Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. október 1987 230. tölublað 52. örgangur Borgarstjórn SVR hækkar - SVR kemur vart til að hagn- ast á fargjaldahækkuninni ef reyndin verður sú að fólk hættir í stórum stfl að notfæra sér strætis- vagnana, sagði Hallur Magnús- son, varaborgarfulltrúi Fram- sóknar á borgarstjórnarfundi í gær, þegar 21% hækkun far- gjalda SVR var samþykkt með at- kvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks. Við umræður lýstu fulltrúar Alþýðubandalags, Framsóknar og Kvennalista því yfir að nær væri að bæta þjónustu strætis- vagnanna og fjölga ferðum. - Þá væri kanski von til þess að hægt væri að fjölga farþegum og skapa raunverulegan valkost við einka- bílinn, sagði Guðrún Ágústsdótt- ir, Aiþýðubandalagi. Bjarni P. Magnússon sagðist styðja hækkunina vegna þess að SVR ætti við rekstravanda að gh'ma. - Fækkun farþega er staðreynd og við verðum einfald- lega að axla þá ábyrgð sem fylgir því að standa í svona rekstri, sagði Bjarni. -rk Kjaramál Fulla verðtryggingu Guðmundur Þ. Jónsson, Iðju: Skilyrðislaus krafa. Tökum skerðingu kaupmáttar ekki þegjandi. Benedikt Davíðsson, Sambandi bygginga- manna: Verðtrygging óhjákvæmileg. Fjárlagafrumvarpið haldlítið plagg að er alveg Ijóst að við gerum r skilyrðislausa kröfu um fulla verðtryggingu launa í næstu samningum. Við líðum ekki kaupmáttarskerðingu launa, sagði Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju - félags verk- smiðjufólks í samtali við Þjóðvilj- ann í gær um forsendur fjárlaga- frumvarpsins. Guðmundur Þ. Jónsson sagði að það væri höfuðatriði í næstu samningum að kaupmátturinn yrði tryggður. - í mínum huga kemur ekki annað til greina, ef við eigum ekki að glutra niður kaupmættinum, eins og boðað er í fjálagafrumvarpinu og helst verðum við að sækja meira, sagði Guðmundur. í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir að kauptaxtar hækki að meðaltali um 7% á næsta ári á sama tíma og reiknað er með 10% verðbreytingum. - Það má öllum vera ljóst að við hljótum að krefjast verðtryggingar launa. Ef við ger- um samninga sem eiga að halda lengur en þrjá mánuði, þá er ann- að óhjákvæmilegt, sagði Bene- dikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingamanna. - Mér finnst þetta ekki trú- verðugt. Allra síst eftir síðustu aðgerðir stjórnvalda með auknum álögum á matvæli. Þetta er heldur ómerkilegt plagg ef það er byggt á forsendum sem þess- um, sagði Benedikt Davíðsson. - Við höfum þegar fengið smjörþefinn af kjaraskerðingar- áformunum með matarskattin- um. Skattlagning á matvælum kemur verst niður á þeim sem síst skyldi. Lágtekjufólkiðeyðirhlut- fallslega stærri hluta tekna sinna í kaup á matvöru, en þeir tekju- hærri og þetta verður að fást bætt í næstu samningum, sagði Guð- mundur. -rk Norðfirðingar Hugað að áfengisútsölu Höskuldur Jónsson, forstjóri Á TVR: Höfum verið að skyggnast um eftir hentugu húsnœði íbúar á Neskaupstað mega gera sér vonir um að Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins sjái aiAnur á þeim og opni áfengisútsölu á staðnum. I siðustu sveitarstjórn- arkosningum lýsti meirhluti íbú- anna sig meðmælta því að fá áf- engisútsölu í bæinn. ATVR hefur kannað hvaða húsnæði er í boði til að hýsa sopann ef af verður að ATVR opni útsöiu á Neskaup- stað. