Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 4
JÓLABLAÐ
.............................................■ • ■
Heilög María treður á snáknum með aðstoð Jesúbarnsins. Heilög Anna til hægri. Myndin er nú
varðveitt í Borghesesafninu í Róm.
Imyndinni af Davíð með höfuð Golíats er síðasta sjálfsmynd
Caravaggios fólgin í andliti Golíats. Myndin er jafnframt talin
vera síðasta verk Caravaggios, máluð þegar hann var áflótta
undan réttvísinni í Napoli árið 1610. Á myndinni sést áverki á
enni Golíats, en Caravaggio slasaðist illa í átökum við óþekktan
óvin á þessum tíma. Myndin er varðveitt í Borghese-safninu í
Róm.
Myndin af hinum sjúka Bakkusi, hér fyrir neðan, erfyrsta
sjálfsmyndin sem vitað er að Caravaggio gerði. Hún er gerð
upp úr 1593, þegar Caravaggio var nýkominn til Rómar. Mynd-
in er talin gerð þegar málarinn átti í veikindum, en Bakkus ber
hér bergfléttukrans, sem er tákn eilífrar æsku. Hvítu vínberin
eru trúlega tákn fyrir lífið, en þau svörtu fyrir dauðann.
aður um kynvillu en átti sér líka
ástkonur. Hann átti í útistöðum
við fjölskyldu sína, afneitaði
prestlærðum bróður sínum eftir
að hann kom til Rómar, en hafði
félagsskap af svörtum hundi sem
fylgdi honum stöðugt. Hann var
hamhleypa til vinnu, en stundaði
knattleiki og kráarlíf af mikilli
ákefð á milli vinnulota. Hann
þótti hafa grófan húmor og orð-
bragð, og reiddist auðveldlega af
minnsta tilefni. Hann átti í stöð-
ugum útistöðum við lögregluyfir-
völd, var tíður gestur í fangels-
um, þótti laushentur og gjarn á
að bregða fyrir sig vopnum, varð
manni að bana í áflogum þegar
hann var 35 ára og flúði þá frá
Róm og lifði eftir það á stöðugum
flótta undan réttvísinni þar sem
leið hans lá til Napoli, til Valetta
á Möltu þar sem hann öðlaðist
riddaratign, um Sikiley, til Nap-
oli aftur og þaðan upp á
Maremma-ströndina norðvestur
af Róm. þar sem hann lést úr mal-
aríu í Herkúlesarhöfn árið 1610,
þá 39 ára gamall og niðurbrotinn
af örvæntingu eftir stormasamt
og rótlaust líf.
Táknrœnt raunsœi
Engu að síður skildi hann eftir
sig myndlistararf sem markar
tímamót í evrópskri listasögu
fyrir miskunnarlaust raunsæi, þar
sem dauðaangistin og hið rót-
lausa líf listamannsins endur-
speglast í trúarlegum verkum
hans um píslarvætti helgra
manna, þar sem dauðinn er alltaf
nálægur og spurningin um eilífa
frelsun fyrir náð Krists. Myndir
hans þóttu byltingarkenndar þar
sem hann sýndi helga menn og
konur í líki slitinna og skítugra
erfiðismanna og kvenna, þar sem
ekkert var gert til þess að fegra
viðfangsefnið en Ijós og skuggi
notuð til þess að magna upp and-
rúmsloft vonar og ótta, þar sem
einsemd mannsins og örvænting
er sýnd í því myrkri sem ljós náð-
arinnar eitt fær létt af syndugum
manni. Prátt fyrir deilurnar sem
spunnust um verk hans varð hann
eftirsóttasti og best launaði mál-
arinn í Róm á sínum tíma.
Gagnsókn páfans
gegn Lúther
Caravaggio lifði þann tíma í
Róm þegar páfastóll og kaþólska
kirkjan hóf gagnsókn sína gegn
siðaskiptunum í norðanverðri
álfunni, sem ógnuðu einingu
kirkjunnar og grófu undan valdi
páfanna.
Á meðan mótmælendur í
Þýskalandi og Sviss stóðu að því
að bera myndlistina út úr kirkj-
unum og úthýsa öllu því sem tru-
flað gæti milliliðalaust samband
trúandi manna við lifandi Guð,
þá hóf páfinn í Róm gagnsókn
með því að taka listina í þjónustu
kirkjunnar í ríkara mæli en
nokkru sinni fyrr: Listinni var nú
ætlað að koma kennisetningu ka-
þólskrar trúar á framfæri við hinn
breiða fjölda með stóraukinni
áherslu á alla ytri umgerð trúar
og kirkju.
Það voru listamenn af skóla
mannerismans og þó fyrst og
fremst barokklistarinnar, sem
fengu þetta veglega hlutverk, og í
lok 16. aldar og út alla þá 17. fór í
hönd slíkt blómaskeið myndlistar
og byggingarlistar í Róm, að
borgin varð ótvíræð miðstöð
myndlistar í álfunni á þessum
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
tíma auk þess sem útlit borgar-
innar tók stakkaskiptum með
miklum byggingarframkvæmd-
um að frumkvæði páfanna, þar
sem hinar sveiflukenndu línur
barokklistarinnar urðu ríkjandi
og barokkkirkjurnar spruttu upp
í hundraða tali hlaðnar skrauti og
íburði auk þess sem gömlum
kirkjum frá fornum tíma var um-
svifalaust breytt yfir í barokkstíl
án þess að minnsta tillit væri tekið
til fornra menningarverðmæta.
Kaþólskt barokk
Það var kirkjuþingið í Trento
(1545-64) sem mótaði hina nýju
stefnu kirkjunnar í málefnum
listarinnar, þar sem listinni skyldi
fyrst og fremst ætlað það hlutverk
að verða áróðurstæki fyrir hina
kaþólsku kennisetningu. Listin
átti því ekki að þjóna hinum út-
valda og menntaða aðli eins og
hún hafði gert á endurreisnartím-
anum, heldur átti hún að verða
alþýðleg og auðtekin, eins og
reyndin varð um barokklistina.
Jafnframt varð nú sú breyting á
hinni fagurfræðilegu kennisetn-
ingu, að sú eftirlíking náttúrunn-
ar, sem boðuð var á endur-
reisnartímanum, var ekki lengur
grundvöllur listsköpunar, heldur
skyldi listin spretta úr huga lista-
mannsins, og samkvæmt hinni
kaþólsku fagurfræði áttu hin
réttu form hlutanna að vera
ávöxtur hins huglæga samfélags
listamannsins við guðdómlegan
veruleika.
Hughyggja barokk-
listarinnar
Hin kaþólska kennisetning um
fagurfræðina tók hins vegar ekki