Þjóðviljinn - 07.10.1987, Síða 3
FRETTIR
Ólafsvík
Bæjarstjórinn blendinn
Kristján Pálsson bæjarstjóri
hefur hunsað ákvarðanir
meirihlutans í mörgum veiga-
miklum málum og að lokum var
mælirinn fullur. Það var ástæðan
fyrir því að ég lagði fram bókun á
síðasta bæjarstjórnarfundi þar
sem ég dró mig út úr meirihluta-
samstarfinu við lýðræðissinna og
Alþýðuflokk og sagðist ekki
lengur bera ábyrgð á störfum
bæjarstjórans", sagði Herbert
Hjelm, fulltrúi Alþýðubandalags-
ins í bæjarstjórn Olafsvíkur við
Þjóðviljann í gær.
Herbert sagði að aðdragandi
þessa hefði verið mjög langur, en
bæjarstjórinn hefði margoft brot-
ið þá reglu meirihlutans að hafa
sameiginlega afstöðu í málum.
Eitt af þeim málum var ákvörð-
unin um framkvæmdahraðann
við félagsheimilið, sem tekið var í
notkun á 300 ára afmæli bæjarins.
Fulltrúar A-flokkanna í meiri-
hlutanum vildu fara hægt í sakirn-
ar þar sem fjárhagsáætlun fram-
kvæmdanna hafði verið vanáætl-
uð um tug milljóna. Kristján
Pálsson leitaði þá stuðnings
minnihlutaflokkanna í bæjar-
stjórn til að fá sínu framgengt.
„Þessi bókun Herberts á fund-
inum á mánudag kom mér mjög á
óvart,“ sagði Kristján Pálsson,
bæjarstjóri. „Mér finnst ekki
mikil kurteisi í því að láta ekki
samstarfsaðila vita fyrir fund að
þessi bókun myndi koma fram.
Þetta hefði átt að ræða fyrst á
fundi meirhlutans." Kristján tel-
ur það höfuðástæðu þess að
meirihlutinn springur séu
deilurnar um félagsheimilið.
„Ég hélt satt að segja að öld-
umar mundi lægja og menn
mundu ná áttum um áframhald-
andi samstarf. Ég vissi að það
hafði verið kurr í meirhlutanum
vegna þess að ég samþykkti ekki
að hætta framkvæmdum við fél-
agsheimilið í maí og leitaði því
stuðnings Framsóknar og Sjálfs-
tæðisflokks."
Sveinn Þór Elenbergsson, for-
seti bæjarstjórnar og annar af
tveimur fulltrúum Alþýðuflokks í
bæjarstjórn, segir það ekki rétt
hjá Kristjáni að framkvæmdir við
félagsheimilið séu eina málið sem
braut á. „Slíkt er allt of mikil ein-
földun á viðkvæmu og flóknu
máli.“
Sveinn segir að bókun Her-
berts hafi ekki komið sér á óvart
en samstarf A-flokkanna í
meirhlutanum hefur verið mjög
gott að hans mati. „Ósamkomu-
lagið hefur fyrst og fremst verið
við bæjarstjórann en við fulltrúar
Alþýðuflokksins vorum ekki til-
búnir að slfta meirihlutasamstarf-
inu með þessum hætti.“
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er fjárhagsstaða bæjarins
afar slæm. Viðskilnaður fyrri
meirihluta var mjög slæmur og
afmælisveislan í sumar var kostn-
aðarsöm. Fjárhagsstaðan er því
hin eiginlega undirrót þess að
uppúr slitnaði og einleikur Krist-
jáns Pálssonar bæjarstjóra að
mati þeirra Ólsara sem Þjóðvilj-
inn ræddi við í gær.
Þreifingar á milli flokka eru
þegar hafnar um mindun nýs
meirhluta. Óformlegar viðræður
áttu sér stað milli krata og Al-
þýðubandalagsmanna í gær og er
fastlega búsist við því að annað
hvort Framsókn eða Sjálfstæðis-
flokkur komi inn í þær viðræður.