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaks- verzlunarinnar, hafa engar á- kvarðanir verið teknar um opnun á áfengisútsölu á Neskaupstað. - Við höfum litið á húsnæði sem er í boði. En ef af verður, þá höfum við helst hug á að útsalan yrði rekin í samvinnu við aðra starfsemi sem er fyrir hendi, sagði Höskuldur. - Við höfum ekki í huga að setja upp neina stórverslun, held- ur aðeins verslun sem gæti sinnt venjulegum þörfum manna í til- tölulega fámennu byggðarlagi. Pöntunarþjónusta gæti síðan leyst úr sérþörfum manna í þess- um efnum, sagði Höskuldur. ÁTVR opnar um næstu mán- aðamót áfengisútsölu í Ólafsvík og sagði Höskuldur að æskilegt væri að einhver reynsla væri kom- in af rekstrinum þar, áður en ákvörðun yrði tekin um útsölu á Neskaupstað. Á Seyðisfirði er eina áfengis- útsalan á Austurlandi. Að vonum er því margan Ausfirðinginn far- ið að lengja eftir því að útsölu- stöðunum fjölgi í fjórðungnum. - rk Dagvistarmál íhaldið hafnaði lausn íhaldið í borgarstjórn vísaði tillögu minnihlutans um þriggja ára átak til lausnar dagvistar- vandanum frá á borgarstjórnar- fundi f gærkvöldi. Allir sem einn greiddu meirihlutafulltrúarnir atkvæði með frávísun. - Samhenntur meirhluti í- haldsins laut svo lágt að afgreiða tillögu minnihlutans með dylgj- um, gífuryrðum og útúrsnúningi, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins. - Það fór lítið fyrir málefna- legum forsendum í frávísunartil- lögu meirihlutans sagði Kristín. I frávísunartillögu Sjálfstæðis- manna segir að tilllaga minnihlut- ans um þriggja ára átak til lausnar dagvistarvandanum sé óábyrg sýndartillaga. -rk gærkvöldi voai kjörnir á félagsfundi ABR 100 aðalfulltrúar og jafnmargir varamenn til að fara á landsfund Alþýðubanda- lagsins sem haldinn verður í Reykjavík 5.-8. nóvember n.k. Gífurlegur fjöldi mætti til fundarins en þegar Þjóðviljinn fór í, prentun var ekki búið aö telja enda er það ekki áhlaupaverk þegar hátt á þriðja hundrað manns eru í framboöi. Flest félög í Alþýðubandalaginu hafa nú tilnefnt fulltrúa sína en önnur gera það á næstu dögum. Samkvæmt lögum flokksins skal halda reglulegan landsfund annað hvert ár en síðasti landsfundur var haldinn í Reykjavík haustið 1985. Ríkisstjórnin Gengisstefnan ótraust Utandagskrárumræða um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi ígœr. Ólafur Ragnar Grímsson: Eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar tilbúnir að leggja líf hennar að veði fyrir fastgengisstefnu? Engin skýr svör fengust frá for- sætisráðherra og fjármála- ráðherra í utandagskrárumræðu um cfnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar á Alþingi í gær, hvort stjórnin hyggðist standa við fastgengisstefnuna í ár og á næsta ári. í stað þess ræddu ráðherr- arnir almennt um aðgerðir stjórnarinnar í efnahagsmálum og töldu þær aðgerðir nægilega skýrt svar um gengisstefnuna. Það var Ólafur Ragnar Gríms- son sem hóf þessa umræðu og fór fram á það að ráðherrarnir legðu líf ríkisstjórnarinnar að veði fyrir fastgengisstefnuna. Þá fór Ólafur fram á skýr svör um stöðu fjár- lagafrumvarpsins, sem landbún- aðarráðherra hefur samþykkt með fyrirvara. Einnig bað Ólafur Ragnar um svör við bréfi Ás- mundar Stefánssonar til forsætis- ráðherra. Mikill fjöldi þingmanna tók þátt í umræðunni og voru fulltrú- ar stjórnarandstöðunnar sam- mála um að svör ráðherranna væru mjög loðin og gengisstefnan því afar ótraust. - Sáf Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.