Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 9
Unglingahús í miðbæinn
LEIÐARI
í spéspegli
foreldranna
Upp á síðkastið hafa fjölmiðlar verið að vakna
til vitundar um það að unglingar fjölmenni í mið-
bæinn um helgar á nýjan leik eftir nærfellt fimm
ára hlé. Það er ekki vonum fyrr; þessi „breyting á
unglingamenningunni" eins og vandamálabatt-
eríið segir byrjaði í vor og hefur staðið síðan.
Nývakinn áhuga má rekja til frétta af síðast-
liðnu föstudagskvöldi, er þá þótti þar með órós-
amasta móti, og sitthvað var skemmt af dauðum
hlutum. Fréttamennskan af miðbæjarsamsafn-
aðinum hefur enda sérhæft sig á sviði glerbrota-
talningar.
En málið snýst um fleira en brotnar rúður. Mikill
meirihluti unglinganna fer í bæinn til að hittast og
vera saman, sýna sig og sjá aðra, og ekkert
nema gott um það að segja. En er eitthvað endi-
lega víst að þau langi niðrí miðbæ? Hittast þau
ekki bara þar vegna þess að þau hafa ekki að
neinu öðru að hverfa? Það er enginn unglinga-
skemmtistaður í miðbænum lengur, og því kann-
ski ekki tilviljun að fjölgi á götum úti.
Sú breyting hefur orðið á, síðan Hallærisplanið
var og hét fyrir fimm árum, að krakkarnir sem
sækja miðbæinn eru yngri, þau stoppa lengur og
fara seinna heim. Mörg gera engar ráðstafanir
um heimferð, og því gefur það auga leið hverja
hættu þau setja sig í þegar þau leggja af stað
fótgangandi um miðjar nætur í von um að húkka
bíl. Miklar umræður spunnust um þvílík putta-
ferðalög í Félagsmálaráði og víðar hér áður, og
það er Ijóst að aðstæðurnar nú eru hinar sömu og
þá, er ýmsir menn notfærðu sér þetta í kynferðis-
legum tilgangi, gegn vilja unglingsins.
Hér þarf að koma til stóraukið samráð foreldra
um hæfilegan útivistartíma. Að sögn starfsfólks
Útideildar eru krakkar í miðbænum um helgar allt
niður í tólf ára. Það er náttúrlega óhæfa að for-
eldrar horfi í gegnum fingur sér með slíkt, og með
auknu samráði eiga foreldrar góðan leik í stöð-
unni.
Hvar erum við foreldrarnir annars meðan
krakkarnir þvælast um miðbæinn fram á nætur?
Ef marka má lýsingu Útideildar einkennast þessi
föstudagskvöld af mikilli spennu, drykkju, há-
vaða, slagsmálum og flöskubrotum, og vill Úti-
deildin skoða þessi mál í samhengi við foreldrak-
landrið; geysilegt vinnuálag, stress og neys-
luæði. Unglingarnir eru spegilmynd af okkur full-
orðna fólkinu þegar við slöppum af, segja þau.
Sú spurning vaknar í framhaldinu hvort við
þessi fullorðnu séum þvílík fyrirmynd að ástæða
sé fyrir krakkana að steypa sér í sama mót. (
einum punkti að minnsta kosti hefur orðið afturför
að þessu leyti á síðustu árum, en það er óhófleg
vinnuþátttaka barna og unglinga. Það hefurfærst
mjög í vöxt að krakkar vinni með skólanum, og
það svo að ýmsir skólamenn kvarta yfir því að
þau hafi engan tíma til að sinna náminu.
Þau eru til sem þurfa að vinna með námi til að
komast af, og síst skal það lastað. Hitt er eins og
hver önnur della að krakkar séu að vinna með
skóla til þess eins að geta keypt sér flottari föt og
fjármagnað skemmtanir og ferðallög.
Það er skemmtilegt og spennandi að vera ung-
lingur. Spillið ekki þeirri ánægju fyrir ykkur með
því að taka upp verstu lesti vinnubúðaþjóðfélags-
ins of snemma. Það gefst nógur tími þótt síðar
verði.
