Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ A hesti frá vöggu Það mun varla ofmælt að Daníel Bruun hafi verið einn af brautryðjendum í rannsókn- um menningarminja á íslandi. Hann kom hingað fyrst 1896, ferðaðist um flestar byggðir landsins og vann hér að forn- leifarannsóknum í 13 sumur. En Daníel Bruun var ekki að- eins góður rithöfundur og glöggur og nákvæmur rann- sóknamaður heldur einnig ágæt- ur teiknari og Ijósmyndari og skilar þannig rannsóknum sínum jöfnum höndum í máli og mynd- um. Árið 1897 var hinn snjalli ljósmyndari og teiknari, Johann- es Klein, í för með Bruun. Er myndasafn þeirra félaga feiki- mikið að vöxtum og ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf, atvinnu- og híbýlahætti allt frá upphafi og fram yfir síðustu alda- mót. Þetta mikla og stórmerka verk Daníels Bruun er nú komið út á íslandi hundrað árum og þó einu betur, eftir að hann hóf ferðir sínar. Er það í tveimur stórum bindum, með mörg hundruð myndum og teikningum. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum hefur annast þýðinguna, Ásgeir S. Björnsson samið myndatexta en útgefandi er Bókaútgáfa Arn- ar og Órlygs. Eiga allir þeir skilda ómælda þökk, sem að útgáfu þessari hafa unnið. Hér fer á eftir kafli úr bókinni og er þar fjallað um íslenska hest- inn, sem auðvitað var stoð og stytta Bruuns á ferðalögum hans um landið. Kaflinn er þó of langur til þess að hann verði birt- ur hér í heild og varð því að fella vissa hluta hans niður. Er hér einkum valin sú „saga“, sem fjarst liggur nútímamanninum en hinu fremur sleppt, sem nær er. Og hefur Bruun þá orðið: Óvíða á jörð vorri hefur hest- urinn gegnt jafn mikilvægu hlut- verki og á íslandi. Á þessu af- skekkta eylandi hafa samgöngu- tækin að vísu þróast með und- ursamlegum hraða síðasta mannsaldurinn, en þrátt fyrir það er hesturinn enn flutninga- og farartæki, sem ekki verður án komist. Svo er ekki aðeins inni í óbyggðum hálendisins heldur einnig í strandhéruðunum, þegar frá eru taldir nokkrir brautarstúf- ar, þar sem ekið verður á bílum. Hestar á söguöld í kaflanum um grafir úr heiðni sjáum vér að sögualdarhesturinn var ekki stórvaxnari en íslenskir hestar nútímans, en vér efumst ekki um að hann hefur verið jafn sterkur, þolinn og dugmikill og hann er á vorum dögum. Á söguöld gegndi hesturinn enn mikilsverðara hlutverki en nú, ef slíkt er á annað borð mögu- legt, en þá var hann einasta sam- göngutækið á landi. Landnáms- mennirnir fluttu hesta sína, ásamt öðrum húsdýrum, í opnum skipum sínum, er þeir námu hér land. En hestarnir hafa varla ver- ið mjög margir. Síðar voru hestar fluttir inn frá Bretlandseyjum en megin hestastofninn er þó norsk- ur. Á seinni öldum hafa hestar af erlendu kyni við og við verið fluttir til landsins, en þó sárafáir. En þar sem íslendingar á seinni öldum hafa litla stund lagt á upp- eldi og ræktun hesta, þá horfðu málin öðru vísi við á söguöld. í þann tíma ólu menn stóð á búum sínum og af sögunum verður það ráðið, að með hverjum stóðhesti gengu 3-4 hryssur, en alloft þó fleiri, alltað 12. Þá varþað stund- um atvinnugrein að ala upp hesta til sölu. Var þá stundum svo, að búlausir menn áttu stóð. Með- ferð á hestum var skynsamleg og kynstofninn vafalaust ágætur og hentaði vel þeim þörfum sem fylgdu sérstakri náttúru landsins. Hestarnir voru fáir í fyrstu en þeim fjölgaði brátt svo að ekki var óvanalegt að 150 hestar væru á bæ, en auðvitað var meðalfjöld- inn miklu