Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ Krossfesting Péturs postula. Myndin er gerð fyrir Cerasi kardinála í Santa Maria del Popolo kirkj- una við Piazza del popolo í Róm árið 1600. Þetta var annað stóra opinbera verkið sem Caravaggio tók að sér og er myndin dæmigerð fyrir raunsæi málarans. Pétur postuli gegndi einnig mikilvægu hlutverki í deilum kaþólsku kirkjunnar við Lúther, þarsem Páll varfyrsti biskup Rómarog þarmeð fyrsti páfinn með umboðfrá Kristi. Myndin er varð- veitt í Santa Maria del popolo ásamt með myndinni af Vitrun Páls postula, sem gerð var af sama tilefni. mið af þeim ríka veraldlega þætti sem fylgjandi er allri listsköpun: fáir eru að jafnaði jafn bundnir veraldlegu efni og listamenn sem hafa daglega mjúkan leirinn eða harðan steininn á milli handanna í þeirri viðleitni að koma hug- myndum sínum í efnislegt form. Þessi staðreynd gaf tilefni til óhjákvæmilegrar togstreitu hins veraldlega og trúarlega þáttar í allri listsköpun, og sú áhersla sem nú var lögð á huglægar en ekki hlutverulegar forsendur listar- innar varð sömuleiðis tilefni til- vistarkreppu margra listamanna vegna nýs og áður óþekkts frelsis og einstaklingshyggju, sem sett hefur svip sinn á alla listsköpun upp frá því: listamaðurinn hafði fátt til að styðjast við lengur nema eigið hugmyndaflug. Hug- myndir kirkjuþingsins í Trento urðu síðan tilefni valdboðslegrar afstöðu kirkjunnar gagnvart list- inni, þar sem grimmilega var veist að öllu fráviki frá hinni réttu kennisetningu. Þannig má segja að þótt með barokklistinni hafi opnast ný leið til frjálsari list- sícöpunar, þá hafi um leið verið með henni lagður grunnur að þeim akademisma sem síðan breyttist í hreint afturhald í list- rænum efnum í síðrómantískri og nýklassískri myndlist 19. aldar- innar. í mynd Bakkusar Það er í þessu andrúmslofti sem Caravaggio kemur fram sem byltingarkenndur málari í Róm í lok 16. aldar. Fyrstu árin er hann í þjónustu ýmissa listmálara, en á oftast stutta dvöl á sama stað og átti oft í útistöðum við yfirboðara sína. Á þessum tíma málar hann nær eingöngu veraldleg viðfangs- efni og þá fyrst og fremst unga og fríða sveina, ekki síst í gervi Bakkusar eða Díonísíusar, þar sem strax kemur fram ströng raunsæisleg túlkun á viðfangsefni sem hefur jafnframt huglæga og táknræna merkingu: dýrkun Dí- onísíusar fól í sér viðleitni dýrk- andans til þess að losna úr eigin persónugervi í gegnum algleymi eða leiðslu sem veitti um leið hlutdeild í hinni guðdómlegu til- veru. Þegar Caravaggio málaði Bakkusarmyndina, sem hér er birt og er frægust mynda hans frá þessu tímabili, var hann þegar orðinn þekktur fyrir hæfileika sína sem málari, og hafði hann þá komist undir verndarvæng Dei Monte kardinála. Til eru þeir sem halda því fram að Bakkusar- myndin sé ímynd Krists, sem bjóði fram hlutdeild í eilífri sælu með víni sínu og ávöxtum líkt og heilagt sakramenti: að mynd þessi eigi að undirstrika hliðstæð- una á milli Díonísíusar og hins smurða Krists. „Ég sef en hjarta mitt vakir“ Del Monte kardináli var meðal framsæknustu menntamanna innan klerkaaðalsins í Róm á þessum tíma, og gerðist meðal annars talsmaður Galileo Galilei í deilum hans við kirkjuna. Kar- dinálinn bjó í Palazzo Madama, höllinni sem nú hýsir öldunga- deild ítalska þingsins og stendur við Piazza Navona. Þar hafði hinn uppreisnargjarni og skap- stirði Caravaggio samastað um hríð. Kynni hans af kardinálan- um urðu trúlega til þess að mikil breyting varð á myndum hans um þetta leyti, þegar hann fer að fást við trúarleg verkefni, og er myndin Flóttinn til Egyptalands, sem hér er birt, ein fyrsta mynd hans þeirrar gerðar. Við sjáum hina heilögu fjöl- skyldu hvílast á flótta sínum, María virðist sofa með Jesúbarn- ið í kjöltu sér en engill leikur á fiðlu eftir nótum sem heilagur Jósef heldur uppi. Samkvæmt ný- legri athugun hefur komið í ljós að nóturnar eru úr modettu eftir flæmska tónskáldið Noel Bauldewijn, sem samin er til dýrðar heilagri Maríu með texta úr Ljóðaljóðunum, (7,6): „Hversu fögur ertu og hversu yndisleg ertu, ástin mín í yndis- nautnunum!...