HS
Planið í nýrri mynd______
Yngri,
og fdra
seinna
heim
Edda Ólafsdóttir og Vilborgjónsdóttir,
Útideild: Stór hópur unglinga á í erfiÖleikum
með að koma sér heim um helgar
Edda Ólafsdóttir og Vilborg Jónsdóttir, Útideild: Krakkarnir eru á margan hátt
spegilmynd af okkur, fullorðna fólkinu og því sem við gerum þegar við slöppum
af. (Mynd: Sig.)
„Síðan samræmdu prófun-
um lauk í apríl síðastliðnum
hefurfjöldi unglingastór-
aukist í miðbænum og þá sér-
staklega á föstudagskvöld-
um. Hér er aðallega um að
ræða unglinga frá 17 ára aldri
og allt niður í 12 ára. Það sem
einkennir þessi kvöld er mikil
spenna í lofti, drykkja, hávaði,
slagsmál og flöskubrot.”
Þetta er hluti af bréfi sem Úti-
deild sendi Félagsmálaráði um
miðjan síðasta mánuð til að vekja
athygli á því ástandi sem hefur
skapast í miðbæ Reykjavíkur um
helgar, vegna óvenjumikils
fjölda unglinga sem þar safnast
saman. Útideild er hluti Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborg-
ar og sinnir vettvangs- og leitar-
starfi meðal unglinga. Deildin er
til húsa í Tryggvagötunni og þar
hittum við tvo starfsmenn í vik-
unni, þær Eddu Ólafsdóttur og
Vilborgu Jónsdóttur og spurðum
nánar út í þessi mál.
Mikill meirihluti krakkanna
kemur niður í bæ til að sýna sig og
sjá aðra, segja þær. Það hefur
verið lítið um það að krakkar
safnist saman niðri í bæ síðan
Hallærisplanið var og hét, 1982
eða svo, en allt í einu hefur stór
breyting orðið á í sumar.
Hvað haldið þið aðséfjölmennt,
svona að jafnaði?
Fimmtánhundruð til tvöþús-
und manns gætum við trúað.
Stundum meira, stundum minna.
Samkomustaðurinn er Austur-
strætið, Lækjargatan og Hallær-
isplanið. En náttúrulega er gamla
Hallærisplanið ekki að endurtaka'
sig í óbreyttri mynd. Það er margt
ólíkt nú og þá, einkum það að
krakkarnir eru yngri, þau koma
seinna, eru lengur og fara seinna
heim.
Þið tiltakið heilmikinn óróleika í
miðbœnum í bréfinu til Félags-
málaráðs ...
Flestir þeirra unglinga sem
safnast saman í miðbænum eru
ódrukknir og prúðir og koma til
að hittast. Það er líka ljóst að fjöl-
miðlar hafa verið iðnir við að
auglýsa miðbæinn sem samkom-
ustað fyrir unglinga, og það hefur
ýtt undir aðsóknina. En við höf-
um verið að velta fyrir okkur
ástæðunum fyrir því að allur þessi
fjöldi safnast saman og þeirri
spennu sem þarna er, og viljum
við líta á það í samhengi við þá
miklu vinnuþrælkun sem á for-
eldrunum er, neysluæði og álag.
Það er spurning hvort krakkamir
eru ekki að losa um spennuna á
þennan hátt fyrir sitt leyti.
Krakkarnir eru á margan hátt
spegilmynd af okkur, fullorðna
fólkinu, og því sem við gerum
þegar við slöppum af. Þannig er
áfengisneysla orðin viðurkennd
leið meðal þó nokkurs hluta ung-
linga og við höfum áhyggjur af að
foreldrarnir séu farnir að láta sig
hafa það.
Því er oft haldiðfram aðforeldr-
ar séu uppfullir af óöryggi þegar
unglingarnir þeirra eiga í hlut...
Þáð væri til mikilla bóta ef for-
eldrar hefðu meira samráð sín í
milli en nú er. Til dæmis eru úti-
vistarreglur eitt af stærstu vand-
amálunum í samskptum foreldra
og unglinga, og foreldrarnir virð-
ast alltaf vera að gefa meira og
meira eftir. Þarna gæti ýmislegt
orðið til hjálpar; til dæmis gætu
foreldrar hringt í foreldra besta
vinar barnsins síns; foreldrar
kunningjahóps gætu hist og ráðið
sínum ráðum; þá er allskonar fé-
Iagsstarfsemi í hverfunum sem
gæti komið inn í þessi mál s.s.
foreldrafélög og skólarnir. Svo er
til ráðgjafarþjónusta sem foreldr-
ar geta leitað til. Unglingadeildin
til dæmis, eða Unglingaráðgjöf-
in.
