Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 3
„Geigur, gröf og gildra koma yfirþig, jaröarbúi. Sá sem flýr undan hinum geigvæna gný, fellur í gröfina, og sá sem kemstupp úrgröfinni, festistí gildrunni, því aö flóðgáttirnar á hæðum Ijúkast upp og grundvöllur jarðarinnar skelfur; jörðin brestur og gnestur, jörðin rofnar og klofnar; jörðin riðar og iðar; jörðin skjögrar eins og drukk- inn maður, henni svipar til og frá eins og vökuskýli; mis- gjörð hennar liggur þungt á henni, hún hnígur og fær eigi risið upp framar." Jesaa, 24,17-20 Ekkeit píanó í kjamorku- byrginu 0 Námskeið fyrir fólk sem vill kynnast sjálfu sér betur. Nám- skeið hefur að markmiði að auka næmi á eigin tilfinningar (lífefling) og kanna leiðir til útrásar og úr- vinnslu tilfinningalegra hnúta. Með líkamsæfingum, „réttri" öndun og útrás gefst einstak- lingnum aukið þor til að horfast í augu við og taka ábyrgð á tilfinn- ingalegu ástandi sínu. Námskeiðið fer fram á miðvik- udagskvöldum kl. 20 - 23 að Laugavegi 43, frá 27. október - 8. desember. Leiðbeinandi Gunnar Gunn- arsson. Upplýsingar og skráning í síma 21984 og 12077. # Mál og menning hefur gefið út þrjár kiljur með verkum rússn- eskra öndvegishöfunda. Glæpur og refsing er ein frægasta skáldsaga Fjodors Dostojevskís. Hún kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1984 í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Sagan gerist í Pétursborg á árunum upp úr 1860; ört vaxandi stórborg, ið- andi af litríku mannlífi. í miðdepli er einfarinn Raskolníkof, tötrum búinn stúdent sem svífst einskis til þess að gera stórmennsku- drauma sína að veruleika. Skáldsagan Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogol er háðsk lýsing á því ástandi sem ríkti í Rússlandi á 4. áratug síðustu aldar. Aðalper- sónan, hinn kostulegi Tsjitsjikof, er óprúttinn braskari sem gerir sér dauðar sálir að féþúfu en hverfur svo með alla peningana. Frásögnin er í ríkum mæli gædd þeirri kímni og orðsnilli sem höf- undurinn varð svo þekktur fyrir. Magnús Magnússon þýddi sög- una sem kom fyrst út hér á landi árið 1950 en hefur nú um langt árabil verið ófáanleg. Um þessar itiundir sýnir Ríkissjónvarpið myndaflokk sem byggður er á þessari sögu Gogols. Allar kiljurnareru prentaðar hjá Norhaven bogtrykkeri a/s í Dan- mörku en Teikn sá um hönnun á kápum. Ari og Beta eru ung og vel stæð hjón. Hann ertölvufræð- ingur áframabraut og talinn mjög fær í starfi sínu. Hún er píanóleikari, sem lagði ást- ríðuna á hilluna, eftir gifting- una, svo hún gæti helgað sig hjónabandinu. Hún hefurþó einn nemanda, sem hún kennir heima. Það er unga stúlkan Lilja. Þau hafa byggt sér kjarnorku- byrgi í kjallaranum, sem enginn má vita um. Ari hefur útbúið það fullkomlega tæknilega séð; þar er hægt að reikna út mengun í lofti og annað sem að haldi gæti kom- ið, ef sprengjan springur. Áhuga- mál hennar hafa hins vegar „gleymst". Það er ekkert píanó í byrginu. Hjónin ákveða að taka æfingu og dvelja niðrí byrginu, til að sjá hvernig það reynist. Þá fer margt öðruvísi en ætlað er og vist- in reynir á þolrif hjónabandsins í einangrun byrgisins. Þegar allt er komið í óefni, slysast