„Það er enginn tilbúinn að
ræða samstarf við Kristján og
lýðræðissinna," sagði einn við-
mælenda blaðamanns í gær,
þannig að allt bendir til þess að
Kristján muni verða að segja af
sér sem bæjarstjóri. „Ég tel eðli-
legast að þeir sem ekki eru slít-
andi samstarfi ræði sín á milli,“
sagði Kristján í gær og á þá við að
þetta er í annað skiptið á þessu
kjörtímabili sem slitnar uppúr
meirihlutasamstarfi, en áður
höfðu kratar slitið samstarfi við
íhald og Framsókn. Sú niður-
staða að íhald og Framsókn fari í
samstarf við Kristján þykir hins
vegar afar ósennileg. Fyrir síð-
ustu kosningar störfuðu A-
flokkamenn og Framsókn saman
í H-lista og þykir sú niðurstaða
einna líklegust. -Sáf/Ólafsvík
s
Utvegsbankinn
Ungkratar
óhressir með Jón
Aþingi ungra Alþýðuflokks-
manna í SUJ um síðustu helgi
kom fram megn óánægja með
frammistöðu Jóns Sigurðssonar
viðskiptaráðherra í Útvegs-
bankamálinu.
Spilakvöld
í kvöld hefjast árleg spilakvöld
Sóknar og Framsóknar í Sóknar-
salnum. Sest verður niður kl.
20.30. Góð verðlaun eru í boði.
Félögin halda spilakvöldunum
áfram eftir hálfan mánuð.
Stefán Valgeirsson
Línumar
skýrast
um helgina
Bréf á leiðinni til forystu
Framsóknarflokksins
„Ég get lítið láta hafa eftir mér
á þessu stigi. Steingrímur er á ít-
alíu og ég veit ekki hvar Páll er.
En það er verið að ganga frá bréfí
til þeirra. Ég læt heyra frá mér
um þessi mál nú um helgina,"
sagði Stefán Valgeirsson þegar
hann var inntur eftir því hvort
hann mundi skipa sér í sveit
stjórnar eða stjórnarandstöðu
við nefndakjör á alþingi.
„Steingrímur og Páll komu
norður í síðustu viku til fundar
við okkur fulltrúa úr Samtökum
jafnréttis og félagshyggju. Þar
voru um 10 manns á fundi en
margir eru í göngum eða réttum á
þessum árstíma. Þarna var rætt
boð frá því í sumar til þingmanns
samtakanna um að hann gengi í
þingflokk Framsóknar.
En ég læt frá mér heyra um
þessi mál nú um helgina.“
-ÓP
í ályktunardrögum var harmað
hvernig Jón hefur staðið að mál-
um kringum sölu bankans og tal-
ið að hann hefði átt að ganga að
kauptilboði Sambandsins sem
fyrst hefði verið á vettvang. f
drögunum sagði ennfremur að
það ætti ekki að vera mál
hagsmunahópa útí bæ hvernig
staðið væri að sölu banka og
endurskipulagningu bankakerfis-
ins, heldur væri það pólitísk
ákvörðun og á valdsviði við-
skiptaráðherra.
Éftir miklar umræður á þing-
inu var ákveðið að sleppa þessari
klausu úr lokaályktuninni, ekki
aðallega vegna andófs við
athugasemdirnar um Jón heldur
vegna óeiningar um kauprétt
SÍS-manna. Fulltrúar af Suður-
nesjum voru helstu hvatamenn
að því að láta málið niður falla.
Érlingur Kristjánsson nýkjör-
inn formaður SUJ var í hópi
þeirra sem sömdu ályktunardrög-
in. - m
Fyrsti dagur Kirkjuþings. Séra Ámi Pálsson í Kópavogi ræðir við Sigurbjörn Einarsson biskup og konu hans Maqneu
Þorkelsdóttur. (Mynd: EÓI) a
Sjóður handa stórkírkjum
Ifrumvarpi til laga um sóknar-
gjöld, sem nefnd á vegum
Kirkjumálaráðuneytisins er nú
að leggja síðustu hönd á er m.a.
að fínna það nýmæli, að myndað-
ur verði sérstakur sjóður. Jöfnu-
narsjoður kirkna. Skal ríkissjóð-
ur leggja honum til upphæð er
nemi ákveðnum hundraðshluta
af sóknargjöldum þjóðkirkju-
manna.
