Þjóðviljinn - 29.09.1987, Page 11

Þjóðviljinn - 29.09.1987, Page 11
Eþíópía Akall til þjóða heims Forráðamenn hjálparstofnana telja unntað bjarga milljónum mannslífa efkorn berststrax til Eþíópíu Mæður með börn sín í flóttamannabúðum í Eþíópíu árið 1984. Ef ríki heims bregðast skjótt við ákalli hjálparstofnana má koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig. Tvær stofnanir á vegum Sam- einuðu þjóðanna fóru þess á leit við aflögufær ríki í gær að þau gæfu korn í söfnun handa miljón- um Eþíópíumanna sem óttast er að hungur sverfi að í upphafi næsta árs. Forráðamenn Hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna (UNDRO) og Matvæla og Iandbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hafa í samráði við inn- lendar hjálparstofnanir metið ástandið slíkt að brýn þörf verði fyrir 950 þúsund smálestir korns um áramót í Eþíópíu. Pjóðir heims hafa þegar gefið vilyrði fyrir 200 þúsund smálestum en betur má ef duga skal. Miklir þurrkar hafa hrjáð Eþí- MÖRFRÉTTIRi Landsfundur breska Verkamannaflokksins hófst í gaer í Brighton. Ekki var verið að tvínóna við hlutina held- ur var ákveðið strax á fyrsta degi að breyta reglum um val á fram- bjóðendum flokksins og enn- fremur kjörin nefnd til að vinna að mótun nýrrar stefnu í ýmsum málaflokkum. Hvað lyrra atriðið varðar ber það helst til tíðinda að stórlega er dregið úr áhrifum verkalýðsfélaga við val f rambjóð- enda. Hvað viðvíkur mótun stefnu þá kvað nefndin ætla að hafa hliðsjón af niðurstöðum skoðanakannana sem ótvírætt gefa til kynna að stefna Verka- mannaflokksins í kjamorkumál- um og skattamálum hafi verið af- drifarík fyrir fylgi flokksins í þing- kjörinu í júnímánuði síð- astliðnum. 107 fórust og að minnsta kosti 100 er sakn- að eftir að aurskriða féll á fátækr- ahverfi [ útjaðri Medellin, næst stærstu borgar Kólombíu, á sunnudaginn. Björgunarmenn lögðu nótt við dag en þrátt fyrir það eru litlar sem engar líkur á því að fleiri finnist á lífi þar eð eðju- lagið er hvorki meira né minna en tólf metra djúpt. Að minnsta kosti 2 þúsund manns misstu heimili sín. Huldumaður nokkur mun ríða fram á sjónar- svið gamla keisarasetursins í Moskvuborg í dag og rabba við góða gesti úr Frankaríki. Hér er átt við Míkhael þann Gorbatsjof er verið hefur í sumarleyfi frá sjö- unda degi ágústmánaðar. Hið langa frí leiðtogans var farið að vekja grunsemdir og töldu ýmsir að hann ætti við veikindi að stríða. Sá grunur var sem betur fer ekki á rökum reistur. Einhver ókyrrð virðist vera á argentískum dátum um þessar mundir því í tvígang hafa nokkrir þeirra gert tilraun til „uppreisnar". í gær hugðust nokkrir fótgönguliðar læsa sig inní herskálum sínum til að mót- mæla því að yfirmaður þeirra var leystur frá störfum. Sá hafði unn- ið sér það til saka að neita að leggja til atlögu við þátttakendur í uppreisninni er átti sér stað á páskum. Ekki tók langan tíma að koma viti fyrir innilokunarmenn í gær. Hafnarverkamenn í Kaupmannahöfn lögðu niður vinnu í gær og vildu með því mót- mæla því að bandarískt herskip lá bundið við bryggju en grunur lók á að um borð væru kjarnvopn. Slíkt brýtur í bága við yfirlýsta stefnu danskra stjórnvalda. ópíumenn í sumar og búast menn við algerum uppskerubresti í norðurhéruðunum Tigre og Er- itreu. í annað sinn á þrem árum. Fulltrúi UNDRO í Eþíópíu, Michael Priestley, sagði á blaða- mannafundi nýverið að skjótra aðgerða væri þörf, annars myndi uppskerubresturinn leiða til hungursneyðar. „Ástandið er mjög slæmt. Miklar líkur eru á því að sex miljónir manna verði þurfi fyrir matgjafir allt næsta ár.“ Peter Newhouse, starfsmaður FAO í Róm, tók í sama streng: „Við erum þeirrar skoðunar að neyðin í Eritreu og Tigre verði svipuð næsta ár og hún var árið 1984. Það verður að hefjast handa þegar í stað eigi ekki illa að fara. Ef við sitjum með hendur í skauti þar til í árslok þá verður um seinan að hjálpa fyrstu fórn- arlömbunum.