Þjóðviljinn - 10.09.1987, Blaðsíða 1
Hvalamálið
Samskiptin endurskoðuð
Halldór Ásgrímsson: Hermálið stórt atriði ísamskiptum þjóðanna. Steingrímur mótmœlti
þvíað fulltrúar viðskiptaráðuneytisins voru sendir tilfundar við hann meðþvíað mœta ekki áfundinn.
Hjörleifur Guttormsson: Lítilsvirðing við Islendinga
Eg hef ekki viljað blanda saman
hermálinu og þessari deilu
okkar við Bandaríkjamenn út af
hvalveiðunum. Málið er hinsveg-
ar komið á það alvarlegt stig að
endurskoða verður öll samskipti
þjóðanna og vera „varnarliðsins“
er óneitanlcga stórt atriði í sam-
skiptum þjóðanna, sagði Halldór
Asgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra í gær.
Hvalveiðideilan er nú komin í
mjög alvarlegan farveg. Banda-
ríkjastjórn sendi nefnd undir for-
ystu Dr. Calio, fulltrúa í við-
skiptaráðuneytinu, til Kanada en
Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra, hafði farið fram á
að hitta utanríkisráðherra
Bandaríkjanna eða háttsetta
menn úr utanríkisráðuneytinu.
Steingrímur mótmælti þessu með
því að mæta ekki á fundinn en
Ingvi Ingvason, sendiherra fs-
Iands í Bandaríkjunum mætti í
stað þess á fundinn.
„Á vissan hátt má líta á þetta
sem móðgun,“ sagði Halldór í
gær. „Við lögðum áherslu á að
hitta fulltrúa utanríkisráðun-
eytisins því við vildum ræða sam-
skipti þjóðanna á víðum grund-
velti. Með því að senda dr. Calio
leggja þeir áherslu á að þeir vilji
fyrst og fremst ræða um hvalam-
álið. Þetta sýnir að það er við-
skiptaráðuneytið sem ræður ferð-
inni nú sem áður.“
„Með þessu hafa Bandaríkja-
menn stigið dæmalaust skref, að
ætla sér að lítilsvirða íslendinga
svona,“ sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson í gær. Að frumkvæði
hans var utanríkismálanefnd
kölluð saman í gær til að ræða
síðustu atburði í hvaladeilunni.
„Málið snýst ekki lengur
hvalveiðarnar heldur
skipti ríkjanna.“
um
um sam-
Að sögn Hjörleifs liggja nú
fyrir ótvíræðar hótanir frá
Bandaríkjamönnum um að beita
okkur viðskiptaþvingunum ef við
bökkum ekki. „Það fæst enginn
botn í afstöðu Bandaríkjastjórn-
ar fyrr en forsetinn stendur
frammi fyrir því hvort hann eigi
að beita okkur þvingunum, en ég
efast um að Hvíta húsið láti kné
fylgja kviði. íslensk yfirvöld
hljóta því að halda áfram þar sem
frá var horfið og ættu t.d. að
íhuga að draga til baka þær
breytingar sem gerðar voru á
rannsóknaráætluninni."
Halldór sagði að ef ekki næst
samkomulag við Bandaríkja-
menn hljóti ríkisstjórnin að taka
það til athugunar hvort ekki beri
að hverfa til upphaflegrar áætlun-
ar.
Nú er verið að kanna hver við-
brögð Japana verða ef staðfest-
ingarkæran verður lögð fram.
-Sáf
Sjá bls. 3
Varnarmálaskrifstofan
Þeir voru kampakátir Gunnar Gíslason og Bjarni Sigurðsson eftir sigur Islands gegn Noregi, 2-1. Þeir höfðu enda ástæðu til, báðir leika þeir I
Noregi og það gerir sigurinn enn sætari. (Mynd: E.ÓL.)
Stöðvun
hótað
Þorsteinn Ingólfsson:
Ráðherra varekki tilbú-
inn til að taka afstöðu til
framkvœmda
Fundi varnamálanefndar um
forúthlutun framkvæmda á veg-
um hersins, sem halda átti í dag,
var frestað um óákveðinn tíma að
ósk Steigríms Hermannssonar,
utanríkisráðherra.
„Ráðherra bað okkur að fresta
fundinum þar sem hann væri ekki
tilbúinn að taka afstöðu til þess-
ara mála,“ sagði Þorsteinn Ing-
ólfsson, forstöðumaður Varna-
málaskrifstofunnar.
