Þjóðviljinn - 11.10.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Side 10
Astin, heimsósóminn OG FLUGÞOLIÐ Nýmæli heitir úrval Ijóða ungra skálda, ortra á næstliðnum fimm árum, 1982-1986. Eysteinn Þor- valdsson valdi efnið og skrifarformála- hann hafði áður valið í annað Ijóðasafn ungra skálda sem spannaði næstliðinn áratug, það hét „Nýgræðingar í Ijóðagerð". Iðunn gefur bókina út. Mikil framleiðsla Eins og Eysteinn tekur réttilega fram er erfitt að al- hæfa um ljóðagerð fólks nú um stundir. Við vitum það eitt að hún er mikil að vöxtum og að þar kennir margra grasa eða margra glerbrota. 47 skáld, sem öil voru innan við þrítugt þegar fyrrnefnd fimm ára skáldskaparáætlun hófst, eiga verk í „Nýmæli“. í þarflegri bókarskrá kemur svo í ljós að meira en 60 skáld ung hafa gefið út bækur á tímabilinu, alls á annað hundrað kver. Og þá eru ótaldir margir höfundar sem eiga ljóð í safnritum og tímaritum. Þetta er mikið magn og meira en menn þóttust vita af. Enda er þessi ljóðasmíð hornreka bæði hjá útgefendum og fjölmiðlum. í blöðum birtast stuttar fréttir um þessi kver, byrjendur fá kannski fljótfærnislegt og vinsamlegt klapp á öxlina, gagnrýnendur eru eins og fyrirfram das- aðir yfir magninu, fljótlega skapast mjög stórt bil milli þeirra fáu ungskálda sem spjallað er við og skrifað um og allra hinna. Fjölmiðlaheimurinn vinnur reyndaT þannig í vaxandi mæii að hann ýtir undir alla þá sem nokkru forskoti hafa náð en gleymir öllum hinum. Gegn þeirri grimmd vinnur úrval sem þetta, og þar með er það þarfur gripur. Vitanlega er þess enginn kostur hér að meta hvernig til tókst um val Ijóða, til þess þyrfti að helst að lesa obbann af framleiðslunni. En hitt er víst, að þetta safnið sannfærir lesanda þess um að það sé reyndar gróska í ljóðagerð yngri manna og meira en ómaksins vert að fylgjast með henni. Ef þú vœrir ekki í grein sem þessari væri út í hött að skipta höfundum f góðskáld og efnileg skáld og hálfdrættinga eða eitthvað í þá veru. Líklega er það ögn skynsamlegra eins og allt er í pottinn búið, að fjalla blátt áfram um þau áhrif sem safnið skilur eftir hjá lesanda sem veit svo sem ofurvel að vel hefði hann mátt betur fylgjast með næstliðin ár. f formála bókarinnar er vitnað í viðtal við Gyrði skáld Elíasson þar sem hann lýsir aðferð sinni við yrkingar og tekur það fram, að hann telji það úr sér gengna kröfu að yrkja um „eitthvað skilgreint eða ákveðið". Rétt er það, að ýmislegt í þessari bók krefst þess að menn horfi ekki á textana frá hefðbundnu sjónhorni. engu að síður eru menn einatt að yrkja um eitthvað skilgreinanlegt. Til dæmis ástina. Og því ekki að byrja á því að taka þá stikkprufu sem tilfinningamálin eru af nýjum ljóðum? Enda hefur túlkun þeirra mála í skáldskap einatt borið vitni langt út fyrir yrkisefnin - bæði fyrr og síðar. Ástarkvæðin (í kafla sem heitir „spor mín til þín“) eru ekki hlaðin mannalátum og ofstopa. Þau eru ekki stóryrt. Miklu heldur eru þau feimnisleg. „Ást mín á þér hefur aldrei rúmast á pappír" segir fsak Harðarson, en, bætir hann við: ég get alveg skrifað að ég hef oft hugsað um hvernig það vœri ef þú vœrir ekki hjá mér Gunnar Hersveinn Sigursteinsson lýkur ljóði sem heitir Heimkoman á þessum línum hér: Ljósið hverfur og eitthvað gerist í myrkrinu. Stefán Snævarr á í bókinni kvæði úr sex orðum (eins- konar kínversk-japönsk sparsemi sýnist vera talsvert í tísku) þar sem til eru nefnd borðin stólarnir bollarnir umhverfis fjarveru þína. Það heyrir til undantekninga að rætt sé um undrið mikla, þegar „malbikið grænkar við fótmál þitt“ og Bros þitt tendrar bál í hjarta borgarinnar eins og segir í kvæði eftir Þór Sandholt. Vitanlega er slegið á fleiri strengi - til að mynda nær Sonja B. Jóns- dóttir með sjálfsögðum og sannfærandi hætti í skottið á þjóðkvæðinu, ballöðunni í „Rendez-vous“: er ég sæi þig nálgast yrði ég svo feimin að ég stykki útí við brúna yfir Hvítá... En sama er - það er einhver hlédrægni, kannski var- fæmi yfir tiifinningamálunum, hvort sem rakið verður tii sannfæringar um að í þeim efnum sé betra að segja færra en fleira, eða til óvissukenndar og ásóknar hverful- leikans. Að totta veruleikann