Þjóðviljinn - 11.10.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Side 5
Ránsfengurinn til sýnis á kaffihúsl. „Viltu kaupa þýfi?“ spurði annar þjófurinn virðulega miðaldra frú. „Og hvað kostar það, drengur minn?“ ansaði hún... Annar af bófum Þjóðviljans að störfum. Takið eftir þessari sak- leysislegu tösku. Hún geymdi margan illa fenginn dýrgripinn. Stálheiðarlegur þjófur skoðar bók. Augnabliki síðar var Barnasaga Peter Handke komin ofaní vasann. Engan grunaði neitt fyrr en haukfránn Ijósmyndari kom upp um bófana. - Fólkið á myndinni er hins vegar blásaklaust. um sig farið þrjár ferðir í búðina og jafnan snúið aftur drekk- hlaðnir var þeim farið að leiðast þófið. Stendur ekki til að nappa okkur? spurðu þeir ólundarlega um leið og þeir tíndu gullbók- menntir úr vösum og töskum. Það ætlaði ekki að ganga áfalla- laust, því afgreiðslufólk búðar- innar trúði greinilega á heiðar- leika mannkynsins og skipti sér ekkert af mönnunum tveimur sem komu í fjórða sinn á rúmum klukkutíma. Að endingu gafst annar þjófur- inn upp á þeirri aðferð að nappa einni og einni bók: Enda yrðu búðin seint tæmd með því móti. Hann brá sér þess vegna inn á lagerinn og fékk vinsamlega lán- aðan tóman pappakassa. Okkar maður tók nú til við að raða ofan í kassann þeim bókum sem hugur hans stóð til. Þegar kassinn var orðinn fullur rogaðist þjófurinn svo með hann út án þess að nokk- ur sæi ástæðu til að athuga málið. Líklega hefðu þjófarnir haldið áfram allan þennan dag og hinn næsta ef vingjarnlegur ljósmynd- ari hefði ekki hvíslað að af- greiðslukonu: Ég held að þessi maður sé að stela! Og hann benti á helminginn af þjófaflokki Þjóð- viljans. Maðurinn var umsvifa- laust færður inn á skrifstofu versl- unarstjórans til yfirheyrslu, - og sannleikurinn kom í ljós: 30 bókum stolið á einum og hálfum tíma, þ.e. ein bók á hverjum þremur mínútum. Andvirðið heilar 17.000 krónur - en til fróð- leiks má geta þess að tímakaup þeirra kumpána var þá upp á 5.600 krónur... Álagningin virðist því með minnsta móti - en enginn skyldi hvattur til að reyna að stela úr búðum - því árvökul augu ljós- myndarans knáa munu ævinlega fylgjast með öllu. Þess skal að lokum getið að bófunum var sleppt úr haldi - en hins vegar fengu þeir tilboð um að gerast vörslumenn í búðinni - og nappa bókaþjófa! -hj- ÍÞRÓTTIR Um helgina Heil umferö Um helgina er heil umferð í ís- landsmótinu í handknattleik, 1. deild. í dag leika Þór og ÍR á Akur- eyri og hefst sá leikur kl. 14. Val- ur og KA leika einnig í dag, á Hlíðarenda, en viðureign þeirra hefst kl. 18. Á morgun eru svo þrír leikir. Víkingur og Stjarnan leika í Laugardalshöll kl. 14 og á sama tíma hefst leikur FH og KR í Hafnarfirði. Breiðablik og Fram mætast svo í Digranesi kl. 20. Úrslitaleikimir í Reykjavík- urmótinu í körfuknattleik fara fram í Laugardalshöll á morgun. ÍR og KR leika til úrslita í kvennaflokki og hefst leikurinn kl. 18.30. Að honum loknum leika ÍR og ÍS í karlaflokki og kl. 21.30 hefst úrslitaleikurinn. Þar mætast KR og Valur. -ibe Noregur Dómararaunir Frá Baldri Pálssyni, fréttaritara Pjóðviljans I Noregi: Allt getur gerst í knattspyrnu, er oft sagt. En að línuvörður sé rekinn út af og markverði kastað af leikvelli af samherjum sínum í sama leik, hlýtur að teljast til undantekninga. Allt þetta, og meira til gerðist þó í leik tveggja norskra 8. deildarliða frá Dram- men á dögunum. Það voru liðin