“ Brúðguminn og brúðurin í Ljóðaljóðunum voru talin vera María og Jesú og svefn hennar er það algleymi ástarinn- ar sem lýst er oftar en einu sinni í kvæðabálkinum: „Ég sef en hjarta mitt vakir; / heyr unnusti minn drepur á dyr!“ (5,2). Öll ber myndin einkenni allegóríu undir áhrifum þeirrar listar sem Cara- vaggio hafði kynnst á námsárum sínum í Lombardíu, þar sem náttúrunni eru gerð ríkari skil en seinna átti eftir að verða í mynd- um hans. Guðspjallamaður með grómugar tœr Fyrsta opinbera verkefnið sem Caravaggio var falið, var gerð þriggja mynda í Contarelli- kapelluna í kirkju San Luigi dei Francesi, en kirkja þessi er á bak við Palazzo Madama. Þar sýndi hann köllun heilags Mattheusar, Mattheus að skrifa guðspjall sitt með aðstoð engils og Píslarvætti Mattheusar, þar sem hann er tek- inn af lífi af Hirtacusi konungi Eþýópíu. Þetta verkefni markaði jafnframt upphaf þeirra deilna, sem síðan áttu eftir að spinnast um trúarleg málverk Caravaggi- os: Mynd hans af Mattheusi við skriftirnar sýndi gamlan og lúinn mann sem sat með krosslagða, bera og skítuga fætur og skrifaði með erfiðismunum á meðan eng- illinn stýrði hendi hans. Guð- spjallamaðurinn var þarna gerð- ur að alþýðumanni úr því um- hverfi sem Caravaggio þekkti best, dýrlingurinn var dreginn niður á jörðina og settur í það fátæka hlutskipti sem guðspjalla- mennirnir bjuggu við í raun á tíma frumkristni. Myndin vakti hneykslan kirkjuyfirvalda og henni var hafnað, en framsýnir menn innan kirkjunnar keyptu hana og Caravaggio málaði aðra í hefðbundnari stíl, þótt hún bæri líka sterk persónueinkenni hans. Athyglisvert er líka í myndinni af píslarvætti Mattheusar að Cara- vaggio málar þar í bakgrunni andlit sjálfs sín í gervi konungsins grimmlynda, sem horfir á leigu- morðingja sinn bregða sverðinu að liggjandi fórnarlambi sínu, og það er undarlegt sambland af hryllingi og ótta í svipnum. Myndir þessar eru enn í kirkju heilags Lúðvíks nálægt Panthe- onhofinu í Róm. Ásjóna dauðans Hryllingurinn og dauðaangist- in áttu síðan eftir að ganga í gegn- um mörg verka Caravaggios, eins og sést til dæmis í Medúsuhöfð- inu fræga, sem Caravaggio gerði að beiðni Del Monte kardínála, en myndin var gjöf hans til Medici-höfðingjanna í Flórens. Við sjáum afhoggið höfuð Me- dúsu umvafið snákum, blóðið spýtist úr strúpanum og skelfing- in æpir á móti okkur úr þrútnum augum og opnum munni. Það var Perseus sem hjó höf- uðið af Medúsu að beiðni visku- gyðjunnar Minervu eftir að á hana hafði verið lagt að missa hárið og verða vaxin eitursnákum úr hársverðinum í staðinn. Þessi grimmilegu örlög hlaut hún fyrir að hafa misboðið viskugyðjunni með siðlausu ástabralli sínu. Me- dúsuhöfuðið var skelfingartákn meðal Grikkja til forna og var gjarnan sett á skildi til þess að lama mótherjann af ótta, eins og hér er gert. Hið byltingarkennda við mynd Caravaggios er hins vegar miskunnarlaust raunsæi myndarinnar sem greinilega er byggt á voveiflegum kynnum hans af dauðanum, og kannski á þeirri hugsun að dauðinn einn sé hinn sanni veruleiki, sem vert sé að horfast í augu við. Bannfœrðar Maríu- myndir En myndir Caravaggios héldu áfram að valda uppnámi. Þannig olli mynd hans af andláti Maríu ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.