Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 15
Körfubolti Urvalsdeildin hefst í kvöld Það er engu líkara en tvær aukahendur hafi vaxið á Birgi Mikalesson er hann skorar fyrir KR gegn Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. KR-ingar mæta Grindvíkingum í fyrstu umferð, en Valsmenn taka á móti UBK. Mynd:E.ÓI. Úrvalsdeildin í körfuknattleik hefst í kvöld með leik ÍR og UMFN í Njarðvík. Fyrirkomu- laginu hefur verið breytt töluvert síðan í fyrra. Níu lið taka nú þátt í deildinni og fjögur þeirra fara í úrslitakeppnina. Fjölgun liða í Úrvaldsdeildinni fækkaði leikjum liðanna úr 20 í 16. Á móti kemur að hver leikur hefur meira vægi og þannig ætti spennan að vera meiri í deildinni. Með fleiri liðum fá áhorfendur meiri fjölbreytni og þurfa ekki að horfa á sömu liðin leika 4-8 sinn- um á ári. Loks kemur þetta til með að auka breiddina í íslensk- um körfuknattleik, en flestir vita að hún hefur ekki verið sérlega mikil. Með fjölgun liðanna hefur breiddin aukist í deildinni, en þó má reikna með að slagurinn standi milli sömu liða og í fyrra. Njarðvíkingar verða að teljast sigurstranglegastir. Þeir eru með sama lið og í fyrra, auk Sturlu Örlygssonar sem hefur að nýju gengið til liðs við íslandsmeistar- ana. Þeir unnu alla titlana í fyrra nokkuð örugglega og hljóta að teljast líklegastir til sigurs. Valsmenn koma til með að veita þeim harða keppni eins og í fyrra. Þeir hafa fengið Þorvald Geirsson úr Fram og hann kemur til með að styrkja liðið. Þeir hafa Staðan 1. deild karla: FH 129-83 8 Valur 85-63 7 Víkingur 107-93 6 Stjarnan 96-105 4 UBK 82-78 4 KR 97-97 4 IR 82-97 2 KA 74-88 2 Fram 84-97 1 Þór 77-112 0 1. deild kvenna: Valur................3 2 0 1 51-42 4 Fram.................2 2 0 0 43-36 4 Haukar...............2 1 0 1 46-35 2 FH...................2 1 0 1 31-28 2 Víkingur.............3 1 0 2 59-58 2 Stjarnan.............2 1 0 1 44-47 2 KR...................2 1 0 1 30-38 2 Þróttur..............2 0 0 2 27-45 0 Kvennahandbolti Öruggur Valssigur Valsstúlkur unnu öruggan sigur yfir Víkinguin í 1. deild kvenna í handknattlcik, 24-16. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik var staðan 10-9, Valsstúlkum í vil. Það var ekki fyrr en í upphafi síðari hálfleiks að Valsstúlkurnar náðu undirtökunum. Þær léku vel í síðari hálfleik og sigurinn öruggur. Guðrún Kristjánsdóttir átti góðan leik í liði Vals og Erna Lúðvíksdóttir lék einnig vel. Hjá Víkingum var Valdís Birgisdóttir mest áberandi. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 6, Guðrún Kristjánsdóttir 6, Magnea Friðriksdóttir 4, Katrín Friðriksen 4, Ásta Sveinsdóttir 2, Björg Guðmundsdóttir 1 og Ragnhildur Skúladóttir 1. Mörk Víkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 5, Inga Lára Þórisdóttir 4, Valdís Birgisdóttir 3, Jóna Bjarnadóttir 2, Svava Baldvinsdótt- ir 1 og Heiða Erlingsdóttir. -BG Körfubolti Fimm nýir þjálfarar Sex lið í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik hafa skipt um þjálfara. Það eru því aðeins þrjú lið sem mæta til leiks með sömu þjáifara og í fyrra. Nágrannarnir í Keflavík og Njarðvík eru með sömu þjálfara og í fyrra. Valur Ingimundarson þjálfar Njarðvíkinga, auk þess að leika með liðinu og Gunnar Þor- varðarson þjálfar lið ÍBK. Þá mun Einar Bollason þjálfa ÍR- inga áfram. Tveir Bandaríkjamenn munu þjálfa lið í Úrvaldsdeildinni. Ste- ve Bergman leysir landa sinn, John West, af hjá Valsmönnum og Brad Casy kemur í stað Ric- hard Ross sem þjálfari Grindvík- inga. Pálmar Sigurðsson mun þjálfa og leika með liði Hauka. Hann kemur í stað Jóns Sigurðssonar. Birgir Guðbjörnsson kemur í stað Gunnars Gunnarssonar og þjálfar lið KR. Birgir þjálfaði Framara í fyrra. Þröstur Guðjónsson þjálfar lið Þórs, en Ivar Webster sem þjálf- aði liðið í fyrra hefur gengið til liðs við Hauka að nýju. Sigurður Hjörleifsson þjálfar lið UBK í stað Stefáns Árnarsonar. -Ibe England Bremner vill Quinn Billy Bremner, framkvæmda- stjóri Leeds er ekki ánægður með gengi liðsins, frekar en aðrir innan félagsins. Hann segir að hressa þurfi uppá framlínu liðsins og vill kaupa helsta marka- skorara Portsmouth, Mick Qu- inn. Bremner reyndi að fá Adrian Heath frá Everton, en hafði ekki 8. vika a-SQl-QircQWCO Charlton-Derby...............................2 x 2 2 1 1 2 x x