Er þetta ekki soldið séríslenskt
,fyrirbœri að unglingar vilja verða
fullorðnir svo snemma?
Þeir virðast hafa meiri fjárráð
en jafnaldramir víða í nágranna-
löndunum. Þau vinna mkið. Nú-
orðið vinnur stór hópur með
skólanum, og þá eru þau allt eins
að safna fyrir fötum,
skemmtunum, ferðalögum og
svo framvegis. í einu orði sagt
virðast þau sækja snemma í að
líkja eftir okkur fullorðna fólk-
inu.
í félagsmiðstöðvunum víða á
Norðurlöndunum er aðalmálið
að losna við krakka sem eru
löngu hætt að vera krakkar og
orðin harðfullorðið fólk. Þetta er
þveröfugt hérna. Hér er viss hóp-
ur sem sækir félagsmiðstöðvarn-
ar upp að 15 ára aldri, 15 og 16 ára
eru þau í miðbænum, og þegar 17
ára aldrinum er náð þá taka
öldurhúsin við.
Koma seinna og fara seinna
segið þið; hvað seint?
Um það bil þriðjungur fer
heim með síðasta strætó, hin
seinna. Hluti fer heim á þriðja
tímanum eða um þrjúleytið, en
nokkur hluti er lengur og
blandast þá þeim sem koma út af
skemmtistöðunum í miðbænum.
Og hvernig komm þtm sér heim?
Að hluta til með leignbíhim ef
þá er að fá. Mörg leggja af stað
fótgangandi með það í huga að
puttast heim, en það er oft drjúg-
ur spölur. Að minnsta kosti fyrir
þann hluta sem býr í Breiðholti
og Árbæ, og nágrannasveitarfé-
lögunum.
Við höfum spurt þau um þessa
hluti og það hefur sýnt sig að
mörg gera engar ráðstafanir um
heimferð. Mórallinn að „þetta
reddist" virðist býsna lífseigur.
Það var mikið rœtt um miðnœt-
urstrœtó meðan Hallœrisplanið
blómstraði fyrir nokkrum árum.
Vœri til bóta að láta strœtó ganga
eitthvað fram eftir nóttu?
Það er nú eftir því hvernig á
það er litið. Það má segja að það
sé sjálfsögð þjónusta að hafa
strætó fram á nótt, þar sem ótrú-
lega stór hópur er í miðbænum
um helgar. Á hinn bóginn má
segja að það sé vandamál að
krakkarnir séu svona lengi niðrí
bæ, og spurningin er þá hvað
langt á að ganga til móts við það,
og þá kannski festa þetta ástand í
sessi. Auk þess gagnast miðnæt-
urstrætó bara krökkum í Reykja-
vík.
Eru mörg úr nágrannasveitarfé-
lögunum í bœnum á föstudags-
kvöldum?
Við spyrjum þau gjarnan hvar
þau eigi heima, og okkur finnst
áberandi mörg koma frá ná-
grannasveitarfélögunum. Að
vísu höfum við enga sérstaka
könnun til að styðja þess tilfinn-
ingu okkar, en fyrir fimm árum
gerðum við könnun meðal krakk-
anna sem þá sóttu Hallærisplan-
ið, og okkur virðist búsetuskipt-
ingin svipuð nú og þá.
Samkvæmt könnuninni kom í
Ijós að tæpur helmingur ungling-
anna voru Reykvíkingar, en í
heild voru unglingar úr Garðabæ,
Kópavogi og Hafnarfirði rétt tæp
40% þeirra unglinga sem í mið-
bænum voru. Með öðrum orðum
voru hlutfallslega fleiri frá þess-
um sveitarfélögum en Reykjavík.
Við drögum þetta ekki fram til
að leika okkur með tölur og hlut-
föll, heldur til að vekja athygli á
því að allstór hópur virðist okkur
nú sem þá eiga langt heim til sín,
og þá freistast þau stundum til að
húkka sér bfl.
