Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 16
„Eg lek Manhattan" 1 __.. .. *_A __ /”l r\ I I O **n I O Ai l **í' X li i T ■ r**lr vi •* ii X Tn Ai ■ *■ ■- * i ■ «■ •• #»*♦ ■ * »* ■*■ * l' ■'t *» n *"• •*■ r\ n *" nQ t "1 t \ P T* 1/ICC 1* IY\ O A O P Ý o f O 1 '1 A ollo V* nTn nnf n A « — * . „Likeabladeofgrassinthe ~ "dollara leðursólum. f myrkrinu sand by death’s ocean standa þó kljúfarnir áfram og eru grow the roots ofhim who does not move“ Jón úr Vör ... Og Sturlumálið deyr hægt út í aðfallinu undir faldi Frelsisstytt- unnar, nú rúmu ári eftir að það rann um kalda kerfisósa Norð- austurlandskjördæmis. Þetta þykja þó ekki fréttnæm tíðindi í þularstofum eyjunnar miklu sem við blasir út um höfuð styttunnar og heitir Manhattan. Á henni standa allir fremstu skýjakljúfar heimsins, hver með sinn karakter, eins og ólíkir gestir í líkri kokteilveislu, og það skvaldrar á milli þeirra. Nóttin fellur einnig á milli þeirra uns hún snertir veðraða vanga vosbúðarf- ólksins sem leggst til svefns á gangstéttum sem ilma af 1000 misupplýstir af skemmtiþáttum og skúringafólki. Inn á milli þeirra sveimar hin tæknibúna þyrla kynlífslögreglunnar og rýn- ir með sjónauka sínum á milli gluggatjalda svefnherbergjanna. Samkvæmt nýlegum hæstaréttar- úrskurði eru allar aðrar stellingar en sú sem kennd er við trúboðana bannaðar með lögum, innan veggja einkalífs sem utan. Sam- bandsfólk kippir sér þó ekki upp við ónæðið en heldur áfram að þróa sjónvarpsstellinguna, sem er sérstakt New York-afbrigði, og enablerar mönnum að missa ekki af miðnæturdagskránni. Á einni af hinum mörgu fertug- ustuogfimmtuhæðum eyjunnar situr maður hinsvegar í mjúkum stól með glas í hendi og lætur sig hringsóla fyrir handafli 30 kór- eanskra skiptinema í eina snún- ingsrestauranti borgarinnar. Maður nýtur næturútsýnarinnar með hverjum sopanum og lætur sig í huganum hverfa út í svalan hafsynninginn. Og líkt og fyrr- nefnd þyrla hjálpartækjabankans guðar maður á glugga að íslensk- um sið. Fyrstur er heimsóttur í kvöld hinn einarði forseti Mið- Ameríkuríkisins Nikaragúa, Daníel Ortega, þar sem hann sit- ur við skriftir á herbergi númer 50043 á Helmsley-hótelinu. Hann er að leggja síðustu hönd á ræðu sína sem hann flytur daginn eftir í hátíðarsal Sameinuðu þjóðanna og leiðréttir hana og lagar eftir annari ræðu sem hann hefur til hliðsjónar. Ræðu and- vinar síns Ronalds Reagans sem sá fyrr um daginn hélt yfir ársfagnaði ökukennarasambands Virginíufylkis. Og hann breytir og bætir, með fimmhundruðdoll- aragleraugunum sínum sem hann keypti hér í New York í síðustu ferð sinni, alveg þangað til að SKJOTT SKIFAST VEÐUR í LOFTI nú er vetur genginn í garð og viljum við beina því til viðskiptavina okkar, að ganga vel frá vörum sínum til flutnings til að fyrirbyggja skemmdir. Þótt hitastig í vörugeymslum okkar fari ekki niður fyrir frostmarK eru oft vörusendingar sem ekki þola mikla hita- breytingu. Þess vegna er nauðsynlegt að nálgast þær sem fyrst eftir komu skips, því sumár vörur eru geymdar úti og/eða í gámum. rrostlög skyldi að sjálfsögðu setja í kælivatn véla og tækja sem geymd eru SK/PADE/LD SAMBANDS/NS UNDARGÖTU 9A -SlMI 698100/28200 hann er viss um að geta talað alla sendinefnd Bandaríkjanna út úr salnum með formælingarsvip og hurðarskellum. Og rétt fyrir klukkan tvö tekst honum það og hann leggst sæll til svefns