Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN FLÓAMARKAÐURINN Dagmamma Óskum eftir dagmömmu allan dag- inn fyrir eins árs stúlku, helstí vest- urbæ, miðbæ eða Hlíðunum. Jenný/Sigurður sími 25398. Einstæður faðir óskar eftir 2-3ja herb. íbúð sem allra fyrst, jafnvel til mjög skamms tíma. Sími 24836. Góður bíll til sölu Til sölu er Fiat 127 árg. '85, 5 gíra, ekinn 39 þús. km, sumar- og vetrar- dekk. Einstaklega sparneytinn og þægilegur bfll. Til greina kemur að taka gott eintak af mjög ódýrum bíl upp í. Uppl. í s. 681310 kl. 9-5 og 13462 á kvöldin. Öruggur aðili óskar eftir að taka á leigu hús í nokkur ár í Reykjavík eða nágrenni (raöhús kæmi til greina). Góð um- gengni og öruggar greiðslur. Tilboð sendist inn á auglýsingadeild Þjóð- viljans merkt „Hús nr. 1". Ökukennsla Æfingatímar á Fiat Regatta. Sími 28852. Valur Haraldsson. Karlmannsreiðhjól Óska eftir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja þá vin- samlegast hringdu í síma 15785. Viltu læra spænsku/ kenna íslensku? Spænskur jarðf ræðistúdent við Há- skóla íslands vill læra íslensku í skiptum fyrir að kenna spænsku og/ eða katalónsku. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hringið í síma 625308 á Nýja Garði og biðjið um Jorge í herbergi 2 eftir kl. 8 á kvöld- in. Barnareiðhjól 16” Winther barnareiðhjól í fullkomnu lagi til sölu. Uppl. í s. 13894. Halló! Er í ferlegum vandræðum. Bráð- vantar ódýra, góða þvottavél. Á orðið enga hreina sokka. „Hjálp!" Uppl. í s. 15890 milli kl. 19 og 20. Til sölu Dieselvél (Perkins 4x108), bíl- skúrshurð úr plasti (með járnum) frá Astra. Einnig hráolíuofn með karborator, sjálftrekkjandi. Góð í sumarbústað, uppl. í s. 32101. Barnabílstóll Andra Má, sem er 2ja ára vantar ódýran barnabílstól í bílinn hennar mömmu sinnar. Uppl. gefur Fjóla í s. 79665 e.kl. 20. Til sölu Mitsubishi Galant árg. '77. Bíllinn er númerslaus en lítur vel út. Verð að- elns kr. 20.000,- Uppl. í s. 36742 e.kl. 18. 4ra til 5 herbergja fbúð óskast á leigu frá og með 15. nóv- ember. Uppl. í s. 36742 e.kl. 18. íbúð óskast Hjón með tvö börn óska eftir íbúð í Reykjavík. Uppl. í s. 92-12524. 3ja ára gömul Philco þvottavél til sölu á kr. 20.000,- Uppl. í s. 37009 milli kl. 19 og 20. Til sölu tveir barnastólar úr beyki. Ennfrem- ur barnabílstóll (Klippan). Uppl. í s. 15719. Barnapía helst í Hlíðunum óskast til að gæta barna á kvöldin endrum og eins í vetur. Uppl. í s. 15719. íbúð óskast Miðaldra, reglusöm kona óskar eftir lítilli íbúð gegn húshjálp. Uppl. í s. 30053. Til sölu svefnbekkur með rúmfatageymslu og tveimur púðum og rúmstæði með nýrri springdýnu, stoppaður gafl getur fylgt. Uppl. í s. 19903 eða 28874 e.kl. 5. Silvercross barnavagn til sölu, selst ódýrt. Uppl. í s. 35425 e.kl. 18. Rafmagnseldavél Ef einhver á gamla eldavél sem hann þyrfti að losna við, þá væri hún vel þegin annaðhvort gefins eðafyrirlítiðverð. Uppl. ís. 681455. Barnapía - vesturbær Óskum eftir barngóðri stúlku eða konu til að koma heim og gæta Brynju 6 mánaða frá kl. 12 til 16 virka daga. Góð laun. Uppl. í s. 21837. sos íbúð óskast fyrir reglusama konu (kennara) á miðjum aldri. Allt kemur til greina, er á götunni. Uppl. í s. 666623 á kvöldin. Saab 99 árg. 1974 til sölu í heilu lagi eða í varahluti. Uppl. í s. 672283 e.kl. 18. Sjálfvirk kaffikanna til sölu, lítið notuð. Uppl. í s. 41752. Til sölu Ignis eldavél. Uppl. í s. 32929. Góð skólaritvél óskast Sími 28186. Vantar frystiskáp gefins eða fyrir lítið verð. Sími 75403. Til sölu svefnsófi, selst ódýrt. Sími 611624 e.kl. 17. Dagmamma Tek börn í gæslu frá kl. 7.30-16. Er vön og hef leyfi. Bý nálægt Borgar- spítalanum. Uppl. í s. 31884. Dýravinir takið eftir Fallegur kettlingur fæst gefins. Al- gjört skilyrði að hann fari á gott heimili þar sem hugsað verður vel um hann. Uppl. í s. 31884. Ég er þýskur námsmaður nýkominn til landsins og mig vantar eftirfarandi keypt ódýrt: rúmföt, sæng og kodda, rúmteppi, bókahill- ur, ýmiskonar eldhúsáhöld, lampa, vekjaraklukku. Vinsamlegast hring- ið í s. 24866. Gefins stór og fallegur skenkur og stór, brún glerflaska. Á sama stað er til sölu sem nýtt, stórglæsilegt sófa- borð á kr. 5000.