Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ Hinn sigursæli Amor. Málverk eftir ítalska málarann Caravaggio af vilja, óendanlegum sköpu- narvilja. Þessari síðari hlið málsins er ekki nægur gaumur gefinn í kenningu Sókratesar. Ástin sem sköpunarmáttur kemur að vísu fram í kenning- unni. Sá sem haldinn er ástar- þrá er getnaðarþurfi, hann þráir að geta af sér fögur börn og fagra hluti, vegna þess að þau eða þeir svala þrá hans, fullnægja fegurðarþörfinni. Þar með er þessi önnur hlið málsins aftur tengd fyrra at- riðinu, Erosi sem taumlausri löngun og þrá. En hvað um ástina sem auðlegð, ríkidæmi, fórnfýsi, gjafmildi? Nú er freistandi að líta svo á að hér sé um allt annars konar ást að ræða. Og svo hafa margir gert. Ástin, segja þeir, er kærleikur, á grísku Agape. Við sitjum þá uppi með tvö ástarhugtök, annað tengt Er- osi, ástarþránni, hitt tengt Agape, kærleikanum. Kenn- ingar um kærleikann finnum við einkum í kristnum fræðum sem undirstöðu hins kristilega siðgæðis. Höfuðatriðið kemur fram í þessari setningu: „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hljóti eilíft líf.“ (Jóh. 3:16) Annars vegar höfum við þá hina eigingjörnu ástarþrá sem endalaust leitar sér svölunar - hins vegar höf- um við ástina sem óendanlega gjafmildi eða kærleika. Ég trúi ekki á þennan greinarmun. Kjarni vandans um Ástina - þá ást sem við þekkjum öll og er af þessum heimi - er að Eros og Agape, þráin og kærleikurinn, eru tvær hliðar á sama máli. Ástin er eining Erosar og Agape. Og hér hafið þið síðari vinnu- hugmynd mína um ástina. Hún er þessi: sá sem segir „ég elska þig“ segir í senn „ég þrái þig“ og „þú mátt eiga mig“. Hann vill svala löngun sinni og gefa af sjálfum sér eða rétt- ara sagt: gefa sjálfan sig. Og nú þarf að tengja þessa staðhæfingu við hina fyrri: ást er að elska og vera elskaður. Þá fyrst höfum við raunveru- lega ást þegar tvær manneskj- ur þrá hvor aðra og gefast hvor annarri, þegar þær vita af sjálfri sér hvor í annarri, eignast hvor aðra og eignast þar með nýja sjálfsvitund, nýja möguleika á að skapa og byggja heiminn og skilja veru- leikann. Það sem hér skiptir höfuðmáli er að geta notið ástar. Sá sem ekki kann eða getur tekið á móti gjöfum ást- arinnar getur heldur aldrei lært að elska. Hér gefst ekki tóm til að útlista þessa kenningu nema með einu dæmi, einni teng- ingu. Enginn mun neita því að afbrýðisemi tengist mjög ást- amálum fólks. Sá sem elskar óttast iðulega að ástin hans verði frá honum tekin, að hún taki upp á því að elska ein- hvern annan. Nú er afbrýði- semi gjarnan skoðuð sem eins konar eigingirni; sá sem elsk- ar vill eiga ástina sína út af fyrir sig, ekki deila henni með öðrum. Þess vegna virðist ein- faldast að tengja afbrýði- semina við Eros, ástargirnd- ina sjálfa. Afbrýðisemin er þá Eros á villigötum, eigingjarn og heimtufrekur Eros, sem þolir ekki öðrum að elska það sem hann elskar, sem vill alg- erlega eiga og ráða yfir því sem fullnægir honum. Áf- brýðisemi verður þá rangsnú- in ást, skuggahlið ástarinnar. Hún virðist vera í beinni and- stöðu við kærleikshlið ástar- innar. Þetta er þó ekki nema hálf- ur sannleikurinn um afbrýði- semina. Hin hliðin á málinu er að mínum dómi miklu merki- legri. Afbrýðisemin er merki óvissu um ástina: óvissu um hvort maður sé elskaður - óvissu um ástarsambandið sjálft. Ef þannig er litið á mál- ið blasir við að afbrýðisemi er eðlilegur þáttur í mótun og þróun ástarinnar. Að elska og geta ekki fundið til afbrýði- semi er að elska og skeyta ekki um það hvort maður er elskaður, m.ö.o. það er að fara á mis við ástina. Þannig fær afbrýðisemin mjög sér- staka og mikilvæga stöðu með tilliti til ástarinnar. Annars vegar er hún merki löngunar til að loka ástina inni, ímynda sér hana sem sjálfstæða ein- ingu, fullmótaða og fullgerða. Hins vegar er hún merki þess að ástin er í hverju einstöku tilfelli ævintýri sem enginn veit hvernig fara muni. Þessi óvissa sem býr í ást- inni er merki ósjálfstæðis hennar og hverfulleika. En um leið er hún merki þessa kynduga kraftar sem er Eros að starfi í mannlífinu, í eðli sínu hvorki ódauðlegur né dauðlegur, leitandi fyrir sér, lifandi fjörlífi eða slokknandi út af og lifnandi aftur. Að vissu leyti er Eros ógnun við ástina, kyndir undir friðleysi, gerir hjörtun óró. Þessi ástar- girnd, þessi taumlausa þrá, er þrátt fyrir allt það sem ástin þarfnast, ef hún á ekki að þorna upp og skrælna. Hér hafði Sókrates sannarlega rétt fyrir sér. Enginn hefur heldur gert betur grein fyrir því en hann að hamingja og fullkomnun lífsins velta að endingu á því hvort og þá hvernig Ástin og Viskan geta lært að búa saman í einni sæng. Lausn Sókratesar að sameina þau gersamlega er óraunhæf. En hitt vita margir af biturri reynslu að viskunnar er hvergi meiri þörf en í mál- efnum ástarinnar. Og megi Guð gefa að við gleymum því heldur aldrei að viska er óhugsandi án ástar, að ástin ber viskuna uppi, stýrir henni á vit almættisins sem birtist í mynd okkar smæsta bróður eða systur. í ævintýri ástarinn- ar eru sjálfsvitund mannsins, siðferði og viska í húfi. ÞJÓÐVILJINN,— SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.