Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 7
Björg örvarerfædd árið 1953, útskrifaðist frá MHÍ1979. Hún nam við Listadeild Kaliforníuháskóla, Davis, USA 1981-83. Hún hefur haldið einkasýningar í Kaliforníu, Gallerí Borg, Nýlistasafninu, Slunkaríki og tekið þátt í samsýningum erlendis. Mynd: E.ÓI. Myndlist Sjö fyrirboðar Að treysta á dulin skilningarvit. Björg Orvar sýnir á Kjarvalsstöðum „ Það er erfitt fyrir mig að reyna að skilja mín verkfyrir blaðamenn eða áhorfendur. Það er einsog að reyna að endurvekja hugsun sem lifði örskamma stund, er nú horfin en mér beri skylda til muna hvort hún hafi raunverulega verið mikilvæg. Ég man ekki hvað ég var að hugsa en samt situr afleiðing hugsunar í verkunum. Ég hef ekkiáhuga á að íhuga verk mín; það líkist naflaskoðun og það er ekki síst til að fría mig frá henni að ég yfirleitt mála. Ég reyni strax að skiljast við verkin í hugan- um um leið og þeim er lokið. Þá hef ég ekki lengur áhuga á þeim fyrir persónulega upp- lifun. Þau eru eftirsíðasta pensildráttætluð öðrum. Ég hef aðeins áhuga á því verki sem er enn ekki hafið en kem- urnæst." Svo kemst Björg Örvar að orði um list sína, en hún sýnir nú á Kjarvalsstöðum ásamt Jóni Axel og Valgarði. Björg sýnir sjö mál- verk, sem öll heita fyrirboði og eru númeruð en samkvæmt orða- bók Menningarsjóðs er fyrir boði það sem koma skal, spá, við- vörun, boðar ókominn hlut. Fyrirboði; Orð: Samsundrung „Sama myndefnið vinn ég upp aftur og aftur einsog það sé ein heild eða samfella í einskonar myndmónótón, varla að ég greini aðskilda hluta; gæti allt eins verið að mála einn heilan flöt í einum lit yfir allan strigann. Þegar verk- inu er lokið og því lýkur næstum alltaf á nákvæmlega einum ákveðnum punkti, þá sé ég skyndilega einingar, skil og tog- streitu, að allt er sundrað sem ég var viss um að var sameinað, sundrað í heildinni. Þetta voga ég mér ekki að reyna að skilja og mér fínnst það heldur ekki koma mér við, heldur aðeins öðrum.“ Fyrirboði: Orð: Nærleikur „Þetta getur svo sem kannski verið hin persónulega nærvera eigin einmanaleika sem lista- menn opinbera áhorfendum og kannski einmitt af því þessi ein- manaleiki er sprottinn upp af hinu veika til hins sterka er hann undirstaða þess að geta skapað. Þetta er ein leið til að lifa lífínu, til að komast af, sem eru ekki síður erfitt þó maður hafi það algott. Ég reyni að vera tilfinningalega raunsæ, þess vegna gætu þetta heitið raunsæisverk og tilfinning- averk, af því að mannlega líðan set ég í verkin með sjálfri mér. Þessi orð skipta mig ekki máli og segja áhorfendum ekkert meira. En það er endalaust hægt að tala um myndlist án þess að vera miklu meira en litlu nær. Sumum er það einfaldlega skemmtun og öðrum leiðist. Myndlistin er skáldskapur fyrst og fremst og mér finnst hún ekki meiri vitnis- burður um alvöru lífsins né gefa sannari mynd af lífinu, en samtal tveggja persóna yfir kaffibolla í hádegishléi frá vinnu. Myndlistin er bara annars konar vitnisburð- ur og ef hún er góð, býr í henni kjarni lífsins og hann er sem bet- ur fer óljóst hugtak." Fyrirboði: Orð: Boðifyrir „Ef til vill hef ég verið full metnaðarfull að nefna þessi verk mín fyrirboða, því mér