-. Uppl. í s. 76229 e.kl. 17. Til sölu Mjög góð Hoover þvottavél á kr. 10.000,- Hoover þurrkari á kr. 2.000,- og gamall Electrolux kæli/ frystiskápur á kr. 3.000,-. Uppl. í s. 27180 e.kl. 17. Allt í hvítu Til sölu hjónarúm, náttborð, snyrti- borð. f einsmanns herbergi: rúm- stæði, náttborð, stóll og klæða- skápur einhólfa (60 x 160) og annar skápur, tvíhólfa (110x135) og kommóða með 5 skúffum. Enn- fremur 2ja sæta sófi, rautt pluss. Þessi húsgögn gætu orðið drauma- húsgögn einhverrar „Hófíar“ árið 2000. Uppl. í s. 33094. íbúð óskast Par óskar eftir íbúð sem fyrst. Erum mjög reglusöm og höfum meðmæli. Greiðslugeta 18-20 þús. á mánuði og 3 mán. fyrirfram. Uppl. í s. 84117 e.kl. 17. Heildarsafn Halldórs Laxness til sölu. Uppl. í s. 44133. Til sölu vel með farinn lyftingabekkur ásamt belti, lóðum og festingum. Selstódýrt. Uppl.ís. 33431 ákvöld- in. Tll sölu myndavél Pentax ME m/35mm pentaxlinsu og hulstri. Verð kr. 8.000,-, finnsk 2ja ára vetrarkápa dökkblá nr. 38, vel með farinn svartur pels úr rússnesku lambi á kr. 4.500,-, karlm.skíðabuxur nr. 34 m / samstæðum nælonhlífðargalla á kr. 2.000,-. Uppl. ís. 13144. ísskápur/eldavél Gamall og traustur ísskápur fæst gefins. Á sama stað vantar sæmi- lega eldavél ódýrt eða gefins. Uppl. í s. 24684, Margrét. ísskápur - handlaug Philips kæliskápur til sölu. Verð kr. 4.000.-. Á sama stað fæst stór handlaug gefins. Uppl.í s. 34627 eftir kl. 14. Stéttarsambandið Frambðarstefna í Ijósi fenginnar reynstu Frá Eiðafundinum Eiðaskóli. Þar var aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn að þessu sinni. Aðalfundir Stéttarsambands bænda eru samkomur, sem jafn- an vekja mikla athygli, þótt surnum fjölmiðlum þyki áfloga- fundur ungra íhaldsmanna uppi í Borgarnesi sýnu merkari atburð- ur. Aðrir bregðast við með fúk- yrðum og fjandskap, svo einsýn- um og öfgafullum, að enginn nennir lengur að svara, því rök- helda menn þýðir auðvitað ekk- ert að reyna að ræða við. í lýð- ræðisþjóðfélagi verður víst hver og einn að fá að þjóna lund sinni með þeim hætti, sem hann telur sér best henta - og hæfa. Og kannski eru hnéháar fyrirsagnir heldur ekkert höfuðatriði í þess- um umræðum. En á meðan þessu fer fram sitja bændur austur á Eiðum og ræða þar vanda- og hagsmunamál stéttarinnar í fortíð, nútíð og framtíð og leitast við að marka framtíðarstefnu í ljósi fenginnar reynslu. Fyrir fundinum á Eiðum lágu á annað hundrað ályktanir frá bændafundum í öllum sýslum landsins. Það var því ærið verk- efni að fara yfir allar þessar álykt- anir, flokka þær og samræma. En það varð að takast og tókst. Og þó að ekki væru allir á einu máli um sumar ályktanir, eins og þær komu frá nefndunum, þá lánaðist að samræma sjónarmiðin svo, að undirritaður minnist ekki annars en þær hafi allar verið samþykkt- ar samhljóða, eða því sem næst a.m.k. - í endanlegri gerð. Þar er þó undanskilin tillagan um breyt- ingu á kjöri formannsins, sem áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Hún var felld við nafn- akall með 36 atkv. gegn 28. Annars verður varla á annan hátt betur greint frá fundinum með öðru móti en því, að birta þær ályktanir, sem þar voru af- greiddar. Koma nokkrar þeirra nú hér á Landsbyggðarsíðunum. -mhg Sauðfjárafurðir Fulhrirðisrétturinn tapist ekki býlinu þótt bóndinn leigi hann eða fullnýti ekki Framleiðslunefnd nr. tvö lagði fram eftirfarandi ályktun varð- andi reglugerð um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1988-1989: 1. Reglugerðin verði að stofni til byggð á reglugerð nr. 445/1986 og reglugerð nr. 157/1987 um breytingu á þeirri fyrrnefndu með þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru til samræmis við samning ríkisstjórnar íslands og Stéttarsambands bænda, dags. 20. mars 1987 og með þeim breytingum öðrum, sem eftirfar- andi samþykktir leiða tii: 2. Framleiðendum á lögbýlum verði reiknaður sami fullvirðis- réttur og þeim er úthlutað skv. 6.