Þjóðviljinn - 11.10.1987, Síða 20

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Síða 20
'f^öl Fjórðungssjúkrahúsið ) á Akureyri Fóstru eða starfsmann með uppeidisfræði- menntun vantar í fullt starf. Starfsreynsla á barn- aheimili æskileg. Umsækjandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96- 22100-299. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknastofa Hef opnað stofu í Læknastofunni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga milli kl. 9 og 17. Árni J. Geirsson Sérgrein: Gigtar- og lyflækningar Arbær Forstöðumaður og yfirfóstra óskast til starfa á leikskólann Árborg, Hlaðbæ 17. Til greina kemur 1/2 dags starf e.h. Árborg er tvískiptur leikskóli í fallegu umhverfi. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifstofu dagvista barna sími 27277. DTVARP Mjolnisholti 14 Brautarholti 3 Simi 62 36 10 (tvær linur) ALÞYÐUBANDALAGIÐ AB/Keflavík og Njarðvík Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 14. október klukkan 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á landsfund, önnur mál. Fundarstaður auglýstur síðar. Stjórnin ABR Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjómln Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnln ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Fundaröð ÆFR ÆFR gengst fyrir fundaröð í október um eftirfarandi málaflokka: 1) Þriðjudaginn 13. október: Byggðamál og stjórnun fiskveiða. 2) Fimmtudaginn 22. október: Umhverfis- og utanríkismál. 3) Þriðjudaginn 27. október: Dagvistun og menntamál. Allir velkomnir - ÆFR Landsliðið hefur náð frábærum árangri að undanförnu og þrátt fyrir tap gegn Portúgal er engin ástæða til að örvænta. Á myndinni fagna íslendingar sigri yfir Norðmönnum. Áð á sigurgöngunni Eftir frábær úrslit íslenska landsliðsins kom að því að liðið beið lægri hlut, gegn Portúgal. Eftir árangur, sem fæstir áttu von á kom að því að íslenska liðið var stöðvað. Pað var ekki bjart útlitið eftir stóra skellinn gegn Austur- Þjóðverjum. Margir voru þá á því að gefast upp. En íslensku lands- liðsmennimir voru ekki á þeim buxunum. Olympíuliðið reið á vaðið með glæsilegum sigri gegn Austur-Þjóðverjum og í kjölfarir fylgdu tveir sigrar gegn Noregi. Þessi árangur íslands kom á óvart. í leikjunum gegn Noregi lék liðið án lykilmanna og lands- liðið að mestu án atvinnumanna. Það var því ekki búist við miklu. Áhugamennimir sem tóku sæti atvinnumannanna skiluðu sínu hlutverki einstaklega vel. Það sem munaði þó mest um var að íslenska liðið „lék með hjart- anu“. Leikmenn vom ákveðnir í að gefa ekki eftir og virðing fyrir andstæðingnum var í lágmarki. Það kæmi ekki á óvart ef að áhugamennirnir fengju tilboð frá erlendum liðum. Skyndilega var staðan sú að ís- land átti möguleika á sæti á Ol- ympíuleikunum, nokkuð sem menn áttu ekki von á. íslenska Olympíuliðið hefur ekki áður náð svo góðum árangri, enda yf- irleitt litið á liðið sem B-lið ís- lands. Það hefur þó breyst eftir frábæra framistöðu í síðustu leikjum. í Evrópukeppninni skaust ísland upp fyrir sjálfa Evr- ópumeistarana Frakka. Tapið gegn Portúgal var vissu- lega sárt. íslenska liðið lék mjög vel, en ódýrt mark og misheppn- uð dauðafæri komu í veg fyrir frekari afrek íslendinga í leiknum. En þó er engin ástæða til að leggja árar í bát. íslenska liðið hefur sýnt að það getur stað- ið í hvaða liði sem er. Tap gegn Portúgal hefði einhvern