minni. Menn notuðu hesta á sama hátt og nú og gæð- ingar urðu brátt eftirsóttir og í háu verði. Umfram allt var það nauðsyn að eiga þolna hesta í al- þingisreið og aðrar slíkar lang- ferðir. Ennfremur varð mönnum það snemma metnaðarmál að eiga hesta betri og skjótari en samferðamennirnir. Kappreiðar voru eftirsóknarvert gaman og þeir hestar, sem dugðu vel til öræfaferða um hálendið, voru mjög eftirsóttir. Hesturinn var yfirleitt svo mjög mikils metinn að eg hef hvergi komið þar sem hann væri í slíkum hávegum hafð- ur, - nema ef vera skyldi meðal Araba og kósakka. Lögvernd Vitnisburðir um þetta eru ákvæði í fornum lögum, Grágás og Jónsbók. Varla hefur nokkur þjóð önnur á líku menningarstigi sett sér svo frábær lög og naumast nokkursstaðar í heimi tekur lög- gjafinn slíkt tillit til hesta og reið- manna sem á íslandi. Þeir voru friðhelgir að kalla má og langoft- ast voru þeir gerðir landrækir eða dæmdir í útlegð, sem frömdu illvirki á reiðmanni eða hesti hans. Svo strangt var á kveðið, að ef ferðamaður mætti hesti, sem elti hann sjálfkrafa, skyldi hann gera allt sem í hans valdi stæði til að láta handsama hestinn á næsta bæ er hann riði hjá og gera ráð- stafanir til að koma honum til eigandans, eða sæta þungri refs- ingu ella. Ef ferðamaður riði fram hjá þrem bæjum, svo að hesturinn elti hann og hann léti undir höfuð leggjast að fá fólk til að taka hann í geymslu, varðaði það fjörbaugsgarð, (útlegð). Sömu viðurlög voru ef maður lét hest elta sig úr byggð og yfir vatnaskil á næsta fjallgarði. En margt var það fleira, sem sömu sektir giltu um, t.d. ef menn hnýttu tagl hestsins í munn honum, fældu hesta manns í þing- reið í áningarstað með hrossa- bresti eða ef menn stýfðu stert á stóðhesti annars manns eða stertstýfðu hest í þingreið eða brúðkaupsferð, allt varðaði þetta fjörbaugsgarð. Ef maður keyrir hest undir öðrum manni svo að hann fellur af baki, keyrir klyfja- hesta, fælir skepnur eða á hvern annan hátt, sem veldur því að maðurinn fellur af baki hestin- um, varðar það fjörbaugsgarð. „Ef maður hleypur á bak hrossi annars manns ólofað varðar það 6 aura áfang. Nú ríður i.ann svo fram úr stað varðar þa<' þriggja marka útlegð. ... ef maöur ríður svo að þrír bæir eru á aðra hönd og ríði hann um þá er það skóg- gangssök." Dæmi þessi sýna að allt var gert til þess að vernda ekki aðeins eignaréttinn á hesti heldur einnig eigandann gegn því að hinum ómissandi förunaut hans eða hennar yrði unnið nokk- urt mein. Þá skulum vér að lokum geta ákvæðis varðandi ófrávíkjan- legar kröfur til heilbrigðis manna, þeirra sem hiutu að ferð- ast á Islandi. Engan mann var hægt að kveðja til kviðdóms á þingi ef hann dugði ekki til þing- reiðar. En hæfur til þingreiðar var sá maður talinn, ef hann gat riðið fullar dagleiðir og gist í á- fangastað, náð hesti sínum í hafti og gengið einn leiðar sinnar þar sem honum var kunnugt. Venja var að hestar gengju úti f " ** #v',' t A* «1 f ■ .-»< ■ i •' f ' * t . ■ , SÉRA Þorvaldur Bjarnarson prestur á Melstað stígur í hnakk. Hann var atkvæðamestur Melstaðarklerka á síðari öldum, búmaður góður og hestamaður, stórorður og hreinskilinn, Ijóngáfaður og lærður vel. Bóka- safn átti hann gott, sem var selt að honum látnum og voru það 14 hestburðir. Líklegt má telja að myndin sé tekin sumarið 1898. Q KLYFJAHESTAR á áningarstað. Myndin er tekin norðanlands, sennilega á Melstað í Miðfirði 1898. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.