Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ Austurlenskur matur Súrscetar rœkjubollur „Það er ómögulegt annað en að þú fáir að smakka á svosem ein- um austurlenskum rétti, fyrst þú ert hingað kominn," sagði Rannveig Pálmadóttir við blaða- mann Þjóðviljans þegar hann bjó sig undir að taka lítið viðtal við hanafyrirskömmu. í fyrstunni ætlaði blaðamaður- inn að malda í móinn og bera fyrir sig tímaskort en um leið og hann sá þennan gómsæta rétt, var hon- um öllum lokið og allar hugsan- legar afsakanir ruku út í veður og vind. Það sem Rannveig bar á borð kallast súrsætar rækjubollur með hrísgrjónum og þeim sem gaman hafa af léttum vínum, er ráðlagt að drekka með réttinum hvítvín. Maturinn var afbragðs- góður og kitlaði bragðlauka blaðamannsins heldur betur. Súrsætar rækjubollur m/hrísgrjónum 200 gr. rækjur 250 gr. fiskhakk 4 msk. valhnetur 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. soya Vz tsk. sesam olía V2 tsk. hvítlaukur 11/4 tsk. salt á hnífsoddi pipar 2 msk. kartöflumjöl 2-3 msk. ananassafi Búið til litlar fiskibollur, steiktar í matarolíu. 1/2 bolli hvítvín 11/2 bolli ananassafi 2 tsk. sesam olía 3 msk. edik 2 tsk. soya 2-3 tsk. sykur 1/2 tsk. salt 11/2 msk. kartöflumjöl 4 msk. vatn 11/2 bolli ananasbitar matarolía Olían hituð, ananasbitar brúnað- ir. Þá er vökva og kryddi blandað saman við og síðan jafnað með kartöflumjölsjafningnum. Sett yfir fiskibollurnar. Fjórar hressar konur á námskeiði i austurlenskri matargerðarlist með kennara sinum. t-ra vinstri: tnn Ouðjónsdottir, Ragna Kristjáns, Margrét Ornólfsdóttir, Rannveig og Asta Bjarnadóttir. Mynd: Sig. Námskeið í matreiðslu Aðeins auglýst einu sinni Rannveig Pálmadóttir: Hef haldið námskeið í matreiðslu í átján og hálft ár. Austurlensk matargerðarlist nýtur mikilla vinsœlda í frímínútum í sýnikennslu Rannveigar á austurlenskri matargerðarlist eitt kvöldið, þegarsextán kvenmenn höfðu nýlokið við að fylgjast með því hvernig eigi að bera sig að við að matreiða ábætis- rétt með fljótandi eplasnittum, króaði blaðamaður Þjóðvilj- ans fjórar þeirra af. Tilgangur- inn með því var að forvitnast lítið eitt um það hvað það er sem gerir það að verkum að viðkomandiertilbúinnaðfór- na heilli kvöldstund, einu sinni íviku, fjórum sinnum, ánáms- keiði í austurlenskri matarg- erðarlist. Þær heita Etín Guðjónsdóttir, Ragna Kristjáns, Margrét Örn- ólfsdóttir og Ásta Bjarnadóttir. Þær voru fyrst spurðar af hverju þær væru á matreiðslunám- skeiði? Þær brostu bara við svona spurningu og sögðu að það væri að sjálfsögðu áhugi þeirra á mat og matargerð almennt. En því er ekki heldur að leyna, sögðu þær, að hér fær maður þá bestu kennslu í því að matbúa og einn- ig, sem er ekki síður um vert, að skipuleggja sinn tíma áður en byrjað er að matbúa. „Svo er maturinn hennar Rannveigar með því besta sem maður hefur smakkað,“ sögðu þær og brostu sínu blíðasta til blaðamannsins. „En það er ekki einungis að hann sé góður á bragðið og léttur í maga: Hann hefur líka þau áhrif að almenn líðan er miklu betri á eftir, bæði andleg og líkamleg. En er það þá eitthvað sérstakt öðru fremur sem hefur komið þeim áóvart það