finnst reyndar öll góð myndlist vera fyrirboði einhvers, öll skáldverk eru fyrirboðar góðs og ills, kann- ski hurðirsem falla að stöfum. En maður verður sjálfur að opna upp á gátt til að kynnast þeim heimi sem þau virðast rétt tæpa á við fyrstu kynni. Mér eru hugleiknar þverstæður og andstæður í lífinu, samræmið sem er oft einsog við- kvæmur glerkúpull utanum ór- eiðuna, hve yfirsýnin, heildar- svipurinn yfir ævi einnar mannes- kju getur stundum verið þeim mun skarpari sem líf hennar hef- ur verið í meiri brotum. Slík per- sóna getur í ellinni litið yfir farinn veg og fundið þráð gegnum alla atburðina sem hún hafði talið byggða á tilviljunum og utanað- komandi misvísunum. Hún hafði sjálf búið til um sig sögu, til að lífið yrði að lokum ein heild og lífsverkið í endanlegu samræmi við forsendurnar fyrir því.“ Fyrirboði: Orð: Andvit „Ef blaðamaðurinn spyr mig hvað þetta og þetta fyrirbæri í verkum mínum sé eða þýði, þá get ég ekki öðru svarað en að ég viti það ekki og í framhaldi af því segi ég, að því miður geti ég ekki upplifað eigin verk. Mér er lokuð leið sem öðrum, sumum að minnsta kosti opin. Þó má ég bæta því við að mér finnst aldrei neitt athugavert við það að standa andspænis myndlistar- verki og skilja það ekki, þó mig langi til að skilja það. Mestu skiptir að hlusta og horfa og taka sér nægan tíma til að skilja þá ekki og treysta því jafnframt að einhver önnur skilningarvit séu samt að störfum án þess að mað- ur verði var við það.“ Fyrirboði: Orð: Hringlína „í fyrirboðum felst líka að allt framundan er óljóst en maður veit þó fyrirfram að framtíðin geymir eitthvað af því liðna sem er þá kannski hér og nú, eða jafnvel þá, eða eitthvað fyrir löngu. Fyrir mig skiptir mestu að sjóndeildarhringur minn sé hringur eða ég geti raunverulega farið í hring ef ég vil, og beint af augum, ef ég kýs heldur. Ég hugsa mér að hvert verk feli í sér einhvers konar sjálfgefiia tillits- semi við mig sem bý það til, að ég megi snúa á það gersamlega í næsta verki.“ Fyrirboði: Orð: Hugslátrun „Það mega ekki vera nokkur takmörk í verkinu sjálfu sem beina mér í ákveðna átt að því næsta. Þetta er eins konar hug- lægt vinnuplan sem ég hef tamið mér og reyni að fara eftir. Mér finnst skárra að horfa á verkin einsog fénað sem kominn er af fjalli, fremur en afkvæmi mín, sem eg er að skila af mér út í heiminn. Sumt fé kemur vænt af fjallinu og þess vegna einmitt gott til slátrunar, annað lítur ekki eins vel út en er af ýmsum ástæðum kannski þó betra til undaneldis og fær því að lifa.“ Fyrirboði: Orð: Óróelska „Helst verð ég nokkuð óróleg eða vandræðaleg ef ég verð óvart snortin af eigin verkum. Þá finnst mér eins og ég hafi kannski klappað baminu í mér einum of kröftuglega á kollinn í staðinn fyrir að ýta því ákveðið en ömgg- lega út í lífið og óvissuna, en þangað verður það að fara. Best fellur mér að vinna ef mér er ekki meðvitað, mjög mikið niðri fyrir, einsog inn í mér sé grann og víð japönsk postulínsskál barmafull af volgri ógerilsneyddri kúa- mjólk. Þrátt fyrir allt er ég langh- rifnust af hófsemi og jafnvægi.“ -ekj. Ath. Millifyrirsagnir eru blaðamanns. Mlðvlkudagur 7. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.