Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBANDALAGK) Kauptaxtar, verðbólga, raungengi, marxismi, auðvald og framtíðarsýn. Gunnar Guttormsson, Sigríður Stefánsdóttir, Gunnlaugur Haraldsson, Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Ágústsdóttir, Jóhann Antonsson, Óttar Proppé, Nanna Rögnvaldsdóttir og fleiri undir umræðum. Alþýðubandalagið I aivömum alvörupólitík Umrœður um grundvallarmál í pólitík á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um helgina: sókn útúrpattstöðunni, -fyrsta uppskera eftir erfitt sumar gagnrýni og sjálfsgagnrýni Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins um helgina, sá þriðji í sumar, mótaðist af hrein- skilnum rökræðum um grund- vallarmál í pólitfk vinstrimanna þarsem fulltrúar reyndu að búa til spurningar og svör um fram- tíðina, ekki bara þá framtíð sem liggur fyrir flokknum næsta mán- uð frammað landsfundi, hcldur þá framtíð sem blasir við í stjórnmálum og öðru mannlífi heima og heiman frammá næstu öld. Margir miðstjórnarmanna voru bæði ánægðir og undrandi að fundi loknum. Fyrri samkom- ur miðstjórnarinnar í sumar, Varmalandsfundurinn frægi um miðjan maí og fundurinn í Reykjavík í lok júní báru báðir sterkan svip uppgjörs við fortíð- ina með óvæginni gagnrýni á starf flokksins og pólitík síðustu ár, gagnrýni sem bæði var pólitísk og persónuleg, þarsem rækilega voru yfirgefnar allar gamlar sið- venjur um kurteisi, málamiðlanir og yfirborðseiningu útá við. Menn hafa lýst þessum við- brögðum flokksins við kosninga- ósigrinum mikla í apríl við katla- hreinsun eða við uppskurð, og vissulega stendur hrossalækning- in enn yfir í bland við ýmsar svipt- ingar kringum álitlegar persónur í formannsstól og aðra forystu. Fundurinn um helgina bendir hinsvegar til þess að nú sé að taka við í flokknum annað stig í endur- hæfingunni, tímabil málefn- aumræðu og stefnuátaka. Það er búið að hella úr skálum reiðinnar og láta svipurnar dynja hver á öðrum, og flokksmenn hafa - svona nokkurnveginn - rifið sjálfa sig uppúr þeirri letilegu sjálfsblekkingu að ekkert sé að þeim sjálfum eða flokknum, og vandræðin bara að kenna vond- um andstæðingum, fláráðum fjölmiðlum og villuráfandi kjós- endum. í staðinn virðist komin sú sannfæring að flokkurinn eigi sér því aðeins réttlætingu að hann endurskoði stefnu sína í grund- vallaratriðum, ryðji burt líkum úr lestinni og hleypi á skeið inní framtíðina með vel útbúið hug- myndanesti og nýja forystuskó. Þetta heldur að minnsta kosti bjartsýnn blaðamaður frá mál- gagni sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar eftir mið- stjórnarfundinn um helgina. EA og Varmaland Fyrir fundunum lágu tvenns- konar plögg. Annarsvegar álit efnahags- og atvinnumálanefnd- ar sem kosin var á síðasta lands- fundi. f henni voru tíu valinkunn- ir sæmdarmenn, og þeir skiluðu af sér töluverðum texta snemma árs, en á þessu áliti bar lítið eða ekki í kosningabaráttunni. Á- stæðurnar voru annarsvegar að þrátt fyrir góða vinnu í nefndinni kom álitið fullseint fram til að hægt væri að rúlla því gegnum flokksstofnanir fyrir kosningar með viðeigandi umræðu og breytingum, hinsvegar var kosn- ingabarátta flokksins háð í hverju kjördæmi fyrir sig án sameigin- legrar heildarlínu. Það sýnist sitt hverjum um plaggið frá nefndinni og augljós skoðanamunur kom í ljós á miðstjómarfundinum um til dæmis vaxtastefnu, eignarform á fyrirtækjum, tillit til markaðar, fiskveiðistefnu, kjarapólitík. EA-skýrslan virðist hinsvegar hafa sannað gildi sitt sem mið- punktur umræðu og stefnu- mótunar á sínum grundvallar- sviðum. Eftir starfshópavinnu og um- ræður á fundinum um helgina var ákveðið að búa til nýjan hóp manna sem á að sjá um að koma EA-skýrslunni til félaganna í grunneiningum flokksins og efna til samræðna um efni hennar þar fyrir landsfund. Varmalandsnefndin lagði líka fram gögn fyrir fundinn, tillögur um þau málefni sem meginá- herslur eiga að liggja á í nóvem- ber þegar landsfundarfulltrúar safnast saman í Rúgbrauðsgerð- inni. Vinna kringum þetta tengd- ist mjög umræðum um EA-skýrsluna, og að lokum var því vísað til Varmalandsnefndar, þingflokks og framkvæmda- stjórnar að undirbúa landsfund þannig að þar verði sjónum beint að ferskri framtíðarsýn þarsem sérstaklega verði gefinn gaumur að stefnumörkun í verkalýðs- og kjaramálum, byggðamálum, um- hverfismálum, jafnréttismálum og utanríkismálum um her og frið. Hausana af! Það var líka rætt nokkuð um hugsanlegar skipulagsbreytingar með uppstokkun á flokkslögum. Annarsvegar komu frá Vest- fjörðum hugmyndir um að sam- eina tvö flokksapparöt í eina „flokksstjórn", annarsvegar framkvæmdastjórnina, hinsvegar „stjórn" flokksins (formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri). Inní þessu er tillaga um tvo vara- formenn eða fleiri sem virðist eiga nokkru fylgi að fagna þótt á miðstjórnarfundinum hafi flestir talið að um „flokksstjórnina“ Framhald á síðu 6 Harðskeyttir kvótafjendur frá Hellissandi og Grundarfirði: Skúli Alexandersson og Ólafur Guðmundsson. María Kristjánsdóttir og Álfheiður Ingadóttir velta vöngum yfir vaxtastefnu, verðmyndunarkerfi og fjárfestingarsjóðum. Nú, er þetta svona? Úlfar Þormóðsson galleríshölduður gefur Ólafi Ragnari línuna glóðvolga úr DV. Þriðjudagur 29. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.