semaf er námskeiðinu? Að sjálfsögðu sögðu þær, ann- ars hefði maður ekkert hingað að sækja. Sögðu þær það vera mjög spennandi að sjá hvernig Rannveig hagaði sýnikennslunni: Hún væri í senn skemmtileg og fræðandi, sem gerði kennsluna miklu meira lifandi en ella. Fyrir utan hvað maturinn er góður og fer vel í maga, þá er hann einnig svo litríkur að með ólíkindum er. Þær hristu allar höfuðið neitandi þegar þær voru spurðar hvort þær væru ekki hræddar um að fitna of mikið með því að borða hvern réttinn á fætur öðr- um á síðkvöldi? „Þó við borðum hér marga rétti, þá er engin hætta á að við fitnum. Þetta er það holl- ur matur og svo borðum við held- ur ekki mikið af hverjum rétti. í þessu sem og öðru er það með- alvegurinn sem bestur." Að lokum voru þær spurðar að því hvort þær mundu mæla með námskeiðum Rannveigar við vini sína og kunningja. Sögðu þær að þær væru nú þegar búnar að því og í vinnunni er ekki talað um annað en mat og námskeiðin hennar Rannveigar, sögðu þær. Það má því búast við að fram- hald verði á auglýsingaleysi Rannveigar opinberlega, þó svo að þær séu í gangi úti á meðal fólks svona okkar á milli sagt. Enda var ekki annað að sjá en að konurnar á námskeiðinu væru allar ánægðar og létu vel af því sem þeim var kennt. grh Námskeið í austurlenskri matargerð Elín Guðjónsdóttir, Ragna Kristjáns, Margrét Örnólfsdóttir og Ásta Bjarnadóttir: Mjög skemmtileg og frœðandi námskeið. Sjáum alls ekki eftir þeim tíma sem fer í það. Maturinn góður og litríkur. Fer vel í mann bœði andlega og líkamlega „Ég er búin að halda mat- reiðslunámskeið í átján og hálft ár og á þeim tíma hef ég aðeins þurft að auglýsa einu sinni. Ástæðurnarfyrirþví geta að sjálfsögðu verið margar og ekki á mínu færi að dæma af hverju það er. En konunum og karlmönnunum sem hafa sótt námskeið hjá mér, hefur iíkað mjög vel og það held ég að sé skýringin á því að ég hef ekki þurft að auglýsa oftar en raun ber vitni. Þegar ég byrjaði með sýni- kennslu í austurlenskri matar- gerðarlist fyrir átta árum, var hér á landi enginn austurlenskur mat- sölustaður til. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur orðið heldur betur breyting á í þeim efnum,“ segir Rannveig Pálmadóttir í samtali við blaðamann Þjóðvilj- ans fyrir skömmu, þegar hann leit við á heimili hennar að Sigtúni 55 hér í borg. Þar í kjallaranum heldur Rannveig sýnikennslu sína í rúm- góðu eldhúsi. Þar er pláss fyrir sextán manns í einu. Sjálf er Rannveig menntuð sem kennari í matreiðslu frá Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík. Hún bætti við menntun sína í Bandaríkjunum á sínum tíma, þegar maður hennar Ágúst Níels Jónsson læknir var þar við nám. Auk sýnikennslu í austurlenskri matargerð hefur Rannveig haldið sýnikennslu í matargerð hinna ýmsu ólíku þjóða, svo sem amerískri og kín- verskri. Einnig í Súniréttum með hráum fiski, grillnámskeið og raunar í flestu því sem viðkemur mat og matargerð. Þá hefur hún einnig haldið námskeið á Akra- nesi og í Grímsnesinu. Sýnikennslan best Blaðamanni Þjóðviljans lék forvitni á að vita af hverju hún héldi sýnikennslu í matreiðslu, en léti ekki þátttakendur sjálfa um að