Þjóðviljinn - 28.10.1987, Blaðsíða 6
MINNING
Við reyndum að láta okkar
ekki eftir Iiggja. Á unglingsárun-
um fengum við brennandi pólit-
ískan áhuga. Við urðum her-
stöðvaandstæðingar, verkalýðs-
sinnar, rauðsokkur. Kvöld eftir
kvöld sátum við saman, spurð-
um, spjölluðum, leituðum svara,
lausna, vonar.
Og líf okkar leið áfram og færði
okkur gleði, sársauka og reynslu,
sem við deildum allar þrjár. Við
urðum ungar konur, sem
kynntust ástinni, við eignuðumst
börnin okkar og einnig dauðinn
hjó okkur nærri.
f gleði og sorg leituðum við
tvær til Svövu.
Svava var svo vitur. Hún bar
mikla elsku til allra manna, djúp
og mild ró hennar, hógværð og
þroski, varð okkur sá brunnur
sem við sóttum styrk í, ráð og
leiðsögn. Óeigingjörn á sinn
eigin tfma og sína eigin krafta gaf
hún okkur það dýrmætasta og
besta sem við gátum þegið, inni-
lega og fölskvalausa vináttu.
Hin seinni ár, með auknum
þroska, bættist nýr tónn í djúpa
vináttu okkar. Þessi nýi tónn var
ást og þakklæti yfir að eiga hver
aðra að, og vissan um að svo
myndi áfram verða um aldur og
ævi. Við ætluðum að eldast sam-
an, verða gamlar konur saman.
Elsku hjartans vinkona. Elsku
hjartans fallega Svava okkar.
Þakka þér fyrir allt. Þakka þér
fyrir vináttu þína, tryggð þína,
visku og heiðarleika. Við tvær
erum auðugar manneskjur að
hafa átt þig að.
Það verður aldrei frá okkur
tekið.
Elsku Pétur, Gummi og Gulli
litli.
Hugir okkar og bænir eru hjá
ykkur á þessari erfiðu stundu.
Margréti, móður Svövu,
systkinum hennar og tengdafólki
vottum við innilegustu samúð
okkar.
í byrjun síðustu viku átti ég
lítinn bróður og tvo litla frændur
inni í Kleppsholti glaða og káta.
Hún mágkona mín, hún Svava,
gætti þeirra og gaf þeim styrk. í
dag á ég tvo frændur, sem hafa
misst svo mikið og einn bróður
sem hefur misst lífsakkeri sitt.
Hún Svava mágkona mín er dáin.
Svava var fædd í Reykjavík 21.
ágúst 1955 og því 32 ára er hún
lést. Hún var alin upp hjá foreldr-
um sínum Margréti Tómasdóttur
og Guðmundi Magnússyni verk-
fræðingi. Næstelst fimm systkina.
Þau bjuggu inni í Kleppsholti og
Svava trúlofaðist honum Pétri
Tyrfingssyni bróður mínum að-
eins 16 ára gömul og fór eins og
hann í Menntaskólann við Tjörn-
ina. Þau voru svo ósköp ung þeg-
ar þau eignuðust hann Guðmund
Svövuson, 5. des. 1972. Bæði
luku þau stúdentsprófi 1974.
Már elsti bróðir Svövu varð
heimagangur á Ásveginum og
besti vinur Péturs bróður míns á
skólaárum þeirra í Menntaskól-
anum við Tjörnina. Þrenningin
Pétur, Svava og Már var á þess-
um árum órjúfanleg, gekk í sama
skólann og brallaði margt með
vinum sínum og skólasystkinum.
Troðnar slóðir voru ekki farnar
og hugðarefnin voru háfleyg og
hápólitísk eða hámenningarleg.
Þessi hópur var fullur af lífi. Mér
er Svava einkum minnisstæð frá
þessum árum, því að á árabilinu
1974 til 1981 skildi nokkuð leiðir.
Hún var í miðjum hópi góðra
vina, sáttasemjarinn og miklu
þroskaðri en aldurinn sagði til
um. Stúlkan sem aldrei bjó til
nein vandamál; frekar að hún
leysti vanda hinna.
Eftir stúdentspróf kenndi hún
ásamt Pétri við barnaskóla Súða-
víkur veturinn 1974 til 1975. Þar
dvöldust þau með vinum sínum
Hildi og Bjarna, sem líka kenndu
þar.
