Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 17
tUOÐVIUINN Þjóðviljinn c/o Skúmaskotið Síðumúla 6 108 Reykjavík Á myndunum er herra Björn að bjóða frú Birnu upp í dans í stofunni heima hjá þeim. En það eru fimm atriði sem eru á myndinni til vinstri, en vantar á þá hægri. Getið þið fundið hvaða atriði það eru? Lausnina finnið þið neðar á síðunni. 'uu|i9) uu!e JBJUba uueje|!dsn|0|d -g euiunjqeBne bjqb ejeq jnjaq ujoig ejjan 'V •eunuouj 9 Qu6p>( jbjuba <?eq e tuuipuÁUJ 9 Qjsnq 9 e66n|B jbjuba Qeq Z 'jbjuba iuunQ9UiuJ0>i 9 uinuesBAeui9iq 9 ||dea ' t :usnen WUKXllíffi/i Héma kemur ein létt krossgáta handa ykkur aö leysa. Lausnina sendið þið til Skúmaskotsins og við drögum úr réttum lausnum og sá heppni eða heppna fær verðlaun send heim til sín. Með lausninni sendið þið okkur nafnið ykkar, heimilisfang og póstnúmer og hver veit nema þið verðið hinn heppni eða hin heppna! Okkur varð heldur betur á í °S biðjum þau Katrínu og Stefán messunni í síðasta Skúmaskoti Baldvin afsökunar á þessu. þegar við töluðum við þau Stefán og Katrínu. Hann Stefán heitir nefnilega Stefán Baldvin, en ekki Stefán Baldur, og Katrín var alls ekki í leikskóla í fyrravetur, held- ur var hún í 5 ára bekk í Álftamýr- arskóla. Okkur þykir leiðinlegt að þessi mikli misskilningur varð Léttfeti var minnstur allra álf- anna sem í Álfheimum bjuggu. Hann var svo lítill, að enginn tók einu sinni eftir honum. Það var einmitt þetta, að eng- inn skyldi yfirleitt veita honum athygli sem honum sárnaði mest. Hann tók sér það svo nærri, að hann ákvað að flýja að heiman, einungis þess vegna, og halda til Mannheima, þar sem bjuggu litlir drengir og litlar stúlkur. Eina nóttina, þegar tungl var í fyllingu, flaug hann á brott úr Álfheimum. Honum brá heldur en ekki í brún, þegar hann kom til Mannheima, og sá hve allt var þar stórt í sniðum - jafnvel minnstu mýslurnar þar voru eins stórar og stærstu álfar í Álf- heimum, eða stærri. „Ég er öldungis hissa,“ sagði hann við sjálfan sig. „Ekki held ég verði frekar tekið eftir mér hérna.“ En hann komst brátt að raun um það, sér til mikillar ánægju, að honum var veitt athygli engu að síður. Svört kisa, sem sat á dyraþrepi og beið þess, að sér yrði hleypt inn, varð fyrst til að koma auga á hann. Hún mjálm- aði til hans, og bað hann að koma og opna dyrnar fyrir sig, og hann kom til hennar. Vitanlega náði hann ekki einu sinni hálfa leið upp í hurðarsnerilinn, en hann var svo ánægður yfir því að kisa veitti honum athygli, að hann settist hjá henni á dyraþrepið og masaði við hana, þangað til kon- an opnaði hurðina og hleypti henni inn. Raunar varð hann fyrir von- brigðum, þegar konan tók ekki eftir honum og skellti á hann hurðinni. „Kannski eru það bara kisurnar hérna, sem veita mér at- Lítli álfurinn hygli,“ sagði hann dapur. „Jæja, það er þó skárra en ekki“. Fiðrildi, sem flögraði upp með húsveggnum í þessum svifum, heyrði til hans. „Þú skalt setjast á blómkrónu," sagði það. „Þá tekur fólk áreiðanlega eftir þér.“ Léttfeti litli þóttist vita að þetta mundi vera heillaráð. Hann þakkaði fiðrildinu vingjarnleg orð, lyfti sér á flug og settist á bikar á rauðri rós úti í garðinum. En ráðið reyndist ekki eins snjallt og hann hafði vonað. Þarna kom kona nokkur með garðkönnu og gekk að rósarunn- anum. Og hvað haldið þið hún hafi gert? Hún fór að vökva rós- irnar, og þar sem hún veitti Létt- feta ekki minnstu athygli, lét hún vatnið úr könnustútnum buna yfir hann, svo hann varð renn- blautur inn að skinni. Hann lyfti sér óðara aftur til flugs, settist í körfuna á baldurs- brá og lét sólina þurrka sig. Þarna var svo hlýtt og notalegt, að Léttfeti var í þann veginn að falla í svefn, þegar hann heyrði talað til sín lágri, hljómþýðri röddu. Hann opnaði augun og sá litla stúlku standa hjá sér og stara á með undrun og fögnuði á svip: „Álfur!“ hvíslaði litla stúlkan. „Ég hef fundið lifandi álf!“ Hún tók hann gætilega í lófa sér og hljóp með hann inn til móður sinnar, eins hratt og fætur toguðu. En - viti menn! Mamma hennar gat ekki með neinu móti komið auga á Léttfeta litla, þar sem hann sat í lófa telpunnar hennar. „Nei, hvað hann er fallegur!“ sagði hún, en það voru bara láta- læti, því hún hélt að telpan væri að gera að gamni sínu og það sæti ekki neinn álfur í lófa hennar. „Álfur - nei, nú er ég hissa!“ sagði hún og hló. „Já, það sem þú getur ímyndað þér!“ Léttfeti lét sér það raunar á sama standa; honum var það nóg í bili að litla stúlkan sá hann og var hrifin af honum. Þetta var áreiðanlega í fyrsta skiptið, sem nokkur var hrifin af honum, svo honum þótti ákaflega mikið til þess koma. Litla stúlkan bar hann aftur út í garðinn, og þar léku þau sér hjá baldursbránum, þangað til dagur var að kvöldi kominn og hún varð að fara inn og hátta og sofa. Léttfeta þótti það heldur en ekki súrt í brotið. Þarna sat hann einn eftir og einmana. Skrýtið að börnin í Mannheimum skyldu þurfa að fara svo snemma í hátt- inn. í Álfheimum dönsuðu álf- arnir alla liðlanga nóttina þegar tungsljós var, og álfabörnin líka. Þarna sat hann - og þegar tunglið kom upp, varð hann skyndilega gripinn svo ákafri heimþrá, að hann lyfti sér til flugs og linnti ekki fyrr en hann var aftur kominn til Álfheima, þar sem dansinn í tunglsljósinu var einmitt í þann veginn að hefjast. Vitanlega mundi enginn veita honum athygli, frekar en fyrri daginn; en hvað um það, hann var orðinn því svo vanur. Það fór þó betur en hann bjóst við. Allir höfðu tekið eftir því, að Léttfeta vantaði í hópinn, og nú tóku allir eftir því, að hann var kominn aftur og fögnuðu honum vel. Hann varð að heita því, að fljúga aldrei aftur á brott úr Álf- heimum, og í rauninni langaði hann ekki heldur til þess nú - þegar allir veittu honum athygli. Þessa skemmtilegu mynd sendi hún Sigrún Baldursdóttir, sem er 7 ára og á heima á Grundarstíg í Reykjavík. Við hvetjum ykkur aftur til að senda okkur myndir, sögur, vísur og hvaðeina sem ykkur dettur í hug.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.