Þjóðviljinn - 16.10.1987, Síða 11
MINNING
Páll Hróar Jónsson
Fœddur2. nóvember 1972 - Dáinn 10. október 1987
Það er stundum erfitt að sætta
sig við veruleikann, sérstaklega
þegar hann er harður og bitur.
Kannski sættum við okkur aldrei
við áföll lífsins, dauða ástvina og
vina. Þau merkja okkur ætíð með
einhverjum hætti. í besta falli
komumst við yfir áföllin og lifum
með sársaukanum. Margt getur
hjálpað okkur til þess. Góður
hugur og stuðningur vina og
vandamanna, ljúf minning um
genginn vin og styrkur Guðs sem
á sinn óskiljanlega óg þögla hátt
vinnur það miskunnarverk að
lýsa hug þeirra sem mest hafa að
bera. Ötímabær dauði efnilegs
unglings sem gekk fram lífið með
fangið fullt af fyrirheitum hefur
svo sannarlega komið yfir okkur
eins og reiðarslag og höggið kem-
ur þyngst á þá góðu vini okkar á
Reynigrund 15 í Kópavogi, fjöl-
skyldu hans.
Laugardaginn 10. október
barst okkur hingað austur sú
harmafregn að Páll Hróar Jóns-
son hefði látist fyrr um daginn.
Við fréttum nokkrum dögum
áður að hann væri alvarlega sjúk-
ur og brugðið gæti til beggja
vona. Við báðum þess heitt að
veikur fengi að lifa en úrslitum
varð ekki breytt þrátt fyrir að allt
væri gert sem mögulegt er og í
mannlegu valdi til líknar. Og í
dag verður þessi ljúfi drengur
borinn til hinstu hvílu í Reykja-
vík, aðeins tæplega 15 ára að
aldri.
Páll var fæddur í Reykjavík 2.
nóvember árið 1972. Hann var
þriðja barn Jóns Pálssonar og Ið-
unnar Haraldsdóttur. Árið 1977
flutti Páll með móður sinni og
seinni manni hennar, Eiríki
Karlssyni, hingað austur til Nes-
kaupstaðar ásamt systrum Páls,
Elínu og Þóru. Páll ólst upp hjá
þeim og naut einstakrar um-
hyggju og ástríkis þeirra. Hann
átti líka góða að hér eystra,
ömmu og afa, sem nú eru reyndar
látin, systur Eiríks og hennar fjöl-
skyldu þar sem var mikill sam-
gangur á milli. í þessu góða um-
hverfi þroskaðist Páll úr barni í
ungling og bar það alltaf með sér
að lífið var honum bjart.
Eins og gengur og gerist þá
fylgist maður með börnunum
vaxa og þroskast en fyrir alvöru
kynntist ég Páli veturinn sem
hann var í fermingarundirbúningi
hjá mér ásamt jafnöldrum sínum.
Páll sýndi strax, þótt ungur væri,
að í honum bjuggu góðir hæfi-
leikar. Hann var ætíð prúður og
háttvís, rólegur í öllu yfirbragði.
Hann var spaugsamur og glettinn
og ég fann það fljótt að hann
hafði jákvæð áhrif á félaga sína.
Það var því ekki nema eðlilegt að
skólasystkini hans báru til hans
traust og í þeirra hópi var hann
vinsæll að verðleikum. Það hefur
svo sannarlega sýnt sig þessa síð-
ustu daga. Páll tók líka virkan
þátt í öllu félagslífi í skólanum og
utan hans, m.a. í íþróttum sem
voru hans aðaláhugamál. Og lík-
legt þykir mér að Eiríkur hafi
leiðbeint fóstursyni sínum í skák-
listinni, en milli þeirra ríkti ein-
stök vinátta og hlý.
Nú í sumar þegar fjölskyldan
flutti til Kópavogs, þá veit ég að
erfitt hefur verið fyrir Pál að skilj-
ast við vini sína. En við höfðum
frétt að honum hefði gengið vel
að aðlaga sig nýju umhverfi á
stuttum tíma. Ekki kom það okk-
ur á óvart.
Sjálfur á ég hugljúfa minningu
um þennan góða dreng sem ég
fermdi hér í kirkjunni á Norð-
firði. Sú mynd hefur komið í hug
minn þessa dimmu daga og náð
að lýsa myrkrið.
