Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ Hvað er ást? Hvernig getum við eignast hlutdeild í leyndar- dómum ástarinnar? Hvað er að elska? Hvað er að vera elskaður? í árdaga heimspek- innarsetti Platónfram kenn- ingu um ástina sem öll ástar- speki eða ástarfræði hefur hlotið að taka mið af. Þessi hugleiðing mín verðureinnig neðanmálsgrein við þessa kenningu eins og Platón lætur Sókrates setja hanafram í Samdrykkjunni. Sjálfur er ég að reyna að vinna úr tveimur hugmyndum um ástina, sem mér virðast hvorki gerð skil í kenningu Platóns né í öðrum ástarfræðum sem ég hef kynnt mér. Ég vil þó taka fram að það eru margar hliðar á þessu máli sem ég tel mig ekki þekkjaenn. Sjónarhorn mitt er auk þess mjög afmark- að. Ég vil skoða ástina sem kjarna mannlegs siðferðis, ef ekki beinlínis sem burðarás siðferðisins. Vinnuhugmyndir mínar eru tvær. Hin fyrri er þessi: ásterísennaðelska og vera elskaður. Hin síðari er þessi: sásemsegir„égelska þig “ segir tvennt: „ ég þráiþig “ og „þú mátt eiga mig “. N ú ætla ég að prófa þessar tvær hugmyndir á kenningu Sókr- atesar og síðan beita þeim á þaðfyrirbæri, ískuggaástar- innar, sem afbrýðisemi kall- ast. í ræðu Sókratesar í Sam- drykkjunni er frá því greint hvernig Eros, ástarguðinn, kom í þennan heim. Á degi Afrodítu, tókst Peníu, Ör- birgðinni, að leggjast með Poros, Auðnum, og eignast með honum soninn Eros. Eros ber merki foreldra sinna: / fyrsta lagi er hann sí- snauður og fjarri fer því að hann sé fíngerður og fagur, eins ogflestir hyggja, heldurer hann harður og óhreinn, skólaus og húsnœðislaus, liggur ú víðavangi með ekkert yfir sér, sefur fyrir dyrum úti undir beru lofti og kippir að því leyti í kynið til móður sinn- ar, að hann á við sífelldan skort að búa. En hitt hefur hann afföður sínum, að hann er á veiðum eftir því, sem fa- gurt er og gott, að hann er fylg- inn sér og úthaldssamur, slyngur veiðigarpur, sem öllum stundum hefur einhver brögð með höndum, - ástund- andi þekkingu og snjallur íþví að afla sér hennar, keppandi eftir speki alla œvidaga, skæður seiðmögnuður, galdr- ameistari og sófisti. Síðar segir: Enn fremur er hann mitt á milli visku og fávisku; því að þessu er þannig varið: Enginn af guðunum leggur stund á visku eða girnist að vera vitur; því þeir eru það; og eins er það, - sé einhver annar vitur, þá leggur hann ekki heldur stund á visku. Ekki leggja heldur hinir óvitru stund á visku eða girnast að verða vitr- ir, því að einmitt þetta er fá- viskunnar mesta mein, að þar sem maðurinn hvorki er sið- ferðislega góður né vitur, þá þykist hann þó vera sjálfum sérnógur. Fyrirþvíerþað, að sá sem hyggur sig þurfandi, hann sækist ekki eftirþví, sem hann álítur, að hann hafi ekki þörffyrir. Þessa speki hefur Sókrates eftir Díótímu frá Mantíneu, spáfróðri konu og Seifi þókn- anleg. En hún hefur ekki enn svalað þekkingarlöngun hans: „Hverjir eru það þá, kœra Díótíma," sagði eg, ,sem leggja stund á viskuna, ef það eru hvorki hinir vitru né hinir óvitru?