Þjóðviljinn - 28.10.1987, Side 4
LEtÐARI
Að koma öllum til nokkurs þroska
Athygli hefur vakiö samþykkt sem gerö var á
landsþingi Þroskahjálpar um síöustu helgi þess efnis
aö starfsemi Kópavogshælisins sé stórlega skert.
Nú eru 155 íbúar á Kópavogshæli en í samþykkt
Landssamtakanna Þroskahjálpar er gert ráö fyrir að
árið 1995 veröi þeir ekki nema um 30 og þá aðeins
þeir sem eru beinlínis sjúkir og þarfnast því vistunar
á hjúkrunardeild.
Á undanförnum áratugum hefur afstaða samfél-
agsins til þroskaheftra einstaklinga tekiö stórstígum
breytingum. Þegar Kópavogshælið tók til starfa
1952 var um að ræða verulegt framfaraskref í mál-
efnum þroskaheftra. Þeir höfðu margir hverjir dvalið
heima hjá aðstandendum sínum sem oftar en ekki
höfðu mjög takmarkaöa aðstöðu til að sinna sérstök-
um þörfum þroskaheftra einstaklinga. Það var ekki
óþekkt að eðlileg börn gerðu í grimmdarskjóli hóps-
álarinnar hróp að þessum einstaklingum og kölluðu
þá aumingja. Litið var á vangefni sem sjúkdóm og
því talið eðlilegast að vista þroskaheft fólk á stofnun-
um sem báru keim af sjúkrahúsum.
Á síðari árum hefur sú skoðun rutt sér til rúms að
líta beri á þroskahefta einstaklinga sem hverja aðra
þjóðfélagsþegna sem eigi rétt á við hvern annan til
menntunar, búsetu og starfa, þ.e.a.s. til fullrar þátt-
töku í þjóðfélaginu en á sínum eigin forsendum. Sú
skoðun heyrist æ sjaldnar að vista skuli alla þá, sem
ekki eru steyptir í hversdagslegt mót, inni á sérstök-
um stofnunum. Þvert á móti ertalið eðlilegt að fatlað-
ir eigi kost á sams konar búsetuformi og þeir sem
ekki búa við fötlun, þ.e. á heimilum af venjulegri
stærð í almennum íbúðarhverfum. Viðhorf sem
þessi þóttu í byrjun óraunsæ og byltingarkennd. En
þar kom að þau náðu eyrum löggjafans.
Hin nýju og mannlegu sjónarmið voru sett á
oddinn í löggjöf á ríkisstjórnarárum Alþýðubanda-
lagsins. Þeirra sér vel stað í lögum um málefni fatl-
aðra sem sett voru 1983 þegar Svavar Getsson var
félagsmálaráðherra. Markmið laganna er sett fram í
upphafi þeirra en það er að tryggja fötluðum jafnrétti
og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og
skapa þeim skilyrði til lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl
í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.
Á grundvelli þessara laga hafa verið sett á fót 30
sambýli vítt og breitt um landið. Þau lúta stjórn svæð-
isnefnda um málefni fatlaðra sem starfa í hverju
kjördæmi og heyra undir sérstaka deild um málefni
fatlaðra í félagsmálaráðuneytinu. Vissulega hefur
þessi uppbygging kostað verulegt átak og Ijóst er að
enn er þörf fyrir háar fjárveitingar til þessara mála.
Ríkisstjórnin neytir allra bragða til að láta enda ná
saman. Það er alltaf erfitt að skera niður útgjöldin og
það er svo ósköp létt að bæta við nýjum sköttum.
Það þarf bara að gæta þess að styggja ekki þá sem
hafa hina raunverulegu valdaþræði í hendi sér.
Fjármálaráðherra lætur innheimta aukaþungask-
att af öllum bílum. Eitt skal yfir alla bíleigendur ganga
nema hvað því er lýst yfir að öryrkjar skuli sleppa við
þennan skatt. Þeim er mörgum hverjum nauðsyn-
legra en okkur hinum að eiga farartæki.
Engum í stjórnarráðinu virðist hafa dottið í hug að
En hér er um réttlætismál að ræða og gagnvart þeim
verður umræða um peningaupphæðir býsna hol-
hljóma.
Kópavogshælið, sem var í eina tíð talið góð lausn
á málefnum þroskaheftra manna stendur eins og
nokkuð til hliðar við þessa uppbyggingu síðari ára.
