Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 10
JÓLABLAÐ Frisch á íslensku Max Út er komin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi íslensk þýðing á skáldsögunni Homo faber eftir Max Frisch. Max Frisch er fremsti rithöf- undur Svisslendinga á þessari öld og meðal þekktustu skálda sem skrifa á þýska tungu. íslendingar hafa til þessa eink- um þekkt Frisch sem leikrita- skáld og þá sérstaklega verkin Andorra og Biedermann og brennuvargarnir. Skáldsögur Max Frisch eru þó líklega enn veigameiri þáttur í höfundarverki hans og löngu tímabært að kynna þær íslenskum lesendum. Homo faber er sú skáldsagna Frisch sem hefur orðið mestrar athygli og vinsælda aðnjótandi. Homo faber er nafngift sem vísar annars vegar til aðalpersónu og sögumanns bókarinnar, Walt- ers Faber, en hins vegar til ákveð- innar persónugerðar, „tækni- mannsins“ í nútímasamfélagi, þeirrar manngerðar sem telur sig vera æðsta stig „homo sapiens“. Walter Faber álítur sig vera slíka tækniveru með fullt vald yfir um- hverfi sínu, en margháttuð og óvenjuleg reynsla, sem hann verður fyrir á linnulausum ferða- lögum sínum í sögunni, knýr hann til að endurskoða lífsvið- horf sín. Skáldsöguna þýddu Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þor- valdsson. Þeir hafa jafnframt rit- að ítarlegan eftirmála með verk- inu þar sem lýst er höfundarferli Frisch og fjallað um ýms skáld- verk hjans. (F réttatilkynning) Gódar bækur fyrir GÓÐAR STUN íslenskt þjóðlíf í þúsund ár eftir Daniel Bruun er ómetanleg heimild um gamalgróið þjóðlífog menningararf lífshcetti sem löngu eru horfnir. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi og Þór Magnússon þjóðminjavörður ritar formála og fræðilegar skýringar. Ásgeir S. Björnsson samdi myndatexta. Daniel Bruun var mikilvirkur brautryðjandi í rannsóknum á menningarminjum og lifnaðarhátt- um hér á landi. Þegar hillti undir byltingu í íslensku þjóðlífi bjargaði hann frá glötun ómetanlegum heimildum um gamalgróið þjóðlíf og menningararf á hverfanda hveli. í þessu verki endurspeglast lífshætt- ir fslendinga á liðnum öldum í hundruðum teikninga, uppdrátta, Ijósmynda og vatnslitamynda, einstökum í íslenskri menningar- sögu. Thingvellir er ensk útgáfa hinnar vinsælu Þingvallabókar Björns Þorsteinssonar sem kom út á síðasta ári. Bókin hefur að geyma sagnfræði, náttúrufræði, staðfræði og sögur. Ennfremur fjölda yfirlits- korta, teikninga og mynda, flest í litum. Margar þeirra eru frá fyrri öldum og því hinar sögulegustu. Ásgeir S. Björnsson ritstýrði verk- inu en myndir í það valdi Örlygur Hálfdanarson. BJöm Þorsteinsson liiMvJ T T rv% / £L Icsland's National Shrine _AvÖofs Cc«njMmk»_ IfrC'C’ \ Homo Faber er skáldsaga sem beinir spjótum sínum að blindri tceknihyggju aðalpersónan Faber, eins og svo margir í hinum vestrœna heimi, þjáist af Á ritunartíma verksins á sér stað vaxandi umræða um hættuna sem stafar af algerum klofningi milli raunvísinda og hinna svoköll- uðu „húmanísku hugðarefna“. Max Frisch er meðal þekktustu skálda sem skrifa á þýska tungu. Hann var einn þeirra höfunda sem voru tilnefndir til bókmenntaverð- launa Nóbels 1987. sem *)MO FABER ESKAtOSAGA MAX FRISCH *•... Mishtt mannlíf er skáldsaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Sagan er öðru fremur krufning á sálarlífi drengs sem lifir í áttlausri tilveru. Foreldrar hans skilja og drengurinn fyllist öryggisleysi og vanlíðan og leiðist út í slæman félagsskap. Sagan er áleitin, rík af mannlegum tilfinningum, full glettni og hlýju en þó með trega- blöndnum undirtón. þf GUOMUNDUR L. FRIÐRNNSSON jýEnsk-íslenska skólaorðabókin er : : samin sérstaklega með skólafólk í ji ihuga og þannig tímamótaverk. íNútímabók þar sem lögð er áhersla •:j:á orðaforða í tækni og vísindum. ’XHandhægt og þægilegt hjálpartæki jijibæði nemendum og öðrum. Vegna jjjjhinna mjög svo vönduðu íslensku 'ijlorðskýringa nýtist hún líka vel til jjjeflingar íslenskrar tungu. Kærkom- jjj-in gjöf inn á hvert heimili. A, UNQLINGA- FJOLSKYLDUSAGA JÓLABLAÐ blökkukonu „Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur", heitir bók sem Skjaldborg gefur út. í þessu fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar dregur bandaríska blökkukonan Maya Angelou upp sannferðuga og