Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Blaðsíða 6
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur um kjör fulltrúa á 16. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna. Kjörnir verða 88 fulltrúar og jafn margir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi versl- unarinnar, fyrir kl. 12 mánudaginn 19. október n.k. Kjörstjórnin Sigkifjarðarkaupstaður Lausar stöður 1. Staða félagsmálafulltrúa. Viðkomandi mun hafa með æskulýðs- íþrótta- og félagsmál að gera, þ.m.t. sjúkrasamlag. Æskilegt er að við- komandi hafi menntun á félagsmálasviði eða reynslu í sambærifegum störfum. Staðan er laus frá 1. jan. nk. 2. Staða bókara er laus frá 1. des. n.k. Krafist er góðrar þekkingar á bókhaldi og notkun á tölvu. 3. Staða skrifstofumanns er laus frá 1. des. n.k. Starfssvið: Launaútreikningar, skrifstofuað- stoð við tæknideild o.fl. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu af skrifstofustörfum. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf send- ist undirrituðum fyrir 25. okt. nk. Bæjarstjórinn Siglufirði NAGLARNIR EYÐA GÖTUM BORGARINNAR Bifreiðar með afturdrifi á ónegldum snjó- hjólbörðum hafa betri aksturshæfiieika með farg yfir afturöxli. Sandpokar afhentir í bækistöðvum gatn- amálastjóra við Meistaravelli, Sigtún, Grensásveg og Sævarhöfða. Gatnamálastjóri Eiginmaður minn Guðmundur Björnsson veggfóðrari sem lést 7nda þessa mánaðar, verður jarðsettur frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 16. október kl. 15. Blóm og kransar afbeðln, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess. Þórheiður Sumarliðadóttir Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! mIumfhroar Uráð HEIMURINN Reykjavíkurfundurinn Undanfari raunvenilegrar kjamorkuafvopnunar Um þessar mundir minnumst við þess að ár er liðið frá Reykjavíkur-fundinum. Þetta hugtak „Reykjavík“ er þegar komið í hina alþjóðlegu alfræði- orðabók sem tákn um upphafið að kjarnorkuvopnalausum heimi, og þegar ég segi „við“ hef ég í huga allt góðviljað fólk, sem nú er rúmlega finim milljarðar. Og náttúran sjálf hefur komið því svo fyrir að þessi gífurlegi fjöldi, sem er mannkynið allt, að undanskildum brjálæðingum, vill einfaldan hlut: Búa við frið og í góðri sambúð við grannann, við ánægju og allsnægtir. Vill ekki styrjöLd, sem lýkur með því að ekkert verður eftir, eins og vís- indamenn hafa sýnt og sannað. Vill ekki að barn deyi úr hungri eða sjúkdómum á tveggja mfn- útna fresti. Vill að allir geti lært að lesa og skrifa, fái að vita meira og meira. Og það eru bara „smámunir“ sem þarf til jjess - heimur án vopna. Það er besta og í raun eina raunverulega tryggingin fyrir traustum friði í hinum litla sam- eiginlega heimi okkar, sem satt að segja er varnarlaus gagnvart tugum þúsunda kjarnorku- sprengja. Einhver segir vafalaust að þetta sé tálvon. f allri sögu mannkynsins hafi ekki verið 200 ár, þegar hefur ríkt friður, en það hafa verið háðar stórar og smáar styrjaldir og í þeim hafa fallið jafnmargir og byggja heiminn í dag. Svona er það nú. Ég hef meira að segja lesið einhvers staðar að þegar bandaríski hönnuðurinn og iðnjöfurinn, H. Maxim, fann upp hinar kunnu vélbyssu, og herlið undir forystu hins unga breska liðsforingja, Winstons Churchills, tók hana í notkun í Búastríðinu í upphafi aldarinnar, hafi sérfræðingar komist að eftirfarandi niður- stöðu: Það væri enginn tilgangur í því að berjast lengur, þar sem fram á sjónarsviðið hefði komið hræðilegt gereyðingarvopn. En Vladimír Verbenko, yfirmaður APN á ísiandi. engu að síður voru háðar tvær heimsstyrjaldir, svo að ekki sé talað um svæðisbundnar styrjald- ir, þar sem þetta vopn var notað með „góðum árangri“ og aftur voru færðar stórar mannfórnir. Við ættum að vita þetta: í síðustu styrjöld féllu 20 miiljónir sov- éskra þegna. En í dag er því miður um að ræða nýjan möguleika: Útrým- ingu alls lífs á jörðinni ef til kjarn- orkustyrjaldar kemur. Getur mannkynið Ieyft slíkt sjálfsmorð? Svarið er einfalt: Auðvitað ekki. En samt eru margir sem telja, að svo eðlilegt ástand sem heimur án vopna, sé bara draumur. Fyrir einu ári var sannað í Reykjavík