“- „Paðskilur núhvert barn, “ mœlti hún, „að það eru þeir, sem standa mitt á milli þessara beggja, og undir þann flokk heyrir líka Eros. Pví að sannarlega heyrir viskan undir það, semfagurt er. En Eros er sú elska, sem beinist að hinu fagra, svo Eros hlýtur að vera ástundari viskunnar, en þar sem hann er ástundari visk- unnar, hlýtur hann að vera mitt á milli hins vitra og óvitra. Einnig þessu veldur ætterni hans, því hann er sonur viturs og fengsæls föður, en óviturr- ar og hjálparlausrar móður. “ Nú má ekki rugla Eros sam- an við Ástina sjálfa. Eros er tákn fyrir ástarþrána, sem er sambland auðs og örbirgðar og mitt á milli visku og fá- visku. Hér kemur fram sú skoðun Sókratesar að viskan sé hinn æðsti auður, fáviskan hin raunverulega örbirgð. Við mennirnir, sem erum í sömu stöðu og Eros, mitt á milli visku og fávisku, þurfum, samkvæmt kenningu Sókrat- esar, að læra að elska það sem er fagurt og gott og sækjast eftir hinum sönnu gæðum. Kenning Sókratesar um ást- arþrána fjallar því um það sem er þess virði að þrá; hún fjallar um viðföng ástarþrár- innar. Ástin sjálf er þá sam- kvæmt þessu hlutdeild í hinu fagra, sanna og góða. Slík hlutdeild er það sem kallast viska eða þekking. Viskan er fullkomnun, endimark ástar- þrárinnar. Viskan er að sjá, eiga hlutdeild í veruleikanum sjálfum eins og hann er í raun og sannleika. Hún er þekking á hinu frumfagra: „Og á þessu stigi lífsins, kæri Sókrates, “ mœlti gestvin- an frá Mantíneu enn fremur, „þar verður manninum sann- arlega vert að lifa, þegar hann sér sjálft hið fagra. Ef þér skyldi einhvern tíma verða auðið að líta það augum, þá mun þér ekki sýnast, að við það sé saman berandi gull eður skrautklæði eða hinir fríðu drengir og unglingar, sem þú nú verðurfrá þér num- inn að sjá, svo að bæði þú sjálfur ert albúinn og margir aðrir með þér, er þið sjáið ást- sveinana, að neyta hvorki matar né drykkjar til þess, ef kostur væri að una hvergi augunum nema á þeim og vera saman við þá öllum stundum. Hvað megum við þá ætla,“ sagði hún, „ef einhverjum auðnast að líta hiðfagra sjálft, hreint og tært og ómengað, og ekki hlaðið mannlegu holdi og litum og öðrum dauðlegum hégóma, heldur hið guðlega fagra sjálft í sinni einskœru veru.“ Hvað merkir þetta? Hvað er að eiga hlutdeild í hinu fagra, sanna og góða? Hvað er ást? Er hún ekkert annað en viska? En hvað er þá viska? Vandinn, sem mér virðist að við stöndum frammi fyrir, er þessi: við manneskjurnar erum haldnar ástarþrá, þrá eftir að eignast hlutdeild í hinu fullkomna, því sem fullnægir okkur gersamlega, svalar allri löngun. En þessi þrá, sem við erum iðulega haldin svo gersamlega að við erum blind á allar raunveru- legar aðstæður, er ekki ástin sjálf. Þessi þrá er löngun, botnlaus löngun eftir ást. Með öðrum orðum: það sem við þráum er Ástin sjálf. En hvað er þá ást? Svar Sókratesar liggur ljóst fyrir: ástin er viska. Þetta svar leiðir eðlilega af frumfor- sendunni. Það er lagt upp frá ástarþránni sem taumlausri löngun eftir fullnægingu, svölun allrar fýsnar. Niður- staðan blasir við: það sem svalar allri fýsn, veitir tæm- andi, endanlega fullnægingu er viskan. Hinn vitri girnist ekkert. Hann hefur leyst sig úr viðjum allrar löngunar. Þetta er kenningin í hnot- skurn. Nú er það fj arri mér að vil j a draga úr mikilvægi viskunnar. Vera má að hún sé hið eftir- sóknarverðasta í lífinu. En ég get ekki fallist á að sá sem þrái ást þrái þar með visku. Ástin er ekki viska; að elska í eigin- legum skilningi er ekki nauðsynlega að vera vitur. Tvennt er, samkvæmt vinn- utilgátu minni, athugavert við þessa kenningu. í fyrsta lagi er Eros einhleypur og getur ekki myndað varanlegt samband við aðra; fyrir hann snýst allt um það að elska, en ekki hina hlið