Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 3
____________________________FRÉTT1R__________________________ Alþingi Stjómin falli með genginu Utandagskrárumrœða um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gœr Eg fer fram á það að forsætis- ráðherra lýsi því yfir afdrátt- arlaust, að ríkisstjórnin muni hvorki á þessu ári né næsta fella gengi krónunnar og leggi líf ríkis- stjórnarinnar að veði. Að stjórn- in fari frá ef nauðsynlegt reynist að fella gengið. Að líf stjórnar- innar og gengi krónunnar verði tengt saman, sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson m.a. í utandagskrár- umræðu um síðustu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um. Ólafur Ragnar fór fram á þessa umræðu og gagnrýndi hann harð- lega þau vinnubrögð sem fjár- málaráðherra hafði við samningu fjárlagafrumvarpsins. Hann spurði hvaða stöðu þetta „rósa- frumvarp" Jóns Baldvins hefði þar sem ljóst væri að það nyti ekki stuðnings eins ráðherrans, en haft er eftir Jóni Helgasyni, landbúnaðarráðherra, í Tíman- um í gær að hann sé ósáttur við tillögur Jóns. Þá bað Ólafur Ragnar um skýr svör við bréfi Ásmundar Stefáns- sonar til forsætisráðherra um að hætt verði við matarskattinn, en við síðustu samninga lofaði ríkis- stjórnin að vera ekki með hækk- anir umfram almennar verð- lagsþróanir. „Eina svarið sem Ásmundur hefur fengið er skæt- ingur frá forsætisráðherra í blöð- um.“ Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, tók næstur til máls og taldi ræðu Ólafs Ragnars bera keim af framboðsræðu til formannsem- bættis Alþýðubandalagsins. For- sætisráðherra var ekki tilbúinn að leggja líf ríkisstjórnarinnar að veði. „Það hefur verið ákveðið að halda fast við fastgengisstefnuna einsog sést á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Fastgengisstefnan hefur verið, er og verður horns- teinn ríkisstjórnarinnar." Þorsteinn sagði að það kynnu að vera uppi efasemdir um það hvort fastgengisstefnan standist en að með þessum aðgerðum hafi verið tekin af öll tvímæli um að ríkisstjórnin ætli að halda við fastgengisstefnuna. Þá neitaði Þorsteinn því að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna einsog segir í bréfi Ásmundar Stefáns- sonar. Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra sagði það rangt að Framsóknarflokkurinn stæði ekki að frumvarpinu. „Við styðj- um heilshugar grundvallaratriði þess að það sé afgreitt halla- laust.“ Þá taldi hann ekkert óvanalegt við fyrirvara landbún- aðarráðherra. Albert Guðmundsson sagði að svör Þorsteins Pálssonar við tímabærum spurningum Ólafs Ragnars hefðu ekki verið nein svör heldur dylgjur sem skiptu efnahagsumræðuna engu máli. Sagðist hann vera engu nær um það hvort ríkisstjórnin stæði eða félli með einhverri stefnu, hvað þá að ríkisstjórninni takist að halda genginu stöðugu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, gaf heldur engin skýr svör um það hvort ríkisstjórnin stæði eða félli með fastgengisstefnunni. Sagði hann einsog Þorsteinn að með aðgerð- um sínum hefði ríkisstjórnin tekið af öll tvímæli um að hún ætli ekki að fella gengið. Jón Baldvin sagðist hafa átt fund með atvinnurekendum þar sem komið hefðu fram skiptar skoðanir um hvort gengið skuli fellt. Sagði hann að aðilar sjávar- útvegsins væru andvígir slíkum skottulækningum. Sagðist hann telja sig hafa vísað á bug öllum hugmyndum um gengislækkun. Nú-væri eftir að sjá hvort for- svarsmenn atvinnulífsins hegði sér í samræmi við þetta. Hvað matarskattinn varðaði þá kvaðst Jón Baldvin vera tilbú- inn að ræða frestun hans við for- svarsmenn verkalýðshreyfingar- innar svo fremi það leiði til hag- stæðari kjarasamninga fyrir at- vinnurekendur. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, tók undir með Al- berti Guðmundssyni að ráðherr- arnir treystu sér auðheyrilega ekki til þess að gefa skýr svör. Svavar Gestsson sagði augljóst að fastgengisstefnan fái ekki staðist miðað við horfur í efna- hagsmálum. Erlendar lántökur á næsta ári verða 8 milljarðar króna, viðskiptahalli um 5 milljarðar. „Fastgengisstefnan á að byggjast á óbreyttum kaup- mætti á næsta ári en það verður ekki liðið. Ríkisstjórn sem byrjar sinn feril með siðlausum árásum á hag láglaunafólks. Ríkisstjórn sem efnir til illinda við verka- lýðshreyfinguna, út af ráðstöfun- um sem kynntar hafa verið und- anfarna daga. Slík ríkisstjórn ræður ekki við þann efnahags- vanda sem nú er uppi.