Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 4
________________LEtÐARI___________ Pörf ádrepa um vígbúnað Þegar skoðanakannanir nýlegar bentu til þess að andstaða við bandarískar herstöðvar á Islandi hefði aukist verulega, brugðu margir á það ráð að útskýra þetta með gremju vegna afskipta bandarískra stjórnvalda af hvalveiðum íslendinga. Vitanlega hefur hvalamálið haft sitt að segja —en menn mega ekki gleyma því að fólk er væntanlega ekki hætt að hugsa um sjálf- arforsendur þes að herstöðvar eru ílandinu. Og að mörgum stendur stuggur af auknum vígbún- aðarframkvæmdum á (slandi. Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans, vekur máls á einmitt þessu í grein sem hann skrifar í sitt gamla blað um helgina. Þórarinn hefur lengi haft sitt af hverju að athuga við þá opinberu auðsveipni í bland við gróðavon sem einkennt hafa viðbrögð ráðandi afla í landinu við bandarískum óskum í vígbúnaðarmálum. Það er að sjálfsögðu oftúlkun að kalla Þórarin her- stöðvasandstæðing eins og Alþýðublaðið var að reyna á dögunum. En hann hefur manndóm í sér til að andmæla því, að stjórnvöld hafa leyft hernaðarframkvæmdir sem að hans dómi eru miklu meiri „en góðu hófi gegnir“, þær auki ekki öryggi íslendinga á nokkurn hátt, en eigi hins- vegar sinn þátt í því að hraða vígbúnaðarkapp- hlaupi á Norðurhöfum. Þórarinn varar við því, að svonefndur varaflugvöllur fyrir Natópeninga sé í raun lúmsk aðferð til að koma upp nýjum og stórum herflugvelli „með því að beita litla fing- rinum fyrst" — til að hrífa síðan alla höndina, svo sem fjandinn hefur að plagsið. Þórarinn setur gagnrýni sína í samhengi við það, að sú stefna hefur orðið ofan á hjá banda- rískum stjórnvöldum að ef til átaka kemur þá skuli heyja úrslitaorustuna á Norðurhöfum. „Is- land yrði þá eins konar miðpunktur þeirra átaka. Ég sé þær hernaðarframkvæmdir sem nú er verið að framkvæma í þessu Ijósi og eins þær sem fyrirhugaðar eru skref fyrir skref, t.d. svok- allaðan varaflugvöll. Gegn slíkum fyrirætlunum eiga íslendingar að berjast af alefli og hefja áróður fyrir samdrætti vígbúnaðar á Norður- höfum.“ Þetta eru vitanlega prýðileg sjónarmið sem vert er að minna á. Alþýðubandalagsmenn hafa oft borið fram svipuð varnaðarorð sem og Kvennalistakonur og hinn aldni talsmaður miðsækinnar félagshyggju, Þórarinn Þórarins- son, veitir með skrifum sínum þarfa áminningu því hagsmunaliði, hernum vígðu, sem er meira en nógu öflugt í flokki hans. Auk þess verður sú vísa aldrei of oft kveðin, að miklu varðar að íslendingar geri sér grein fyrir því að þeir þurfa ekki að vera viljalaus leiksoppur í vígbúnaðar- tafli, þeir eiga og geta kveðið upp úr með það með ótvíræðum hætti að þeir ætli að leggja sitt lóð á vogarskál afvopnunar og friðsamlegri sambúðar stríðandi afla í heiminum. áb Amnesty-vika að hefjast Á morgun, laugardag, hefst alþjóðleg vika hinna ágætu mannréttindasamtaka, Amnesty International. íslandsdeild samtakanna mun taka saman höndum við deildir í hverju landi: nú á einkum að beina athygli heimsins að föngum sem sitja í fangelsum og fangabúðum árum saman án dóms og laga og án þess að þeir hafi hugmynd um það hvort þeir muni nokkru sinni öðlast frelsi á ný. Síðan Amnesty voru stofnuð árið 1961 hafa þau unnið mikið verk og þarft í baráttu sinni fyrir frelsun samviskufanga, fyrir því að allir pólitískir fangarfái skjóta og réttláta meðfefó mála sinna, og gegn dauðarefsingu og pyntingum. Sam- tökunum hefur sem betur fer tekist að móðga flestalla valdhafa heims - þau hafa einmitt kosið sér starfshætti sem ögra með réttum hætti hverjum og einum, gefa mönnum ekki frið til að réttlæta ranglæti á einum stað með því að vísa á annan verri. Vonandi munu sem flestir leggja eyru við boðskap samtakanna á þeirri viku sem nú er að hefjast - ekki mun af veita á þeim sljóleikans tíma sem við nú lifum. áb KUPPT OG SKORIÐ Hver á krógann? Það hefur verið talið óhugs- andi að fjármálaráðherra legði fram fjárlagafrumvarp sem ekki ætti vísan stuðning ríkisstjórnar. En einhvern tíma verður allt fyrst. Nú hefur verið lagt fram á al- þingi fjárlagafrumvarp sem er að- eins stutt af hluta ríkisstjórnar- innar. Að minnsta kosti einn ráð- herranna hefur lýst yfir fyrirvara við stuðning sinn. Skipuð hefur verið sérstök samninganefnd á vegum stjórnarflokkanna til að jafna ágreining ráðherranna. Er nema von að menn velti því fyrir sér hvaðan frumvarpið sé ættað? Bjartsýnn ráðherra Jón Helgason í