Þetta leiðir hugann að umræð-
unni 1982 um málefni unglinga,
og sérstaklega unglingsstúlkna, á
Hallærisplaninu. Hún snerist
ekki síst um þá hættu sem er því
samfara þegar unglingar húkka
sér far heim með ókunnugum
mönnum, seint um kvöld eða að
nótu til. Sá orðrómur var á
sveimi, sem starfsfólk Útideildar
fékk staðfest aftur og aftur að
ýmsir menn misnotuðu sér þessar
aðstæður í kynferðislegum til-
gangi, gegn vilja unglingsins.
Þessi hætta er enn til staðar, þar
sem stór hópur unglinga á í erfið-
leikum með að koma sér heim um
helgar og því freistandi að húkka
sér far heim.
HS
Innlit hjá Utideild
Fyrst í bíó, svo i bœinn
- Viðförumoftastíníubíóá
föstudagskvöldum og svo
eitthvað annað eins og til
dæmis Freddabar. Svo þegar
það er lokað þar förum við
niðrí bæ, sögðu Sara og
Ásta, en þær hittum við af til-
viljun í Útideildinni fyrr í vik-
unni.
Að sögn þeirra er það mjög al-
gengt að krakkar hafi það svona á
föstudagskvöldum, fyrst í bíó og
svo í bæinn, enda koma flestir
þangað milli ellefu og hálftólf.
Við spurðum hvað þær stopp-
uðu lengi í bænum. Þær sögðust
yfirleitt fara heim svona tvö
hálfþrjú. „Annars fer slatti heim
með síðasta strætó, og svo aftur
klukkan þrjú. Afgangurinn
blandast svo þessu eldra liði sem
kemur af skemmtistöðunum,“
sögðu þær.
Sara og Ásta eru nokkuð vel
settar með að koma sér heim, þar
sem önnur býr í Hlíðunum og hin
í Vesturbænum. Við spurðum
hvort þær vissu til að krakkar
hefðu lent í vandræðum með að
komast heim, en þær gerðu lítið
úr því: „Það er miklu meira af
ungu fólki að rúnta núna, og oft-
ast þekkir maður einhvern."
Við spurðum hvað þær sæju af
fullorðnu deildinni í miðbænum á
föstudagskvöldumj og þær til-
tóku lögguna og Útideild. „Úti-
deildina hittir maður nú allsstað-
ar, og svo er soldið af löggum.
Okkur finnst þær skipta sér of
lítið af ef það eru slagsmál,"
sögðu þær.
Af hverju allir niðrí bœ?
„Það er ekkert annað að ske.
Það er ekki opið nema til hálfeitt í
félagsmiðstöðvunum og það er
allt of stutt.“
Að endingu vildum við vita
hvað væri efst á óskalistanum í
miðbænum, og þær voru sam-
mála um að það vantaði ung-
lingaskemmtistað.
HS
Sara og Ásta, sextán og fjórtán ára: Förum niðrí bæ af því að það er ekkert annað
að ske. Mynd: Sig.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. október 1987
Sunnudagur 11. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Unglingamir
skipuleggi
starfið sjálfir
Áfundi íþrótta- og tómstunda-
ráðs á mánudaginn var lagði
Kristín Blöndal, fulltrúi Kvenna-
listans, fram bókun í tilefni af
fréttum um slæmt ástand í mið-
bænum síðastliðið föstudags-
kvöld. Til að fræðast nánar um þá
hluti skal lesendum bent á viðtal
við starfsfólk Útideildar hér á
opnunni, en í bókun sinni ítrekaði
Kristín þörfina fyrir unglingahús í
miðbæ Reykjavíkur.
Það er löngu tímabært að raun-
hæfar úrbætur séu gerðar á fé-
lagsaðstöðu unglinga í miðbæn-
um, segir Kristín. Hugmyndin
um unglingahús er orðin nokkuð
gömul, en hún hefur alltaf skotið
upp kollinum öðru hverju. Það er
brýnast að koma upp tómstunda-
aðstöðu fyrir þá unglinga sem
nýta sér ekki þá aðstöðu sem fyrir
er, hvort sem er í íþróttum eða
innan félagsmiðstöðvanna.
Unglingahús leysir að sjálf-
sögðu ekki allan vanda; en það er
að minnsta kosti lágmark að hafa
eittbvað annað fyrir unglinga í
miðbænum en götuna.
Hvað finmtí þtr ungtingahús
eiga að kjóða upp á?