Ég þykist vita að svo er um
fleiri. Alls staðar þar sem Páll
kom og var, geislaði frá honum
glaðværð og traust. En ég veit að
þessir dagar hafa verið erfiðastir
þeim Iðunni og Eiríki, Elínu og
Þóru og öðrum ástvinum hans.
Ég veit að ég tala fyrir munn allra
hér á Norðfirði þegar ég bið góð-
an Guð að blessa og styrkja þau í
sorginni. Ég og Auður kona mín
sendum þeim með þessum fátæk-
legu orðum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Páls Hró-
ars Jónssonar.
Sr. Svavar Stefánsson
Neskaupstað
Hvað er líf og hvað er heimur?
Klœddur þoku draumageimur,
þar sem ótal leiftur Ijóma,
er lifna, deyja og blika um skeið.
Hvað er frœgð og hreysti manna?
Hvað er snilli spekinganna?
Það er af vindi vakin alda,
er verður til og deyr um leið.
K. J.
Á morgni lífsins er yndislegur
drengur hrifinn burt úr þessum
heimi. Þannig er fallvelti jarðvist-
arinnar. Mannlífið eins og brot-
hætt stundagler, svo skammt er
milli lífs og dauða. Þann beiska
bikar mega harmislegnir ástvin-
irnir teyga. Við stöndum ráð-
þrota, og leitum svars við
lífsgátunni miklu. Einhver hlýtur
tilgangurinn að vera, en hver?
Átti kannski einmitt Palli litli -
aðeins að mála bjarta liti og koma
sem sólargeisli í líf ástvina sinna,
stutta stund, og lifa eingöngu vor-
ið og birtuna. Því fögur vakir
minningin um æskumanninn,
sem aðeins sakleysið geymdi.
Óflekkuð mynd hans verður
áfram ljósgeisli, þeim er unnu
honum. Palli átti ljúfa bernsku.
Hann ólst upp við ástríki og ör-
yggi, og lék sér áhyggjulaus í
frjálsri náttúrunni austur á fjörð-
um. Við kveðjum þig ungi vinur
hinsta sinni.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi“.
Kceru vinir, þið sem syrgið.
Við deilum með ykkur sorginni,
og biðjum Guð að styrkja ykkur
og blessa.
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleð-
innar,
var oft full af tárum.
Þegar þú ert sorgmœddur,
skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grœtur
vegna þess, sem var gleði þín.
Kahlil Gibran.
„Svo líða tregar sem tíðir".
Til eru harmar svo stríðir,
að allra þeir kraftanna krefjast.
- / kraftinum sálirnar hefjast.
Gildið, sem gullið, má reyna
glöggvast í loganum hreina.
„Svo líða tregar sem tíðir".
Til eru dagar svo blíðir,
að liðnir þeir laufgast á vorin,
létt verða minningasporin.
Fegurðin gleymzt aldrei getur,
hún grœr - eins og björk
eftir vetur.
Hulda
Sigga, Svenni og börn.
Haustið 1986 kom saman
fríður og föngulegur hópur í
Verkmenntaskóla Austurlands,
Neskaupstað. Fljótlega vakti at-
hygli mína hár og grannur, bjart-
ur og fríður drengur, Páll Hróar
að nafni.
Palla kynntist ég síðan ekki
einungis sem nemanda mínum
heldur einnig sem traustum vini
sonar míns.
Þegar ég nú sest niður og lít um
öxl eru þær ótrúlega margar
minningarnar sem tengjast Palla
á einn eða annan hátt. í skólan-
um var hann prúður og líflegur,
fjörlegur og fimur jafnt í blaki
sem fótbolta, á heimili mínu var
hann hress og einlægur.
Síðastliðið vor fluttist Palli
ásamt fjölskyldu sinni að Reyni-
grund 15 í Kópavogi. Skömmu
síðar fluttist ég ásamt syni mínum
einnig í Kópavoginn. Það voru
miklir fagnaðarfundir þegar þeir
vinirnir hittust. Þær voru ófáar
stundirnar sem þeir áttu saman
og nú fyrir skömmu stofnuðu þeir
hljómsveit ásamt góðum vini.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að Palli sé farinn, en ég
er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast honum og þeirri hlýju
sem hann veitti mér og fjölskyldu
minni.