Haustið 1975 og til vors 1978
stundaði Svava nám við Háskóla
íslands í sagnfræði og almennri
bókmenntasögu. Haustið 1978
fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar
og bjó í Lundi næstu þrjú árin og
þar stundaði hún nám í hagsögu
og bókmenntum.
Þau fluttust aftur heim til ís-
Iands haustið 1981 og þá kynntist
ég Svövu aftur og nú sem ungri
konu. 1982 hóf hún störf við fyrir-
tæki föður síns og starfaði þar
sem tækniteiknari og ritari. 24.
júní 1983 bættist svo fjörkálfur-
inn Gunnlaugur Már frændi minn
í fjölskylduna. Þau bjuggu í húsi
foreldra minna og Svava varð
bjart ljós í lífi föður míns, þau tvö
ár sem hann var bundinn helsjúk-
ur heima áður en hann dó. Svava
og hann gátu setið og spjallað eða
hlustað á tónlist tímunum saman.
Þar fór kona laus við sjálfsdekur,
sem lifði skapandi lífi gefandi, en
aldrei kröfuhörð á okkur hin.
Guðmundur, faðir Svövu, Iést
skyndilega tæplega 60 ára, 14.
apríl 1987. í gegnum þá erfiðleika
og sorg reyndist Svava eins og
alltaf áður öllum styrk og stoð.
Nú í sept. 1987 hóf hún störf
hjá SÁÁ við ráðgjöf fyrir að-
standendur alkóhólista. Þá fékk
ég tækifæri til að sjá hvernig hún
litla mágkona mín vann hug og
hjörtu allra þeirra, sem þar starfa
og koma. Og þegar ég sá hana þar
var ég glaður og stoltur.
Að afloknum vinnudegi
þriðjudaginn 20. okt. kom Svava
heim til sín á Ásveginn glöð og
hress og það var svo gott á milli
allra. Sjaldan hafði lífið leikið
eins vel við hana og litlu fjöl-
skylduna hennar. Framtíðin
björt. Þá um kvöldið dó hún svo
undur snöggt af völdum heila-
blæðingar, sem engin boð gerði á
undan sér og enginn mannlegur
máttur réð við.
Eftir stöndum við, sem þekkt-
um hana, skilningsvana og innan-
tóm. Er þetta rétt og er lífið
svona? Vanmátturinn er alger og
við héma í Hraunbænum svo
ósköp smá. Hugurinn er hjá
frændum okkar Gulla 4 ára og
Guðmundi 14 ára. Góðu minn-
ingarnar um hana Svövu munu
gefa Pétri okkar styrk til að gæta
þeirra.
Hugur okkar og samúð er einn-
ig hjá Margréti, systkinunum og
ömmunum tveimur sem misstu
svo mikið í vor og aftur nú.
Þórarinn Tyrfingsson
Of seint að segja, kæri félagi
Svava.
Of seint að segja, viltu vera
memm.
Of seint.
Þegar félagi deyr, deyr maður
svolítið. Engu skiptir þótt sam-
skiptin hafi dottið niður og leiðir
greinst. Það sem eftir situr er
minningin um samveru og sam-
starf í Fylkingunni, við útgáfu
Neista, sendiför til Póllands, ó-
gleymd viðkoma í Kaupmanna-
höfti. Minning um vökunætur,
minning um hlátur, minning um
ljúfan félaga, brosið þitt Svava.
Margréti, Pétri og sonum, Má,
öðrum systkinum og vanda-
mönnum votta ég einlægustu
samúð.
Birna Þórðar
Ragga og Hiidur
NORRÆNI SUMARHÁ-
SKÓLINN
Kynningarfundur
verður í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn
28. okt. kl. 20.30. í vetur gefst kostur á að vinna
með eftirtalin efni;
1. Huglægni (subjektivitet og intersubjektivit-
et).
2. Erfðatækni og siðareglur í því sambandi.
3. Þróunarleiðir í þriðja heiminum.
4. Trúarbrögð og menning.
5. Framtíð Evrópu.
6. Tímirln, - greining og skilningur.
7. Meðferðarstefnur, meðferðarsamfélag.
8. Fagurfræði tónlistar.
9. Tækniþróun og aðlögun að henni.
10. Kynbundin áhrif í fagurfræði og menningu.
11. Frásögn, mynd og hljóð í nútímamiðlun.
Allt áhugafólk velkomið.
Stjórn íslandsdeildar N.S.H.
Fóstrur,
hvar eruð þið?