Mér finnst mestu máli skipta
að unglingarnir sjálfir fái að
skipuleggja starfið sem þar fer
fram. Eg býst við að í slíku húsi
þurfi að vera hægt að hlusta á
músík, aðstaða fyrir hljómsveit-
aræfingar, möguleikar á einhvers
konar verkstæðum þar sem ung-
lingarnir gætu fengið útrás fyrir
sköpunarþörf sína. Þetta gætu
verið sauma-, smíða- og
leirverkstæði svo eitthvað sé
nefnt. Leikhópaaðstaða, og
jafnvel möguleikinn á því að
stunda íþróttir. Þá sé ég fyrir mér
sal þar sem ekki þarf að panta
tíma, heldur verður hægt að
hlaupa í skarðið eftir því sem
eitthvað losnar. í svona húsi þarf
líka að vera hægt að setjast niður
og spjalla saman.
Og er ungtingahús vœnleg leið
til aðnátU krakka sem hvergi hafa
fundið sér farveg?
Já, ég held að grundvallarat-
riðið sé að vera ekki að búa til
eitthvert tilboð fyrir þau og segja
þeim hvað þau eigi að gera, held-
ur leyfa þeim að komast að því
sjálfum.
Ég held að það sem margir
unglingar forðast í lengstu lög séu
yfirráð fullorðna fólksins. Ef þau
fá eitthvað til að byggja upp sjálf
eru miklu meiri líkur á að þau
myndu nýta sér það. Unglingar
bregðast nú einu sinni missterkt
við foreldravaldinu, og ég held að
unglingahús á þessum nótum
kæmi mjög til móts við það.
Þú átt sjálf börn á ungtingsaldri
og nú er stundum sagt að það sé
annað en garnan að vera foreldri
ungtinga...
Það er þvert á móti mjög
skemmtilegt, og ég upplifi það
Kristín Blöndal: Mjög ánægjuleg
lífsreynsla að eiga unglinga og hitta
þeirra kunningjahóp. Mynd: Sig.
sem mjög ánægjulega lífsreynslu
að eiga unglinga og hitta þeirra
kunningjahóp. En mér finnst
meira og minna hjá öllum for-
eldrum efasemdir um hversu
langt á að ganga í því að láta
krakkana ráða sér sjálf. Dæmi
um það eru þessar eilífu spurn-
ingar um útivistartíma og hver
mörkin eigi að vera. Það væri
mikil bót að því að foreldrar
tækju sig saman um einhvern á-
kveðinn tíma. Slíkt væri ekki
bara stuðningur fyrir þau sjálf,
heldur er það líka stuðningur við
unglinginn að setja honum ein-
hver mörk.
Kunningjahópurinn setur á-
kveðna pressu á krakkana að fara
niðrí bæ, vera með og vera svo og
svo lengi. Mér fannst stundum
áður að krakkarnir væru að biðja
um neitun þegar þau spurðu
hvort þau mættu gera þetta eða
hitt.
Foreldrar verða vissulega að
stjórna því hvað börnin eru lengi
úti, en það er óþarfi að einbh'na á
unglingsárin þegar við tölum um
hvaða ábyrgð er lögð börnum á
herðar. Mörg sex, sjö og átta ára
börn bera þá ábyrgð að vera ein
heima; hvernig er þá hægt að taka
af þeim þessa sjálfsábyrgð
seinna?
UNGLINGAHÚS I MIÐBÆINN
Ekkert
forrœðishús
Félagsmálaráð og fþrótta- og
tómstundaráð hafa samþykkt að
gerð verði tillaga fyrir gerð fjár-
hagsáætlunar næsta árs um
unglingahús í miðbænum. Gísla
Árna Eggertssyni æskulýðs-
fulltrúa hjá íþrótta- og tómstund-
aráði og Snjólaugu Stefáns-
dóttur forstöðumanni Unglinga-
deildar Félagsmálastofnunar
hefur verið falið að útfæra þessa
tillögu. Unglingahús í miðbænum
hefuroft áðurkomið til tals og því
spurðum við Gísla Árna hvort
hann væri bjartsýnn áframgang
þessa máls.
Já, það er vilji beggja ráðanna
að skoða þetta mál af alvöru,
sagði hann. Ætlunin er að halda
úti starfsemi fyrir unglinga og hús
sem þetta verður opið nánast all-
an sólarhringinn, og þangað gætu
krakkar leitað í vandræðum sem
upp á kunna að koma. Við höfum
skoðað svona hús bæði í Noregi,
Danmörku og Svíþjóð, og þar
hafa þau gefið góða raun.