tímann þótt eðlilegt og það sýnir einfald- lega það að íslensk knattspyma vex og dafnar með hverju árinu og kröfumar sem gerðar em til liðsins aukast jafnt og þétt. Eftir tapið gegn Austur- Þjóðverjum var mikið rætt um stöðu Sigfried Held, landsliðs- þjálfara. Margir töldu þá tíma hans runninn út, þrátt fyrir góð úrslit gegn Sovétmönnum og Frökkum. Hann hefur nú heldur betur styrkt stöðu sína. Það er ánægjulegt að íslenskir þjálfarar skuli aftur vera eftir- sóknarverðir. íslandsmeistarar Vals, sem hafa verið með erlenda þjálfara undanfarin 15 ár, réðu Hörð Helgason. Hann fær það erfiða hlutverk að fylla í skarðið sem Ian Ross skyldi eftir sig er hann fór til KR-inga. Þetta er að sjálfsögðu mjög jákvæð þróun og sýnir það að íslenskir þjálfarar em fyllilega samkeppnisfærir við útlendingana. íslensku liðin léku um síðustu helgi síðari leiki sína í Evrópu- keppninni í handknattleik. Stjaman var að vísu búin að tryggja sér sæti með tveimur auðveldum sigmm í írlandi gegn Yago. Viðureign Víkings gegn Liverpool var leikur kattarins að músinni. Yfirburðir Víkinga vom ótrúlegir og ekki á hverjum degi sem lið fær aðeins á sig 9 mörk í Evrópuleik, en skorar 38! Breiðablik er eina liðið sem er úr leik. Skellurinn sem Blikarnir fengu úti var sá versti í Evrópu- keppni í langan tíma. Síðari leikurinn var svo eins og við var að búast. Bæði liðin vissu að Blik- ar ættu ekki möguleika að vinna upp 17 marka forskot. Leiknum lauk með jafntefli, 19-19, og danska liðið ekki svo sterkt að Breiðablik hefði átt að tapa með svo miklum mun. Það verður þó að taka með í reikninginn að þessir leikir voru fyrstu Evrópu- leikir Breiðabliks og leikmenn liðsins ekki með mikla reynslu sem óneitanlega þarf í leiki sem þessa. Víkingur og Stjarnan eiga erf- iða leiki fyrir höndum í Evrópu- keppninnni. Bæði drógust þau gegn sterkum liðum frá Norður- löndum. Víkingar gegn dönsku meisturunum Kolding og Stjarn- an gegn Urædd. Möguleikar eru þó vissulega fyrir hendi og með góðum leik hér heima og stuðn- ing áhorfenda ættu bæði liðin að eiga möguleika á sæti í 3. umferð. Nú er lokið tveimur fyrstu um- ferðunum í íslandsmótinu í hand- knattleik. Allt bendir til að spennan verði mikil í vetur og mótið skemmtilegt. Liðin eru nokkuð jöfn og líklega munu 4-5 lið berjast um sigur í deildinni. Nýliðarnir frá Akureyri komu á óvart gegn Val. Þeir léku á köflum mjög vel, en vantar greinilega reynslu. FH og Víking- ur hafa byrjað mótið af krafti og sigrað í báðum leikjum sínum. KA vann sinn fyrsta sigur gegn vængbrotnu liði Fram og Blikarn- ir virðast loks komnir í gang og sigruðu Stjörnuna. Það eru þó aðeins tvær umferðir búnar af mótinu og of snemmt fyrir alla spádóma. Það virðast engin takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á eitt lið. Framarar hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Áður en keppnistímabilið hófst voru þeir taldir með sigurstrang- legustu liðum, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Sex leik- menn eru meiddir, þaraf þrjár stórskyttur sem hefðu án efa skorað meirihluta marka Fram í vetur. Atli Hilmarsson, Hannes Leifsson og Egill Jóhannesson og nú síðast Birgir Sigurðsson. Þeir leika líklega ekki með fyrr en í síðari umferðinni og möguleikar Fram á íslandsmeistaratitlinum heldur litlir. ÍÞRÓTTASPEGILL LOGI B. EIÐSSON 20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.