nemandi Betu inn í byrgið, og hefur það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi í gærkvöldi „Lokaæfíngu“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Leik- stjóri er Pétur Einarsson. Leik- mynd og búninga gerir Gylfi Gíslason, og Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Theódór Júlíusson leikur Ara, og Sunna Borg leikur Betu. Erla Ruth Harðardóttir leikur Lilju. Eldri gerð leikritsins var frum- sýnd af Þjóðleikhúsinu sem Verkatýðsforystunni þökkuð veitt linkind Reykjavík 15. október 1987 Nýlega var haldinn almennur félagsfundur í FÁF - Félagi áhugafólks um fréttatilkynning- ar. Fundurinn sendir frá sér með- fylgjandi ályktun sem samþykkt var samhljóða: „FÁF - Félag áhugafólks um fréttatilkynningar - fagnar fram- kvæmd fjármálaráðherra á jafn- aðarstefnunni. Það er kominn tími til að taka offituvandamál þjóðarinnar föstum tökum, fjár- málaráðherra hefur sýnt sig vandanum vaxinn. FÁF - Félag áhugafólks um fréttatilkynningar - leggur til að barnafjölskyldur þessa lands og uppflosnaðir kvótabændur sýni að þau séu af höbbðingjum kom- in og borgi braggann -a.m.k. að- flutningsgjöldin. FÁF - Félagi áhugafólks um fréttatilkynningar - þykir miður að fjármálaráðherra skyldi hverfa frá ætlun sinni að skatt- leggja skólamötuneyti, sjúkrahús og fangelsi, sem er öruggur tekju- stofn. FÁF - Félag áhugafólks um fréttatilkynningar - lýsir yfir full- um stuðningi við valfrelsi forsæt- isráðherra á lestrarefni, enda mótmælabréf 55 þúsund manna verkalýðshreyfingar lítt upp- byggilegt í kjölfar göfugrar bók- menntahátíðar. Að endingu þökkum við verkalýðsforystunni veitta lin- kind á liðnum árum.“ Rétt er að geta þess að fundin- um barst skeyti frá borgarstjóra Palermo. Hann bað FÁF - Félag áhugafólks um fréttatilkynningar - að koma á framfæri í fréttatil- kynningu sérstöku þakklæti til okkar ástsæla utanríkisráðherra fyrir hans góðu ráð gegn mafí- unni. Þökkum birtingu Fh. FAF Sigríður Kristinsdóttir Sunnudagur 25. október 1987 ^JÓÐVILJINN — SÍÐA 3 gestaleikur í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 31. ágúst 1983 og á Litla sviði Þjóðleik- hússins 6. október 1983. Nýrri gerð verksins var frumsýnd í Badeteatret í Kaupmannahöfn 18. október sl. Pólska sjónvarpið gerði sjónvarpsleikrit úr Lokaæf- ingu en frestaði frumsýningu vegna Chernobyl-slyssins. Rússneska menningarmálaráðu- neytið hefur tryggt sér rétt til sýn- ingar á Lokaæfingu um gjörvöll Sovétríkin og væntanleg er upp- setning í London. j Það ætti því að vera fengur fy rir Akureyringa að fá Lokaæfingu á fjalirnar hjá Leikfélagi Akur- eyrar. - ekj. Ásgeir Lárusson sýnir í Gallerí Grjót Ásgeir Lárusson hefur opnað sýningu í Gallerí Grjót, Skóla- vörðustíg 4. Þetta er sjötta einkasýning Ásgeirs, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkr- umsamsýningum, þám. þremur FIM-sýningum og UM '83 að Kjarvalsstöðum. Sýning Ásgeirs samanstendur af vatnslitamyndum og olíumál- verkum. Þá eru verk unnin úr ol- fulitum og lakki og nokkrir skúlp- túrar. Þetta er síðasta sýningarhelgi. Gallerí Grjót er opið 12-18 og um helgar frá 14-18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.