Þjóðviljinn - 16.10.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 16.10.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómfiuiNN Föstudagur 16. október 1987 230. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Sjávarútvegsráðuneytið Sóknarmark hreyfist Sóknardögumfœkkað að meðaltali um5% Álagið á eigin reynslu lœkkað úr 20% í 10% Afundi ráðgjafanefndar um mótun fiskveiðistefnunnar i gær lagði Árni Kolbeinsson ráðu- neytissijóri sjávarútvegsráðu- neytisins fram tillögur í fimm lið- um um breytingar á sóknar- marki. Hetstu atriði þeirra eru sem hér segir: í fyrsta lagi að sóknardögum verði fækkað nokkuð eða að meðaitali um 5%. í öðru lagi að álagið á eigin reynslu yrði lækkað úr 20% eins og það er í dag, niður í 10%. í þriðja lagi er lagt til að sú nýja reynsla sem sóknarmarkskip ávinna sér árlega verði takmörk- uð þannig að hún hafi ekki áhrif á framtíðaraflamöguleika þeirra skipa sem völdu aflamörk. Þetta verði gert með því að reikna nýja reynslu sóknarmarksskipanna. í fjórða lagi að afli sóknar- marksskipa á árinu 1987 verði ekki látinn hafa áhrif á aflamark þeirra á næsta ári. Aflamark allra skipa á næsta ári verði því hið sama og í ár að teknu tilliti til almennra breytinga í heildarafla einstakra tegunda. Og í fimmta og síðasta lagi verði sérstakt aflahámark tekið upp í karfa að því er sóknar- markstogarana varðar, líkt og þorskaflahámarkið. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans vöktu þessar tillögur ráð- uneytisstjórans litla hrifningu meðal nefndarmanna, nema ef vera skyldi hjá útgerðar- mönnum. Næsti fundur ráðgjafarnefn- darinnar er boðaður næstkomandi miðvikudag. grh Dagsbrún Varar við matarskattinum Trúnaðarráð Dagsbrúnar hef- ur varað ríkisstjórnina alvarlega við að leggja 10% söluskatt á landbúnaðarvörur. Skattur þessi kemur þyngst niður á tekjulitlum bamafjölskyldum. í ályktun trúnaðarráðsins segir að verkalýðshreyfingin muni ekki horfa aðgerðarlaus á að þeim tekjulægstu verði íþyngt enn frekar en orðið er. * Grunnskólanemar Skemmtistaö í miðbæinn að er útbrciddur misskilning- ur og ber vott um mikla for- dóma í garð okkar unglinganna að halda því statt og stöðugt fram að við séum upp til hópa skemmd- arvargar og ávallt undir áhrifum áfengis, þegar við erum að skemmta okkur, sagði Sólveig Arnarsdóttir nemandi í Austur- bæjarskólanum. I gær var haldið málþing grunnskólanema í Tónabæ, þar sem saman voru komnir fulltrúar nemendaráða í 8. og 9. bekk úr öllum grunnskólum borgarinnar. Umræðuefni málþingsins var skemmtanir unglinga og skemmdarverk sem unnin hafa verið að undanförnu í miðbænum og það orð sem þær hafa komið á unglinga höfuðborgarinnar. Þeir sem til máls tóku á mál- þinginu deildu hart á vinnubrögð frétta- og blaðamanna og stjórn- endur fjölmiðla sem virtust ekki hugsa um neitt annað en að segja sem verstar sögur af unglingum. Eða eins og ein stúlkan komst að- orði: „Unglingar upp til hópa eru gerðir að blórabögglum vegna svartra sauða sem alltaf finnast í sérhverri hjörð. Lausnin á þessu vandamáli er að koma upp skemmtistað fyrir unglinga í mið- bænum, því þangað liggja allar leiðir, jafnt unglinga sem full- orðna.“ grh „Okkur vanta skemmtistað í miðbæinn tyrir unglinga. Þangað liggja allar leiðir jafnt fullorðinna sem unglinga,“ sögðu grunnskólanemar á málþingi í Tónabæ í gær. Mynd: Sig. Beiðni um skýrslu Ákvörðun frestað Ákvörðun umskýrslu vegnaflugstöðvarinnarfrestað. Samþykktað verða við beiðniAlþýðubandalags um skýrslu vegnafasteignakaupa ríkisins Afundi sameinaðs Alþingis í gær var ákveðið að fresta ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni Guðrúnar Agnarsdóttur og annarra kvenna í þingmanna- au undur og stórmerki gerð- ust fyrr í vikunni að embættis- maður borgarinnar, Davíð Odds- son, borgarstjóri, meinaði borg- arfulltrúum minnihlutaflokk- anna afnot af