Þjóðviljinn - 16.10.1987, Qupperneq 2
-SPURNINGIN
Hvort þykir þér hyggilegra að
borgin verji um 750 milljónum
króna til byggingar ráðhúss,
eða leiti samstarfs við ríki og
atvinnurekendur um að veita
svipaðri upphæð til lausnar
dagheimilsvandans á næstu
þremur árum?
H'
að
im
Helga Runólfsdóttir
húsmóðir:
Mér finnst ekki raunhæft að fara að
byggja ráðhús þegar margt annað
bíður sem er óneitanlega meira að-
kallandi, eins og dagheimilismálin.
Pálína Héðinsdóttir
bókasafnsfræðingur:
Að sjálfsögðu finnst mér það ekki
vera nein spurning að síðarnefndi
kosturinn er mun viturlegri. En ég hef
ekki trú á að meirihlutinn í borgar-
stjórn taki vel undir tillögu minnihlut-
ans um þriggja ára átak í dagvistar-
málum.
Guðrún Þorsteinsdóttir
verkakona:
Vitanlega er hyggilegra að verja
fjármununum til lausnar dagheimilis-
vandanum en til byggingar ráðhúss.
Bragi Þór Guðjónsson
húsasmiður:
Ég er meðmæltur síðari kostinum.
Ég er ekki spenntur fyrir ráðhúsi. Það
er svo margt annað sem er meira
aðkallandi en að byggja skrauthýsi á
Tjarnarbakkanum.
Baldur Sigurðsson
bifvélavirki:
Engin spurning um það að dag-
heimilismálin eiga að sitja fyrir. Við
eigum að veita peningunum þangað
sem þörf er fyrir þá.
FRETTIR
Vegagerð
Miljarðar í vanefndum
Héraðs- og rekstrarstjórar hjá Vegagerðinni: 3 miljarðar í vanefndum
frá 1983. Hefði dugað Í20 km jarðgöng
Þrátt fyrir viljayfirlýsingar Al-
þingis um að 2,4% af vergri
þjóðarframleiðslu færi til vega-
gerðar, er svo komið að á árinu
1987 ná framlög til Vegagerðar
ríkisins aðeins milli 1,4-1,5% af
vergum þjóðartekjum.
Þessi samdráttur bitnar ekki
síst á viðhaldi malarvega sem
víða er orðið að verulegu vanda-
máli og fer vaxandi. Þar sem til
viðbótar versnandi viðhaldi
koma auknar kröfur vegfarenda
um betri vegi, enda viðmiðun öll
við bundin slitlög, segir í ályktun
aðalfundar Félags héraðs- og
rekstrarstjóra hjá Vegagerð
ríkisins sem haldin var í Hafnar-
firði á dögunum.
Vanefndir frá markmiðum
langtímaáætlunarinnar nemur
um 3 miljörðum króna á árunum
1983-1987. Til þess að skýra
framkvæmdamagn þessa niður-
skurðar má benda á:
1. Km í bundnu slitlagi kostar
um 1,5 miljón króna þannig að
fyrir þennan niðurskurð hefði
verið hægt að leggja um 2000 km
af bundnu slitlagi.
2. Talið er að kostnaður við
jarðgangnagerð hér á landi sé um
það bil 150 miljónir króna/km.
Hefði verið hægt að leggja 20 km jarðgöngum fyrir þá peninga sem vantar uppá loforð stjórnvalda til vegamála. Myndin
sýnir framkvæmdir við jarðgöng í Oddsskarði.
Þannig að fyrir niðurskurðinn gerði ráð fyrir, umreiknað í jarð- jarðgöngum, segja rekstrar-
frá því sem að langtímaáætlun göng hefði mátt leggja 20 km af stjórar.
Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna
5 sjóðir keyptu helming
Lífeyrissjóður verslunarmanna langstœrsti kaupandinn.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
hefur keypt langmest af
skuldabréfum Húsnæðisstofnun-
ar eða um 18% allra skuldabréfa
sem stofnunin seidi á fyrri helm-
ingi ársins í ár. Fimm stærstu
sjóðirnir keyptu um helming allra
skuldabréfanna.
1. ágúst sl. höfðu 56 lífeyris-
sjóðir keypt skuldabréf fyrir
rúma 2,3 milljarða króna, sem er
u.þ.b. 65% þess fjármagns sem
Húsnæðisstofnun aflaði á fyrri
hluta ársins, en alls hafði stofnun-
in aflað tæpra 3,5 milljarða
króna, þar af eru afborganir og
vextir 516 milljónir og framlag
ríkissjóðs 406 milljónir. Þetta
kemur fram í Fréttabréfi Hús-
næðisstofnunar í september.
Lífeyrissjóður verslunar-
manna keypti bréf fyrir rúmar
400 milljónir króna. Næstur í röð-
inni er Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins með tæp 13% af
kaupunum eða tæpar 300
milljónir króna. Söfnunarsjóður-
inn kemur næstur í röðinni, þá
Lífeyiissjóður sjómanna og
fimmti stærsti kaupandinn er Líf-
eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram-
sóknar, en samtals keyptu þessir
fimm sjóðir um helming allra
skuldabréfanna.
-Sáf
Andakílshreppur
Tveir nýir
Stjórn verkamannabústaða í
Andakflshreppi hefur afhent tvo
nýbyggða verkamannabúastaði á
Hvanneyri til nýrra eigenda.
Húsin sem eru timburhús eru
120 ferm. að stærð. Byrjað var á
smíði húsanna fyrir réttu ári síð-
an. Verktaki var Pétur Jónsson
húsasmíðameistari á Hvanneyri.
Kostnaðarverð hvors hús með
frágenginni lóð er um 5 miljónir.
Með þessu nýju húsum eru nú 4
verkamannabústaðir í hreppn-
um, 1 í Bæjarsveit og 3 á Hvann-
eyri. _lg.
Mannréttindi
Jón inn í Strassborg
Líkur taldar á sáttum þegar niðurstöður nefndar koma
framkvœmdavalds á landsbyggðinni. Jón Kristinsson:
skuli hafa hreyft við þeim
Jóns og lögfræðings hans, Eiríks
Tómassonar.
Jón sagði í gær að hann væri
ánægður með að sitt mál skyldi
hafa hreyft við yfirvöldum, en
sagði Eirík lögfræðing eiga allan
heiður skilinn, - málsókn ytra
hefði verið hans hugmynd.
Málatilbúnaður í Strassborg
fjallar um það hvort rétt sé að
sama embætti rannsaki meint lag-
abrot og felli um þau dóm, einsog
viðgengst hérlendis utan Reykja-
Hjólreiða- og ökukappinn Jón
Kristinsson á Akureyri gerir
það ekki endasleppt og varð í
fyrradag fyrsti ísiendingurinn tii
að fá mál sitt inná borð hjá
Mannréttindanefnd Evrópuráðs-
ins.
Líkur benda nú til að sættir tak-
ist eftir að nefnd leggur fram til-
lögur að aðskilnaði dóms- og
framkvæmdavalds á landsbyggð-
inni, - en sú nefnd var einmitt
skipuð í kjölfar málarekstrar
um aðskilnað dóms- og
Ánœgður með að þetta
víkur, en þau málsatvik sem
byggt er á eru tvenn væg umferð-
arbrot Jóns.
Mannréttindanefndin í Strass-
borg hefur samþykkt að fjalla um
málið, en ekki tekið neina efnis-
lega afstöðu til þess, og yrði langt
í slíkt ef ekki nást sættir áður.
Dómsmálaráðherra skipaði
nefnd til að gera tillögur um rétt-
arbætur á landsbyggðinni seint í
september, og á hún að skila af
sér fyrir febrúar á næsta ári. -m
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. október 1987