Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 7
VanoaLevu VALETHI %>Qvatei Víti Levu .SINGAÍTOX'A, horizontW&Tí& ■hÖRFRÉTTIR mmm Persónudýrkunin á hinum ástsæla leiötoga og föðurlega marskálki þeirra Noröur-Kóreumanna, Kim II Sung, stendur með blóma víðar en á heimavígstöðvunum. Sér- stakur háskóli er starfræktur í Tókíó þar sem nemendur leggja sig eftir „Hugsunum Kim II Sungs.“ Hverskólastofaerprýdd mynd af leiðtoganum, og er sonur hans og arftaki, Kim John II oftar en ekki í félagsskap föður síns á skiliríum þessum. Nem- endurnir eru af kóreönsku bergi brotnir, en Kóreufólk í Jaþan hef- ur jafnan átt erfitt uppdráttar, og vantar talsvert á að það njóti jafnréttis á við aðra landsmenn. Loch Ness skrímslið slapp með skrekkinn. Hættuleg- asta atlagan að tilvist þess var gerð fyrir skemmstu, og var nýj- ustu hljóðsjártækni beitt við leitina. Leiðangursmenn hafa nú athugað sín gögn og treystast ekki til að fullyrða að þeim hafi tekist að afsanna tilvist Nessíar. Ferðamannaiðnaður stendur með blóma í nágrenni Loch Ness, og eru menn á þeim slóð- um ekki ýkja hrifnir af síendur- teknu brambolti ákafra leitar- manna. Enda skiljanlegt; hætt við að salan í ótölulegum fjölda minjagripa um Nessí bíði óbæt- anlegan skaða ef hægt yrði að lýsa dýrið útdautt. Titanic farþegaskipið risastóra heldur áfram að heilla, þremur aldar- fjórðungum eftir að það sökk í sæ. Kafari nokkur, Ballard að nafni, varð þó fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á dögun- um við skipsflakið er hann sá glitta í hvítt, draugslegt andlit og hélt að vonum að hann hefði rek- ist á lík. Sem betur fer fyrir Ballard reyndist fyrirburðurinn vera haus af stórri keramíkdúkku. Vísindamenn í Sovétríkjunum hafa löngum fengist við að rannsaka áhrif kulda og óblíðs loftslags á mannskepnuna sem og önnur kvikindi, og til þess arna hefur Síbería verið kjörinn vettvangur. Þeir hafa nú fengið liðsauka sem eru bandarískir vísindamenn. Bæði í Bandaríkjunum og Sovétr- íkjunum er mikill áhugi á að nýta betur þau köldu landflæmi sem eru til staðar; Síberíu og Alaska, og er þetta kveikjan að rannsóknunum. Mitterrand Frakklandsforseti nýtur vinsælda meðal landsmanna langt umfram helsta andskota sinn í stjórnmálum, Jacques Chirac forsætisráðherra, ef marka má nýlegar skoðanakannanir. For- setinn nýtur hylli meðal 60% kjósenda, en Chirac verður að láta sér nægja 46%. Líklegt þykir að þessir tveir muni keppa um forsetaembættið næst þegar kosið verður í Frakklandi, en það er í vor. íranskt flugskeyti hæfði í gær risastórt olíuskip í bandarískri eigu sem það lá fyrir akkerum úti fyrir helstu olíuhöfn- inni í Kúvæt. Miklir eldar loguðu stafna á milli, og máttu slökkvi- liðsmenn berjast við eldinn í fimm klukkustundur áður en þeir gátu ráðið niðurlögum hans. Skammt er nú stórra högga á milli í Persa- flóastríðinu. Skip þetta varð fyrir árás innan tólf stunda frá því síð- ast var ráðist gegn risaolíuskipi á þessum slóðum. Föstudagur 16. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fijieyjar eru alls 844, þar af eru um hundrað byggðar. Höfuðborgin er Suva á eynni Viti Levu. Héðan er flutt út Rabuka: minnihlutinn á að ráða. sykur, hnetuolfa, gull, bananar. Valdaránin á Fijieyjum Hver kúgar hvem? Melanesar vilja halda völdum þótt Indverjar séu komnir ímeirihluta. - Hver kúgar hvern? m.a. það höfðingjaveldi sem Siti- veni Rabuka vill helst að skipi meirhluta á þingi. En um leið urðu Melanesar einnig fórnar- lömb nýlendustefnunnar bresku með því að innflutningur Ind- verja (sem þeir réðu engu um) breytti þeim í minnihluta í eigin landi. Melanesar óttast því margir að sjálf framtíð þjóðarinnar sé í hættu. í skálkaskjóli þeirrar hættu hefur Rabuka afnumið lýðræðislegar leikreglur og ætlar að tryggja Melanesum meirihluta á þingi, hvað sem líður stærð þjóða og þjóðabrota á eyjunum. Þau áform kallar aðalritari breska