Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 12
Hve óhamingju- samar eni konumar? Jafnréttisbyltingin sem brást- Þeir vilja öllu ráða og tala niður til okkar - Er það körlum að kenna? - Deilt um rannsóknaraðferðir Bandaríski rithöfundurinn Share Hite, sem hefur gefið út frægarskýrslurum kyniíf karla og kvenna í sínu landi, hefur sent frá sér skýrslu í bókarformi sem miklaathygli og deilur hefur upp vakið-þar eru bandarískar konur mjög á einu máli um ófullnægju sína í ástum og hjúskap og kenna körlum um alfarið. Bókin heitir „Konur og ást - menningarbylting í fram- kvæmd“. Hún er byggð á svörum frá um það bil 4500 bandarískum konum. Flest fór á annan veg Við upphaf jafnréttisbaráttu og kynlífsbyltingar voru margir bjartsýnir í meira lagi: bjuggust kannski við því að innan tíðar mundu karlar leyfa sér að gráta og konur standa í harðri sam- keppni á vinnumarkaði, að kynin mundu fljótlega koma sér niður á að skipta jafnt með sér húsverk- um og fullnægjusprengingum í rúmi, sverðin yrðu slíðruð í lang- vinnu stríði kynjanna og við tæki vinsamleg samvinna um alhliða þroska hvers og eins Þessi óskmynd er mjög fjarlæg veruleikanum, eins og búast mátti við. Ekki svo að skilja: sitthvað hefur breyst. Karlar koma nokkuð meira við sögu á heimili, konur hafa sótt út á vinnumarkað, eitthvað vita kynin hvort um sig betur en áður um vandkvæði hins og hlutverk. Tilfinningalegur yfirgangur En fáir munu hafa búist við niðurstöðum á borð við þær sem Share Hite birtir í nýrri bók sinni. En þar eru konur sem spurning- arskrám hennar svara svotil sam- mála um að þær hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá karla sem þær best þekkja, enda kunni þeir ekki að láta í ljós til- finningar sínar, nenni ekki að tala við konur sem jafningja, vilji jafnan hafa síðasta orðið og séu slæmir með að beita konur ýmis- konar „tilfinningalegum yfir- gangi“ í einkalífi. Til dæmis segja 95% þeirra kvenna sem svara að þær hafi orðið fyrir „tilfinningalegri og sálrænni áreitni“ af hálfu þeirra manna sem þær elska og 98% vilja „grundvallarbreytingar“ á sínum ástamálum. 79% efast um að þær eigi að leggja svo mikla orku í ástarsam- bönd sín að þau gangi á undan öðru. Aðeins 19% sögðu að ást- arsamband hefði þennan forgang í lífi þeirra. 98% óskuðu eftir líflegra tal- sambandi við menn sína og al- gengasta orsökin fyrir gremju kvenna (77%) er sú að „hann hlustar ekki“. 91% giftra kvenna segja að þær hafi sjálfar átt frumkvæðið að skilnaðinum. 70% kvenna sem hafa verið giftar í fimm ár eða meir segjast halda framhj á - og þá frekar til að komast í náið tilfinningasamband en vegna kynlífsáhuga. 87% giftra kvenna segir að þeirra dýpsta tilfinningasamband sé við vinkonu. Er hœgt að mœla ástina? Sem fyrr segir er allhart deilt í Bandaríkjunum um það, hve ná- lægt - eða fjarri - sannleikanum Share Hite fer. Það heyrast líka raddir í þá veru að hún sé að spyrja um það sem ekki verður mælt (það er hægt að telja full- nægingar, segir hún reyndar sjálf, en það er ekki hægt að mæla ástina). t*að má vel benda á að aðrar spurningaskrár benda til þess að bandarískar konur séu óánægðar með sitt hlutskipti, eða að minnsta kosti reiðbúnari en áður til þess að láta óánægju sína í ljós. 60 þúsund konur, lesendur kvennablaðs eins, voru spurðar að því hvort þær mundu velja sér sama mann og þær eiga nú ef þær mættu byrja upp á nýtt og um 40% sögðu nei. Efasemdir um hjónabandið eru miklu sterkari en áður og hagtölur vita, að þeim konum á aldrinum 25 til 34 ára sem ekki giftast hefur fjölgað um helming á nokkrum árum - ekki vegna þess að konur séu í vaxandi mæli farnar að fresta hjónaband- inu heldur blátt áfram vegna þess að æ fleiri forðast það. Það koma út bækur í löngum bunum um það sem Hite-skýrslan nýja segir helsta höfuðverk kvenna: um ótta karla við að gefa af sér, um samskiptakulda af þeirra hálfu og valdstreitu í einkalífi. Alltof fá svör Hinsvegar finnst mörgum sú mynd sem fæst í skýrslu hennar undarlega einhliða, rétt eins og svotil allar konur hefðu orðið fyrir sömu reynslu. Og þá er mikið spurt um aðferð hennar. Share Hite sendi frá sér hundrað þúsund spurningalista með 127 spurningum um allt mögulegt - frá tómstundagamni til fyrstu kossa og viðbragða foreldra við þeim. Þessa lista sendi hún ein- ungis til kvenna sem skipulagðar voru í einhverjum kvennasam- tökum. Og hún fékk ekki nema 4500 svör. Og margir félagsfræð- ingar segja að 4,5% svörun sé langt frá því að gefa raunsæja mynd af því sem kannað er. Það séu vel menntaðar og mjög óá- nægðar konur sem líklegastar séu til að svara, og því færra viti menn um hinar. Einnig hafi verið mjög mikið af óljósum spurningum á skránni eða þá leiðandi spurning- um sem stefndu allar að því að sanna þá meginkenningu Share Hite að „allt er þetta karlepen- ingnum að kenna“. Eða eins og þekkt blaðakona, Ellen Good- man, segir um bók Share Tate: „Hún gengur inn með fordóm og kemur út með tölur“ (sem sam- svara fordómum). Þeir sem gagnrýna Share Hite benda líka á það, að hún fái út þrisvar sinnum meiri tíðni framhjáhalda giftra kvenna en aðrar kannanir og að enginn annar komist t.d. nálægt því að fá það út að konur eigi frumkvæðið að níu hjónaskilnuð- um af tíu. Hvað skiptir mestu? Það er svo mjög algengt að menn skrifi sig út frá þessum deiluefnum öllum inn í almennar vangaveltur um að sambúð kynj- anna sé á breytingaskeiði, gamlar reglur séu niður brotnar og hver og einn hafi orðið að smíða sér nýjar í staðinn - hafi það reyndt örðugt bæði körlum og konum. Og síðan er enn og aftur spurt um það, hvað það er sem fólk í raun- inni vill helst - með því fororði að menn geta ekki fengið allt sem hugurinn girnist. Hvað sem líður yfirlýstum áhuga bandarískra kvenna á góðu og ljúfu og nánu tilfinningasam-bandi, þá taka flestar þeirra góðan efnahag fram yfir þau hnoss þegar þær leita sér að maka eða félaga. Og þá kemur á daginn að þau einkenni sem tryggja karlmanni velgengni í starfi - harka, agi, einbeiting, gera hann og harðan í hom að taka fyrir konur. Og hinir „nýju menn“, þeir góðu og blíðu, þeir eru svosem til - en konur hafa enn mikla hneigð til að hafna þeim, á þeirri gömlu forsendu að þeir séu ekki nógu góðir skaffar- ar, þeim vegni ekki nógu vel í kapphlaupinu áb byggði á Spiegel og Time / / 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.