Chelsea-Coventry.............................1 11111111 Liverpool-Q.P.R...............................1 1 1 1 1 1 1 1 x Luton-Wimbledon...............................1 2 1 x 1 1 1 1 x Manchester United-Norwich.....................x 11111111 Newcastle-Everton.............................2 2 2 2 2 1 2 x2 Nott.Forest-Sheff.Wed.........................1 1 1 1 1 1 1 1 1 Oxford-West Ham...............................2 111x1112 Southampton-Watford...........................1 x 1 2 1 1 1 1 2 Barnsley-Hull.................................1 1 1 x 1 1 1 1 x Plymouth-Leeds................................1 2 2 1x21x2 Sheff.United-Leicester........................2 x 2 x 1 1x1 1 Það var enginn með 12 rétta í síðustu viku og vinningspotturinn kr. 473.098 leggst því við vinninginn um helgina. Fjórir voru með 11 rétta oq fékk hver 50.689. þó misst Sturlu, en hann lék mjög vel í fyrra. Keflvíkingar komu einnig til með að blanda sér í toppbarátt- una. Þeir hafa fengið tvo sterka leikmenn frá Bandaríkjunum, Axel Nikulásson og Magnús Guðfinnsson, en einn af lykil- mönnum þeirra, Gylfi Þorkels- son er meiddur. Lið KR hefur styrkst töluvert frá því í fyrra. Birgir Mikaelsson er genginn til liðs við KR-inga, eftir eins árs dvöl í Bandaríkjun- um. Þá gekk Símon Ólafsson til liðs við KR-inga, úr Fram. Haukar eru einnig líklegir til að blanda sér f toppbaráttuna. Þeir hafa fengið ívar Webster aft- ur frá Þórsurum, en að öðru leyti er lið þeirra óbreytt. Lykilmaður þeirra, Pálmar Sigurðsson, á erf- itt verkefni fyrir höndum, því auk þess að leika með liðinu þjálfar hann einnig. ÍR-ingar sigruðu í 1. deildinni í fyrra og gætu blandað sér í slaginn um sæti í úrslitakeppn- inni. Lið þeirra hefur ekki tekið neinum breytingum frá því í fyrra. Grindvíkingar eru með mjög ungt lið og eiga erfiðan vetur fyrir höndum. Lykilmaður þeirra er landsliðsmaðurinn sterki Guð- mundur Bragason, en liðið hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í fyrra. Þórsarar hafa misst nokkra leikmenn frá því í fyrra og munar þar mestu um ívar Webster. Þeir koma til með að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Breiðablik er það lið sem síðast kom inn. Þeir höfnuðu í 4. sæti í 1. deild og stökkið því mikið. Þeir verða án efa í botnbaráttunni, en munu án efa ekki gefa neitt eftir. Fyrsti leikurinn er UMFN-ÍR í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu í Njarðvík. Á morgun leika Haukar og Þór í íþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 14. Síðustu leikir fyrstu umferðar verða svo á sunnudagskvöld kl. 20. Þá leika Valur og UBK í Valshúsinu og UMFG tekur á móti KR-ingum í Grindavík. -Ibe ráð á honum frekar en Duncan Shearer frá Huddersfield. Báðir kostuðu þeir um hálfa milljón punda og það var of mikið fyrir Bremner. Mick Quinn var markahæsti leikmaður 2. deildarinnar í fyrra, en hefur þurft að sitja á vara- mannabekknum hjá Portsmouth í mörgum leikjum liðsins. -Ibe Föstudagur 16. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1{ MANNVIST í ÞÉTTBÝLI VERÐLAUNA- SAMKEPPNI í tilefni 75 ára afmælis Læknablaðsins hafa læknafélögin ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni er fjalli um viðfangsefnið „MANNVIST í ÞÉTTBÝLI11. Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og umhverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlífi og bættu andlegu og líkamlegu atgervi komandi kynslóða. Eins og nafn keppninnar „mannvist í þéttbýli" ber með sér, er viðfangsefnið víðfeðmt og efnisval innan ramma þess nokkuð frjálst. Keppendum er frjálst að taka fyrir skipulagsmál, húsnæðismál, umhverfismál eða einhverja þætti þessara málaflokka, svo sem uppeldismál, skólamál, íþrótta- og útivistarmál, húsnæðismál og félagslega þjónustu, heilbrigðisþjónustu, tómstunda- og menningarmál svo fátt eitt sé nefnt. Frjálst er að taka á þessu viðfangsefni á fjölbreytilegan hátt og koma til greina ritgerðir, uppdrættir, myndbönd, myndir, ljóð og hvaðeina sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform. Þátttaka er öllum heimil. Verðlaunafé er samtals kr. 500.000. Skilafrestur er til 29. febrúar 1988. Samkeppnisskilmála er hægt að fá á skrifstofu læknafélaganna í Domus Medica, Egilsgötu 3, Reykjavík, sími 91-18331. Dómnefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.