“ Svavar taldi aðalatriðin vera þau að gengisstefnan væri ó- traust, yfirlýsingar ráðherranna um fast gengi loðnar, allsstaðar smugur á milli setninga og auka- setninga. Þá sagði hann að fjár- lagafrumvarpið væri ekki fjárlag- afrumvarp ríkisstjórnarinnar í heild, því landbúnaðarráðherra styðji aðeins tekjuhlið frum- varpsins. í þriðja lagi taldi Svavar augljóst að ríkisstjórnin væri ekki tilbúin að draga til baka matar- skattana til að koma til móts við verkalýðshreyfinguna þannig að eðlilegt andrúmsloft skapist._Sáf RALA Röng vúinubrögð Þorsteinn Tómasson: Þörfinfyrir rannsóknir og þekkingaröflun aldrei brýnni en nú. Tilraunastöðv- arnar skornar burt. Landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna nefnd til að leita leiða Við erum riijög óhressir með þessa niðurstöðu og ég tel að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða fyrir landbúnaðinn, sem nú stendur á tímamótum. Það er ekki síður þörf fyrir rannsóknir núna þegar verið er að söðla um í landbúnaðinum. Þörfin hefur sennilega aldrei verið jafn brýn og nú fyrir rannsóknir og þekk- ingaröflun, sagði Þorsteinn Tóm- asson, forstjóri Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, við Þjóð- viljann. I fjárlögum fyrir næsta ár er skorið mjög harkalega niður við Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og fjárveitingar til allra til- raunastöðva fyrir utan tilrauna- stöðina að Sámsstöðum, skornar burt. Jón Helgason, landbúnað- arráðherra samþykkti frumvarp- ið með fyrirvara um niðurskurð- inn til þeirra stofnana sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið. Að hans frumkvæði var skipuð þriggja manna nefnd til að fjalla um niðurskurðinn og finna leiðir fyrir stofnanirnar til að halda starfseminni gangandi. í nefnd- inni sitja þeir Páll Pétursson, Egill Jónsson og Eiður Guðna- son. „Það eru ekki síst vinnubrögð fjármálaráðherra, sem við gagnrýnum,“ sagði Þorsteinn Tómasson. „Fjármálaráðherra hefur tekið upp á sína arma að leggja faglegt mat á þessar stofn- Dr. ÞorsteinnTómasson: Gagnrýnum vinnubrögð fjármálaráðherra. anir, án þess að það hafi farið fram rökræn umræða um stofn- anirnar. Þetta eru röng vinnu- brögð og við mótmælum aðferð- inni. Hafi ráðuneytið hug á hag- ræðingu hjá þessum stofnunum hefði átt að ræða slíkt við hlutað- eigandi. Svona vinnubrögð hafa mjög slæm áhrif á aðra starfsemi stofnunarinnar.“ Meðal þeirra rannsókna sem eru í undirbúningi hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins má nefna að í undirbúningi var mikið verkefni hvað varðar sauðfjárr- ækt. „Á því sviði er nú brýnni þörf en áður að leita leiða úr þeim ógöngum sem hinn hefðbundni búskapur er í,“ sagði Þorsteinn að lokum. -Sáf Fjárlagafrumvarpið Hallar á sveitarfélögin 100 miljónir duga skammt til að sinna stórauknum verkefnum. Ýmsum velferðar- og menningarverkefn- um stefnt í voða Fjárlögin Misræmi Reykjavíkúrborg reiknar með mun meiri verð- bólgu en ríkissjóður Við gerð fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að verðlag hækki ekki nema tæp 10% frá upphafi til loka árs 1988 en það þýðir að meðalverðlag 1988 á ekki að vcra nema 17-18% hærra en á yfirstandandi ári. Sam- kvæmt upplýsingum Eggcrts Jónssonar borgarhagfræðings mun til að byrja með verða reiknað með 22% hækkun með- alverðlags við gerð fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar. Ekki er vitað hvað veldur meiri bjartsýni hjá borg en ríki. Það skiptir reyndar ekki sköpum fyrir ríkissjóð hvort verðbólga fer fram úr spá því að stór hluti tekna fylgir sjálfkrafa verðlagsbreyt- ingum. Við kynningu á fjárlagafrum- varpinu var lögð töluverð áhersla á að til stæði að auka valddreifingu sveitarfélaga. Það yrði gert með því að færa verk- efni frá ríkinu til sveitarfélaga en þeim jafnframt tryggðar meiri tekjur. M.a. er gert er ráð fyrir eftirfarandi breytingum. Ríkið hætti að greiða helming launa kennara í tónlistarskólum, 153 miljónir króna miðað við 17% hækkun á núgildandi fjár- lögum. Ríkið greiði ekki lengur helm- ing stofnkostnaðar við leikskóla og dagheimili. Framlag ríkisins hefur skilað sér seint og talsmenn sveitarfélaga telja það allt of lágt í ár. Til að halda í horfinu ætti það að vera 50 miljónir króna á næsta ári. Framlög ríkisins í íþróttasjóð verða afnumin. Fé úr honum hef- ur aðallega verið nýtt til að greiða að hluta kostnað við byggingu fþróttahúsa. Mikið hefur verið kvartað yfir því hvað sjóðurinn hefur verið rýr. Framlag til hans hefði þurft að vera 47 miljónir króna til að verða ekki minna en í ár. Félagsheimilasjóður verður lagður niður. Hann hefur lengi verið það lítill að sveitarfélög hafa þurft að bíða í mörg ár eftir fjárveitingu. Framlag til hans hefði þurft að vera 14 miljónir á næsta ári ef halda hefði átt í horf- inu. Til að sveitarfélögin geti mætt þessum auknu álögum ásamt því að standa ein undir kostnaði af heimaþjónustu við aldraða er lagt til í fjárlagafrumvarpinu að 100 miljónir króna verði settar í sérstaka deild í Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Mikill kurr er í sveitarstjórnar- mönnum vegna þessa máls. Þeir hafa margir viljað breytta verk- efnaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga en telja að við þær breyting- ar verði að ríkja fjárhagslegt jafnræði. Föstudagur 16. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.