Tyr og BUL sem leiddu saman hesta sína og eins og venja er í 8. deildinni hafði hvort liðið með sér sinn línuvörð. Dómarinn hafði vart blásið til leiks er í ljós kom að línuvörður Tyrs var síður en svo hlutlaus. Hann mótmælti kröftuglega með miklum munnsöfnuði í hvert skipti sem dómarinn dæmdi gegn Tyr. Að lokum kastaði hann flaggi sínu á völlinn og hoppaði á því meðan hann hellti sér yfir dómarann, sem þá sá þann kost vænstan að leysa línuvörðinn frá störfum. Annar hálfleikur byrj- aði jafn líflega og sá fyrri endaði. Fljótlega kom í ljós að menn höfðu síður en svo notað hvfldina til að róa sig niður. Fyrst fékk einn leikmaður BUL að sjá rauða spjaldið, fyrir óíþróttamannslega framkomu. Eins og venja er yfir- gaf hann völlinn. Svo létt gekk það ekki er dómarinn dró fram það rauða öðru sinni. Þá hafði markvörður Tyr hlaupið út á vall- armiðju til að skamma hann. Markvörðurinn, sem áður hafði fengið gult spjald fyrir óvið- eigandi orðalag, varð öskuillur. Hann harðneitaði að yfirgefa völlinn. En meðspilarar hans sýndu honum enga miskunn. Þeir slengdu honum í jörðina og rifu hann úr markmannsbúningnum, til að annar gæti tekið stöðu hans. Að því loknu köstuðu þeir hon- um út fyrir hliðarlínuna og héldu leiknum áfram. Nokkrum mínútum síðar var einn BUL-maður felldur af Tyr- ara og á ný hófust hópslagsmál, að þessu sinni milli andstæðinga. Dómaranum var þá öllum lokið og fannst skynsamlegast að flauta til leiksloka og rölta heim á leið. Og þetta líka... Clive Allen og Chris Waddle frá Tottenham leika ekki með Englandi gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópukeppninnar. Þeir eru meiddir og leika líklega ekki með Tottenham gegn Norwich. Viv Anderson, Manchester United mun heldur ekki leika með Englendingum en hann er meiddur á ökkla. Vestur-Þjóðverjar ætla í keppnisferð til Suður-Ameríku í desember. Þar munu þeir leika gegn heimsmeisturunum Argentínu og Brasilíu. Vestur-Þjóðverjar töpuðu fyrir Argentínu í úrslitleik Heimsmeist- arakeppninnar 1986, 2-3 og eiga því harma að hefna. lan Rush er illa haldinn af heimþrá. Hann sagði í viðtali við ítalskt íþróttablað að hann ætti í erfiðleikum með að ná tökum á ítölskunni. Hann umgengst mest Danann Micheal Laudrup og þeir tala ensku. Hann er ekki ánægður með j Juventus, en er þó ekki á förum. Jorge Valdano landsliðsmaðurinn frá Argentínu hef- ur nú öðlast spánskan ríkisborgara- rétt. Hann hefur búið á Spáni í 10 ár. Þrátt fyrir það telst hann enn útlend- ingur, a.m.k. hjá spánska knattspyrn- usambandinu. Hvert lið má aðeins hafa tvo útlendinga og fyrir hjá Real Madrid eru þeir Hugo Sanchez og Milan Jankovic. Valdano er ekki alls- kostar ánægður með þetta sem hann telur vera brot á stjórnarskránni. Tony Cottee leikmaður West Ham var í gær dæmdur [ 4 og hálfs árs bann í alþjóð- legum leikjum. Cottee var rekinn af ieikvelli í vináttulandsleik Englands og V-Þýskalands, U-21 árs. HK tryggði sigur I Reykjanesmótinu í handknatt- leik, 5. flokk karla. HK sigraði FH í úrslitaleik, 11-8. Stjaman hafnaði í 3. sæti eftir sigur gegn Gróttu 11-10. Udo Lattek þjálfari Kölnar er hjátrúarfullur. Hann klæðist ávallt blárri peysu í leikjum Kölnar og mun ekki þvo hana fyrr en Köln tapar leik. Peysan hefur reynst vel því að Köln hefur enn ekki tapað leik og peysan því ekki komist I kast við þvottavél I rúma tvo mánuði!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.