að þetta væri ekki hugarórar, ekki fjarstæða og ekki einu sinni erfitt framkvæmdar. Hefði ekki verið um þetta fræga „en“ að ræða, að vísu hættulegt „en“, hefðu leiðtogarnir tveir getað náð stórkostlegum árangri. Það var leitt, já afar leitt, að það skyldi ekki takast þá. En þó hefur Reykjavíkur-fundurinn orðið sögulegur vendipunktur á leið til langþráðs, raunverulegs friðar, „undanfari, raunverulegrar kjarnorkuafvopnunar“ eins og oft hefur komið fram í máli Mik- hails Gorbatsjovs, sem má með sanni kalla boðbera „Reykjavík- ur-andans“ og baráttumann fyrir framkvæmd hans. Við bíðum nú öll eftir næsta leiðtogafundi, sem haldinn verð- ur í Washington, þar sem leiðtog- arnir tveir undirrita vonandi sam- komulag um útrýmingu meðal- drægra og skammdrægra eld- flauga. Þessi sigur er bein af- leiðing Reykj avíkur-fundarins, sem sumir vildu endilega láta líta út sem „fjarstæðu“ og „tálvon“ áður en fúndurinn var haídinn og eftir hann. En málin gengu málefnalega og örugglega fyrir sig. Bæði hvað varðar allan heiminn og einstök svæði hans - það má rifja upp tillögur þær sem sovéski leiðtog- inn kom fram með nýlega í Múrmansk, „Friðaráætlun fyrir norðurslóðir“, sem er í sex liðum. Og hvað er það fleira sem Gor- batsjov tekur með sér til Was- hington? Ég gerist svo djarfur að halda því fram að það verði sömu grundvallarreglur Sovétríkjanna í aðalatriðum og komu fram í Reykjavík.: - I kjarnorkustyrjöld verður ekki um sigurvegara að ræða; - Slík styrjöld verður ekki réttlætt með pólitískum eða hug- myndafræðilegum markmiðum; - Ekki verður dregið úr hætt- unni á alheimskjarnorkuhörm- ungum með einhliða ráðstöfun- um á sviði hernaðar og tækni, þar á meðal á varnarsviðinu; - Kjarnorkustyrjöld getur ekki takmarkast við visst svæði; - Það er aðeins hægt að koma í veg fyrir hana með því að koma á fót allsherjaröryggiskerfi, ekki bara á hinu hernaðarlega sviði, heldur einnig á sviði efnahags- mála, stjórnmála .og mannrétt- indamála og að því tilskildu að tekið sé tillit til hagsmuna allra rikja, stórra og smárra. Peking Kötturinn í sekknum Falsað og hœttulegt drasl á nýstárlegri sýningu í Peking. Framleiðendur brýndir til vöruvöndunar Mýstárleg vörusýning stendur nú yfir í Peking. Til sýnis er hið fjölbreyttasta samsafn af hvers kyns drasli; illa gerðum og jafnvel eitruðum vörum, og ólög- legum eftirlíkingum af frægum vörumerkjum. Til að munda gefur á að lfta eftirlíkingu af hinu fræga „eilífð- ar“ reiðhjóli, en ekkert er lík- legra en að fölsunin leysist upp í frumparta sína eftir vegferð upp á fáeina kílómetra. Þá eru þarna eftirlíkingar af hrísgrjónabrenni- víni sem geta reynst banvænar, vita gagnslaus jurtalyf og lélegar stælingar á tískufatnaði. Með þessu vonast kínversk yfirvöld til að stemma stigu við hinu umfangsmikla svindilbraski með því að láta framleiðendurna verða sér til skammar á sýning- unni. Yfir 500 vörutegundir eru til sýnis, en vettvangur þessarar óvenjulegu sýningar er Hernað- arsafn Kínverska alþýðulýðveld- isins, en á þeim stað eru menn vanari því að sjá trausta og end- Á leið á markað. Margskonar neyslu- varningur er á góðri leið með að verða almenningseign í Kína, en lé- legar eftirlíkingar valda stjórnvöldum jafnt sem neytendum höfuðverk. ingargóða skriðdreka og flugvél- ar en svonalagaðan samtíning. Tóbaksruddi í sígarettulíki er þarna í fjallháum stöflum, og er ekki að sjá að starfsfólkið geri sér mikla rellu útaf hugsanlegu hnupli. Dagblöð í landinu segja að vöxtur og viðgangur eftirlík- ingaiðnaðarins eigi rót að rekja til viðvarandi skorts á gæðavarn- ingi. Svikahrapparnir nota falsaða stimpla, vörumerki eða erlendar áletranir til að villa um fyrir við- skiptavinum sínum og fá þá til að trúa því að þeir séu að kaupa góða og gilda vöru. Léttiðnaðarráðuneytið kínver- ska fyrirhugar að halda svipaða sýningu í desember, og draga þá fram í dagsljósið fleiri tegundir neysluvarnings sem er hvort tveggja í senn illa gerður og hættulegur heilsu manna, en þess má geta að sýningin sem nú stendur yfir hefur mælst afar vel fyrir hjá langþreyttum almenn- ingi. HS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.