Þjóðviljinn - 11.10.1987, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 11.10.1987, Blaðsíða 24
Stjörnurnar trekkja íslenska landsliðið í hand- bolta er komið í heimsklassa eins og þjóðin veit og hreykist af. Því hefur mörgum þótt það undarleg þróun síðustu árin að æ færri áhorfendur láta sjá sig á íslandsmótinu hér heima. Það hefur verið skýrt með því að helstu stjörnur vorar skíni á erlenda grund, enda eru nú tugir leikmanna sem spila með erlendum lið- um. Það voru því gleðitíðindi þegar kanónur á borð við Atla Hilmarsson og Sigurð Gunnarsson sneru heim og markvörðurinn frækni Einar Þorvarðarson - sem raunar hefur viðurnefnið Einar Ver - bættist (þann hóp. Og nú þegar þykjast menn merkja breytingar í átt til hins betra, áhorfendur eru að taka við sér og það er aftur orðið kátt í höllinni... ■ Blaðamenn læstir inni Svo sem afrugluðum sjón- varpsneytendum er kunnugt stendur nú yfir mikil spurn- ingakeppni milli fjölmiðlanna á Stöð 2. Tveir eru í hverju liði og er keppnin með útsláttar- fyrirkomulagi þannig að í lokin stendur eitt lið uppi sem sigur- vegari. Fjölmiðlarnir taka þessa keppni mishátíðlega, en ekkert kemst þó í sam- jöfnuð við undirbúning hjá liðsmönnum eins dagblað- anna, - og tekið skal fram að ekki er um Þjóðviljann að ræða. Þegar ritstjórinn frétti hvað til stæði var hóað saman fundi til að finna helstu mannvitsbrekkurnar á blað- inu. Tveir voru valdir og snimmendis leystir frá störf- um og lokaðir inni í herbergi. Þar máttu þeir dúsa, æfa sig í spurningaleikjum og lesa uppsláttarbækur spjaldanna á milli. Ritstjórinn metnaðar- fulli sagði liðsmönnum sínum að kaupa allar bækur sem þeir vildu og yfirhöfuð beita öllum tiltækum ráðum til að sigra. Og eftir margra daga strit mættu kapparnir í stúdíó til að verja heiðurs blaðsins. Þeir töpuðu í fyrstu umferð... ■ Ragnhildur og Salóme óánægðar Gamla brýnið, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sigr- aði þær Ragnhildi og Sal- óme í slagnum um forseta- embættið í efri deild þingsins. Þar með er Ijóst að konur eru rúnar öllum vegtyllum í Sjálf- stæðisflokknum, enda er jafnréttið skammt á veg komið í flokki þar. Þærstöllurmunu hinsvegar naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki samstillt kraftana gegn Þorvaldi - báðar vildu í stólinn og því fór sem fór. En það má búast við að sjálfs- tæðiskonur láti í sér heyra á næstunni... ■ í vetur bjóða þaulvanir fararstjórar Flugleiða nýja og gamalreynda farþega velkomna til hinnar fögru eyjar GRAN CANARIA, þar sem náðugir dagar fara í hönd á þægilegum gististöðum, íslenskum Kanaríförum að góðu kunnir, t.d. San Valentin Park, Bungalow Holican og Bungalow Princess. Nýtt íbúðahótel bætist í hópinn, Corona Blanca. Beint flug án millilendinga til Gran Canaria: Sunnudaginn 01.11 ’87 27 daga ferð Föstudaginn 27.11 ’87 3ja vikna ferð Föstudaginn 18.12 ’87 3ja vikna ferð Föstudaginn 08.01 ’88 3ja vikna ferð Föstudaginn 29.01 ’88 3ja vikna ferð Föstudaginn 19.02 ’88 3ja vikna ferð Föstudaginn 11.03 ’88 2ja vikna ferð Föstudaginn 25.03 ’88 2ja vikna páskaferð Föstudaginn 08.04 ’88 2ja og 3ja vikna ferðir með heimflugi um Londont *Tvær nætur í London og er gistingin ekki innifalin í neðangreindu verði. Möguleiki er að framlengja dvölina í London. Verðdæmi: Miðað er við tvo í íbúð. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. • Frá kr. 44.777 á mann í íbúð á Corona Blanca í 27 daga, 1.-27. nóv. • Frá kr. 37.376 á mann í íbúð á Corona Blanca í tvær vikur. Brottfarir 11. og 25. mars 1988 og 8. apríl 1988. Upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIÐIR fyrír þíg FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann sill fag! Póslhússlrœli 13 - Sími 26900 FEBPft. MtDSTÚDiN Aðalstræti 9, Sími: 28133 Ferdaskrifstofa Snorrabraut 29 Simi 26100 (ttUXVTMC Hallveigarstíg 1, Sími: 28388 FERÐASKRÍFSIOFAN JIAFUS Kirkjutorgi 4 Sími 622 011

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.