Iðunni og Eiríki, Þóru, Elínu,
Jóni og öðrum ástvinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur og vona að minningin um ljúf-
an dreng verði sorginni yfirsterk-
ari.
Lisbet Grímsdóttir
Skrifað stendur „Þeir sem guð-
irnir elska deyja ungir“.
Lífshlaup tæplega fimmtán ára
drengs er ekki langt en lífshlaup
Palla var fagurt.
Páll Hróar Jónsson fæddist í
Reykjavík 2. nóvember 1972.
Hann var sonur Iðunnar Haralds-
dóttur og fyrri manns hennar
Jóns Pálssonar. Ég kynntist Palla
vorið 1977. Þá höfðu Eiríkur
bróðir minn og Iðunn tekið sam-
an. Það ríkti mikil tilhlökkun á
heimili mínu og foreldra minna
þegar Eiríkur sagðist vera að
koma í heimsókn með Iðunni og
litla drenginn.
Ekki urðu það okkur vonbrigði
að kynnast þeim. Sumarið 1977
fluttu Eiríkur og Iðunn búferlum
hingað til Neskaupstaðar með
börnin þrjú, þau Palla, Þóru og
Ellu. Strax myndaðist mjög
traust og gott samband milli
heimilanna og eignuðust foreldr-
ar mínir þarna góða vini sem ætíð
litu á þau sem afa og ömmu.
Palli var vel gerður og góður
drengur. Var hann mjög félags-
lyndur og hér eignaðist hann
góða vini og hefur sú vinátta
haldist. Palli var mikið fyrir
íþróttir. Hann varð ungur mikill
fótboltaáhugamaður og þegar
aldur Ieyfði fór hann að æfa
knattspymu með Þrótti og þótti
hann mjög efnilegur leikmaður.
Nokkur sumur æfði hann sund
með sunddeild Þróttar og þar
gekk honum einnig vel. Árin liðu
í leik og starfi. A veturna var
skólinn í algleymingi en á sumrin
íþróttir og annað tilfallandi.
Sl. vor urðu talsverð þáttaskil í
lífi Palla. Fjölskyldan tók sig upp
og flutti í Kópavog. Eignaðist
Palli áfram fallegt heimili en nú
að Reynigmnd 15. Eiríkur og Ið-
unn höfðu af því áhyggjur að Palli
eignaðist ekki félaga strax þar
sem skólar væru í fríi. Enn einu
sinni komu í ljós vinsældir Palla
og félagslyndi. Hann fór að vinna
í Vinnuskóla Kópavogs og
eignaðist fljótt félaga. Palli gerð-
ist féiagi í Breiðabliki og fór að
æfa knattspymu með því og blak
var hann farinn að stunda með
HK í Kópavogi.
Seint í ágúst kom Palli í heim-
sókn til okkar. Það urðu miklir
fagnaðarfundir hjá börnum mín-
um og félögum hans að fá hann
aftur. Það var hress og giaður
unglingur með miklar væntingar
um lífið sem ég kvaddi hér 3.
september sl. en þá var Palli að
fara heim til að setjast á skóla-
bekk. Palli settist í Snælands-
skóla og líkaði honum þar vel.
Það er okkur huggun, Palli
minn, að þú þurftir ekki að berj-
ast lengi við þann sjúkdóm sem
heltók þig með ógnarhraða. Við
sem eftir lifum stöndum agndofa
og ráðalaus og spyrjum „Hvaða
tilgangi þjónar það að hrifsa ungt
og lífsglatt fólk í burtu?” En eng-
inn getur svarað því.
Sár söknuður er nú hjá okkur
öllum. Við þökkum góðum dreng
samfylgdina.
Elsku Iðunn, Eiríkur, Þóra,
Ella og aðrir vandamenn, ég bið
æðri máttarvöld að veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Minningin um góðan dreng
lifir og veitir birtu og yl.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt.