Nú er tækifærið. Okkur í Steinahlíð vantar fóstrur
til að taka þátt í uppeldisstarfi með börn. Bjóðum
uppá breytilegan vinnutíma. Hafðu samband í
síma 33280.
Barngóð manneskja
óskast til þess að líta eftir eins árs gömlum strák,
á heimili hans á Flókagötunni, 3-4 eftirmiðdaga í
viku.
Upplýsingar í síma 28412 eftir kl. 18.
Svava.
Svava, nafnið þitt svo hljóm-
fallegt og svo mjúkt á tungu.
Mýkt, mildi, hógværð og aðgát
einkenndi fas þitt allt.
Yfirvegun, sem sjaldgæft er að
sjá hjá barni og unglingi fylgdi
þér einnig sem ungri konu.
Þú varst einn af eftirlætisgest-
um mínum, sem þó voru margir á
unglingsárum barnanna minna,
og þú komst áfram, þótt vina þín
Hildur væri ekki til staðar þá og
þá stundina. Við náðum einnig
saman, þú og ég.
Oft er spurt er slíkur atburður
sem þessi verður.
Af hverju?
Hver er tilgangurinn?
Tilgangurinn er enginn. Efni er
áskapað að eyðast, verður ekki til
um alla eilífð.
En andinn lifir. Það sem er hið
eiginlega líf verður aldrei deytt.
Stutt er á milli lífs og þess sem
kallað er dauði. Stutt er einnig á
milli þess sem fer, og þess sem
eftir er skilinn um stuttan tíma.
Því að heimar eru margir, en
þó samofnir og aðskilnaður að-
eins blekking skynjunar okkar,
takmarkana okkar.
Lifðu heil Svava, við hinar
nýju aðstæður þínar.
Ég hlakka til að sjá þig aftur.
Guð blessi þig og þína.
Jóhanna G. Erlingsson
Það er erfitt að sætta sig við
það, að Svava Guðmundsdóttir
skuli vera dáin. Til þess var hún
alltof ung og lifandi í hugskoti
okkar.
Við kynntumst henni og
mannkostum hennar í starfi í
Fylkingunni. Starf Fylkingarinn-
ar á áttunda áratugnum var þýð-
ingarmikið í íslenskum
stjórnmálum. í þessu starfi var
Svava sívirk, bæði hvað varðar
stefnumótun og daglegt amstur.
Svava var einnig virk í vaxandi
kvenfrelsishreyfingu hér á landi
og hafði mikil áhrif á þróun rót-
tæks kvennastarfs. Svava hafði
einnig miklar áhyggjur af póli-
tískri hnignun kvennahreyfingar-
innar, sem varð með tilurð
Kvennalistans.
í seinni tíð var Svava virkur fé-
lagi í baráttusamtökum sósíal-
ista, Mið-Ameríku-nefndinni og
Alþýðubandalaginu.
Á síðustu árum kynntust sum
okkar nýrri hlið á Svövu Guð-
mundsdóttur, sem voru hæfi-
leikar hennar á tónlistarsviðinu
og mikil og djúp tilfinning hennar
fyrir tónlist.
Svava barst til okkar í Fylking-
unni í þeim pólitíska ólgusjó, sem
Menntaskólinn við Tjörnina var
á fyrstu árum sínum. Hún var
með í þeirri pólitísku gerjun, sem
átti sér stað meðal nemenda á
þeim tíma. Meðal annarra sem
þátt tóku í þessum pólitísku um-
rótum með Svövu voru eiginmað-
ur Svövu, Péur Tyrfingsson og
Már bróðir hennar.
Vinstrihreyfing á íslandi býr
enn að þeirri pólitísku gerjun,
sem þarna átti sér stað.
Bæði sem pólitískur félagi og
ekki síður sem móðir og kjölfesta
fjölskyldunnar, kom Svava okk-
ur fyrir sjónir sem afar heilsteypt
manneskja, ábyrgðarfull, ósér-
hlífin, en full af mannlegri hlýju,
alúð og með ríka samúð með
þeim sem halloka stóðu.
Á stundu sem þessari skynjum
við e.t.v. fyrst í alvöru hvað
mikið við höfum átt sameiginlegt
með Svövu Guðmundsdóttur og
hvað við eigum henni mikið að
þakka.
Við erum jafnframt þess
fullviss, að Svövu Guðmunds-
dóttur minnumst við best með því
að herða baráttuna fyrir hugsjón-
um hennar og okkar - hugsjónum
sósíalismans.