samveldisins, Sridath Rampal, „kynþáttakúgun". Spurt er um lýðræði Það er kannski ekki nema von. Rabuka virðist ætla að reyna að búa svo um hnúta að Indverjar á Fijieyjum verði um aldur og ævi annars flokks þegnar í ríkinu - og því verður vitanlega ekki haldið til streitu nema með aðferðum lögregluríkisins. Kannski verður reynt að flæma þetta fólk á brott. Og herforinginn á þá ekki aðeins í höggi við Indverjana sjálfa. Timoci Badavra hafði tekist að mynda pólitíska hreyfingu sem naut þó nokkurs stuðnings „hóf- samari" Melanesa, reyndi að brúa bilið milli þjóða og virti stjórnarskrá sem geymir ýmsar tryggingar fyrir því að hefðir Mel- anesa fái áfram iifað. Dómstól- arnir og verkalýðsfélögin eru á móti valdaránsmönnum - og svo obbinn af Breska samveldinu eða því sem eftir er af því. áb tók saman. Pað komu fréttir um það í vik- unni að fyrrverandi ráðherr- ar í stjórn Fijieyja, sem Rabuka herforingi hefur steypt frá völd- um, hafi beðið leiðtoga ríkja í Breska samveldinu að senda her til eyjanna, væntanlega til að koma í veg fyrir að herinn þar í landi komi á varanlegu forræði heimamanna, Melanesa, sem gengi þá þvert á þá lýðræðisreglu að hver maður hafi eitt atkvæði. Sitiveni Rabuka, sjálfskipaður örlagavaldur eyjaskegga, hefur nú í tvígang hrifsað völdin í sínar hendur með stuttu millibili. Ástæðan er sú, að í maí féll í kosningum íhaldsstjórn Melan- esa undir forsæti Ratu Mara sem verið hafði við völd frá því að eyjarnar fengu sjálfstæði árið 1970. Nýja stjórnin byggði á sam- steypu vinstri- og miðjuafla undir forystu Timoci Badavra. Hann er sjálfur Melanesi, en flestallir stuðningsmenn hans eru Indverj- ar, sem þar með höfðu í fyrsta skipti fengið veruleg pólitísk áhrif á Fijieyjum. Við þetta vildu sterk öfl meðal Melanesa ekki una - hvort sem væri vegna þess að þeir óttuðust um fríðindi höfð- ingja þeirra sem m.a. hafa haft stjórnarskrárbundinn rétt til að skipa átta menn í öldungadeild þingsins - eða sjálft þjóðernið. Tvær þjóðir Fijieyjar, tæplega 20 þúsund ferkilómetrar, eru hinummegin á hnettinum, langt úti á Kyrrahafi, austur af Ástralíu, norður af Nýja-Sjálandi. íbúar þessara fög- ru og frjósömu eyja eru um 690 þúsundir. Heimamenn, Melanes- ar eru 312 þúsundir samkvæmt nýlegu manntali, og eru þá orðnir færri en afkomendur plantekru- Timoci Bavadra: Melanesi sem naut einkum stuðnings Indverja. verkafólks frá Indiandi sem flutt var til eyjanna á valdatíma Breta - þeir eru nú um 345 þúsundir. Ágreiningur um lýðræði, stjórnarskrá og framtíð eyjanna stendur milli þessara tveggja þjóða einkum, þótt ofsagt sé að flokkaskipting og þjóðerni fari saman. Og þeir sem láta sig mannréttindi jafnt sem tilveru smárra þjóða nokkur varða, geta spurt sig sígildrar spurningar: með hverjum heldur þú? Erfiður hnútur Það kann að vefjast fyrir mönnum að svara því. Stundum setja menn sér þá reglu í svona dæmum að halda með þeim sem eru með Amríkönum eða á móti þeim, en ekki er vitað til að sú hlið málsins snúi upp núna. Skárri regla er að spyrja: hver kúgar hvern? - en við henni fást ekki alltof greið svör heldur. Innbornir Melanesar eru sem- sagt komnir í minnihluta í sínu landi, afkomendur aðfluttra eru fleiri. 80 prósent af málaflutn- ingsmönnum á Fiji eru Indverjar en herinn er svotil allur Melanes- ar. Kaupskapur er mest í höndum Indverja en Melanesar eiga mest- allt landið, þar sem sykur er rækt- aður, kókoshnetur, bananar og önnur útflutningsvara. Allir fórnarlömb Forfeður Indverja á Fijieyjum voru fórnarlömb breskra nýlend- uherra, sem fluttu þá sem hálf- gildings þræla til þessarar Kyrra- hafsparadísar. Staða Melanesa sem landeigenda var hinsvegar vernduð með því að Bretar bönnuðu svo til alla sölu lands. Bretar gerðu sitt til að vernda ýmsa siði og hefðir Melanesa, HEIMURINN •4 : . . ■ . t. - J* >,í U eisen r gold giSILBER Wmangan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.