Ebbý og fjiúskylda
Besti vinur minn Páll Hróar
eða Palli eins og ég kallaði hann
alltaf, lést 10. október s.l., fjórt-
án ára að verða fimmtán. Ég geri
mér varla grein fyrir því ennþá að
Palli sé dáinn, við sem ætluðum
að gera svo margt saman, en svo
allt í einu kom þessi hryllilegi
sjúkdómur sem tók hann frá okk-
ur. Hann sagði mér sjálfur frá því
að hann væri með sjúkdóminn og
var svo ákveðinn í að vinna á hon-
um, en samt fór sem fór.
Þetta er svo óréttlátt, hvers
vegna þurfti hann að veikjast og
hvers vegna þurfti hann að deyja
svona ungur? Það veit enginn og
fær enginn að vita.
Þegar ég hugsa um hann, sé ég
hann alltaf fyrir mér svo hressan,
kátan og skemmtilegan. Palli var
alltaf með þeim bestu eða bestur í
íþróttunum og æfði handbolta,
fótbolta og blak. Hann átti marga
vini og kunningja sem munu
sakna hans eins mikið og ég geri.
Sá tími sem ég þekkti hann var
yndislegur og ég þakka fyrir þann
tíma, þó svo mér finnist hann
hafa verið allt of stuttur.
Elsku Eiríki, Iðunni, Þóru,
Elínu, Jóni og öðrum vinum og
ástvinum votta ég samúð mína.
Ymir Björgvin
„Þá fyrst skiljum við dauðann
er hann leggur hönd sína á ein-
hvern sem við unnum.”
Þegar sú harmafregn barst
okkur að hann Palli vinur okkar
væri dáinn, honum hefði svo að
segja verið kippt héðan, og við
stöndum andspænis svo
grimmum örlögum, þá spyrjum
við um tilgang þessa alls og um
réttlætið, en við fáum engin svör
og stöndum eftir í orðvana spurn.
En á hugann leita minningarn-
ar um allt það góða sem við áttum
með Palla, allar gleðistundirnar í
leik, í skólanum og frá íþróttun-
Palli var traustur og góður fé-
Iagi, glaðvær og hress í góðra vina
hópi. Hann átti heima hér í Nes-
kaupstað frá barnæsku, en fluttist
suður í vor. Þrátt fyrir það þá
héldum við góðu sambandi okkar
í milli og lagt var á ráðin um það
sem gera ætti er við hittumst
næst.
í haust þegar Palli kom í heim-
sókn var þráðurinn tekinn upp að
nýju og ekki annað að sjá en allt
væri með felldu.
Við minnumst líka fermingar-
innar fyrir rúmu ári og umræðna
um dauðann þegar við gengum til
prestsins. Þá óraði engan fyrir að
hann ætti eftir að heimsækja
eitthvert okkar svona fljótt. En
minningin um góðan vin lifir.
Við sendum fjölskyldu Palla og
öllum ættingjum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Danni og Maggi
Við áttum saman góðar stund-
ir, ég og „krakkarnir mínir“, í
sumarbúðum W.P. í DDR
sumarið 1986. Palli var einn
þeirra. Við urðum öll skemmti-
lega náin þetta sumar, við eins og
eignuðumst öll pínulítið hvert í
öðru. Palli var íþróttahetjan í
hópnum, vann medalíur á „Litlu
ólympíuleikunum” og var sá eini
sem spilaði fótbolta í hópnum.
Mér kemur í huga allt það sem
við brölluðum saman þetta
sumar, allar þær stundir er við
hlógum saman og líka þær stundir
er við grétum saman. Og ég græt í
dag.
Það er sárt til þess að hugsa
stundum, hvað allt er í heiminum
hverfult, en ég gleðst í hjarta
mínu yfir því að hafa verið partur
af þér, Palli, og ég trúi því að
þegar ég held af stað yfir móðuna
miklu, þá verðir þú þar til að rétta
mér hönd.
Bless á meðan, elsku vinur,
Freyja.
Samúðarkveðjur sendi ég af
öllu hjarta til foreldra, vina og
allra vandamanna.
Freyja Þorsteinsdóttir
Þjóðviljann vantar dugmikið
sölufólktil starfa. Vinnutími
erákvöldinogum helgar.
Góð laun fyrir duglegt fólk.
Hafið samband við Hörð
í síma 681333.
þJÓÐVILJINN
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11