sterka mynd af uppvaxtarárum sínum í Suðurríkjum Bandaríkjanna á fjórða áratugnum. Hún og bróðir hennar búa hjá ömmu sinni í smá- bænum Stamps í Arkansas þar sem Maya kynnist valdi „hvíta fólksins" í hinum hluta bæjarins. Maya Angelou fæddist árið 1928 í St. Louis í Missouri. Þegar foreldrar hennar skildu flutti hún ásamt Bailey bróður sínum til ömmu sinnar. Maya dýrkar móður sína en eitt sinn þeg- ar móðirin kemur í heimsókn er ástmaður hennar með henni. Hann nauðgar Mayu en þá er hún aðeins átta ára gömul. Næstu fimm árin er hún mállaus. Maya er ekki aðeins þekkt sem rithöf- undur, hún lék í framhaldsmyndaflokknum Rœtur er sýndur var hér í sjónvarpi. Þá hefur hún ferðast um heiminn með söng- og dansflokkum og leikið og dansað. Ævi hennar hefur ekki verið dans á rósum og sjálfsævisaga hennar hefur gert hana að mikilsvirtum höfundi víðar en í Bandaríkj- unum. Grasalœkningar og dulrœn reynsla „Ásta grasalæknir" heitir bók sem komin er út hjá Erni og Örlygi. Atli Magnús- son blaðamaður skráði. Ásta Erlingsdóttir hefur frá unga aldri iðkað hin gömlu fræði íslenskra grasalækna sem geymst hafa með ætt hennar í margar aldir, segir í kynningu á nýrri bók frá Erni og Örlygi. Þar segir ennfremur: Þótt nafn Ástu heyrist eða sjáist sjaldan eða aldrei í fjölmiðlum samtímans þá mun samt leitun á fólki sem ekki hefur heyrt getið um Ástu grasalækni, eins og hún er nefnd manna á meðal. Hina „þöglu" frægð þessarar ljúfu og lítillátu konu má rekja til heilladrjúgra lækningastarfa í þágu fjöldans. í bókinni gefur Ásta ráðleggingar og uppskriftir. En hví fær þessi lækningakunnátta lifað svo góðu lífi, nú á dögum hátækni og vísindahyggju? Því svara þrettán einstaklingar hér í bókinni. Með hjálp Ástu grasalæknis hafa sumir þeirra öðlast nýja lífstrú. Dulargáfur hafa löngum fylgt hennar fólki og hún rekur hér ýmsar frásagnir því til staðfestingar og ræðir um eigin andlega reynslu. Litríkt fólk er framhald ceviminninga Emils sem komu út í fyrra og nefndust Á misjöfnu þrífast bömin best, en hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur almennings. Lesendur Litríks fólks verða margs vísari um aldarfar og eigið líf höfundar á fjórða og flmmta ára- tugnum. Stíll og frásagnarlist hans gerir bókina að kjörgrip allra bóka- unnenda.ijjjf) Gullna flugan eftir Þorleif Fríðríksson sagnfrceðing er saga átaka í Alþýðuflokkn- um og erlendrar íhlutunar um íslensk stjómmál í krafti fjármagns. Hver voru erlend ítök og áhrífþeirra á aðgerðir flokks- forystunnar langt fram yfir miðja 20. öldina? Bókin byggir á óvéfengjanlegum gögnum og segir sannleikann skýrt og skorínort. Þessa bók má enginn Alþýðuflokksmaður láta framhjá sér fara,-hvað þá andstceðingamir. Húsfreyja í Húnaþingi er þríðja bindi ceviminninga Huldu Á. Stefánsdóttur. í þessu bindi segir frá búskapar- árum hennar á Þingeyrum í Húna- vatnssýslu. Inn í þá frásögn fléttar hún nákvæmar en hrífandi lýsingar á sögu og umhverfi. Þetta gerir ævisögu Huldu Stefánsdóttur að bókmenntum í fremstu röð, bókmenntum sem fólk á öllum aldri les sér til óblandinnar ánægju og fróðleiks.Jj^) Muflft loftinn ðyrafwknfr UÍAPAlANDyv Systkinaröðin mótar manninn er eftir sálfræðinginn dr. Kevin Leman. Er það tilfellið að frum- burðir séu frekjur, miðbörn þrætu- gjarnir leiðindapúkar og yngstu börn ábyrgðarlausir ærslabelgir? Systkinaröðin er brunnur upp- lýsinga sem geta hjálpað þér að bæta samskipti þín við aðra. Fyrir utan að geyma uppeldislegar ráðleggingar sem eru öllum foreldrum hollar og gagnlegar er bókin bæði hlýleg, fyndin og vel skrifuð. huohiorino Paddington bangsi birtist lesendum sínum á ný í tveimur nýjum bókum. í annarri hjálpar Paddington smáfólki að þekkja á klukkuna en í hinni er hann á leið í sumarleyfi til Frakklands. Þegar sú bók er oprmð kemur svolítið óvænt í Ijós sem gerir hana ennþá meira spennandi. Um Dagfínn dýralækni eru líka komnar tvær nýjar bækur. Dagfínnur dýralæknir og sjóræningjarnir er sérstaklega ætluð byrjendum í lestri en Dag- finnur dýralæknir í Apalandi þeim sem lengra eru komnir. Þetta eru bækur sem halda börnun- um við efnið. ^ ORN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 11.108 REYKJAVÍK. SÍMI91-84866 SVONA GERUU VIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.