í hið mjúka rúm kapítalismans þar sem fyrir sefur fögur kona hans og allir Iitlu strákarnir þeirra tólf, væntanleg herdeild í Sandinista- her. Á gólfinu liggja nýju húfurn- ar litlu sem þeir fengu gefins fyrr um daginn á blaðamannafundin- um með pabba og merktar eru uppáhalds beisbolliðinu hans: New York Mets, auk einnar stærri sem Daníel sjálfur notar alltaf í viðtölum við vestræna fjöl- miðla af snilldarlega húmorísku áróðurs-innsæi. En þegar allir fremstu jafningj- ar „Nicaranna“ eru sofnaðir hverfum við af rúðunni og flögr- um á vit annara upplýstra her- bergja. í svipaðri hæð sunnar í borginni eru þeir enn að vinna að gerð fræðslumyndar um AIDS- varginn og varúðarmeðul gegn honum. Það er hið auglýsinga- lausa „Ríkissjónvarp“ sem að henni stendur og senn er komið að einu umdeildasta atriði þáttar- ins þar sem notkun smokka er kennd með umdeildu hjálpar- tæki. Það er enginn annar en Ron Reagan yngri, hinn kvart- skagfirski sonur forsetahjónanna sem þar heldur á gulum banana og rúllar um hann verjunni, nokkuð sem seinna á eftir að valda uppnámi á helstu valda- stöðum bananaiðnaðarins ofar á Manhattan-eyju. í fréttatilkynn- ingu mótmælir alþjóðlega ban- anasambandið harðlega misnotk- un þessa vinsælasta ávaxtar heimsins. Þeirrar vöru sem kem- ur næst mjólk á vinsældalista neytenda. „Afurðin setur ofan við slíkan dónaskap og sem síðan á eftir að valda óafvitandi hugar- farsbreytingu hjá neytandanum og þar með koma fram stig- minnkandi sölu“. Af skagfirskri orðkerskni svarar Ronní síðar fyrir sig og segist því miður ekki hafa getað notað hið eiginlega „áhald“. Að lokum skulum við svo líta við hjá öðrum kunnum leikara sem nú liggur sem lamaður fyrir í svefnrúmi sínu og starir í loftið og tekur því ekki eftir klesstu nefi okkar á skotheldu glerinu. Það er ekki minna en sjálfur Robert De niro sem þar liggur í öllu sínu heimsfræga veldi, „mesti leikari okkar tíma“. En öðru vísi var honum áður á brá og bregður okkur nokkuð við þann tómlætis- svip sem hann hefur í kvöld valið sínu tjáningarríka andliti. En í gegnum þessa þykku rúðu heyrum við óm af skýringunni, Whitney Huston, sá módelgranni blökkubjútísvanni þenur þar sín raddbönd á hæsta voljúmi lag eftir lag, plötu eftir plötu, kvöld eftir kvöld. Robert kann orðið allt hennar reppertúar utanbókar eins og öll sín eigin hlutverk. En samt heldur hann áfram að nudda hinum társöltu tónum í innri sár sín. Hann er kvalinn af ást. Lífsreyndur götusjóarinn er yfir- bugaður af næfurþunnu meyjar- hafti. Símsvari Whitneyjar er þegar full-upptekinn af nokkrum fegurstu ástarjátningum aldar- innar, einkum hvað framsögn varðar, en allt kemur fyrir ekki, í móðurhúsum mey vill vera og sit- ur þar við. Ósofandi kveðjum við því meistarann og getum ekki annað en samkvalist honum um leið og við flögrum heim á leið. Úti fyrir, á flóanum, stendur önnur gyðja og meiri um sig miðja. Frelsisstyttan sem fyrr, og hún hróflar aðeins við sér, í fyrsta sinn á hundrað árum. Hana klæj- ar eitthvað í tærnar og líklega er það Sturlumálið. Það er komin einhver hreyfing á Sturlumálið, einhver lokahreyfing, það er nú loksins leyst. En það var nú svo- sem aldrei neitt neitt og eftir stendur styttan óhögguð sem fyrr, stendur þetta af sér eins og annað, óspjölluð og frjáls. New York City 14. okt. 87 Hallgrímur Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.