi segja góða sögu”
Jean M. Auel, höfundur „Pjóð bjarnarins mikla” á íslandi
Eg held að við getum lært mikið
af þessum tíma og fólk hefur
áhuga á því hvaðan það kemur,
kannski akkúrat núna þegar við
vitum ekki alvcg hvert við erum
að fara. Neanderthalsmenn virð-
ast, cftir því sem ég hef komist
næst með rannsóknum mínum,
hafa borið sömu grunntiifinning-
ar og þrífast í okkar samfélögum,
nema að ég hef ekki fundið nein
merki ofbcldis, sem hins vegar
birtist í öllum myndum í nútíma-
samfélögum. Hins vegar lítur út
fyrir að fólk fyrir 35 þúsund árum
hafi þekkt hjúkrun og lækni-
shjálp. í þessum samfélögum er
konan mjög mikilvæg og gegnir
lykilhlutverki og Ayla, aðalpers-
ónan, rýfur hefðir og venjur hins
forna karlaveldis með sjálfstæðri
hugsun sinni, sem byggist m.a. á
því að hún er barnsieg, sagði Jean
M. Auel, bandaríski metsölu-
höfundurinn, þegar hún var
spurð að því hvaða erindi hún
teldi að bækur hennar um líf fólks
frá þessum tíma ættu til nútíma-
manna.
En Auel kom hingað í gær, í
boði bókaforlagsins Vöku-
Helgafells, til að halda fyrirlestur
um skáldsögur sínar og vinnu-
brögð. Hún hefur lagt á sig
ómælda vinnu við ritun sagn-
anna, m.a. bjó hún um tíma í ís-
helli, lærði að smíða vopn og
áhöld úr steini, ferðaðist og sat
sem fastast á bókasöfnum til að
gera efninu alvöru skil.
„Það sem vakti fyrir mér var að
skrifa sögu um stúlku sem var frá-
brugðin hópnum, og hvað gerð-
ist. Ég hef alltaf haft áhuga á
steinaldarmönnum og nota þess
Hvals við Þjóðviljann í gær.
Tveir hvalveiðibátar eru nú að
talningu á miðunum og áttu
veiðarnar að hefjast í dag um leið
og talningunni lauk. Kristján
sagði enn óráðið hvort talning-
unni yrði haldið áfram eða bát-
arnir látnir koma inn án þess að
halda á veiðar.
Veður hefur verið mjög gott á
miðunum að undanfömu og
haldist þessi blíða getur vertíðin
staðið út mánuðinn að sögn
Kristjáns. „Hinsvegar þarf veður
ekki að breytast mikið til að ekki
verði hægt að veiða sandreyðina
því mun erfiðara er að sjá hana en
langreyðina, þar sem hér er um
miklu minni hval að ræða.“
Kristján sagðist ekki hafa hug-
mynd um hvað Steingrímur ætl-
aði að ræða um við fulltrúa
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins. „Ætli hann ætli ekki að gera
enn eina tilraun til að hamra sjón-
armið okkar inn í hausinn á
þeim.“
Kristján var spurður að því
hvort hann óttaðist að Japanir
hættu við að kaupa hvalaafurðir
af okkur ef staðfestingarkæran
yrði lögð fram.
„Það eru margir sem teija það,
en hingað til hefur aldrei reynt á
það.“
En er svo mikilvægt að veiða
þessi tuttugu dýr til viðbótar í ár?
„Vísindaáætlunin byggist á því
að rannsaka þessa hvali og vís-
indamennimir telja að það þurfi
að veiða ákveðinn fjölda dýra til
þess að rannsóknirnar geti átt sér
stað. Eftir því sem færri dýr eru
veidd því lengri tíma tekur að
ljúka áætluninni."
-Sáf
und krónur vegna kostnaðar við
ferðir, húsnæði, þátttöku í ráð-
stefnum, kynnisferðum og vegna
efniskostnaðar.
Framkvæðið að samstarfi um
rannsóknir og þróunarstarf með
þessu sniði á Norðurlöndum áttu
Norræni iðnaðarsjóðurinn og
Tæknivísindaakademían í Dan-
mörku í því skyni að auka tengsl
milli atvinnulífsins og þeirra sem
vinna við rannsóknir. Einnig að
veita mönnum tækifæri til að afla
sér aukinnar þekkingar á sviði
iðnaðarrannsókna og jafnframt
að flytja þekkingu milli land-
anna.
grh
vegna þetta sögusvið. Svo þegar
hugmyndin kom til mín varð ég
að byrja á því að læra að skrifa
sögur því fram til þess tíma hafði
ég helgað mig barnauppeldi og
annarri vinnu. Ég varð líka að
afla mér heimilda, úr því að ég
nota þennan tfma. Fljótlega rann
upp fyrir mér að bækurnar yrðu
sex og nú er ég að skrifa fjórðu
bókina. Ég þykist þó vita hver
síðasta setningin í sjöttu bókinni
verður. En þangað til er mikil
vinna.”
-ekj.
Vaka
Áfram með
sérsamninga
Hafþór Rósmundsson:
Höfum ekki átt aðild að
samningum ASÍ né
VMSÍ undanfarin ár
„Sérstaða Vöku á Siglufirði er
að við höfum ekki verið aðilar að
samningum Alþýðusambandsins
né Vcrkamannasambandsins
undanfarin ár. Við vorum hvorki
með i samfiotinu í desember-
samningunum í fyrra né i febrú-
arsamningunum 1985,“ sagði
Hafþór Rósmundsson, formaður
félagsins.
Hafþór sagði að fyrir tveimur
árum hefði Vaka ákveðið að
reyna að freista þess að gera eigin
samninga við atvinnurekendur á
Siglufirði. „Við töldum að það
væri það mikið um mál sem við
þyrftum að útkljá við atvinnurek-
endur hér á Siglufirði að við
óskuðum eftir að eiga viðræður
við þá beint. Þetta hefur gefist vel
og munum við halda þessu áfram
enn um sinn, en útilokum þó ekki
að við verðum einhvemtímann í
framtíðinni með í samfloti.“
Vegna þessarar sérstöðu Vöku
sagðist Hafþór standa utan við
átökin í Verkamannasamband-
inu. „Ég var meira sem áheyrnar-
fulltrúi á formannaráðstefnunni
og tók því ekki afstöðu í þessu
máli,“ sagði Hafþór.
-Sáf
Flmmtudagur 10. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3