Þetta kom fram í ávarpi Jóns
Kirkjuþing sett í gær
Sigurðssonar kirkjumálaráð-
herra á Kirkjuþingi í gær.
Sjóðnum er ætlað það hlutverk
m.a., að standa að hluta til undir
rekstrar- og viðhaldskostnaði
þeirra kirkna, sem ríkið hefur
sérstakar skyldur við en er ofviða
viðkomandi söfnuðum. Er hér
um að ræða Dómkirkjuna í
Reykjavík, Hallgrímskirkju í
Reykjavík, Hóladómkirkju og
Skálholtskrkju, sem allar má
með réttu kalla einskonar lands-
kirkjur. Lagt er til að Kirkjuráð
fari með stjorn sjóðsins og er það
þáttur í því, að auka fjárhagslegt
sjálfstæði kirkjunnar.
Önnur mál, sem lágu við upp-
haf 18. Kirkjuþings, sem sett var í
Bústaðakirkju í gær er frumvarp
um sóknar- og kirkjugarðsgjöld
vegna laganna um staðgreiðslu-
kerfi skatta og frumvarp um Sið-
fræðistofnun þjóðkirkjunnar og
háskólans.
- mhg
Nefndakjör á þingi
Stjómarandstaðan fundar
Skipan sumra nefnda veltur á Stefáni Valgeirssyni
Igær hittust fulltrúar frá Al-
þýðubandalagi, Borgaraflokki
og Kvennalista til að ræða hvort
þessir stjórnarandstöðuflokkar
hefðu samvinnu um nefndakjör á
alþingi, sem sett verður á laugar-
dag. Ekki er enn Ijóst hvort Stef-
án Valgeirsson skipar sér í sveit
með stjórnarandstöðunni.
Á alþingi sitja nú 63 þingmenn.
I stjórnarflokkunum eru 41 þing-
maður. Stjórnarandstöðuna
skipa 21 þingmaður (Alþýðu-
bandalag 8, Borgarflokkur 7 og
Kvennalisti 6). Stefán Valgeirs-
son rær svo einn á báti. íupp-
hafi þingstarfa er skipað í fasta-
nefndir þingsins. Þær eru allar 7
manna nema fjárveitinganefnd
en í henni sitja 9 menn. Ef flokk-
arnir þrír leggja fram sameigin-
legan lista við kjör í þessar nefn-
dir, skiptir ekki máli í hvorri fylk-
ingunni Stefán Valgeirsson er.
Stjómarandstaðan fær 2 menn í
hverja nefnd og 3 í fjárveitinga-
nefnd. Þó gætu mál skipast þann-
ig að atkvæði Stefáns skipti máli í
neðri deild.
En alþingi kýs einnig í ýmsar
nefndir og ráð sem starfa utan
þings. Og þær eru sumar 5
manna, t.d. kjörstjórnir og
bankaráð. Þá skiptir Stefán
sköpum, skipi hann sér stjómar-
megin, gæti stjórnarandstaðan
misst 2. mann sinn á hlutkesti.
í gær bám fulltrúar stjórnar-
andstöðunnar saman bækur sínar
um hvort hafa ætti samvinnu við
nefndarkjör. Þar er viðkvæmasta
málið skipan utanríkismála-
nefndar. Allir flokkar vilja eiga
þar fulltrúa og það er væntanlega
erfiður biti að kyngja fyrir Al-
þýðubandalag og Kvennalista að
standa að kjöri fulltrúa úr Borg-
araflokknum með hægrisinnaðar
hugmyndir. Forsenda samvinn-
unnar er því væntanlega háð því
að Borgaramir sætti sig við að
eiga ekki fulltrúa í nefndinni.
ÓP
Miðvikudagur 7. október 1987 ^JÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Orkustofnun
BHMRímál
BHMR ætlar að taka að sér
málarekstur fyrir þá náttúmfræð-
inga sem sagt hefur verið upp hja
Orkustofnun.
Stjórn Félags náttúmfræðinga
fór fram á þetta við heildarsam-
tökin og segir í frétt frá BHM að á
það hafi verið fallist, enda varði
niðurstaða málsins mikilvæg rétt-
indi félagsmanna í BHMR.