Á forúthlutunarfundinum
kynna Bandaríkjamenn þær
framkvæmdir sem fyrirhugaðar
eru á vegum hersins á næsta ári og
að sögn Þorsteins á það bæði við
um nýframkvæmdir og viðhald. í
framhaldi af fundinum er svo
tekin ákvörðun um framkvæmdir
og þær lagðar til grundvallar við
fjárlagagerð á þinginu í Washing-
ton.
Allar framkvæmdir á vegum
hersins eru háðar samþykki fs-
lendinga og Steingrímur Her-
mannsson hefur það því í hendi
sér hvort framkvæmdir leggjast
niður um næstu áramót, á það
jafnt við þær framkvæmdir sem
þegar eru í gangi, sem og nýjar
framkvæmdir.
Þetta getur snert framkvæmdir
við ratsjárstöðvarnar fyrir vestan
og austan, en þar er nú unnið að
byggingu stöðvarhúsanna. f ár er
áætlað að ljúka þriðja áfanga af
sjö í Helguvík og hefja fjórða
áfanga á næsta ári. Stjórnstöðinni
á Keflavíkurflugvelli verður að
mestu leyti lokið í ár og fram-
kvæmdir við nýju ratsjárstöðina á
flugvellinum eru ekki ráðgerðar
alveg á næstunni, að sögn Þor-
steins. Þá getur þetta seinkað
framkvæmdum við ný íbúðarhús
á vellinum auk þess sem allt við-
hald er háð niðurstöðu þessa
fundar. -Sáf
VMSÍ
Klofið til samninga
Mikil reiði hlaupin ídeiluna innan VMSÍ. Ekkert samband verið haft við félögin
að er öruggt að Verkamanna-
sambandið fer ekki með
samningsumboð fyrir okkur,
sagði Kári Ævarsson, varafor-
maður Jökuls á Hornafirði, en
Björn Grétar, formaður Jökuls
var einn af ellefumenningunum,
sem gengu út af formannaráð-
stefnu VMSÍ um helgina.
„Eðlilegast hefði verið að
framkvæmdastjóm VMSÍ hefði
kallað saman fund strax á mánu-
dag og fjallað um þetta alvarlega
mál og í framhaldi af því rætt við
okkur,“ sagði Sigrún Clausen,
formaður kvennadeildar Verka-
lýðsfélags Akraness. „í stað þess
er þessu blásið upp í fjölmiðlum
af þeim, sumt satt og sumt logið.“
Mikil reiði hefur hlaupið í deil-
una innan Verkamannasam-
bandsins og bendir flest til þess
að þau þrettán félög sem yfirgáfu
fundinn verði ekki með í þeim
viðræðum sem VMSÍ hefur hafið
við VSÍ og VMS.
Félögin sem hér um ræðir em
auk Jökuls og Verkalýðsfélagsins
á Akranesi, Árvakur á Eskifirði,
Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs,
Verkalýðs og sjómannafélag
Stöðvarfjarðar, Snót í Vest-
mannaeyjum, Báran á Eyrar-
bakka, Bjarmi á Stokkseyri, Jök-
ull í Ólafsvík, Afturelding á Hell-
issandi og Stjarnan í Gmndar-
firði.
Félögin hafa haft samband sín
á milli og hafa flest boðað til fé-
lagsfundar til að fjalla um málið.
„Þetta gæti orðið fyrsti vísir að
sérsambandi fiskvinnslufólks,“
sagði Kári Ævarsson, Jökli.
Stjóm VMSÍ hefur ekki haft
samband við stjómir þessara fé-
laga þó formaður Verkamanna-
sambandsins hafi látið í það skína
að unr.ið væri að lausn þessa máls
og sagðist Sigrún Clausen mjög
ósátt við þann fréttaflutning að
tillaga Björns Grétars hefði kom-
ið á síðustu stundu. Sagði hún að
Björn hefði komið í pontu á eftir
Guðmundi J. og Karli Steinari og
beðið strax um að tillagan yrði
fjölrituð og henni dreift meðal
fundarmanna.
Þrátt fyrir að félögin verði ekki
með í samflotinu munu fulltrúar
þeirra sækja þing VMSÍ á Akur-
eyri í lok október. -Sáf
Sjá bls. 3 og bak.