Lát Svövu Guðmundsdóttur er
okkurmikið harmsefni. Við vott-
um Pétri, sonum og allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Hallvarðsson,
Ragnar Stefánsson, Einar Olafs-
son, Guðlaug Teitsdóttir, Ársæll
Másson, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Rúnar
Sveinbjörnsson
Kveðja frá Baráttusamtökum
sósíalista
í dag fer fram útför félaga okk-
ar, Svövu Guðmundsdóttur.
Með henni er horfinn einn af
mikilvægustu og styrkustu fé-
lögum í samtökum íslenskra
kommúnista.
Svava Guðmundsdóttir var um
langt árabil leiðtogi róttækrar
baráttuhreyfingar íslenskra
kvenna. Hún var stefnumótandi í
þeim efnum og í forystu fyrir
Rauðsokkahreyfingunni meðan
sú hreyfing var og hét. Svava setti
sjónarmið sín fram í fjölda greina
í Forvitin rauð, Neista og Þjóð-
viljanum.
Svava varði þá hugmynd að
konur ættu að skipuleggja bar-
áttu sína óháð stofnunum borg-
aralegs lýðræðis. Hún taldi að
stefna bæri að uppbyggingu bar-
áttusinnaðrar kvennahreyfingar
á íslandi, er sækti þrótt sinn í
skipulagsstyrk verkalýðshreyf-
ingarinnar. Svava byggði á
marxískri greiningu á samfélag-
inu. Þess vegna barðist hún af
einurð gegn úrkynjun kvenna-
hreyfingarinnar, sem birtist í
smáborgaralegum hugmyndum
um „kvennamenningu“ og sér-
stakan „reynsluheim kvenna".
Uppkoma þessarar hugmynda-
fræði leiddi ekki til nýrrar
baráttuöldu meðal kvenna á ís-
landi heldur markaði hún dapur-
legt skeið fyrir íslenskar verka-
konur og verkalýðsstéttina í
heild. Kvennabaráttan sótti í
farveg þingræðis og hentistefnu. í
stað þess að takast á við hlutlæg
verkefni framsækinnar hreyfing-
ar var brugðið á það ráð að sveipa
jafnréttisbaráttuna dulúð og
hversdagslegum bábiljum.
Sem talsmaður ícvenfrelsis-
sinna var Svava svo víðsýn að hún
sá langt inn í framtíðina. Hún var
einhver hinn ágætasti leiðtogi
sem barist hefur fyrir málstað
kvenna á íslandi.
Frá því að Svava komst til vits
og ára var hún kommúnisti. Hún
var félagi í Fylkingunni, og eftir
að nafni samtakanna var breytt
árið 1984, í Baráttusamtökum
sósíal.ista. Meðal félaga voru
sjónarmið hennar mikils virt.
Hún var gædd einstökum hæfi-
leika til að nálgast mál hlutlægt
og óþreyjulaust, og skoða útfrá
sögulegri meginreglu sem mark-
ast af framtíðarsýn vinnandi
stétta og samstöðu með hinum
kúguðu í heiminum. Af þeim
sökum veitti hún öðrum iðulega
leiðsögn.
Sem kommúnisti var Svava lif-
andi alþjóðasinni. Þótt á henni
hvíldi brauðstrit og barnauppeldi
fylgdist hún með þróun heims-
stjórnmálanna. Byltingin í Nicar-
agua hafði mikil áhrif á hana eins
og aðra kommúnista. Hún fylgd-
ist náið með hlut kvenna í henni.
Sama gilti um kúbönsku bylting-
una, en hún bar mikla virðingu
fyrir Fidel 'Castro og forystusveit
kúbanska kommúnistaflokksins.
Málefni sem var Svövu hugleikið
síðustu mánuði ævi sinnar var
einmitt endurnýjun og leiðrétting
mistaka sem á sér nú stað á Kúbu.
Svava var mikilvirkur þátttak-
andi í langvinnri uppbyggingu
kommúnistaflokks á íslandi.
Okkur sem höldum því áfram
þótti líf hennar mikils vert og við
munum minnast hennar á verð-
ugan hátt.
Um leið og við kveðjum góðan
félaga viljum við votta eigin-
manni hennar, sonum og öðrum
fjölskyldumeðlimum, hluttekn-
ingu.
Ólafur Grétar Kristjánsson
Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. október 1987