Seglbúðum er að vonum ákaflega óánægður með fjárlagafrumvarpið enda hefur hann lýst því yfir í fjölmiðl- um að menn skuli ekkert frekar reikna með að hann styðji það. Jón í Seglbúðum telur það vissulega gott að menn skuli vilja minnka hallann á ríkissjóði en hefur engu að síður fyrirvara á stuðningi við að hækka áburðar- verð, leggja niður tilraunastöðv- ar og greiða ekki jarðræktarfram- lög vegna verka sem þegar er búið að vinna. Hann setur allt sitt traust á þá Pál Pétursson, Egil Jónsson og Eið Guðnason sem skipaðir hafa verið í sáttanefnd. Eða eins og segir í viðtali Morgunblaðsins við landbúnaðarráðherrann: „Almennt vildi Jón ekki vera með of mikla svartsýni, sagðist bíða eftir niðurstöðum þing- mannanefndarinnar áður en byrjað yrði að undirbúa niður- skurðinn.“ Guðmundur G. óhress En það eru ekki bara ráðherrar sem neita að hrópa húrra fyrir frumvarpinu hans Jóns Baldvins. Tíminn segir frá því að Guð- mundur G. Þórarinsson sé eitthvað óhress. „Það þarf að slá á þensluna í landinu, en ekki með söluskatti á matvæli án þess að til komi víð- tækar hliðarráðstafanir sem bæti þeim fjölskyldum sem flesta munna hafa að metta þann kostn- aðarauka sem af þessu hlýst.“ „Guðmundur sagðist telja það mistök að brjóta þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila vinnumarkaðarins tveimur mán- uðum áður en þeir renna út. Því hefði hann viljað bíða með hækk- un tolla á bifreiðum fram yfir ára- mót.“ Er ekki hætt við að kuldahroll- ur fari um saklausa lesendur við svona harða gagnrýni? Engan skal undra þótt Tíminn endi við- talið við Guðmund G. þannig: „Þrátt fyrir þessa gagnrýni á ríkisstjórnina tók Guðmundur skýrt fram að hann styddi þessa ríkisstjórn þar sem hann sæi ekki möguleika á annars konar stjórn í stöðunni.“ í Paradís Það hefur vakið athygli að við kynningu á fyrirhuguðum fjár- lögum er nú beitt sölutækni ætt- aðri af auglýsingastofum. í sí- bylju er látinn glymja söngurinn um hvað frumvarpið sé einstakt og það skuli menn þakka snilli núverandi fjármálaráðherra. Málgagn ráðherrans, Alþýðu- blaðið, hefur upp sína mjóróma raust og kyrjar með. í leiðara segir að boðorð frumvarpsins sé „efling á innlendum sparnaði, hjöðnun verðbólgu og minni við- skiptahalli." Allt er þetta gott og blessað og hefur oft heyrst áður. En það er feitara á stykkinu: „Jóni Baldvin Hanníbalssyni hefur tekist með mikilli forsjálni að skila af sér hallalausum fjár- lögum fyrir næsta ár. Hallalaus fjárlög þýða minni lánsfjárþörf og þar með er í fyrsta skipti um árabil ráðist af framsækni gegn erlendri skuldasöfnun ... með markvissum aðgerðum er genginu haldið stöðugu, þensl- unni afstýrt, verðbólgunni mætt af fullri festu, nýjum erlendum lántökum hafnað, sparnaður aukinn og dregið úr spennu á lán- amarkaði og vaxtalækkun þegar til lengri tíma er litið... Fjárlagafrumvarpið ber þess merki að skipting byrðanna á ríki, atvinnurekstur og launþega er réttlát og skapar grundvöll að áframhaldandi festu í efna- hagsmálum og bættum lífskjör- um án óhóflegs kaupæðis og þen- slu í þjóðfélaginu.“ Syndafallið En í þessari Paradís er högg- ormur sem hvæsandi otar sínum ógurlegu eiturtönnum að sak- lausum krötum. Hvað sem líður digurbarkalegum yfirlýsingum um að gætt sé réttlætis við að skipta byrðunum og að launa- fólki sé ekki ætlaður nema hæfi- legur skerfur af álögum, þá skynjar Alþýðublaðið að fall krata er falið í þeirri siðblindu að leggja matarskatt á almenning í stað þess að láta gróðafyrirtæki í verslun og peningaviðskiptum greiða meira í ríkiskassann. „Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að með því að setja 10% söluskatt á allan mat, hafa forystumenn Alþýðuflokks- ins stigið pólitískt feilspor sem gefur andstæðingum jafnaðar- stefnunnar svigrúm til stórra högga ... Þetta er vond ráðstöf- un, gerð af litlu pólitísku innsæi og skapar ríkinu hverfandi litlar tekjur.“ Eftir efninu getum við Þjóð- viljamenn sett hér amen. ÓP þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,. Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skríf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. .Auglýsingastjóri: Siariður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. útbrolðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMaanúsdóttir. Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Siöumúla 6, Roykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrtftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.