Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 10
Hugmyndirteygðarúr svefnrofunum Er leikritið um baráttu kynj- anna? Hvernig maðurstend- ur einn? Andspænis heimin- um og skipulagi sem hann kemur á; sprottið ekki síður af hræðslu en forvitni. Maðurinn þarf ekki bara að kljást við sjálfan sig, heldur líka kerfin sem hann býrtil. Og sig í þessu kerfi, þegar hann hefur týnt sjálfum sér í ofviðum. Mannsævin er örlítill könnun- arleiðangur gegnum lífið og tilgangurinn, sem maðurinn býrtil á leið sinni, vex honum svo yfir höfuð; í lokin er hann aðeins fær um að rangla á milli herbergja í stóru húsi. Hvað sem öllu líður er Ijóst „að viljinn er burðarkraftur sálarinnar”. Adolf og Lára vita ekki hvern- ig ástin breyttist í hatur. Eða er þetta bara óleysanlegur hnútur sem verður að höggva á. Þau segja að ekkert bindi þau lengur saman nema barnið, sem er af- kvæmi ástar þeirra, en bindur nú hatur þeirra enn sterkari bönd- um. Barnið er jafnframt eina afl- ið sem vill og reynir að sameina þau. Togstreita foreldranna skapar ringulreið hjá barninu, sem lendir í ósættanlegum mót- sögnum. Lífið hefst á nýjan leik og barnið fær ekkert nesti að heiman. Listaverk þarfað komast að heiman í upphafi stendur styrinn um heimanferð barnsins. Móðirin vill hafa barnið heima. Hún treystir ekki ..stóra heiminum" því hún hefur ekki fengið að þekkja hann. Treystir hvorki sér né barninu því lífstykkið er of þröngt. Heimur konunnar fullnægir henni ekki, og þá á hún enga möguleika á að fullnægja manninum. Þannig vex hvorugt þeirra og stöðnun heltekur sam- bandið. Enn einn hnútur sem þarf að höggva á og lausnin held- ur áfram að stefna í tvær áttir. (Lausn er ekki niðurstaða). Leikrit Strindbergs felur í sér lausn, einhvers staðar langt í burtu, en ekki fyrr en við höfum farið í ferðalag um leikritið og okkar eigið Iíf. Sú lausn getur þess vegna stefnt í nýja átt. Lygin og blekkingin sem kon- an notar til að koma manninum út í kuldann, er afleiðing af skipu- lagi sem hann hefur búið til. Samt er það hún, sem býr til hinn geggjaða raunveruleika, sem fær- ir allt leikritið inn í herbergi. Inn í andlega líkkistu. Strindberg verður að sýna okkur það, því vofur eru hluti af lífi okkar og dauðinn aðeins upphafið. Málið er bara að hafa vald yfir sárs- aukanum. Svo standa þau ráðþrota og spyrja: Hvernig gerðist þetta? Þau eru stödd á miðjum vígvellin- um og sjá ekkert. Þess vegna er nauðsynlegt að fara að heiman. Nauðsynlegt fyrir listaverk að fara að heiman. Eru leikrit börn? Börn eru listaverk. Sittu þó í sjólfum þér Hættulegar spurningar vakna þegar konan krefst þess að vera annað en móðir og vinnukona. Hún vill eiga heim fyrir utan sjálfa sig. Lára segir: Sittu þá í sjálfum þér. Það er hlutverkið sem menn ætla konum. En fullnægir engum. Ef konan nýtur sín, stækkar maðurinn. Það gerir alla vega þær kröfur til hans. Sem er ef til vill ein hræðslan enn: Að vaxa. (Óttinn við að lifa er ná- tengdur óttanum við að skapa.) Konur vaxa á sama hátt og með- an þróunin er ekki fyrir hendi, eru hinir dauðadæmdu konflikt- ar: Móðir, kona, meyja. Sem eru e.k. óskráð lög á meðan staða karlmannsins er þar vandlega skráð. Lógískt séð með tilliti til lífs sem vill stækka og dafna, gengur dæmið ekki upp. En verð- ur að gera það, því það er aðeins ástin sem dáleiðir fólk. Ekki frelsið. Fyrst kemur ástin. Svo kannski löngu seinna kemur frelsið. Hvert liggur leiðin Faðirinn er tengiliður og móð- irin er uppspretta og við erum þannig samansett. (Efist einhver um karlmennsku sína hér, er honum bent á að lyfta lóðum.) En þess vegna verður að sætta þessar andstæður. Til að skapa nýjar. Þó það kosti að fólk verði að fara í tvær áttir. Fyrr eða síðar kemurðu aftur á sama stað. Aldrei samur við þig. Þangað liggur leiðin. En hvort höggva verði á hnút. Kannski er leiðin að leysa hann og fara sitt í hvora átt- ina með spottann sem skilur eftir sig slóð sem auðvelt er að fylgja, villist einhver af leið. Leiðin er aldrei löng ef hún fær þig til á- fangastaðar og þannig er hver staður. Þá geta maðurinn og kon- an sest saman í sófann og hugsað. Bara hlustað. Lofað þögninni að vera til og finna hvernig þögnin fyllist af hugsunum. Fyllir tóma- rúmið. Tómarúm eru nauðsyn- leg, því þau verða aldrei fyllt. Þau taka spottana sína og binda hnút í sameiningu. Eða splæsa. Kann- ski það sem þau þurfa að læra. Að splæsa saman. Ekki binda. Þá getur leikritið orðið barn og barnið leikrit. Allir geta horft á þau saman. Hvað þau gera. Því þau gera ekkert. Sitja