matbúa? „Því er fljótsvarað. Hvað mig sjálfa snertir þá kemst ég yfir miklu fleiri rétti í einu með þessu fyrirkomulagi. Með góðum undirbúningi er hægt að komast yfir að sýna matreiðslu á fjórum til sex réttum á einni kvöldstund. Þá má heldur ekki gleyma því að nemandinn er mun afslappaðri í sýnikennslu þar sem hann getur setið rólegur í sínu sæti og fylgst með því hvað ég er að gera. Svo verður kennslan miklu skemmti- legri fyrir vikið. Þegar ég er að sýna nemendunum hvernig mat- búa eigi þennan og hinn réttinn, tala ég mikið og reyni af fremsta megni að krydda kennsluna með margvíslegum upplýsingum til fróðleiks og skemmtunar.“ Koma karlmenn mikið á nám- skeið til þín eða er eingöngu um kvenfólk að rœða? „Það fer voða mikið eftir námskeiðum hverju sinni hvernig samsetning hópsins er. f vetur er því miður alltof lítið um karl- menn, en í fyrra og hitteðfyrra var þó nokkuð um þá. En ég held ekki námskeið eingöngu fyrir karlmenn. Það finnst mér vera tímaskekkja. Flestir, ef ekki allir sem koma til mín, koma af áhuga. Það er með ólíkindum hve mikill áhugi er á matreiðslu og nýjungum í henni. Margar konurnar hafa matbúið handa sér og sínum í mörg ár og eru alls ekki neinir byrjendur í greininni. En eld- móðurinn og áhuginn er mjög mikill og það veit hver sá sem eitthvað hefur komið nálægt kennslu að aldrei er skemmti- legra að kenna en einmitt slíkum nemendum." Við námskeiðahald sem þetta þarftu að kaupa inn ýmislegt sem er svolítið frramandi: Sósur og fleira í þeim dúr. Hvernig gengur að höndla hráefni í réttina? „Það gengur bara mjög vel. Kaupmenn hér standa sig að öllu jöfnu mjög vel og þeir hafa á boð- stólum í búðum sínum mjög gott hráefni. Vöruúrvalið er fjöl- breytt en að sjálfsögðu er þjón- ustan sem maður fær misjöfn. En hingað til hef ég oftast nær fengið það sem mig hefur vantað. Upplýst og kröfuhart Hverjar finnst þér mestu breytingarnar hafa orðið á undan- fiórnum árum í matarœði okkar? „Þær hafa orðið mjög miklar frá því ég var í námi í Hússtjórn- arskólanum. í dag borðar fólk mun meira af grænmeti, enda er úrvalið mjög mikið af því í búð- unum. Þá er fólk mun kröfuharð- ara og betur upplýst um mat og gildi hans en var fyrir nokkrum árum. Nú borðar fólk sér til ánægju og hugsar mikið um heilsuna samfara því.“ Að lokum Rannveig. Hvað finnst þér um hollustuumrœðuna sem er í tísku í dag? „Almennt er það jákvætt að fólk hugsi um heilsuna samfara því þegar það er að ákveða hvað það eigi að hafa í matinn. En per- sónulega er það mín skoðun að allur matur sé hollur ef hans er neytt í hófi. í þessu sem og í mörgu öðru er það hinn gullni meðalvegur sem er farsælastur. En ég er ekki frá því að þróunin hér á landi sé í þá átt að hafa réttina fleiri en nú er en jafnframt minna á disknum í hvert sinn. Þá verður maturinn fjölbreyttari og um leið verður borðhaldið skemmtilegra. Það er fyrir mestu að fólk fari frá borðhaldinu í senn mett og ánægt,“ sagði Rannveig Pálmadóttir, sem aðeins hefur þurft að auglýsa matreiðslunám- skeið sín einu sinni, og segir það sína sögu um vinsældir hennar sem kennara. grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.