Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 5
Indverski herinn sem situr um Jaffnaborg á Sri Lanka tilbúinn íslaginn. Óljóst hve margir frelsistígrar eru í borginni Indverskir hermenn sitja nú þúsundum saman um Jaffna- borg í norðurhluta Sri Lanka, höfuðvígi frelsistígra Tamfla. Herinn er studdur stórskotaliði og vígvélum og er sagður reiðu- búinn í lokauppgjörið. Bardagar við Jaffnaborg hafa staðið síðan á laugardag, og að sögn ríkisútvarpsins á Sri Lanka tóku tígrarnir fimm indverska hermenn höndum og brenndu þá lifandi. Að sögn útvarpsstöðvar- innar voru logandi bfldekk hengd um háls mönnunum. Búist er við að indversku her- deildirnar láti til skarar skríða á hverri stundu. Um er að ræða að minnsta kosti 6,000 hermenn, en undanfarna daga hafa þeir skipað liði sínu við borgarmörkin. Y firmaður í her Sri Lanka segir að herinn hafi haldið uppi skot- hríð á borgina til að draga víga- móðinn úr andstæðingum sínum. Indverska sendiráðið gerði hvorki að játa né neita þessum upplýsingum. Indverskir embættismenn giska á að um 2,500 frelsistígrar séu í Jaffnaborg, en í tilbót hafa þeir stuðningsmenn og er ekki vitað hve margir þeir eru, þar sem menn greinir mjög á um hversu margir Tamílar hafa gegnt kalli foringja sinna um að safnast saman í Jaffna fyrir lokabardag- ann. Tamílar hafa síðustu daga aukið umsvif sín á austurhluta eyjarinnar, en almennt er talið að þær aðgerðir miðist að því að Fórnarlamb borgarastyrjaldarinnar á Sri Lanka borið á brott. Lokauppgjörið stendur nú fyrir dyrum, en indverskar hersveitir sitja um höfuðvígi tamílska minnihlutans, Jaffnaborg. draga athyglina frá Jaffna og losa um umsátrið. Sókn indversku hermannanna gegn Jaffna hófst síðastliðinn laugardag, eftir að tígrarnir drápu um 200 Sinhalesa til að hefna 15 félaga sinna sem frömdu sjálfsmorð í fangelsum stjórnar- innar. Fjöldi Tamíla býr í suðurhluta Indlands, en þarlend stjórnvöld undirrituðu samkomulag við stjórn Sri Lanka 29. júlí síð- astliðinn, og miðaði samkomu- lagið að því að binda endi á borg- arastyrjöldina í eyríkinu, en hún hefur nú staðið í fjögur ár. Stríðið stendur milli tamflsks minnihluta sem berjast fyrir sjálfstæðu föðurlandi og stjórnarinnar sem styðst við Sinhalesa, en þeir eru í miklum meirihluta meðal íbúa Sri Lanka. Um 12,000 indverskir her- menn voru sendir til landsins í kjölfar samkomulagsins. IIS Umsátrið um Jaffna Lokasókn á hveiri stundu I Brasilía Dansað gegn kjamaúrgangi Amazonindjánar stíga dans útifyrir forsetahöllinni og mótmœla með því áformum um að losa geislavirkan úrgang í regnskógana á Amazonsvœðinu Amazonindjánar stigu dans fyrir utan forsctahöllina í Brasilíu í fyrradag til að mótmæla þcim áformum stjórnvalda að losa geislavirkan úrgang í regn- skógana á Amazonsvæðinu. Um hundrað indjánar af Kaiapo-ættbálki ferðuðust 1200 kílómetra leið í þessu skyni, og með dansinum tjáðu þeir reiði sína vegna þeirra fyrirætlana Kjarnorkunefndarinnar að losa úrgang við hernaðarmannvirki í fylkinu Para. Forsending þessi olli alvarlegu slysi í fylkinu Goias í síðasta mánuði. Höfðingi ættbálksins, Tapiet, sagði að efnaúrgangurinn mundi ógna heilsu og lífsskilyrðum fólks síns, en ættbálkurinn heldur til í um 80 kílómetra fjarlægð frá fyrirhugaðri endastöð úrgangs- ins. Indjánar þeir sem hér um ræðir eru um þrettán þúsund tals- ins. Fylkisstjórnarmenn í Para eru einnig æfir yfir ákvörðun nefnd- arinnar, en foseti landsins, Jose Sarney, hefur nú ákveðið að leggja fram frumvarp á þingi þess efnis að sérhvert fylki beri eitt og sjálft alla ábyrgð á eigin kjarna- úrgangi. I síðasta mánuði urðu að minnsta kosti 58 manns fyrir mengunareitrun er unglingar fundu geislavirk tæki sem skilin höfðu verið eftir í borginni Goi- ana. Tíu liggja nú þungt haldnir á hersjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Að sögn talsmanna