saman í sófanum og hugsa. Hlusta á tón- listina. Tónlistin klífur hæstu hæðir og fer niður djúpa dali. Tónlistin kemur frá þeim. Úr höfðum þeirra. Frá hugsunum þeirra. Og enginn þarf lengur að standa upp og slökkva á gram- mófóninum. Vötn heimsins Af hverju notar Lára aldrei spegil? Er hún hrædd? Sér hún konu sem hún vill ekki sjá? Konu sem kúgar hana. Það hræðileg- asta við spegilmyndina er, að hún veit að hún hefur sjálf átt sinn þátt í að gera þessa mynd. Hvern- ig á maður að losa sig við eitthvað, sem maður hefur átt þátt í að skapa, en geðjast ekki að. Af því að maður hefur ekki hlítt náttúrulegum hvötum sín- um; þeirri sterkustu: Sköpunar- kraftinum. Barnið er hið eina sem hún hefur skapað (og barnið er kennt við föður sinn) - og blekkinguna utan um barnið, manninn og heimilið. Hún reynir að moða úr því, en skapar aðeins ringulreið, því henni eru ekki all- ir vegir færir. Hún fékk ekki að velja. Hún notar blekkinguna til að skapa sjálfstæðan heim. Sem er ekki heimur. Því lygin er ekki til. Barnið er hluti af henni um leið og barnið á skýlausa kröfu um eigið líf. En hún verður að eiga heim svo barnið geti farið að heiman. Því listaverk eru speglar. í þeim sést mótsetningin, sem gerir það mögulegt að við reynum að sætta andstæðurnar inni í okkur. Sameina stríðin okk- ar. Svo sættir takist. Á sama stað. Til að sjá nýtt andlit í speglinum. Til þess verður maður að eiga spegil. Eiga andlit. Finna tóma- rúmið þar á milli. Sem verður að vera. Annars er ekkert. Tóma- rúmið er fullt af engu. Þess vegna er svona erfitt að horfast í augu við spegil. Bara fyrr eða síðar neyðistu til þess. Því speglar eru hluti af náttúrunni. Og þú getur ekki forðast vötn heimsins. Úti um allt með exi Maðurinn býr sér til kerfi. Til að forðast gul augu rándýrsins. Kerfi sem einkennist af ofskipu- lagi, tilgangi og einföldum lausnum. Þegar maðurinn gerir uppreisn gegn þessu umhverfi, bregst það aftur við og reynir að kaffæra hann. Ef maðurinn gerir enga uppreisn, gerist ekkert. Þannig verður hvorki til maður né umhverfi. Þannig deyja leikrit. Uppsetning föðurins er trú þess tíma. Því ekkert hefur gerst síðan. Menn eru úti um allt með exi. Að leita hnúta. Hvernig er svo hægt að breyta,‘svo komandi kynslóðir þurfi ekki að horfa upp á sömu ósköpin öld eftir öld. Ef við getum engu breytt, komumst við aldrei út í geiminn og rauð risasól gleypir okkur á efsta degi. Ef við fengjum einhverju breytt væri hægt að undirbúa ferðalag út í geiminn til að finna nýja stjörnu. Finna sér leið, áður en títtnefndri risasól þóknast að haga framvindunni. Þá verðum við komin út í geiminn með bóka- safnið í vasanum og getum sett upp Föðurinn sem farsa. Svo framarlega sem geimskipið fór ekki of hratt til fyrirheitna lands- ins. Prestinum virðist ganga gott eitt til: Að höfuðsmaðurinn fái frið í sálinni. En Adolf segir: Maður veit aldrei neitt. Maður trúir bara. Þess vegna er guð hættulegur. Eins og maðurinn. Guð í dag heitir hamingja. En hamingjan lætur ekki að sér hæða. Hamingjan lætur ekki fjötra sig. Hamingjan lætur ekki setja sig á stall og gera sig að guði. Hamingjan er alltaf innan seiling- ar. Handan við það sem hönd þín snerti síðast á. Brúðuleikur Adolf geymir brúðu Láru ofan í skúffu hjá sér. Sem sýnir að raunverulega elskar maðurinn litlu stúlkuna í konunni sinni. Hann bara þorir ekki að sýna henni það. Hún gæti farið að leika við hann. Leika. Og enginn veit hvar sá nýi leikur endaði. En maðurinn setur tilfinninguna í gamla brúðu sem er lokuð niðri í skúffu og konan heldur að hún hafi týnt brúðunni sinni. Kannski veit hún af henni. En gerir ekk- ert. Hún efur gefist upp. Brúðan er ofan í skúffu og maður getur haldið áfram að dylja tilfinningar sínar (nema fyrir móðurinni) og verður þannig aldrei sannur og stór strákur. Aldrei maður. Með heimsendi að markmiði. Þegar dóttir hans fer að heiman, tekur hann líka brúðuna hennar, því hún er orðin of stór til að hafa brúðu með sér í borgina. Hann tekur brúðuna til minningar og stúlkan heldur að það sé merki um ást. Það er merki um ást. Það er bara merki um ást í kúguðu, ósamræmdu þjóðfélagi, þar sem hver tekur leikföngin af öðrum. (Vopn eru leikföng.) Þannig reynir konan að slá vopnin úr höndum mannsins. Hún býr til leikrit þar sem hún er aðalpers- ónan. Slær vopnin, felur bækurn- ar, saumar spennitreyju á kvöld- SPEGILL í ANDLI 10 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Sunnudagur 25. október 1987 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.