Ekki vegna þess að starfsfólk þar sé ekki gott og ekki
vegna þess að húsakynni hælisins séu ekki þénan-
leg heldur vegna þess að grunnhugmyndin að hæ-
linu er í andstöðu við anda gildandi laga um málefni
fatlaðra. Hælið byggir á hugmyndinni um spítala og
geymslustað fyrir þá ólæknanlegu. Hugmynd sem
hentar ekki því þjóðfélagi sem neitar að fela þá sem
eru öðru vísi en flestir aðrir, heldur einsetur sér að
gera þeim fært að lifa sínu lífi eins og hverjir aðrir.
ÓP
athuga hvernig skattheimtan ætti að fara fram.
Sendir eru innheimtuseðlar til allra bíleigenda, einn-
ig til öryrkja séu þeir orðnir 67 ára. Starfsmenn ráðu-
neytis yppa öxlum og segja að skýringanna sé að
leita í kerfi því sem beitt er við skráningu ellilífeyris-
þega hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Hin einfalda lausn, að sleppaöllum ellilífeyrisþeg-
um við skattinn, virðist ekki hafa komið til greina.
Hún hefði að vísu kostað ákveðna tillitsemi en í
peningum talið ekki nema u.þ.b. 10 miljónir króna.
ÓP
Tillitsleysi
KUPPT OG SKORIÐ
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir HJÖRT GÍSLASON
Deilur, kærur og málaferli
einkenna skreiðarsöluna
Staðhæfing stendur gegn staðhæfingu - milljarður króna í húfi
ENN eru skreiðarsölumáJ komin
upp á yfirborðið og sýnist þar
sitt hveijum. Deilur, kærur og
málaferli ganga á víxl. Stað-
hæfingar standa gegn stað-
hæfingum, verðstríð veldur
verðlækkun og dráttur á
greiðslu til framleiðenda hefur
sett einhveija þeirra á hausinn
og flestir berjast í bökkum.
Asakanir eru uppi á bankakerf-
ið fyrir að mismuna útflytjend-
nm 11 m mílltorAiir or (
Að verða ríkur strax
Deilur, kærur og málaferli ein-
kenna skreiðarsöluna, segir í
langri samantekt Morgunblaðs-
ins um það mál í vikunni sem leið.
Eru þar margskonar hremmingar
upp taldar úr sögu Nígeríuvið-
skipta og verður sú saga ekki
ítrekuð hér. Einna forvitnilegast
er að Ieita í þessari samantekt að
útskýringu á því hvers vegna svo
illa sé komið skreiðarsölumálum
að kannski sé milljarður króna
týndur í hafi meðan allskonar
vafagemlingar stinga drjúgu fé í
sinn vasa. Allir ætluðu, segir
blaðamaðurinn, að verða ríkir á
viðskiptum við ríki sem fer ekki
að siðum sem tíðkast í „hefð-
bundnum viðskiptum". Og er
það svosem ekki nýtt á íslandi að
allir ætii að verða ríkir í hvelli á
sömu hugmyndinni. Hitt er svo
fróðlegra að það er haft eftir for-
manni skreiðarframleiðenda, að
„frjálsræði í þessum útflutningi
hefur gert framleiðendum mikla
bölvun“.
Frelsi og ekki frelsi
Það er nefnilega það. Við-
skiptafrelsið (sem í þessu dæmi er
frelsi íslenskra skreiðarsala til að
fara á bak við hver annan) er ekki
gott í sjálfu sér, eins og gjarna er
haldið fram í Morgunblaðinu,
heldur skal því beitt eða beitt
ekki eftir því hvernig vindur blæs.
Og þegar vindur blæs í móti, þá
vilja sölumenn helst láta sem þeir
hafi aldrei viljað vera frjálsir með
sitt frumkvæði og áhættu, heldur
hafi þeir alltaf gert ráð fyrir því að
á bak við þá stæði elsku mamma,
það er að segja Ríkið skelfilega,
og passaði upp á þá. Formaður
skreiðarframleiðenda minnist til
dæmis á farm sem fór með
skipinu Horsham til Nígeríu og
hefur enginn séð svo mikið sem
gamla álkrónu fyrir þann fisk.