Og sama verður reyndar uppi þegar skáidin ungu víkja að þeim hlutum sem einatt hafa orðið efni í ádrepur. Einhverntímann hefði mátt eiga von á sterkum særing- um, þegar ungt skáld hefur gert „Stóriðju" að heiti kvæðis. En þegar Pétur Önundur Andrésson vinnur úr því efni er hann svo sannarlega frír við pólitíska reiði, þótt það svo fari ekki á milli mála hvað honum finnst í þessu tregaljóði hér: Lítið þorp sem svaf á nesi umlukt sjó og bláum fjöllum. er vaknað við vondan draum og stefnir stjórnlaust út og suður villt í blárri þoku. Heimsósóminn er ekki mikið á dagskrá, miklu heldur sá gamli vandi að tíminn vill ei tengja sig við skáldið. Sambandið er eitthvað dauflegt - „svona totta ég veru- leikann / og hann mig“ segir Sigfús Bjartmarsson og hefur þá áður minnst á sígarettu sem hætt er við að kveikja í. Hafliði Helgason yrkir um að „leita þess sem hvergi finnst“. Aðalsteinn Ásberg sigurðsson segir: Þú ert deginum Ijósari en líf þitt hvergi neitt sem hönd á festir. Missætti við heiminn kemur ekki síst fram í einskonar menningarrýni, þar sem smæð okkar verður einstaklega áþreifanleg andspænis tæknivopnaðri skipulagningu og fjölmiðlagaldri (líklega kemur sjónvarp jafn oft við sögu í þessu ljóðasafni og fjöll, kannski oftar). ísak Harðarson fer með hugkvæmum hætti inn á þessar slóðir um leið og hann togar í þanþol orðanna: leikfangi œvinnar? óli sá hinn almenna mann snæða eigin vanmátt í hvert mál undir ýlfrandi borðmúsík mjölfiðlanna... Lesandanum finnst reyndar, að þá verði skáldum heitast í hamsi þegar uggurinn fer að, þegar þeir sjá dagana koma „í þögulli ógn“ (Gyrðir Elíasson), þegar blóð rennur í slóð slyss eða morðs eða sjálfsvígs. Stund- um finnst manni reyndar sem allur sá margbreytilegi skáldskapur sem í safninu má finna standi með einhverj- um hætti í skugga af þeim „sundraða sjónleik“ sem er valið að samnefnara lokakafla bókarinnar, í skugga stór- slyss sem er ekki langt undan og ekki langt frá hvunn- dagsleikanum. Um þetta fjallar Gyrðir Elíasson í sterku kvæði sem hann kallar „Oreglulegar þversagnir": andartak frýs allt stirðnar síðan taka húsin að molna hljóðlaust handkaldur vindurinn sáldrar um dufthrúgunum sem eftir standa einsog hálsæð sem þrengist að hœttumörkum dregst gatan saman í örmjótt strik grasröndin meðfram hylst gráum salla útúr fyrrverandi húsasundi kemur maður hlaupandi höfuð vantar en honum blœðir ekki... Óróleikinn Enn er margt ósagt um þessa bók, þó nú væri. Við höfum t.d. ekki komið við hjá náttúrunni sem svo lengi hefur verið skáldum lífgjafi og mælikvarði. Hún hefur oftar en ekki hrakist út í horn fyrir staðreyndum borgar- innar. En svo getur einnig farið að nauðsyn sé talin á að ummynda þá sömu borg og þá getur verið gott að grípa til sögusviðs og náttúrusviðs eins og Einar Már Guðmunds- son gerir í „Veðurfræðilegt söguljóð“: Eitt andartak breytast allar byggingar í drungalega kastala Eitt andartak situr borgin eins og nakið tré á klettasyllu. Og það er líka eftir að minnast á það, að þótt allmargir reyni að hreinrækta sinn einfaldleika, þá er sterk hneigð í þessum skáldskap til að „púsla saman broturn" eins og Gyrðir Elíasson segir, til að „fá fram eitthvað sem vekur sérstaka kennd, annarlega eða óvenjulega hugsun“. Sér- hvert tungumál er annarlegt, stendur þar. Ekki síst þegar menn eru að prófa hvað út úr því kemur að stilla saman fyrirbærum sem menn annars sjá ekki í nábýli. Við erum spurð að því við lestur þessa ljóðasafns, hvort við sættum okkur við bleika fugla úr brenndu víni, löng iljalaus ár, bleika ffla uppi á hvítu píanói, að heimurinn sé fóðraður veggjuðum orðum, að sjá appelsínuna æða um himininn í leit að horfnu sendibréfí. Og okkur fínnst þetta stundum tilgerðarlegt, stundum blátt áfram skemmtilegt og vísa eitthvað, fjandinn má vita hvurt. En sjálfan þennan óró- leika fellir Gyrðir í línur svo vel er við hæfi í „Blindfugl/ Svartflug“: Rósemi get ég ekki miðlað, af henni á ég ekkert, flugþol órólegra hugmynda virðist án takmarka... Um úrval Ijóða ungra skólda 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 11. októl>er 1987 ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.