Fyrir hverja er húsið cetlað?
í miðbæinn sækir ákveðinn
kjarni unglinga sem virðist vera
kominn út á hálan ís. Þessi kjarni
er að stærstum hluta óháður
öllum þeim fjölda sem sækir mið-
bæinn. Vandamálið er að ná til
þessa kjarna, og unglingahús
kemur þar sem hluti af lausn.
Það sem helst virðist hafa vald-
ið andstöðu borgaryfirvalda fram
til þessa er hræðsla við að slíkt
unglingahús yrði einhver búlla
eða sukkgreni. En það hefur sýnt
sig erlendis að slíkt hefur ekki
verið vandamál, enda þótt hús af
þessu tagi tengist oft hópum sem
eru mikið í sukki.
Hvern þátt munu ungtingarnir
eiga í rekstrinum ef af verður?
Unglingahúsið verður ekki
forræðishús. Það þýðir ekkert að
koma upp svona húsi nema ung-
lingarnir sjálfir taki virkan þátt í
að móta og stjórna því sem þar
fer fram. lþeim húsum sem við
höfum skoðað úti eru ákaflega
strangar reglur. Það er farið fram
á skikkanlega umgengni og að
brennivín og dóp sé víðs fjarri.
Krakkarnir viðurkenna þessar
einföldu reglur; þetta er þeirra
hús og þau eru með á því að þau
geti ekki rekið það ef þau eru í
einhverju sukki.
Og hlutur fullorðinna?
Þama verður starfsfólk -
eigum við að segja þrjú stöðugildi
- ábyrgt fullorðið fólk, sem
krakkamir geta leitað til með sín
mál.
Unglingahús þarf að vera á því
formi að krakkar geti komið og
fengið sér kaffi og eitthvað að
borða, setið og spjallað, hlustað á
músík og svo framvegis, en að
öðm leyti ætla ég ekki að úttala
mig um starfsemina, enda kæmi
þá til kasta unglinganna sjálfra.
Þama þarf að vera hægt að halda
fundi og skipuleggja það sem
þarf. Það hefur sýnt sig að í þess-
um hópi sem við emm að reyna
að ná til er fuilt af bráðduglegum
krökkum sem hafa mjög skýrar
hugmyndir um það sem þau vilja
gera.
Hvað er fleira á döfinni hjá
íþrótta- og tómstundaráði?
Stefnan er að halda áfram að
byggja upp félagsaðstöðu í hverf-
um borgarinnar. Eftir að íþrótt-
aráð og Æskulýðsráð vom sam-
Gísli Ámi Eggertsson: Þessi læti að
undanfömu út af miðbænum eru bara
vitleysa. (Mynd. Sig.)
einuð er stefnan orðin meira í þá
veru að fá betri yfirsýn yfir þá
möguleika sem eru á tómstunda-
starfi í hverju hverfi fyrir sig, og
líta á tómstundamál unglinga sem
eina heild.
Á undanförnum árum hefur
starfsemi félagsmiðstöðvanna
þróast í þá átt að auka hlut ung-
linga í ábyrgð og stjórnun stað-
anna. Félagsmiðstöðvunum er
ætlað að þjóna öllum unglingum,
en ekki einhverjum sérstökum
hópi.
En þrátt fyrir allar félagsmið-
stöðvar þá breytist ekki sú venja
unglinga að fara niður í bæ. Við
höfum stundum verið með mjög
vandaðar skemmtanir, og krakk-
arnir fara þá bara niður í bæ eftir
að þeim er lokið, jafnvel þótt þær
standi til klukkan að verða eitt.
Þessi læti að undanförnu út af
miðbænum eru bara vitleysa.
Krakkarnir fara niður í bæ og búa
sér til vettvang til að vera saman á
eigin forsendum og það er í sjálfu
sér ágætt.
Það er líka rangt að slengja öllu
sem miður fer í miðbænum á
krakkana. Þarna eru skemmti-
staðir um allt með fleiri þúsund
gesti. Þetta fólk fer ekkert í ró-
legheitum heim til sín eftir lokun,
heldur þvælist um miðbæinn og
blandast þessum krökkum og á
sinn þátt í því sem miður fer. HS