“ Alkunna er að skelfilegt ástand ríkti í Eþíópíu árin 1984-85. Þá fórust margir úr hungri þótt ríki heims sendu um 1,2 miljónir smá- lesta af korni til landsins. Uppskera var góð sumrin 1985 og ‘86 og bjuggust menn ekki við breytingum til hins verra fyrr en eftir fjögur ár hið minnsta. Þurrk- arnir í ár komu mönnum í opna skjöldu en ef skjótt verður brugð- ist við áköllum hjálparstofnana eru góðar líkur á því að koma megi í veg fyrir ómældar þjáning- ar miljóna manna. -ks. Glasnost í Sovétríkjunum: Óháðir umbótahópar héldu ráðstefnu í Moskvu Fyrir nokkrum vikum komu um 600 fulltrúar 50 óháðra sam- taka af ýmsu tagi saman í Moskvu á ráðstefnu sem á ekki sinn líka. I fyrsta sinn í hálfa öld eða meir gátu allskonar óháðir vinstrisinn- ar, umhverfisverndarmenn, menningarhópar, rætt mál sín án þess að lagður væri steinn í þeirra götu af hálfu yfirvalda. Þetta þyk- ir mjög merkur áfangi í sögu glas- nost, hinnar opnu umræðu, sem Gorbatsjov flokksritari hefur gert að sínum lykli að erfíðleikum sovésks samfélags. Þessi sögulegi fundur var hald- inn í sal sem fenginn var að láni hjá Moskvudeild Kommúnista- flokksins. Sem fyrr segir voru þar fulltrúar um 50 hópa af því tagi sem sovésk málgögn eru farin að kalla „óformlega". Ráðstefnunni lauk á því, að samþykktar voru áskoranir um að minnisvarði verði reistur fórnarlömbum Sta- líns og að óháðir þegnar fái að keppa við frambjóðendur Kom- múnistaflokksins í kosningum til bæja- og sveitarstjórna. Þeir sem fóru með skipulagn- ingu þessarar ráðstefnu eru allir stuðningsmenn Gorbatsjovs og hans glasnost-stefnu. En þeir segja að umbætur hans verði að vernda fyrir vaxandi andstöðu íhaldsafla og laumustalínista. Og þá með nýjum lýðræðislegum grasrótarsamtökum af ýmsu tagi. Ráðstefnugestir létu og í ljós áhyggjur af vaxandi rússneskri þjóðrembu, sem er ein af skugga- hliðunum á glasnost - m.ö.o. hið aukna málfrelsi hefur meðal ann- , ars ýtt undir „óformleg" samtök ' eins og „Pamjatj" (Minnið) þar sem talsvert ber á fyrrgreindri þjóðrembu og hatri á „annar- legurn" áhrifum. Þeir sem gengust fyrir ráð- stefnunni í lok ágúst létu vest- ræna blaðamenn ekkert vita af henni fyrr en hennar hafði verið getið að nokkru í sovéskum blöð- um - en það var gert nú um miðj- an september í vikublaðinu Og- onjok, sem er eitt helsta málgagn glasnostlínunnar. Samtök sósíalískra klúbba Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing um stofnun Sambands sósíalískra klúbba. Þar er lýst stuðningi við forystuhlutverk Kommúnistaflokksins, sem ráð er fyrir gert í stjórnarskrá lands- ins. En því er við bætt, að flokk- urinn sé ekki einn og óskiptur. Þar séu bæði hrokafullir valds- menn sem séu einangraðir frá ai- menningi og sumir beri ábyrgð á allskonar misferli í fortíðinni - og svo heiðarleg og framsækin öfl. Klúbbarnir vilja styðja þau öfl með ýmsum hætti. Ráðstefnan er fyrsti samstarfs- vettvangur hinna „óformlegu" hópa sem hefur mjög fjölgað á þessu ári eftir að Gorbatsjov hvatti í ávarpi til miðstjórnar flokksins í janúar til víðtækrar lýðræðisþróunar í Sovétríkjun- um. Fyrst voru margir þessir hóp- ar tengdir utangarðsmúsík og list- um, m.a. rokki. Aðrir hópar eru fyrst og síðast „grænir". Þeir hafa mótmælt því hvernig staðið er að virkjunum, eða þá eyðileggingu gamalla húsa og náttúruvætta. Enn aðrir hópar eru „rauðari“ - m.ö.o. setja á dagskrá „betri sós- íalisma". Sovéskt tímarit hefur kallað þá „hefðbundna umbóta- sinna" í þeim skilningi að þeir vilji taka mið af sovéskri reynslu í stað þess að slíta sig frá henni eins og margir andófsmenn liðinna ára gerðu, þegar umbótaviðleitni þeirra var í engu svarað - nema þá með ofsóknum. Á ráðstefnunni í Moskvu voru bæði meðlimir í Kommúnista- flokknum og fyrrverandi pólitísk- ir fangar, skáld og erfiðismenn. ÁB Dæmigerð sovésk fyrirsögn á umræðuþætti: „hvert er verið að kalla okkur . Skóladagheimilið Völvukot við Völvufell vantar starfsfólk: • Fóstru • Fólk meö sambærilega menntun. • Ófaglært fólk, m.a. í eldhús. Upplýsingar í síma 77270. Þriðjudagur 29. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Námskeið um vökvakerfi Ætlað starfandi málmiönaöarmönnum, einkum þeim sem fást viö uppsetningu, viðhald og um- sjón með vökvakerfum. Veröur haldið dagana 8. t.o.m. 16. okt. kl. 8.30-16.00 í félagssal Farmanna- og fiskimannasambandsins, Borg- artúni 16. Þátttökugjald er 15.000.- kr. Innifalin eru námsgögn og kaffi. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. fm 8 FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ iðnaðarins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.