-9. gr. reglugerðar fyrir verð- lagsárið 1987-1988, með þeim fyrirvara, að búnaðarsambönd- unum skal heimilt að innkalla til endurúthlutunar allan eða hluta þess fullvirðisréttar, sem þau ráð- stafa skv. 9. gr. reglugerðar nr. 445/1986 og úthluta á ný eftir hliðstæðri grein í nýrri reglugerð. Óski búnaðarsamböndin eftir að nota þennan rétt skal það til- kynnt Framleiðsluráði fyrir 20. sept. 1987. 3. Inn í 4. gr. komi sá fyrirvari að heimilt verði að sameina bú- markssvæði innan hvers búnað- arsambands ef stjórn viðkomandi sambands óskar þess fyrir 3. okt. á viðkomandi verðlagsári. 4. Heimiluð verði tilfærsla á allt að 4% fullvirðisréttar einstakra framleiðenda milli tveggja verð- lagsára í senn. 5. Sett verði skýr ákvæði um að fullvirðisréttur, sem fram- leiðandi leigir eða fullnýtir ekki, tapist ekki frá viðkomandi býli. 6. Ráðstafanir verði gerðar til að kaupa upp fullvirðisrétt til að mæta eftirfarandi: a) Vanáætlun vegna leiðrétt- inga á síðasta ári og viðbót til svæða svo allstaðar væri hægt að úthluta 5% búnaðarsamband- anna. b) Til að mæta framleiðslurétti bænda sem leigðu búmörk 1982- 1983. c) Til að leiðrétta fullvirðisrétt bænda sem vegna mikils tjóns af völdum riðuveiki undanfarin ár, hafa óeðlilega lágan fullvirðis- rétt. 7. Dagsetningar í 9. og 12. gr. færist fram. 8. Fast verði staðið á ákvæðum fyrri málsgreinar 11. gr. reglu- gerðar um fullvirðisrétt til fram- leiðslu sauðfjárafurða verðlags- árið 1987/1988. (Sama gildi um ákvæði 19. gr. reglugerðar um búmark og fullvirðisrétt mjólkur verðlagsárið 1987/1988.) 9. Reglugerðin verði sett fyrir 15. sept. 1987 og útreikningur á fullvirðisrétti hvers framleið- anda, öðrum en þeim, sem bún- aðarsamböndin ráðstafa, liggi fyrir eigi síðar en 25. sept. 1987. Fram kom breytingartillaga um að í stað orðanna „ef stjórn viðkomandi búnaðarsambands" komi „ef meiri hluti bænda á hverju búmarkssvæði“ o.s.frv. Breytingartillagan var felld með 16 atkv. gegn 14 og tillaga nefnd- arinnar samþykkt óbreytt með 54 Sláturhús Samkomu- lag-ekkí valdboð Óeðlilegt að svipta heil byggðarlög sláturhúsum Eins og kunnugt er var á sínum tíma skipuð nefnd, sem gera skyldi tillögur um hagræðingu á rekstri sláturhúsa. Hún hefur nú skilað áliti, þar sem m.a. er lagt til, að sláturhúsum á landinu verði stórlega fækkað, og til- greinir ákveðin sláturhús, sem slegin skuli af. Allir eru á einu máli um að eðlilegt sé og hagkvæmt fyri heildina að eitthvað af sláturhús- unum verði lagt niður. Ýmsa greinir hinsvegar mjög á við nefn- dina um tlllögur hennar um sum húsin. - Eftir allmiklar umræður samþykkti Stéttarsambandsfund- urinn eftirfarandi ályktun. - Fundurinn telur óeðlilegt að allgóð eða löggild hús verði lögð niður með valdboði heldur verði reynt að koma slíkri breytingu á með samkomulagi hlutaðeigandi sláturleyfishafa. Einnig er óeðli- legt að ekki sé gert ráð fyrir slát- urhúsi í heilum byggðarlögum, enda er ljóst, að slíkt leiðir til stórhækkunar á flutnings- kostnaði sláturfjár. Mikil fækkun sláturhúsa kem- ur í veg fyrir að bændur og þeirra fólk geti stundað sláturstörf. Er það mikil þversögn nú þegar tal- að er um að auka og efla atvinnu í sveitum. Einnig getur reynst vandkvæðum háð að fá fólk til starfa í mjög stórum húsum. Þá má benda á að miklir annmarkar eru á að opna stór hús vegna slátrunar utan hefðbundins slát- urtíma. -mhg atkv. gegn 5. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.