sjúkrahússins hefur einn þegar misst framhand- legg, og hugsanlega þarf að skera hendur og fætur af öðrum sjúkl- ingi til að komast fyrir eitrunar- áhrifin. HS Indjánar í regnskógum Brasilíu reyna nú að hafa vit fyrir stjórnvöldum sínum og fá þau ofan af fyrirætlunum um að losa geislavirkan úrgang á Amazonsvæðið. Argentína Gemm verobólgusprengjuna óvirka Alfonsínforseti hvetur tilþjóðarsáttar um að vinna á verðbólgunni. Raul Alfonsín, forseti Argent- ínu, hvatti landsmenn í gær til að víkjast vcl við tilraunum stjórnar sinnar til að gera verð- bólgusprcngjuna óvirka, eins og hann komst að orði. Ákalli forset- ans var útvarpað fáeinum klukk- ustundum eftir að verðstöðvun og frystingu launa var komið á í landinu. „Verðbólga veldur óvissu. Hún er óréttlát og veldur mikilli spennu meðal þeirra sem vilja fá sitt til baka,“ sagði Alfonsin. Óhætt er að segja að verðbólg- an hafi verið komin á fulla ferð í Argentínu, en um það leyti er stjórnvöld gripu til sinna ráða var hún komin í 135%. Fyrri aðgerðir stjórnarinnar, Austral-áætlunin svokallaða, mistókust að mestu, en aðgerðir þessar draga nafn af gjaldmiðli landsins sem nefnist austral. Alfonsin hét á verkalýðsfé- laga, verkalýðsfélög og áhrifa- menn í viðskiptalífinu að koma til móts við stjórnina í þessum efn- um og koma á þjóðarsátt. „Allir verða að sameinast í baráttunni gegn verðbólgunni. Ein og sér megnar ríkisstjórnin ekki að vinna bug á henni,“ sagði forset- inn. Undirtektir hafa verið daufar, þrátt fyrir ákall forsetans. Verka- lýðsleiðtogar segja að launaleið- réttingar sem eiga að fylgja verð- og launastöðvuninni séu ó- fullnægjandi, og viðskipta- heimurinn efast um að aðgerðir stjórnarinnar dugi til að hemja verðbólguna. Verðbólga hefur verið hvað þrálátastur höfuðverkur stjórn- arinnar síðan hún komst til valda árið 1983, en þar áður ríkti her- foringjastjórn í átta ár. Meðal aðgerða Alfonsins var gengisfelling australsins um 10,8%. Tekið er fyrir launahækk- anir og verðstöðvun sett á.jjjg Föstudagur 16. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Filipseyjar Allsherjar- verkfall Stærsta verkalýðssamband Fil- ipseyja beitir sér fyrir dag- sverkfalli í dag, föstudag, til að leggja áherslu á kröfuna um hækkun lægstu launa. Verkalýðssambandið TUCP fylgir hófsamri stefnu, en í gær sögðu forvígismenn þess að verk- fallið í dag yrði til að stöðva sam- göngur í lofti og á landi, starfsemi banka og verksmiðja, og auk þess myndi hafnarvinna leggjast nið- ur. Róttæk verkalýðsfélög hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir TUCP, en þær koma í kjölfar misheppnaðra verkfallsaðgerða ýmissa verkalýðsfélaga að und- anfömu, og pólitísks óróa í landinu. Skæruliðar kommúnista í norðurhluta landsins hafa að sögn lýst því yfir að þeir muni ráðast gegn bandarískum her- stöðvum sem og diplómötum ef bandarísk stjórnvöld sýni lit á því að styðja setningu herlaga, eða geri sig líkleg til að stuðla að því að Aquino forseta verði steypt af stóli. Tvær stærstu herstöðvar Bandaríkjamanna á erlendri grund eru á Filipseyjum. Stjórnvöld á Filipseyjum halda því fram að hluti hersins hafi nýja valdaránstilraun á prjónunum. Bandarískir ráðamenn hafa hvað eftir annað borið af sér allar ásak- anir um að eiga hlutdeild í valda- ránstilraununum fimm sem reyndar hafa verið að undan- förnu. Forseti verkalýðssambandsins TUCP hefur hvatt verkamenn til að vera heima í dag en mæla ekki götur höfuðborgarinnar, og stuðla þar með að því fyrir sitt leyti að pólitísk spenna aukist enn frekar. Til verkfallsins var boðað þrátt fyrir fyrirheit Aquino að flýta af- greiðslu þingsins á frumvarpi um lágmarkslaun. Verkfallsmenn telja að frumvarpið gangi of skammt: „Við getum ekki beðið lengur, verkamenn svelta nú þeg- ar,“ sagði forseti TUCP.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.