fundarherbergi borgarráðs, sagði Sigurjón Pét- ursson, Alþýðubandalagi við um- ræður á borgarstjórnarfundi í gær, en borgarstjóri úthýsti blað- amannafundi sem minnihlutinn boðaði til að kynna tillögu til lausnar á dagvistarmálum. Tillögu minnihlutans um að borgarfulltrúum væri heimilt, hvar í flokki sem þeir stæðu, að nota húskynni borgarstjórnar til smærri funda og blaðamanna- liði stjórnarandstöðunnar, um skýrslu frá fjármálaráðherra um útgjöld og kostnað við byggingu nýju flugstöðvarinnar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- funda, var vísað til annarrar um- ræðu. - Ég tel mig ekki þurfa að standa borgarstjóra skil á því við hverja ég kýs að ræða í herbergj- um borgarstjórnar. Það er hlálegt að borgarfulltrúum skuli meinað með þessum hætti að upplýsa al- menning um borgarmál, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. Bjarni P. Magnússon Alþýðu- flokki minnti Davíð Oddsson á að sem borgarstjóri væri hann embættismaður og hefði ekkert með málefni borgarstjórnar að gera og því væri þetta óafsakan- leg afskiptasemi af störfum borg- arfulltrúa. -rk vegsráðherra taldi formgalla á beiðninni, þar sem Flugstöðin heyrði undir utanríkisráðherra en ekki fjármálaráðherra. Guðrún Agnarsdóttir bað þá um að báðir ráðherrarnir skiluðu skýrslunni en Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis ákvað þá að fresta á- kvörðuninni þar til formsatriði væru komin á hreint. Fallist var hinsvegar á beiðni þingflokks Alþýðubandalagsins um skýrslu frá fjármáiaráðherra um kaup og sölu fasteigna á veg- um ríkisins síðan 26. maí 1983. Beiðnin var lögð fram á síðasta þingi en er nú lögð fram aftur þar sem ekki tókst að skila henni þá. í skýrslunni skal getið um kaup- og söluverð hverrar fast- eignar, fasteigna- og brunabóta- matog greiðsluskilmála. Gerð skal grein fyrir stærð húsnæðis, afhendingartíma og kostnað við breytingar. Einnig er farið fram á að það komi fram hvort heimild hafi verið fyrir viðskiptunum í fjárlögum þegar kaupin fóru fram. - Sáf Borgarstjórn Borgarfulltmum úthýst Kennarar Leiðbeinendur hrökklast frá Halldóra Magnúsdóttir, Frœðsluskrifstofu Vestfjarða: Mikill seinangangur við ráðningu réttindalausra kennara. Sumir ekkienn komnir inn á launaskrá Nokkur brögð hafa verið að því að réttindalausir kennarar, sem kallast nú leiðbenendur, hafi hrökklast frá kennslu eftir nokk- urra ára starf, af völdum ýmis- konar kárina. Að sögn Halldóru Magnúsdóttur, fulltrúa á Fræðsluskrifstofu Vestfjarða, er farið með leiðbeinendur eins og hornrekur í skólakerfinu. Hefur bæði seint og illa tekist að fá ráðningar þeirra staðfestar hjá ráðuneyti menntamála og að ■ finna þeim stað í launaskrá launa- deildar fjármálaráðuneytisins. Dæmi eru til þess, að leiðbeinendur hafi ekki fengið greidd laun það sem af er skóla- árinu. - Það eru nokkur brögð að því að leiðbeinendur, sem töldu sig ráðna, hafi hætt við á síðustu stundu, eftir að hafa verið búnir að gefast upp á biðinni eftir stað- festingu ráðuneytisins, sagði Halldóra. í síðasta Fréttabréfi Fræðslu- skrifstofunnar á Vestfjörðum ber málefni leiðbeinenda á góma. Segir þar í þönkum Péturs Bjarnasonar, fræðslustjóra, að leiðbeinendur hafi fengið ómak- lega útreið í umræðunni um rétt- indamálin „og hafa nokkrir horf- ið frá kennslu af þeim sökum. Hefur lítið verið greint á milli hvort um er að ræða vel menntað fólk og reynda kennara, eða reynslu- og menntunarlítið fólk.“ Halldóra sagði að seinagangur- inn við ráðningar réttindalausra kennara væri mjög bagalegur fyrir fræðsluumdæmi eins og það á Vestfjörðum, þar sem stór hluti kennara væri án kennsluréttinda og lítil von væri til að fá réttinda- fólk til að sækja. Umsóknir rétt- indalausra kennara fara fyrir sérstaka undanþágunefnd og síð- an til staðfestingar hjá ráðuneyti. - rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.