ástarinnar sem er að vera elskaður. I öðru lagi er aðeins fjallað um aðra hlið þess að elska, þ.e. ástarþrána, og að mestu horft fram hjá hinni hliðinni sem lýtur að fórnfýsi. Lítum nú nánar á þetta. Eros nýtur ekki ástar. Hann þráir einungis að elska og þessari þrá fullnægir viskan ein, sem leysir fólk úr viðjum allrar löngunar, er fullnæg- Páll Skúlason Eftirfarandi ritgerð eftir Pál Skúlason, sem hér er birt með leyfi höfundar, birtist í nýútkomnu ritgerða- safni Páls, Pœlingar, sem gefið er út af bókaútgáf- unni Ergo. Ritgerðin er erindi sem höfundur flutti upphaflega á málþingi Soffíu, félags heimspekinema, í apríl 1986, og er það tileinkað foreldrum höfundar á 48. brúðkaupsdegi þeirra þann 12. apríl 1986. ingin eða sælan sjálf. Þar með missir kenningin af Ástinni sjálfri. Ástin er hvorki óend- anleg þrá eða girnd né heldur endanleg fullnæging eða lausn úr viðjum allrar löngunar. Sonur minn, ellefu ára, benti mér á kjarna þess máls: „ef kona elskar mann, en maður- inn elskar ekki konuna, þá er það ekki ást.“ Hér hafið þið fyrri vinnuhugmynd mína um ástina: ást er að elska og vera elskaður. Raunveruleg ást er m.ö.o. samband tveggja aðila. Að ræða um ástina sem hugará- stand eða afstöðu eins aðila er hrapalleg einsýni. Hversdags- legt orðalag, sem við þekkjum öll, segir þetta. „Að njóta ást- ar“ er að vera elskaður eða elskuð. Sá sem elskar en er ekki elskaður fer á mis við ástina, kynnist henni ekki. Eros, ástarguðinn sem Sókr- ates ræðir um, virðist mér vera í þessum sporum. Hvernig stendur á því að ástarfræði Sókratesar og flest- öll ástarfræði allt til þessa dags leggja alla áherslu á það að elska, en horfa að mestu fram hjá því að vera elskaður? Ég held að þetta stafi af innri spennu ástarinnar sjálfrar. Það sem ég kalla hér innri spennu er óvissan sem býr í ástinni, þ.e. í öllu ástarsam- bandi. Ástin er í eðli sínu óvisst samband tveggja aðila. Grunnur ástar er ekki eining heldur sundrung. Að menn verði eitt í ástinni er í senn sannleikur og blekking ástar- innar. Sannleikur ástarinnar er sá að hún er raunverulegt heildarsamband tveggja per- sóna, þ.e. í ástinni er öllu deilt: því sem menn eru, hafa og geta. í þessum skilningi er ástin undirstaða og kjarni sið- ferðisins. Blekking ástarinnar er á hinn bóginn sú að hún lifi og geti lifað af sjálfu sér, að hún sé eða geti orðið raun- veruleg sjálfstæð eining. Ein- ing og sjálfstæði ástarinnar - m.ö.o. veruleiki ástarinnar - er óendanlegt verkefni fyrir okkur. Þess vegna liggur það í eðli ástarinnar að ala á óvissu um afdrif sín. Eftir því sem ástin er sterkari, nánari, jafnvel þroskaðri og mótaðri, er óvissan dýpri og traustið mik- ilvægara. I ástinni erum við þess vegna og verðum alla tíð eins og börn, ef ekki óvitar. Við höfum aldrei lært til hlítar að elska og vera elskuð. Hvað felur í sér að elska og vera elskaður? Við skulum fallast á það sem Sókrates hef- ur eftir Díótímu: ástin er órofa tengd fátækt mannsins og auðlegð. Annars vegar á ástin rætur í því sem kalla má fátæktareðli mannsins, djúp- stæðum skorti hans á gæðum. Hins vegar er ástin tákn um auðlegð mannsins, þá gjaf- mildi sem mestu skiptir: að elska er að gefa af sjálfum sér. Með öðrum orðum: ástin á sér rætur í löngun mannsins, botnlausri löngun, óslökkv- andi þrá, og hún er borin uppi 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.