Svo er þetta hér haft eftir honum:
„Þrátt fyrir að útflutningur
skreiðarinnar með Horsham hafi
ekki verið að öllu með löglegum
hætti, hefðu stjórnvöld heimilað
hann og því teldi hann skreiðina
að nokkru leyti á ábyrgð
stjómvalda. t>eim bæri því að
draga úr tapi framleiðenda."
Merkilegt þetta. Ef satt er að
stjórnvöld hafi látið undan relli
og leyft skreiðarsölum að fara í
kringum lög í sinni sölumennsku,
þá er, að mati skreiðarformanns-
ins, þar með komið efni í fjár-
kröfu á hendur ríkisins: þú leyfðir
okkur að braska og þessvegna
skalt þú borga tapið.
Eins og menn vita heitir þetta
sósíalismi andskotans. Og er hin
hlið málsins sú að hefði orðið
hagnaður af skreiðarsölu til Níg-
eríu þá hefði að sjálfsögðu allt
verið gert til að koma í veg fyrir
að elsku mamma, þ.e.a.s. sam-
eiginlegir sjóðir landsmanna,
fengju af því að vita.
Að grípa í taumana
Samantektinni lýkur reyndar
á því að viðskiptafrelsinu er svei-
að. Morgunblaðsmaðurinn ersvo
hneykslaður á „hæpnum og
jafnvel ólöglegum útflutningi og
viðskiptaháttum" að hann fórnar
höndum og kallar á hjálp. Hann
segir:
„Þegar menn geta ekki haft vit
fyrir sér sjálfir verða einhverjir
aðrir að grípa í taumana."
Hann þorir að vísu ekki að
stinga upp á því hverjir þessir
„einhverjir" eru sem eiga að taka
til eftir hin frjálsu sporðaköst á
Nígeríumarkaði. En sama er:
málið er svo alvarlegt að það
leggur í rúst rétta markaðstrú.
Það er mælt með forræði, skipu-
lagshroka, það á að hafa vit fyrir
öðrum! Þetta er hérumbil sósíal-
ismi. Hvað hefði Friedman sagt?
Svartir mánudagar
Annar „svartur mánudagur"
skekur kauphallirnar með miklu
verðfallf: 'Engu líkara en verð-
bréfamarkaðuripn sé allsherjar
fyllirí og verði alvarlegum timb-
urmönnum ekki lengur skotið á
frest.
Smám saman eru menn að
koma sér saman um að helsta
undirrót verðhrunsins mikla sé
fullkomið ábyrgðarleysi banda-
rískra stjórnvalda í fjármálum.
En með því að lækka skatta á
þeim efnameiri og reka ríkisbú-
skapinn með dæmalausum halla
hefur þeim tekist að margfalda
ríkisskuldir og spenna upp velm-
egunarneyslu fyrir erlent lánsfé.
Og yfir öllu trónar Reagan forseti
á skælbrosandi flótta undan
staðreyndum og heldur dauða-
haldi í sitt pólitíska tromp: að ef
hann sjálfur er nógu glaðbeittur
og bjartsýnislegur þá muni allt
vel fara.
En það hangir fleira á mánu-
dagaspýtunni en Reagan forseti,
sem heldur að heimurinn verði
eins og hann hugsar hann. Maður
sér hér og þar vangaveltur um
„spilavítiskapítalisma", sem van-
rækir allt sem snýr að framleiðslu
en stingur sér á kaf í gróðavímu af
hugvitssamlegri verslun með
peninga, enda hefur hún í reynd
verið arðbærari en nokkurt ann-
að framtak á Vesturlöndum und-
anfarin ár. Um þetta segir m.a. í
leiðara breska blaðsins Guardian
á dögunum:
„Það er eitthvað að þegar
raungróði af verslun með hluta-
bréf (en varla kemur neitt af hon-
um iðnaðinum til góða) er yfir-
leitt tvisvar eða þrisvar sinnum
meiri en framleiðslufyrirtæki
geta aflað sér í heimi veru-
leikans."
Gáum að þessu.
ÁB
þJOÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Utgáfufólag Þjóðviljans.
RltatJórar:Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson.össur
Skarphóðinsson.
Fróttaatjórl :LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn:GarðarGuðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, .
Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
LJósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson
Útlttsteiknarar: SævarGuöbjömsson, GarðarSigvaldason.
Margrót Magnúsdóttir
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
.Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Sfmvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Ðflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setnlng: Prentamlðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. október 1987